Þjóðviljinn - 17.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 17.02.1988, Blaðsíða 2
fSPURNINGIN" Fylgist þú með olympíu- leikunum í Galgary? Gunnar Hallsson kerfisfræðingur: Nei, ég hef sko engan áhuga á þessu skíðabrölti og finnst helvíti hart að fréttir skuli þurfa að víkja fyrir því. Benedikt Steingrímsson skrifstofumaður: Já, nokkuð, svona endrum og eins. Steinunn Sigurðardóttir nemi: Nei, eiginlega ekki, bara ef sjón- varpið er opið og ég hef ekkert annað að gera. Snær Frostason leikskólanemi: Nei, og láttu mig vera... MAMMA- AAA!!! Ingibjörg Hestnes, starfar sem tækniteiknari: Já, og af miklum áhuga. Öll fjöl- skyldan situr spennt þegar leikarnir eru í sjónvarpinu. Unnið af Eyþóri og Tinnu í starfskynningu. ____________________________FRÉTTIR___________________________ Skemmtigarðurinn/'Hveragerði Neitar að greiöa laun Skelmirinn Sigurður Kárason þráast við. Starfsmenn eiga útistandandi um 1200.000 króna laun síðan í haust. Félagsgjöld og lífeyrisgreiðslur útistandandi íþrjúár. Miðstjórn ASÍ krefst úrbóta Enn lætur Sigurður Kárason, sá sem rak Skemmtigarðinn í Hveragerði, ekki af oflæti sínu. Um 20 starfsmenn fyrirtækisins eiga enn útistandandi hjá Sigurði á tólftahundrað þúsund króna laun, en Skemmtigarðurinn var innsiglaður í nóvember s.l. vegna vangreidds söluskatts. Að sögn Þórðar Ólafssonar, formanns verkalýðsfélagsins Boðans í Hveragerði, eru laun starfs- manna nú í innheimtu hjá lög- fræðingi. Þórður sagði að þar með væru ekki upp talin afreksverk þessa merkisbera frjáls framtaks. -Líf- eyrissjóðsgreiðslur, sjúkrasjóðs- og félagsgjöld eru ógreidd frá því að starfsemin hófst fyrir um þremur árum. Það er búið að reyna samninga við Sigurð, en það stenst aldrei neitt sem samið er um, sagði Þórður, - og ýms teikn eru á lofti um að reyna eigi að opna búlluna á nýjan leik áður en staðið hefur verið í skilum við starfsmenn. „Miðstjórn Alþýðusambands- ins krefst þess að rekstraraðili Skemmtigarðsins í Hveragerði geri að fullu upp reikninga við það launafólk, sem á inni vinnu- laun frá fyrri tíð. Miðstjórn lýsir eindregnum stuðningi við að- gerðir Verkalýðsfélagsins Boð- ans og hvetur fólk til að taka ekki störf hjá fyrirtækinu á meðan launagreiðslur eru óuppgerðar," segir í ályktun miðstjórnar félags- ins frá 11. þessa mánaðar. Nafn Sigurðar varð kunnugt í fréttum í tengslum við okurvaxta- málið, en Sigurður var einn stær- sti skuldunautur Hermanns nokkurs Björgvinssonar. -rk Grænlenskir rækjutogarar sjást æ oftar í íslenskum höfnum. Síðustu daga hafa þrír slíkir verið í Hafnarfjarðarhöfn Mynd-E.ÓI. Lágmarkslaun Kaupmáttur dregst saman Meðfylgjandi línurit birtist í nýjasta Fréttabréfi kjararann- sóknarnefndar. Þar má sjá þróun kaupmáttar lágmarkslauna verkafólks. Á síðasta ársfjórðungi 1987 var hann 96,9 eða um 3% lægri en hann var að meðaltali 1980 (100 stig). Hæst komst kaupmáttur lágmarkslauna samkvæmt þess- um upplýsingum kjararannsókn- arnefndar á fyrsta ársfjórðungi 1982 eða í 112,6 stig. Hann var þá meir en 16% hærri en á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Kaupmáttur lágmarkslauna hefur lækkað mikið að undan- förnu því að þau hafa ekki hækk- að síðan 1. október. Nú eru lág- markslaun hjá mörgum verka- lýðsfélögum innan Alþýðusam- bandsins 29.975 krónur á mán- uði. Kaupmöttur lögmarkslauna verkafólks Grœnlenskir togarar 18 leggja upp afla hérlendis Mikil þjónusta og vinna - Umferð grænlensku rækju- togaranna er sífellt að aukast því þeir nota ísland sem sína þjón- ustuhöfn, skipta hér um áhafnir, taka vistir og láta gera við smærri bilanir, sagði Þorvaldur Jónsson skipamiðlari í samtali við Þjóð- viljann. 18 slíkir togarar hafa nú reglu- lega viðkomu í íslenskum höfnum; á ísafirði, í Hafnarfirði og Reykjavík. Einkum hefur um- ferð þeirra um Hafnarfjarðar- höfn aukist að undanförnu en þar var skipað upp úr þremur græn- lenskum togurum um helgina. Langstærsti hluti afla togar- anna er fryst rækja en einnig landa þeir á stundum heilfrystri lúðu. Eimskip og Sambandið sjá síðan um að flytja afurðirnar á erlenda markaði. Að sögn Þorvaldar Jónssonar, sem hefur með skipamiðlun fyrir Grænlendinga að gera í Hafnar- firði og Reykjavík, sjá þeir sér hag í því að fá þjónustuna hér, því ódýrara er að sigla hingað en til vesturstrandar Grænlands frá miðunum sem eru úti fyrir austurströndinni. . Norðurlönd fslenskt bankamet Norrænn samanburður sýnir að á íslandi eru fæstir íbúar um hvert bankaútibú. Munar þó ekki miklu á íslendingum, Dönum og Finnum. Á íslandi voru í fyrra 1402 íbú- ar um hvert bankaútibú (alls 130), í Finnlandi 1412, í Dan- mörku 1420, í Noregi 2249 og í Svíþjóð 2391. Þetta kemur fram í nýútkomnu riti frá samtökum norrænna bankamanna (NBU). 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miövikudagur 17. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.