Þjóðviljinn - 17.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 17.02.1988, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 17. febrúcx 19ðð 36. töiubkað 53. árgangur Ríkisstjórnin Steingrímur og Þorsteinn takast á um Moskvuferð Embœttiforseta íslands blandast í deilur innan ríkisstjórnarinnar. Sovétmenn hafa boðið forsetanum íopinbera heimsókn í lok mánaðarins enforsœtisráðherra afþakkar boðið. Steingrímur villþiggja boðið og lét bóka það á ríkisstjórnarfundi ígœr. Kratar fylgja Por- steini að málum Eg get ekki neitað því að þetta boð kom frá Sovétmönnum, um að forseti íslands færi í opin- bera heimsókn til Sovétríkjanna í lok mánaðarins og að því var hafnað, sagði Steingrímur Her- mannsson, utanríkisráðherra við Þjóðviljann í gær. Steingrímur vildi ekki tjá sig nánar um málið, þar sem þetta mál snerti embætti forseta ís- lands, en viðurkenndi þó að for- sætisráðherra hefði verið andvíg- ur heimsókninni. Steingrímur lét bóka í fundargerð ríkisstjórnar- fundar í gær að hann væri ósáttur við afgreiðslu málsins. Það var sendiherra Sovétríkj- anna sem kom boðinu til Stein- gríms sl. fimmtudag og var forset- anum boðið í opinbera heimsókn sem hæfist 29. febrúar og myndi standa í fimm daga. Fyrsta dag heimsóknarinnar átti hún að hitta Gorbatsjov leiðtoga Sovétríkj- anna. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum Þjóðviljans ntun Þor- steinn Pálsson hafa verið fylgj- andi því að forsetinn þæði boðið, þegar það barst sl. fimmtudag. Á ríkisstjórnarfundi í gær kom hins- vegar í ljós að forsætisráðherra hafði skipt um skoðun. „Ég lagði strax til að boðið yrði þegið en það yrði óskað eftir ann- arri hentugri dagsetningu," sagði Þorsteinn Pálsson í gær. Hann sagði að ástæðan væri of skammur fyrirvari auk þess sem utanríkisráðherra hefði bara get- að dvalið einn dag í Sovétríkjun- um vegna leiðtogafundar Nató sem hefst 2. mars. Jón Sigurðsson, viðskiptaráð- herra vildi ekkert um málið segja nema að rætt hefði verið um þetta á ríkisstjórnarfundi í gær en vís- aði annars til forsætisráðherra. Þorsteinn sagði að á ríkis- stjórnarfundinum í gær hefði ver- ið ákveðið að halda áfram við- ræðum við Sovétmenn um hent- ugri tíma. Þorsteinn sagðist ekki hafa vitað um bókun Steingríms fyrren undir kvöldið í gær, og sagði bókunina lagða fram eftir fundinn. Þorsteinn sagði Alþýðu- flokksmenn hafa verið sammála sinni afstöðu í málinu. „Þetta er algert einsdæmi í sögu lýðveldisins, að metnaðar- ágreiningur ráðherra og pólitísk togstreita innan ríkisstjórnarinn- ar sé látin bitna á embætti forseta íslands,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðu- bandalagsins við Þjóðviljann í gær. Hann sagði það einnig mjög alvarlegt mál þegar ósamkomu- lagið í ríkisstjórninni væri farið að stefna markaðshagsmunum íslendinga í mikilvægum útflutn- ingsgreinum í hættu. Sjá bls. 3 -Sáf/m- Þorsteinn var fylgjandi Moskvutör forseta islands þegar boðið barst en skipti um skoðun. Steingrímur heldur fast við sína skoðun og lét færa hana til bókar á ríkisstjórnarfundi í gær. Röskva Baráttugleði Á föstudaginn var stofnfundur Röskvu, samtaka félagshyggju- fólks í Háskóla íslands. A fundin- um ríkti jákvæður andi og barátt- uhugur, að sögn Þórunnar Sveinbjarnardóttur, formanns félagsins. Þórunn sagði að stofnfélagar hefðu verið um 60, þar af margir sem ekki hafa áður starfað f stú- dentapólitíkinni. „Við ætlum okkur að vinna kosningarnar til Stúdenta- og Háskólaráðs í næsta mánuði og ef fólk fer af heilum hug í baráttuna, mun hún bera árangur." -mj VMSÍ - VSÍ Fiskverkendur órólegir Lítiðþokastísamningaviðrœðum. Fiskverkendur eru farnir aðhreyfa þvíaðslíta viðrœðum Pær raddir gerast æ háværari meðal fiskverkenda að fisk- vinnslan dragi sig út úr samninga- viðræðum við Verkamanna- sambandið, láti stjórnvöld fljót- lega ekkert uppi hvort og til hvaða aðgerða þau hyggist grípa til að rétta hlut flskvinnslunnar. - Því er ekki að neita að ýmsum flnnst fiskvinnslan ekki geta stað- ið í samningum meðan rekstrar- vandi hennar er óleystur og þeim fer fjölgandi sem eru á þeirri skoðun, sagði Arnar Sigmunds- son, formaður Sambands fisk- vinnslustöðva í gær. Samningaviðræðum Verka- mannasambandsins og atvinnu- rekenda var framhaldið í Garð- astræti í gær og stóð fundur enn er blaðið fór í prentun í gærkvöldi. Samkvæmt heimildum Þjóðvilj- ans er ekki enn farið að takast á við launaliði nýrra samninga í viðræðunum. Þess í stað hefur nokkuð miðað áleiðis í málefnum þungavinnuvélamanna og ræst- ingafólks. - Nei við erum ekki að draga okkur út úr viðræðunum. En það er fullljóst að við getum ekki lok- ið samningum nema ríkisvaldið hafi áður ákveðið aðgerðir. Það hefur ekkert annað komið út úr þeim fundum sem við höfum átt með ráðherrum en að samningi viðræður verði að komast á ál veðinn tímapunkt áður en ríki valdið komi þar við sögu, sag< Arnar. Formannafundur Alþýðusan bands Austurlands samþykkti gær kröfugerð Verkamannasan bandsins og féll þar með frá eigi kröfugerð frá því í haust.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.