Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 15
Bíldudalur Allt fleytifullt af rækju Rœkjuver hf.: Elstu menn muna ekki aðra eins vertíð. 500 tonna kvóti að klárast. Menn vonast eftir2-300 tonna við- bótarkvóta Rækjuveiðarnar hafa gengið alveg vonum framar frá því þær byrjuðu 1. nóvember sl. og eru bátarnir 10 sem veiðileyfi hafa, búnir að fá um 460 tonn af 500 tonna kvóta frá 1. nóvember sl. þegar vertíðin hófst,“ segir Ólafur Egilsson, framkvæmda- stjóri Rækjuvers hf. á Bíldudal við Þjóðviljann. Elstu menn á Bíldudal muna ekki eftir annarri eins vertíð og verið hefur að undanförnu og sem dæmi um veiðarnar má nefna að á sl. mánudag veiddust 27 tonn og síðan hafa bátarnir legið í höfn. Vikuskammturinn er 40 tonn og var ætlunin að klára hann í dag, þau 13 tonn sem á hann vantar. Framan af vertíðinni fór rækj- an að mestu í annan verðflokk og voru að meðaltali um 230-250 stykki í hverju kílói, en fyrir það eru borgaðar 53 krónur. I síðustu viku hljóp heldur betur í rækju- trollin og var rækjan þá óvenjust- ór og meðaltalið í hverju kílói voru 200 stykki, sem að sjálf- sögðu fór í fyrsta flokk, á 58 krón- ur. Þessa dagana hafa verið tveir fiskifræðingar frá Hafrannsókn við rannsóknir í Arnarfirði, en allt bendir til þess að heimilað verði að veiða 200-300 tonn til viðbótar þeim 500 sem áður var búið að úthluta. Rækjan er seld á Englands- og Evrópumarkað og hefur farið jafnt og þétt í vetur og iitlar sem engar birgðir hafa safn- ast upp. Það er einna helst að illa gangi að selja smárækjuna, sem er innan um í bland. -grh íslenska ullin Blönduð tHhekninga Ekki eru mörg ár síðan íslenska ullin var talin úrvals hráefni. Nú er hins vegar svo komið, að við flytjum inn ull í stórum stfl til þess að blanda í íslensku ullina. Er sá innflutningur jafn mikill eða meiri en sem nemur allri innveginni íslenskri uU. Mjög lítið er nú framleitt úr íslensku ullinni óblandaðri. Tvflita ullin er að verulegu leyti flutt óunnin úr landi. Ólafur R. Dýrmundsson ráðu- nautur segir að við notfærum okkur ekki sérkenni íslensku ull- arinnar. Nú væri svo komið að erlendis frá væri leitað eftir út- flutningi á íslensku sauðfé, til þess að framleiða þar ull, sem við vildum ekki nota, - mislitinn. -mhg Ráðunautafundurinn Þrjár uppskerur á tveimur ámm Sannindi eru það, sem menn vita sannast og réttast hverju sinni, en sannindi verða seint endanleg. Við erum alltaf að leita meiri þekkingar og nýrra sann- inda. Svo mælti Hjörtur E. Þórarins- son, formaður Búnaðarfélags ís- lands og bóndi á Tjörn í Svarfað- ardal við setningu ráðunauta- fundarins, sem nú er nýafstaðinn. Og það er einmitt hlutverk og til- gangur slíkra funda að leita „nýrra sanninda", ræða þau og gaumgæfa. Og það var vissulega gert á þessum fundi og þar kom sitthvað athyglisvert fram. Ef að einhverju mætti finna þá væri það helst, að framsöguerindi hafi ver- ið of mörg, sum e.t.v. óþarflega löng og því minni tími gefist til almennra skoðanaskipta. Málefni sauðfjárræktarinnar skipuðu mikið rúm á fundinum, enda á hún nú mjög á brattann að sækja. Á það var m.a. bent, að sauðfjárafurðir kæmu á markað á stuttum tíma en væru svo að selj- ast á heilu ári og þaðan af lengur. Að þessu leyti hefur kindakjöts- framleiðslan sérstöðu miðað við aðrar kjötframleiðslugreinar. Hún krefst því mikils fjármagns og eftir því sem fjármagnskostn- aður er hærri þeim mun verr stendur kindakjötsframlciðslan að vígi í samkeppni við aðra kjöt- framleiðslu. Láta mun nærri að vaxta- og geymslugjald, sem á kindakjötsframleiðslunni hvílir, sé 19,2% af heildsöluverði eða 27% af grundvallarverði, sem gerir 670,7 milj. kr. í ljósi þessa má spyrja, eins og Þórólfur Sveinsson gerði: Er mögulegt að breyta framleiðslu- háttum þannig að styttra líði frá innleggi til sölu, er jafnvel hugs- anlegt að geyma eitthvað af kjöt- inu lifandi? Nokkur hluti ánna yrði þá látinn bera seint að vori, dilkunum beitt svo lengi á haustin sem kostur er og slátrað síðan vorið eftir, ársgömlum. Stefán Scheving benti á að hægt væri að láta hverja á bera þrisvar á tveimur árum. Ólafur R. Dýr- mundsson sagði það slæmt hvað sauðfjárframleiðslan væri árs- tíðabundin. Því væri hins vegar hægt að breyta, eins og fram hefði komið. Spurningin væri bara um kostnaðinn. Og þá er eðlilegt að spurt sé: Verður fóðurkostnaðurinn meiri við breytilegan burð svo að verð- ið þurfi að vera hærra af þeim sökum? Sé svo, eru þá kaupend- ur reiðubúnir til þess að greiða hærra verð fyrir kjötið standi þeim það nýtt til boða svo að segja árið um kring? Eða kallaði þessi breyting kannski ekkert á hærra verð? Ekki ætti vaxta- og geymslugjaldið að verða slíkt ok sem það er nú. Og mundi þetta ekki gefa bóndanum færi á að fækka fé sínu án þess að það bakaði honum tekjutap? Þannig mætti halda áfram að spyrja. Og varla myndi gróðurverndin gjalda þessarar ráðabreytni. Á allt þetta þyrfti að reyna. Það er sagt að hið eina jákvæða við styrjaldir sé það, að þá fleygi tækninni fram. Þótt ólíku sé sam- an að jafna þá má e.t.v. segja, að verði erfiðleikar sauðfjárræktar- innar til þess, að leitað verði nýrra og hagkvæmari leiða, þá hafi þeir ekki til einskis orðið. -mhg Það voru sjálfsagt margir foreldrar sem vöknuðu upp við flengingu í gærmorg- un á bolludag. Börnin kunna sannarlega að meta bolluhátíðina og greinilega þeir eldri líka því bolluveislan í bakaríum og heimahúsum hófst víðast hvar um sl. helgi. í dag er það svo saltkjötið og baunirnar. Gaman, gaman Öskudags- fagnaður í Kaupstað Skátafélagið Segull í Selja- hverfi og Kaupstaður í Mjódd efna til öskudagshátíðar n.k. miðvikudag. Ilátíðin hefst kl. 10 árdegis. Afgreiðslufólk í snyrtivöru- deild Kaupstaðar býður þeim krökkum sem vilja upp á ókeypis förðun. Sanitas býður ókeypis gosdrykki. Kötturinn verður sleginn úr tunnunni og efnt verð- ur til furðufatasamkeppni, þar sem þrír bestu búningarnir verða verðlaunaðir. Þá verður og tunnukóngur/tunnudrottning krýnd. Þess vegna er um að gera að finna til búninga og mæta við Kaupstað fyrir kl. 10.00 á ösku- daginn. mhg Breyttur afgreiðslutími Frá og með 15. febrúar 1988 breytist afgreiðslutími póst- og símstöðva á höfuðborgarsvæðinu. Opið verðurfrá kl. 8.30-16.30 mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudagaog frá kl. 8.30-18.00 fimmtudaga. R-1 Pósthússtræti 5 R-4 Kleppsvegi 152 R-5 Rauðarárstíg 27 R-7 Neshaga 16 R-8 Ármúla 25 R-9 Arnarbakka 2 R-10 Hraunbæ 102c R-11 Lóuhólum 2-6 Póst- Póst- Póst- Póst- Póst- og símstöðin Kópavogi og símstöðin Garðabæ og símstöðin Hafnarfirði og símstöðin Seltjarnarnesi og símstöðin Mosfellsbæ Póstútibúið R-3, Kringlunni, er opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8.30-18.00. Póstútibúið R-6, Umferðarmiðstöðinni, er opið mánudaga til föstudaga frá kl. 8.30-19.30 og laugardaga frá kl. 8.30-15.00. ,, , . ■. , . Umdæmisstjori

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.