Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 16.02.1988, Blaðsíða 1
Karfa Gífurleg spenna Besti leikurinn íúrvalsdeildinni. Jafnt þegar 1 sekúnda var til leiksloka Einn besti úrvalsdeildarleikur- inn í vetur var háður í Hlíðarenda á sunnudagskvöldið. Mikil bar- átta var í hávegum höl'ð og ekkert gefið eftir. Leikurinn byrjaði frekar ró- lega og var jafnt á öllum tölum þar til staðan var 12-12 en þá tóku Haukar sig til og gerðu 10 stig án þess að Val tækist að skora nokk- urt. Þeir voru síðan yfir þar til á 18. mínútu, þá komust Valsmenn yfir og var staðan í leikhléi 37-33. Síðari hálfleikur var frábær á að horfa. Heimamenn héldu for- ystunni þó gestunum tækist nærri að jafna en þá kom að þætti Pálmars, hann gerði hverja 3 stiga körfuna á fætur annarri og tókst að lokum að jafna 60-60. Pá misstu Haukar Valsmenn aftur fram úr sér með 5 stiga forskot en náðu að jafna aftur 65-65. Spenn- Ólympíuleikarnir Einar Oíaísson í 65.sætí Einar Ólafsson lenti í 65. sæti í 30 kflómetra göngu karla á Ólympíuleikunum í Calgary í gær. Einar gekk vegalengdina á tímanum 1:39,56. Sovétmaðurinn Alexei Prok- urorov var fyrstur í mark en hann gekk vegalengdina á 1:24,35. f öðru sæti var annar Sovétmaður, Vladimir Smirnov og í þriðja sæti var Norðmaðurinn Vegard Ul- vang en hann gekk vegalengdina á tímanum 1:25,31. Árangur Einars er mjög góður ef litið er til þess að í gönguna var 91 keppandi skráður til leiks. Einn keppandanna hóf ekki gönguna og þrír kappar luku henni ekki. í blaðinu á morgun verður nán- ar fjallað um Ólympíuleikana. -ih an var orðinn gífurleg þegar Pálmar skoraði aftur 3ja stiga körfur og kom Haukum í 69-72 en Tómas kom Valsmönnum enn á ný yfir 75-74. Haukar fengu vít- askot en Pálmar hitti ekki nema úr öðru skotinu 75-75. Það var síðan á lokasekúndu leiksins að dæmt var vítaskot á Hauka og Tómas hitti úr því 76-75. Það var virkilega gaman að sjá almennilegan körfuboltaleik eftir lognmolluna sem ríkt hefur und- anfarið. Pessi leikur hafði bók- staflega uppá allt að bjóða. Flest allir leikmennirnir áttu mjög góð- an dag og er erfitt að taka einn úr. í Valsliðinu voru þeir mjög jafnir og mjög góðir en í Haukaliðinu var það eins og venjulega Pálmar sem dreif liðið áfram en Henning og ívar voru mjög duglegir. Pálmar gerði 23 stig í síðari hálf- leik og þaraf 4 þriggja stiga körf- ur. Hlfoarendi 14. febrúar Valur-Haukar 76-75 (37-33) Stig Vals: Leifur Gústafsson 16, Tómas Holton 15, Einar Ólafsson 15, Torfi Magnússon 12, Þorvaldur Geirs- son 9, Svali Björgvinsson 7, Björn Zo- ega2. Stig Hauka: Pálmar Sigurðsson 29, Henning Henningsson 14, (var Ás- grímsson 13, Tryggvi Jónsson 6, Ing- imar Jónsson 6, Olafur Rafnsson 4, Sveinn Steinsson 3. Dómarar: Jón Otti Ólafsson og Gunnar Valgeirsson voru flautuglaðir en dæmdu sæmilega í þessum erfiða leik. Þeir gerðu þó mistök reglulega sem fóru mikið í skap leikmanna. Maður leiksins: Pálmar Sigurðs- son Haukum Karfa Ivar Ásgrímsson átti góðan leik gegn Völsurum Leikir um helgina Urvalsdeild UMFG-ÍBK......................................69-73 UMFN-Þór......................................91-69 IR-UBK...........................................95-63 Karfa Dregið í Bikarkeppninni Njarðvík og Breiðablik leika saman Dregið var í bikarkeppni körfuknattleiksambandsins í beinni útsendingu hjá Bjarna Felixsyni á laugardaginn. Það var Björn Björgvinsson sem dró úr forláta pípuhatti eftirtalin lið. Liðin leika saman heima og heiman. Fyrri leikir í karlaflokki: KR-Valur I Hagaskóla 1. mars kl.20.00 IR-UMFG í Grindavík 3. mars kl.20.00 UMFN b-Haukar í Njarövík 3. mars kl.21.30 UMFN a-UBK í Njarðvík 3. mars kl.20.00 Seinni leikir f karlaflokki: Valur-KR I Hlíðarenda 6. mars kl.20.00 UMFG-ÍR í Seljaskö/a 7.mars kl.20.00 Haukar-UMFN b í Strandgötu 6. mars kl.20.00 UBK-UMFN a í Digranesi 8. mars kl.21.30 Kvennaflokkur: (BK-IS og Haukar-UMFN en ekki hafa ver- ið ákveðnir leikdagar nákvæmlega en það verður þó í byrjun apríl. -ste Valur-Haukar..................................76-75 Staðan UMFN.................12 11 1 1060-855 22 (BK.......................11 9 2 856-696 18 Valur.....................12 8 4 951-810 16 KR........................11 6 5 865-808 12 Haukar.................11 6 5 799-748 12 UMFG..................12 6 6 868-861 12 IR.........................11 4 7 750-834 8 Þór.....................12 111 889-1129 2 UBK..................12 1 11 669-966 2 1. deild karla HSK-UMFT...................................74-101 Reynir-lA........................................49-56 IS-UMFT........................................84-70 Staðan UMFT.....................10 9 U(A.........................10 9 (S.............................9 7 Léttir.......................10 4 (A.............................9 4 HSK.........................9 3 Reynir.....................10 2 UMFS.......................9 0 1 838-657 18 1 669-555 18 2 605-523 14 6 634-684 5 554-625 6 582-613 8 551-679 9 582-675 1. deild kvenna (BK-lR............................................62-58 UMFN-Haukar................................42-43 -ste Umsjón: Ingibjörg Hinriksdóttir/Stefán Stefánsson Karfa Kristinn Albertsson með alþjóðleg dómararéttindi Nú er Kristinn Albertsson orð- inn alþjóðlegur dómari í körfu- knattleik. Er hann fjórði ís- lendingurinn sem hlýtur þessa vegsemd og hefur alþjóðakörfu- knattleikssambandið skipað Kristin sem einn af dómurunum á Evrópumeistaramót unglinga í apríl. Þjóðviljinn óskar Kristni til hamingju með þessa vegsemd. -ost/sóm/ste/gói/ih/E.Ól Kristinn Albertsson körfuknattleiks- dómari, sem hér sést sinna einu af þeim störfum sem körfuknattleiks- dómarar þurfa að sinna, hefur nú hlotið alþjóðleg dómararéttindi. (mynd: E.ÓI.)

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.