Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 4
 ____________ LEIÐARI________________ Hvað á að bíða lengi? Hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir? Einstöku ráð- herrar keppast við að koma með yfirlýsingar um að grípa þurfi til alvarlegra efnahagsaðgerða. En ekkert gerist. Talið er að ráðstafanirnar eigi að ráðast af því hversu mikillar „hófsemi" verði gætt í nýjum kjarasamningum. En ekkert bólar á samningum. Talsmenn Verkamannasambands og Vinnuveitendasam- bands þjarka um ýmis minniháttar atriði en ekk- ert er enn rætt um kauptölur. Flest önnur samtök launamanna fara sér mjög hægt og hafa ekki enn lagt fram kröfugerð. Og alltaf bíður ríkisstjórnin. Talsmenn útflutningsatvinnuveganna tala umbúðalaust um gengisfellingu. Sagt er að frystihúsin séu nú rekin með 10-15% tapi. Upp er sprottin furðuleg ritdeila um það hvort stjórn- endur þeirra frystihúsa, sem selja afurðir sínar í gegnum Samband íslenskra samvinnufélaga, séu harðari kröfugerðarmenn um gengisfell- ingu en talsmenn þeirra frystihúsa sem skipta við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna. Báðir aðil- ar eru þó sammála um að gengisfelling dugi ekki ein sér, þar þurfi fleira að koma til og er þá m.a. nefnd lenging lánstíma og umfram allt lækkun á vöxtum. Ríkisstjórnin bíður átekta. íslenskur vefjariðnaður er að hrynja. Prjóna- stofur loka og starfsfólk á saumastofum fer á atvinnuleysisskrá. Ekki tekst að ná samningum við þann aðila sem á undanförnum árum hefur keypt stærsta hlutann af ullarvörum okkar, So- vétríkin. Fall Bandaríkjadals hefur leitt af sér stórlækkað skilaverð til framleiðenda ullarvarn- ings. Ríkisstjórnin bíður sallaróleg nema hvað ráðherrum finnst við hæfi að rífast um það opin- berlega hvort heppilegt sé að forsetinn fari í heimsókn til Sovétríkjanna. Ein er þó sú atvinnugrein sem stendur þokka- lega og vel það, enda virðast stjórnvöld leggja metnað sinn í að þar gangi hlutirnir áfallalaust fyrir sig. Þeir, sem leggja stund á að lána út fé á vöxtum, hafa allt sitt á þurru. Þeir fá sínar verð- bætur og vexti. Launamenn, sem margir hverjir hafa ekki fengið kauphækkun síðan í haust, fylgjast með hvernig skuldir, sem þeir hafa steypt sér í til að eignast þak yfir höfuðið, rjúka upp með lánskjaravísitölunni. Hvað sem líður hátíðlegum yfirlýsingum ráðamanna um að vís- italan muni hægja á sér og jafnvel standa í stað, er reyndin sú að hún stígur hærra og hærra með hverjum nýjum mánuði. Stjórnendur fram- leiðslufyrirtækja fórna höndum og sjá fram á taprekstur vegna stöðugt hærri vaxta og verð- bóta. Ríkisstjórnin dokar við en einhverjir ráð- herrar tala um að Róm sé að brenna. í flestum íslenskum kauptúnum og þorpum er fiskverkun aþalatvinnuvegur, flestir vinna í frystihúsinu. Á undanförnum áratugum hefur þó víða tekist að byggja upp vefjariðnað og hefur í mörgum plássum munað heldur betur um saumastofurnar. Nú berast um það fréttir að sums staðar úti á landi séu frystihúsin að loka og það er leitun að saumastofu sem enn heldur áfram framleiðslu. Þessi þróun getur orðið rot- högg fyrir ákveðna staði, kannski það þungt að atvinnulífið rakni ekki úr rotinu þótt einhvern tíma brygði til betri tíðar. Ríkisstjórnin hinkrar við og vonar að lögmál markaðarins færi að lokum allt í hið besta horf. Á höfuðborgarsvæðinu er ekkert lát á þensl- unni. Þar er fjárfest í hverri stórbyggingunni á fætur annarri. Jafnvel Hitaveita Reykjavíkur ætlar ekki að láta sitt eftir liggja og hyggst byggja 500 miljón króna veitingahús sem á að snarsnúast eins og skopparakringla uppi á öskjuhlíð. Þjóðhagsstofnun telur að stefnt sé í viðskiptahalla upp á 10 miljarða króna. Ríkis- stjórnin tekuröllu með stakri ró. Þó eru einhverj- ir ráðherranna farnir að tala upphátt um efna- hagsaðgerðir. Fáir búast við góðu þegar ríkisstjórnin loksins tekur á sig rögg og reynir að stjórna efnahagslíf- inu. En öllum er fyrir bestu að fyrirætlanir henn- ar komi sem fyrst fram í dagsljósið. Það er líkt á með henni komið og þeim sem sagt var við fyrir nærtvö þúsund árum: „Það sem þú gjörir, það gjör þú skjótt.“ óP KLIPPT OG SKOBIÐ Þ. IÓÐVII Mlðvlku LIINN | Ríkisstjórnin Steingrímur og takast^wiHÆi Þorsteinn rekwtoð Heit kartafla Deilurnar innan ríkisstjórnar- innar um Moskvuferð forsetans eru óvenjulegt stórmál í íslensku samfélagi, og vekja sífellt nýjar spurningar. Pað sem strax gerir þessi tíð- indi að fyrirbæri sem á Norður- löndum er kallað heit kartafla (vegna þess að hana vill enginn hafa í lófa og kastar að næsta manni) er auðvitað það að emb- ætti forseta íslands blandast í deilurnar. í lýðveldissögunni hef- ur ríkt sú hefð að stjórnmála- menn og fjölmiðlar reyna að hafa sem kyrrast veður kringum Bess- astaði og sú hefð er í samræmi við þjóðarvilja: forsetinn er samein- ingartákn og skal hafinn yfir pól- itísk átök og daglegt þras. Grunnskylda Pað er þessvegna afar alvarlegt mál þegar ríkisstjórnin ber ekki gæfu til að vera einhuga um stefn- usamstarf með forsetanum eins- og nú hefur gerst, - þegar forseta- embættið verður að pólitísku bit- beini tveggja helstu oddvita stjórnarinnar. Þótt íslendingar hafi það stjórnarform að forset- inn tekur ekki þátt í pólitík dags- ins má ekki gleyma því að ríkis- stjórnina skipa ráðherrar, en það þýðir .að þeir eru formlega ráðu- nautar forsetans um málefni ís- lenska^ríkisins, og ein af helstu skyldúmþeirra er að standa vörð um heiður og virðingu forsetans og ríkisins. Ef TÍkisstjórn ræður ekki við þetta verkefni er grundvöllur hennar brostinn. Hagsmunir og utanríkisstefna Málið varðar líka samskipti við erlent ríki, og það ekki af smærri tegundinni, heldur annað risa- veldanna, ríki sem okkur er öll þörf á að halda við sem skástum tengslum. Það er auðvitað rétt að ekki á að setja forseta lýðveldis- ins í hlutverk sölumanns fyrir fisk eða ull, en hitt dylst engum að auðvitað hlýtur forsetinn að hafa heildarhagsmuni íslendinga í huga við sín störf, - og þær við- tökur sem málalyktan Sovét- manna fengu verða ekki beinlínis vatn á myllu farsællar lausnar í samningunum um ull, freðfisk og sfld. Það verður heldur ekki.séð að það bæti samskiptin austur á bóg- inn þegar forsætisráðherra lýsir því yfir að Sovétmenn hafi með heimboði sínu stilit íslendingum uppvið vegg. Ýmislegt bendir til þess að eystra hafi menn ekki ein- ungis ætlað sér að láta verða af gömlu heimboði, - sem hefði1 orðið fyrsta heimsókn íslensks þjóðhöfðingja til Sovétríkjanna heldur hafi þeir haft að minnsta kosti annað augað á al- þjóðapólitík. Forsetinn og utan- ríkisráðherrann hefðu til dæmis orðið fyrstu forystumenn norr- æns ríkis til að heimsækja Mos- kvu eftir síðasta útspil æðstaráðs-. ins um afvopnunarmál á norður- slóðum, og ekki er ólíklegt að fundur Gorbatsjovs og Stein- gríms hefði borið þess merki að Steingrímur á að mæta á Nató'- fund í Brússel rétt eftir mánaða- mótin, tveimur dögum eftir hinn hugsanlega fund með Sovétl- eiðtoganum. Það er vægast sagt undarlegt af ríkisstjórn að hafna fyrirfram slíkum möguleikum á þátttöku og áhrifum á mikilvægum sviðum alþjóðamála, ekki síst þegar að- alástæðan virðist vera runnin af rótum hreppapólitíkur hér heima. Tweir forsætis- ráðherrar Baksvið deilnanna er nefnilega ljóst: í fyrsta lagi persónulegur metingur forsætisráðherranna tveggja, milli þess sem nú er for- sætisráðherra og finnst að menn viti ekki af því og hins sem áður var forsætisráðherra og vill helst að menn haldi að hann sé það enn. í öðru lagi pólitískur ágrein- ingur innan stjórnarflokkanna þarsem Framsóknarflokkurinn vill spila sóló og hinir stjórnarf- lokkarnir krefjast þess að flokk- urinn taki sinn þátt í krossburði vegna einstakra óvinsælda. Þetta mál, - sem snertir forseta íslands, mikilvæga viðskipta- hagsmuni, alþjóðlega stöðu ís- lendinga -, er enn eitt dæmið um þann hráskinnaleik sem staðið hefur yfir í núverandi ríkisstjórn frá því hún varð til síðasta sumar, - leik sem gengur útá að búa sér til stjórnarslitamál til að hafa uppí erminni og nota til þrýstings og hótana. Deilurnar um Mos- kvuförina eru þannig eitt af mörgum „casus belli“, tilefnum til stríðs, sem orðið hafa til í stjórninni, bæði af sjálfu sér og með vænni hjálp samstarfsaðil- anna. Lekastríðið Það er síðan hjákátlegt að horfa uppá þá Þorstein, Steingrím og félaga eftir að þeir áttuðu sig á því að í þetta sinn var verið að leika sér að eldinum. Eftirleikurinn hefur nefnilega ekki síst snúist um það að finna „lekann“, þann sem sagði frá öllu saman. Þorsteinn sakar Stein- grím um að hafa lekið, og Steingrfmur viðurkennir að hafa rætt málið við „útflytjendur“, en segir aðra leka eiga upptök sín nær forsætisráðherranum en Þor- steinn vill vera láta. Þjóðviljinn hefur heyrt það eftir alltraustum heimildum að sagan um ágreininginn hafi með- al annars verið komin á kreik í Heimdalli um helgina og á nýaf- stöðnum Akureyrarfundi Ála- fossstjórnar. Það kemur hinsveg- ar fram í viðtali við Friðrik Sop- husson í Þjóðviljanum í dag að forseta íslands var sagt formlega frá niðurstöðum ríkisstjórnar- fundarins í fyrradag án þess getið væri um ágreininginn innan stjórnarinnar, án þess að sagt væri frá bókuðu séráliti utanríkis- ráðherra lýðveldisins. Er ekki eitthvað rotið í ríki Dana? -m þJÓÐVILJINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Otgafandl: Otgáfufélag Þjóðviljans. Rttatjórar: Ární Bergmann, MöröurÁmason, ÓttarProppó. Fréttaatjórl: LúðvlkGairsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), Hjörleifur Sveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gislason, Lilja Gunnarsdóttir, Ólafur Gíslason, Ragnar Karisson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (iþr.), Sævar Guðbjömsson. Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, HildurFinnsdóttir. yósmyndarar:EinarÓlason, Sigurður MarHalldórsson. Útlltstelknarar: GarðarSígvaldason, MargrétMagnúsdóttir. Framkvaamdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristin Pétursdóttir. AuglýslngastjórhSigriðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Ágústsdóttir, OlgaClausen, GuðmundaKrist- insdóttir. Slmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bllstjórl: Jóna Sigurdórsdóttir. Otbrelðslu-og afgreiðslustjóri: Hörður Oddfríðarson. Útbrolðsla: G. Margrét Óskarsdóttir. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, Hrefna Magnúsdóttir. Innhelmtumonn: Brynjóllur Vilhjálmsson, ÓlafurBjömsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, rltstjórn: Slðumúla 6, Reykjavlk, sími 681333. Auglýsingar: Slðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. 'Verðilausasölu:55kr. — Holgarblöð: 65 kr. Áskrlftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN,Fimmtucla9ur 18- lebrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.