Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 18.02.1988, Blaðsíða 9
itarfsafmæli hjá KRON. Af því tilefni færði Ólafur fagra blómakörfu. að afstöðnum verulegum breytingum á húsnæðinu.l voru þau af einum toga og sprott- in af ótta um það að samvinnu- verslun næði að festa sig í sessi á höfuðborgarsvæinu. Fyrsta kjörbúð í Evrópu Meðal nýjunga, sem KRON braut upp á, var kjörbúðarfyrir- komulagið. Jens Figved kaupfé- lagsstjóri hafði kynnst því vestur í Ameríku. Og árið 1942 opnaði KRON kjörbúð á Vesturgötu 15. Var það ekki einasta fyrsta kjör- búð á íslandi heldur og í allri Evr- ópu. Fyrirkomulagið gafst þó í byrjun ekki eins vel og vonir stóðu til. Var kjörbúðin því lögð niður 1945. Nú eru þær komnar um allar jarðir. Þar sem félagssvæði Kron náði nú orðið yfir Hafnarfjörð og Suðurnes varð að sjálfsögðu að koma þar upp verslunaraðstöðu. Á árinu 1938 keypti félagið því verslunarhús Valdimars Long við Strandgötu 28 í Hafnarfirði. Þar var lengi síðan aðalverslun Kaupfélags Hafnfirðinga og skrifstofur þess eru þar enn. Árið eftir byggði félagið verslunarhús í Skerjafirðinum og árið þar á eftir Handtökin urðu mörg áður en flutt varð inn í Kaupstað. Hér er unnið að innréttingum. keypti það lóð undir verslunar- hús við Hafnargötu 30 í Keflavík. Þar voru svo um langt skeið höf- uðstöðvar Kaupfélags Suður- nesja. Árið 1941 opnaði félagið bókabúð við Hverfisgötu og árið eftir kom svo kjörbúðin, sem áður er nefnd. Árið 1943 fluttu vefnaðarvöru- og skóbúð félags- ins í nýtt hús við Skólavörðustíg 12. Þar voru svo höfuðstöðvar félagsins allt til ársins 1970 er þær voru fluttar á Laugaveg 91. Á árinu 1945 varð sú breyting á að deildirnar í Hafnarfirði og Keflavík ákváðu að fara að lifa sjálfstæðu lífi og stofnuðu sín eigin kaupfélög. Á landvinning- um KRON varð þó ekki lát. Á skilnaðarárinu opnaði félagið tvær nýjar matvöruverslanir, að Langholtsvegi 24 og Hrísaeigi 19 og auk þess listmunabúð að Garðastræti 2. Tveimur árum síð- ar bætast enn við tvær nýjar mat- vöruverslanir, að Barmahlíð 4 og Nesvegi 31, báðar í eigin húsn- æði. Félagið hafði nú starfað í 10 ár og á afmælisárinu var rekstur þessi tólf matvöruverslanir, vefn- aðarvöruverslun, skóverslun, búsáhaldaverslun, bóka- og rit- fangaverslun, listmunaverslun, teiknistofa, efnagerð, trésmíða- verkstæði, eldhús, fiðurhreinsun og fatapressa. Má af þessu marka að ekki hafi verið setið auðum höndum fyrstu 10 árin. Og alltaf miðar í áttina Og ekki verður lát á. Á næstu 5 árum er keypt húseign og Brautarholti 28 og efnagerðin Rekord flutt þangað, keypt húsn- æði fyrir matvöruverslun að Langholtsvegi 136, keyptar lóðir við Smiðjustíg og Hverfisgötu þar sem hugmyndin var að koma upp aðalstöðvum félagsins og fest kaup á verslunarhúsnæði Pönt- unarfélags Grímsstaðaholts að Fálkagötu 18. Sama ár, eða 1952, er svo opnuð verslun að Borgar- holtsbraut 19 í Kópavogi. Þótt Kjörbúðarfyrirkomulagið hafi ekki reynst eins vel og vonir stóðu til var sú hugmynd þó eng- an veginn afskrifuð. Árið 1956 er hafin bygging verslunarhúsnæðis að Hlíðarvegi 29 í Kópavogi, og kjörbúð opnuð þar árið eftir. Á næstu fjórum árum gerðist svo það, að verslunarhúsnæði var keypt að Langholtsvegi 130 og verslunin við Langholtsveg 136 flutt þangað. Fest voru kaup á verslunarhúsnæði að Tunguvegi 19. Keypt verslunarhúsnæði að Dunhaga 18-20 og Fálkagötu- verslunin flutt þangað. Á árunum 1961-1966 eru kví- arnar enn færðar út. Þá er keypt verslunarhús Kaupfélags Kópa- vogs að Álfhólsvegi 32. Opnuð kjörbúð að Ægisgötu 10 en Vest- urgötuverslunin lögð niður. Keypt verslunin Liverpool við Laugaveg en húsnæðið tekið á leigu. Keyptur kjörbúðarbíll til noktunar í nýju hverfunum í Kópavogi. Hafin bygging versl- unarhúss við Stakkahlíð 17 og verslun opnuð þar. Á næstu árum keypti KRON verslunina Kjöt og grænmeti við Snorrabraut. Keypt verslunarhús við Laugaveg 91 og opnuð þar verslunin Domus. Þar hafa síðan verið höfuðstöðvar félagsins. Byggt verslunarhús við Eddufell í Breiðholti. Stofnun stórmarkaða Hinir svokölluðu stórmarkaðir voru nú að ryðja sér til rúms. Þótti sýnt að þeir myndu draga að sér verslun í verulegum mæli og að sama skapi þrengja að hinum smærri verslunum. KRON- mönnum þótti ekki áhorfsmál að | taka þátt í þessari nýju samkepp-1 ni. Sömdu þeir við SIS, árið 1973, ' um að taka þátt í húsbyggingu við Holtaveg í því skyni að koma þar upp stórmarkaði. En íhaldið var samt við sig þegar samvinnuversl- un átti í hlut. Borgarstjórnin brá fæti fyrir þessa hugmynd. Að dómi borgarstjórnarmeirihlutans áttu kaupmenn einir að hafa leyfi til þess að reka stórmarkað. Sam- keppnin var nú ekki hærra skrif- uð á þeim bæ. Bæjaryfirvöld í Kópavogi reyndust hleypidóma- lausari. Þau létu samvinnu- mönnum í té lóð undir stórmark- að við Skemmuveg í Kópavogi. Tók hann til starfa 1. des. 1978 en í millitíðinni keypti KRON þrjár ! mjólkurbúðir af Mjólkursamsöl- unni. Árið 1981 var nýr meirihluti kominn til að valda í Reykjavík. Einsýn íhaldssjónarmið urðu um stund að þoka um set. Borgar- stjórn veitti samvinnumönnum leyfi til þess að reka stórmarkað í Holtagörðum. Var sameignarfé- lagið Mikligarður stofnað til þess að annast þennan rekstur, sem hófst 1983. Þar með veittist sam- vinnumönnum loks aðstaða til þess að keppa við einkareksturs- menn á vettvangi stórverslunar. Var nú skammt stórra högga milli. Árið 1984 var opnuð versl- un að Furugrund 3 í Kópavogi. Og árið 1986 náði félagið að festa kaup á verslun í Víðis í Mjódd- inni og þar með varð Kaupstaður til.Ásl. ári voru svo byggðar tvær hæðir ofan á Kaupstaðarhúsið. Er þar nú ein alglæsilegasta stór- verslun landsins. Nýjustu tíðindin úr herbúðum samvinnumanna hér á suðvestur- horninu eru svo þau, að nú hyggj- ast KRON og Kaupfélag Hafnfirðinga hverfa til upphafs- ins og sameinast á ný eftir 43 ára aðskilnað. Eflaust er það skynsamlegt að taka skerfið til baka. Að öðru jöfnu eiga félags- heildir að geta verið þeim mun sterkari sem þær eru stærri. Hér hefur nú verið stiklað á stóru í hinni 50 ára ævigöngu KRON. Minnst hefur verið á helstu framkvæmdir en minna á hið innra starf, sem ekki er alltaf jafn sýnilegt en þó í engu ómerk- ara, enda grundvöllur þess sem gert er. Þær verslanir, sem komið hefur verið á fót, starfa ekki allar nú. Sumar hafa verið lagðar nið- ur, aðrar fluttar á hentugri staði. Það er hin eðlilega þróun. Nú rekur félagið Kaupstað í Mjódd og verslanir að Eddufelli 7, Tunguvegi 19, Stakkahlíð 17, Dunhaga 20, trésmíðaverkstæði og Efnagerðina Rekord að Skemmuvegi 4a. Auk þess er KRON meðeigandi að Mikla- garði. Hér er svo ótalið það, sem Hafnfirðingar koma til með að leggja í hið sameiginlega bú. Örugg fótfesta Félagsmenn, starfsfólk og for- ysta ráða jafnan miklu unt farnað hverskonar félagasamtaka. Fé- lagsmenn KRON hafa verið býsna samstæður hópur og ör- uggur til áræðis. Félagið hefur haft gott og áhugasamt starfsfólk. Og það hefur verið ákaflega heppið með forystumenn, bæði þá sem skipað hafa stjórnir fé- lagsins og kaupfélagsstjóra. Þeir hafa verið þessir: Jens Figved, frá 1937-1943, ísleifur Högnason 1943-1954, Jón Grímsson, 1954- 1957, Kjartan Sæmundsson, 1957-1963, Ingólfur Ólafsson, 1963-1986 og Ólafur Stefán Sveinsson frá 1987, ungur maður og röskur, sem mikils má af vænta. Þótt samvinnumenn á höfuð- borgarsvæðinu hafi átt á brattan að sækja hafa þeir þó unnið marga umtalsverða sigra. Sóknin hefur stundum verið hæg en þó alltaf miðað í áttina. Og nú hefur KRON náð þeirri fótfestu í versl- uninni að því verður ekki úr þessu ýtt þar af stalli. Þá fótfestu þarf að nota til öflugri og árang- ursríkari sóknar en nokkru sinni fyrr. - mhg Fimmtudagur 18. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.