Þjóðviljinn - 17.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 17.02.1988, Blaðsíða 4
LEFÐARI friði í Afganistan Horfur á Styrjöldin í Afganistan er langvinn orðin og blóðug. Og hvað sem menn annars hugsa um sekt Sovétríkjanna, um framtíðarskipan mála þar í landi og fleira sem miklu varðar, hlýtur það að vera mikið fagnaðarefni að á síðustu vikum hafa samningaviðræður, einkum þærsem fram hafa farið milli stjórnarinnar í Kabúl og stjórnar Pakistans fyrir milligöngu Sameinuðu þjóð- anna, aukið líkur á því, að það takist að semja um frið í því stríðshrjáða landi og finna pólitíska lausn sem haldbær gæti reynst. Fyrir nokkru flutti Gorbatsjof yfirlýsingu á fundi miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, þar sem ítrekaður var stuðningur við „þjóðarsátt" í Afganistan. Um leið varákveðnar að orði kveðið en áður í ræðum sovéskra ráða- manna um brottflutning sovéska hersins frá Af- ganistan. Gorbatsjof ræddi þann möguleika, að ef samkomulag næðist milli aðila fyrir fimmtánda mars mætti hefja brottflutning í stór- um stíl tveim mánuðum síðar, eða þann fimmtánda maí. Sem fyrr nefndi Gorbatsjof það sem forsendu fyrir brottflutningi að samið yrði um að hætt verði „erlendri íhlutun" í Afganistan - og á þá við það, að hætt verði vopnaaðstoð sem skæruherir þeir sem berjast við Kabúl- stjórnina og sovéska herinn fá í gegnum Pakist- an. En um leið kom það fram í máli Gorbatsjofs - og telja margir fréttaskýrendur góðs viti - að hann gerir það ekki að skilyrði fyrir brottflutningi sovéska hersins, að fyrst sé samið um sam- steypustjórn í Kabúl. Það er, segir Gorbatsjof, mál sem einungis Afganir sjálfir geta leyst. Eins og vænta mátti túlka Sovétmenn sjálfir slíkar tillögur sem vitnisburð um friðarvilja sinn. Aðrir munu telja að þeir hafi blátt áfram gefist upp við að halda til streitu sínum pólitísku hags- munum með vopnavaldi - vegna harðrar bar- áttu þeirra mörgu og ólíku skæruherja sem þeir og skjólstæðingar þeirra í Kabúl hafa átt í höggi við. En það sem mestu varðar þegar mat er lagt á atburði er væntanlega þetta hér: Afganistan verður enn eitt dæmi um það að risaveldi geta ekki deilt og drottnað með þeim hætti sem um skeið hélt heimi öllum í einskonar úlfakreppu hinnar yfirþyrmandi spurningar: Hvort eru það nú Sovétmenn eða Bandaríkjamenn sem eru að vinna á á kostnað hins? Sagt er, sem fyrr greinir, að það sé mál Af- gana sjálfra hvernig stjórn muni taka við í Kabúl að lokinni friðargerð. Líklegra er samt, að bæði Sovétmenn og Bandaríkjamenn, Pakistanir og íranir, komi þar mjög við sögu. Og reyndar full ástæða til þess fyrir afganginn af heiminum að fylgjast með því, að svo sé um hnúta búið að nauðsynlegur brottflutningur sovésks hers tákni um leið endalok blóðbaðs í landinu. Og ekki verður betur séð en allvíðtækur skilningur sé á því - meðal annars bæði í Moskvu og Washington - að til að svo megi verða, þurfi að koma í veg fyrir það að einhver einn aðili nái undirtökum í Afganistan. Eða eins og segir í nýlegri fréttaskýringu í breska blaðinu Obser- ver: bæði risaveldin „vilja fyrir alla muni koma í veg fyrir að eins fari fyrir Afganistan og íran, að Khomeinifaraldurinn taki við stjórn í múslímsku Afganistan“. Það er í Ijósi þessarar sérkenni- legu samstöðu sem menn hljóta að skoða þær undarlegu fréttir, að nú sé að skapast sam- staða um það í austri og vestri, að skást sé að kalla heim úr útlegð Mohammed Zahir Shah, fyrrum Afganakóng, og fela honum oddvitastörf yfir stríðandi fylkingum. Sú hugmynd, sem vel gæti náð fram að ganga, minnir líka á það, að þeir fara viilir vegar sem telja að stríðið í Afgan- istan hafi fyrst og síðast verið glíma um sósíal- isma eða kapítalisma í þeim hluta heims. áb. KUPPT OG SKORIÐ Kaldar Tímakveðjur Eftir tvíframlengdan frest nýtti Kópavogsbær sér forkaupsrétt að Smárahvammslandi og gekk inn í kaupsamning sem Sís gerði í haust. Landspilda þessi verður án efa dýrmæt til verslunarreksturs í framtíðinni og er nokkuð um það fjallað í Tímanum í gær. „Líka liggur fyrir að á Smára- hvammslandinu er einhver besta aðstaða til þess að reka stórmark- að sem nú fyrirfinnst á gjörvöllu höfuðborgarsvæðinu. Það stafar af breyttum aðstæðum eftir að nýi vegurinn milli Breiðholts og Hafnarfjarðar var opnaður." Þetta er tekið úr greininni „Vondir kommúnistar", einni af þremur Tímagreinum í gær um Smárahvammsmálið. Ásamt greininni um vondu kommana birtir Tíminn leiðara um efnið og heitir hann „Aðför nr. 2“ en auk þess er í blaðinu grein eftir Skúla Sigurgrímsson, bæjarfulltrúa í Kópavogi. Þess má geta að Skúli var sammála öðrum bæjarfulltrú- um í Kópavogi um að bærinn neytti forkaupréttarins og fá þeir kaldar Tímakveðjur. Þjóðviljinn hefur varað við þeirri hættu sem samvinnu- hreyfingunni stafar af Framsókn- armönnum, að þeir eyðileggi hreyfinguna með því að koma því smám saman inn hjá almenningi að kaupfélögin séu eins konar deild í Framsóknarflokknum. Þessi Framsóknarruglandi er heldur betur áberandi í rit- stjórnargreinum Tímans í gær. Hverjir eru samvinnumenn? „Nú hefur það legið ljóst fyrir, að bæði kratar og kommúnistar hafa gert sér dátt við samvinnu- menn, vegna þess að þeir hafa talið að félagshyggja þeirra væri til fyrirmyndar og eftirsóknar- verð. Samvinnumenn hafa unnið af heilindum með kommúnistum í Kron að því að efla verslun fé- Iagshyggjumanna á Reykjavíkur- svæðinu, og oft átt undir hög að sækja hjá einkaframtakinu." Ja, hver er nú hvað? Kratar, kommúnistar, samvinnumenn, félagshyggjumenn? Það er kann- ski ekki alveg hættulaust að túlka Tímaleiðara en þörfin er það brýn að klippari getur ekki haldið aftur af sér í þeim efnum. Enginn þarf að villast á kröt- um, hér er átt við Alþýðuflokks- menn. En kommúnistar eru hér Alþýðubandalagsmenn, og þó öllu heldur þeir framámenn í Kron sem leiðarahöfundur óttast að séu hallir undir Alþýðubanda- lagið. Með verslun félagshyggju- manna er átt við samvinnuversl- un og félagshyggjumenn eru þá allir þeir sem vilja efla verslun og annan atvinnurekstur samvinn- ufélaga, án þess mið sé af því tekið hvaða flokk þeir kunna að kjósa. Félagshyggjumenn er sem sagt vítt hugtak sem nær jafnt yfir Framsóknarmenn sem Alþýðu- bandalagsmenn og tekur jafnvel til krata, þ.e.a.s. ef þeir eru ekki á móti samvinnuhreyfingunni. En hverjir eru þá samvinnu- mennirnir í þessum Tímaleiðara, þeir menn sem hafa unnið af hei- lindum með kommúnistum í Kron? Jú, auðvitað er bara verið að tala um Framsóknarmenn og er ekki annað að sjá en að þeir teljist eiga kaupfélögin og sam- vinnuhreyfinguna. Getur verið að Framsóknar- mönnum í samvinnuhreyfing- unni, þessum sem Tíminn kallar samvinnumenn, finnist að hafi þeir ekki tögl og hagldir í ein- hverju kaupfélagi þá beri Sís að setja viðkomandi kaupfélag á kaldan klaka? í greininni „Vond- ir kommúnistar" segir: „Þá er vitað að Kron er og hefur undanfarið verið í skipulegri sókn í smásöiuverslun. Og sömu- leiðis hefur Sambandið stutt dyggilega við bakið á Kron í þessu efni...“ Eru það ný tíðindi að Sís styðji við bakið á kaupfélögunum eða er verið að hóta því að það skuli ekki lengur gert? Ofsóttur Framsóknar maður Skúli Sigurgrímsson bæjar- fulltrúi Framsóknar í Kópavogi á ekki sjö dagana sæla. Hann stóð ásamt öðrum bæjarfulltrúum að því að Kópavogsbær neytti for- kaupsréttar að Smárahvamms- landi. Skúli ritar grein Tímann í gær m.a. vegna þess að hann „kann því illa að vera sakaður um óheilindi eins og forstjóri SÍS hef- ur gert.“ Skúli segir frá fundi með for- ystumönnum Sís um miðjan okt- óber skömmu eftir að þeir keyptu Smárahvamm. Þá var gustur á þeim. „Þeir nefndu höfðustöðv- arnar sem voru orðnar húsnæðis- lausar, samvinnuhreyfingin átti banka, tryggingarfélag, olíufélag og stórmarkað. Þessa starfsemi vildu þeir gjarnan sjá undir einu þaki.“ En um miðjan desember var orðin mikil breyting á forystu- mönnum Sís. „Það var ekki gust- ur á þeim lengur. Þá fengum við að sjá skipulagstillögu þar sem sýndur er einn stórmarkaður og bensínstöð í miðju landinu en aðrar byggingar að mestu ótil- greindar.“ Um það hvað réð vali bæjar- fulltrúanna segir Skúli: „Ókunnugum kann að virðast að hér hafi bæjarfulltrúar staðið frammi fyrir vali á milli þess að láta þessi lönd undir atvinnu- rekstur í höndum samvinnu- manna eða einkaframtaks. í mín- um huga eru hagsmunir bæjarfé- lagsinis í fyrrirúmi og þeir eru að koma þessu landi í notkun sem fyrst. Það breytir talsvert þessari niðurstöðu að bærinn á enn þá lönd austan Reykjanesbrautar sem verða skipulögð á næstu mánuðum. Þar verður hægt að koma fyrir þeirri starfsemi sam- vinnuhreyfingarinnar sem hún kýs að byggja yfir í Kópavogi. Forystumönnum SÍS hefur þegar verið gerð grein fyrir þessum möguieikum.“ þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Ritstjórar: Árni Bergmann, MörðurÁrnason, óttar Proppé. Fróttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörleifurSveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÖlafurGíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(íþr.), Sævar Guðbjömsson. Handrita- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útllt8teiknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjórl: Siaríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýsingar: Unnur Ágústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu- og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Útbrelðsla: G. Margrét Óskarsdóttir. Afgreiðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Utkoyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. *Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.