Þjóðviljinn - 17.02.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.02.1988, Blaðsíða 14
ÍÞRÓTTIR ALÞÝDUBANDAIAGIÐ Alþýdubandalagið Hafnarfirði Bæjarmálaráð/afmælisblað Fundur laiugardaginn 20. febrúar kl. 10.00 í Skálanum, Strandgötu 41. Staðan' i baejarmálum. Starfið framundan. Ath.: Síðustu skil á efni í afmælisblað félagsins. Félagar fjðlmennið. Alþýðubandalagið Hafnarfirði 30 ára afmælishátíð 30 ára afmælishátíð Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldin í Fé- lagsheimilinu Garðaholti, laugardaginn 5. mars nk. (á afmælisdaginn að sjálfsögðu) og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Dagskráin auglýst síðar, svo og miðasala en félagar eru beðnir að taka frá tíma fyrir hátíðina. - Stjórnin. Alþýðubandalagið á Norðurlandi eystra boðar til almennra stjórnmálafunda í Norður-Þingeyjarsýslu Þórshöfn fimmtudaginn 18. febrúar kl. 20.30 í félagsheimilinu. Raufarhöfn föstudaginn 19. febrúar kl. 20.30 í félagsheimilinu. Kópaskeri laugardaginn 20. febrúar kl. 14.00 í barnaskólanum. Alþingismennirnir Steingrímur J. Sigfússon og Svavar Gestsson koma á fundina og ræða þjóðmálin. Alllr velkomnir. Alþýðubandalagið Kóþavogi Spilakvöld í Kópavogi Efnt verður til þriggja kvölda spilakeppni í Þinghóli, Hamraborg 11. Spilað verður annan hvern mánudag, 8. og 22. febrúar og 7. mars. Byrjað verður að spila öll kvöldin kl. 20.30. Góð kvöld- og heildarverðlaun í boði. Mætiðtimanlega. Allirvelkomnir. Stjórn ABK j|i Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, fyrir hönd byggingadeildar, óskar eftir tilboöum í vatns- rennibraut í Sundlaugar í Laugardal. Um er aö ræða 80 m langa braut. Útboösgögn eru afhent á skrifstofu vorri, aö Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboöin veröa opnuð á sama staö þriöjudaginn 15. mars kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Orðsending til launagreiðenda frá fjármálaráðuneytinu Samkvæmt lögum um staögreiðslu opinberra gjalda skal launagreiöandi skila mánaðarlega því staðgreiðslufé sem honum bar að halda eftir á greiðslutímabilum síöasta mánaöar. Gjalddagi skilafjár vegna janúarmánaðar 1988 var 1. febrúar sl. Eindagi greiöslunnar er 15. febrúar nk. Athygli er vakin á því aö hafi greiðsla ekki borist viðkomandi gjaldheimtu eða innheimtumanni rík- issjóös í síðasta lagi á eindaga reiknast álag á vanskilin. 10. febrúar 1988 Fjármálaráðuneytið Hjartans þakkir fil allra þeirra er veittu okkur styrk og stuðn- ing, og auðsýndu okkur samúð á erfiðri stund við fráfall sonar okkar og bróður Theódórs Gríms Guðmundssonar Guðmundur Kr. Theódórsson Elín Grimsdóttir og systur Móðir okkar, tengdamóðir og amma Ester Kristjana Sæmundsdóttir Ásbraut 17 Kópavogi verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 19. febrú- ar kl. 15.00. Þeir sem vilja minnast hennar vinsamlegast láti Krabba- meinsfélagið njóta þess. Börn hinnar látnu. rVetrar- ólympíuleikarnir CALGARY Brun Pirmin Zurbriggen bestur Það mátti ekki miklu muna þegar Pirmin vann brunkeppnina í gær. Peter Muller hafði náð stórgóðum tíma 2:00.14 og leit það út fyrir að vera tími til að sigra á. En Pirmin keyrði alveg gríðarlega í brautinni, tók áhætt- ur en uppskar erfiðið því hann bætti tíma Peters um hálfa sek- úndu. Peter varð fyrir miklum vonbrigðum en Pirmin var himin- lifandi og dansaði um. Pirmin varð fjórði í Sarajevo síðast og annar á eftir Muller í síðustu heimsmeistarakeppni. Þriðji í bruninu varð síðan Frakk- Pirmin Zurbriggen. inn Franck Piccard með tímann 2:01.24. Bobsleðakeppni Bobsleðabrautin í hættu > íshokký Bestu bobsleðakeppendurnir í Calgary óttast að þeir keppendur sem eiga minna erindi í brautina en þeir, eyðileggi brautina og þar sem rásröðin er ekki sett upp eftir metaskrá geta slakir kappar hæg- lega orðið á undan þeim í röð- inni. Keppendur frá löndum eins og Mexico, Monaco og Jamaica þar sem ekki er mikið um snjó eru meðal þeirra 40 sem skráðir eru í keppnina. „Við vitum að samkvæmt Ólympíuhugsjóninni eiga sem flestir að vera með, en nú kemur það niður á öðrum. Það er of mikið bil á milli bestu og Marc Giradelli. Marc Giradelli, sem keppir fyrir Luxemborg, sagði í fyrra- kvöld að hann yrði kannske ekki með í Alpa-tvíkeppninni. Gira- delli, sem er austurrískur að upp- runa, varð 9. í bruninu og var ekki ánægður með það. „Ég lökustu þjóðanna. Það ætti ekki að leyfa meira en 25 til 30 lið í framtíðinni" sagði margfaldur Ólympíumeistari Wolfgang Hoppe. Að sögn þjálfara, sem ekki vildi láta nafns síns getið þá væri hægt að spyrja næstum hvern einasta keppanda um þetta og þeir myndu allir svara eins. Alþjóða bobsleðasambandið segir að það sé í athugun að breyta fyrirkomulaginu þannig að rásröðin verði að einhverju leyti eftir árangri keppenda og að breytingarnar komi í gagnið á næstu leikum 1992. keppi líklega ekki á morgun, ég er enn slæmur í olnboganum," sagði Giradelli, en hann hlaut slæma byltu á æfingu á mánudag- inn. „Ég ætla frekar að einbeita mér að stórsviginu, þar sem ég á meiri möguleika." Sovét bestir Sovétmenn hafa algera yfir- burði í greininni þó Vestur- Þjóðverjar hafi jafn mörg stig og þeir. Það eru leiknir 3 leikir á hverjum degi og spennandi fyrir íslendinga að geta séð þessa snill- inga í beinni útsendingu. Næstu íshokkýleikir í ríkissjónvarpinu verða í kvöld og hefst útsending um klukkan 21.45. Staðan i B-riðli: Sovótmenn......2 2 0 0 13-1 4 V-Þjóöverjar..2 2 0 0 9-4 4 Bandarikin....2 1 0 1 15-13 2 Tékkóslóvakía..2 10 1 8-7 2 Noregur.......2 0 0 2 3-12 0 Austurríki....2 0 0 2 7-18 0 Skautahlaup Rúmenar horfnir Tæpum þremur tímum áður en setningarathöfnin hófst í Calgary fór rúmenska liðið í skautahlaupi uppí flugvél og heim. Það var ekki fyrr en á mánudag sem upp- götvaðist að liðið sem saman- stendur af 3 konum og tveimur þjálfurum var farið þegar aðalfararstjóri Rúmena kom og gerði upp reikninga fyrir liðið. Orðrómur hefur verið í gangi um að þau ætluðu að yfirgefa hópinn í Calgary en lögreglan á staðnum staðhæfir að svo sé ekki heldur er talið að það hafi verið vegna aga- vandamála sem það yfirgaf leikana. Alpa-tvíkeppni Giradelli ekki með? 114 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 17. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.