Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 1
 Föstudagur 19. febrúar 1988 40. tölubtaö 53. örgangur Patreksfjörður Bæði forstjóri og markaðsstjóri Ríkisskips voru búnir að þrýsta á mig að ég sækti um stöðu umboðsmanns Ríkisskips hér á staðnum og því lét ég tilleiðast. Mér finnst það heldur hart að geta ekki sótt um starf út á sjálfan sig lengur, heldur er farið eftir pólitískum lit, eins og í þessu til- felli, sagði Bjarni Sigurjónsson á Patreksfirði við Þjóðviljann í gær. Mikil og almenn gremja ríkir á Patreksfirði þessa dagana eftir að það fréttist að Matthías Á. Mathiesen samgönguráðherra hefði hundsað tillögu ráðamanna Ríkisskips um að skipa Bjarna Sigurjónsson umboðsmann skip- afélagsins á Patreksfirði, og skipað þess í stað flokksbróður sinn, Kjartan Friðþjófsson. Á Patreksfirði er fullyrt að hann ætli stöðuna ekki sjálfum sér heldur tengdasyni sínum. Bjarni Sigurjónsson hefur starfað sem umboðsmaður Ríkis- skips á Patreksfirði til bráða- birgða frá því í haust þegar Kaupfélag V-Barðstrendinga varð gjaldþrota, en það hafði um- boðið áður á sinni könnu. Ríkis- skip gerði þá bráðabirgða- samkomulag við Bjarna um að hann gegndi stöðunni þar til endanlega yrði skipað í hana og var hann hvattur af ráðamönnum til að sækja um. Þá mælti stjórn Ríkisskips með honum í stöðuna. Forstjóri Ríkisskips, Guð- Samgönguráðherra er maður samviskusamur og skiptir sér bæði af stóru og smáu á valdsviði sínu. Matthíasi þótti þjóðarheill krefjast þess að Sjálfstæðismaður yrði umboðsmaður skipafélags ríkisins á Patreksfirði. mundur Einarsson, staðfesti það í samtali við Þjóðviljann að hann hafi mælt með Bjarna í stöðu um- boðsmanns fyrirtækisins á Pat- reksfirði, enda væri Bjarni traustur og gegn starfskraftur. Hann vildi þó ekki tjá sig um embættisverk samgönguráðherra og sagði að sér væri óheimilt að gagnrýna yfirmann sinn! Guðjón F. Teitsson, fyrrver- andi forstjóri Rfkisskips á undan Guðmundi, sagði við Þjóðviljann að á sinni tíð sem forstjóri hefðu þeir ráðherrar sem hann starfaði undir, aldrei skipt sér af ráðningu umboðsmanna fyrirtækisins. Núverandi samgönguráð- herra, Matthías Á. Mathiesen, virðist því eftir öllum sólarmerkj- um að dæma hafa innleitt nýja siði í mannaráðningum hjá Ríkis- skip. -grh Hér ræð ég! Nýirsiðir hjá Ríkisskip. MatthíasÁ. Mathiesenskipar flokksbróður sinn umboðsmann á Patreksfirði Moskvuboðið Framsókn skammar Þorstein Stjórn Framsóknarfélagsins í Reykjavík samþykkti í gær álykt- un þarsem átalin eru „vinnu- brögð og lítt grunduð afstaða“ Þorsteins Pálssonar forsætisráð- herra í þeim málum sem upp hafa komið vegna boðs Sovétmanna um forsetaferð til Moskvu. Framsóknarstjórnin tekur undir þau sjónarmið utanríkis- ráðherra að rétt hefði verið að taka boðinu, og leggur í ályktun sinni áherslu á viðsicipta- hagsmuni íslendinga eystra. Stjórnin spyr í ályktun sinni hvernig Þorsteinn hefði brugðist við í stöðu utanríkisráðherra ef svipað boð hefði komið frá Bandaríkjunum samfara erfið- leikum í fisksölu eða loftferða- samningum. Vísa-Evró í hart við stofurnar Kortafyrirtækin stöðva viðskipti við þrjár ferðaskrifstofur Síðdegis í gær tilkynntu krítar- kortafyrirtækin tvö að þau væru hætt viðskiptum við ferðaskrif- stofurnar Pólaris, Samvinnuferð- ir-Landsýn og Úrval vegna mis- mununar hjá stofunum milli kort- hafa og staðgreiðenda. Evró og Vísa segja í fréttatil- kynningu að stofurnar brjóti við- skiptasamning með álagi á korta- greiðslur, og að auki „mistúlkað“ nýgert samkomulag „með grófum og mjög villandi hætti", einsog segir í frétt frá Evró og Vísa. -*n VMSÍ- VSÍ Tekist á um yfirvinnuna Atvinnurekendur vilja kaup kaups: Einn eftirvinnutaxtigegn sveigjanlegum vinnutíma. Halldór Björnsson, Dagsbrún: Sérviðrœðurvið hafnarverkamenn. Aðgerðir Dagsbrúnarmanna skila árangri Gallabuxur við Valþjófsstaða- hurðina „Gallabuxur - og gott betur“ heitir sýning sem verður opnuð í forsal Þjóðmiiyasafnsins á morg- un. Um er að ræða farandsýningu frá Nordiska museet í Stokk- hólmi, og mun Inga Wintzell, þjóðháttafræðingur og safnvörð- ur við Nordiska museet, flytja er- indi um gallabuxur og gallabux- namenningu á laugardag kl. 17:15. Á sýningunni er rakin þróunar- saga gallabuxnanna, en talið er að hún hefjist í San Francisco um 1870, þegar Jacob Davis, klæð- skeri, frá Riga í Lettlandi og Levi Strauss, kaupmaður frá Bæjara- landi hófu samstarf um fram- leiðslu og sölu á vinnubuxum úr segldúk.___________-LG Einn eftirvinnutaxti og gagntilboð atvinnurekenda um sveigjanlegan dagvinnutíma er það bitbein sem nú er tekist á um í samningaviðræðunum í Garðastræti. Samkvæmt heim- ildum Þjóðviljans eru atvinnu- rekendur reiðubúnir að fallast á kröfur VMSÍ að næturvinna taki við af dagvinnu, að því tilskildu að sveigjanlegt verði hvænær dagvinna hefjist og Ijúki. Nokkur ágrciningur hefur risið innan VMSÍ um þetta atriði og standa talsmenn fiskvinnslufólks harðir á móti. Samningafundum var framhaldið í gærkvöldi og er ekki enn farið að ræða um launaliði nýrra samninga. - Mér finnst þetta persónulega ekki vera mjög erfitt mál, sagði Halldór Björnsson, varaformað- ur Dagsbrúnar. Það sem talsmenn fiskverka- fólks sjá breytilegum vinnutíma til foráttu er að hann hefði nokk- urn tekjumissi í för með sér fyrir vissa hópa fiskverkafólks. í stað þess að þeir sem vinna við flökun byrja yfirleitt daginn fyrir klukk- an átta, mundu með sveigjanlegri dagvinnu vinna fram að þeim tíma í dagvinnu í stað næturvinnu eins og nú er. Atvinnurekendur hafa undan- farna tvo daga rætt einslega við Dagsbrúnarmenn um málefni hafnarverkamanna, s.s. um röðun í launaflokka, starfsheiti og aldurshækkanir. Aðspurður um hvort skipafé- lögin gerðu það að kröfu sinni að látið yrði af frekari aðgerðum ættu samningar að takast um mál- efni hafnarverkamanna, sagði Halldór að það yrði að skoðast þegar þar að kæmi. -rk Ríkisstjórnin Ekkert fiá Steingrími Þorsteinn Pálsson: Yfirlýsingar Steingríms um efnahagsmál í fjölmiðlum ná ekki inní ríkisstjórn Það er Ijóst að utanríkisráð- herra hefur á fundum og í blaðaviðtölum verið með yfirlýs- ingar um að það þurfi að grípa inn í atburðarás cfnahagsmála áður en að kjarasamningar hafa náðst. Innan ríkisstjórnarinnar hefur hann hinsvegar ekki komið fram með neinar tiliögur um það og verið sammála þeim gangi mála sem ríkisstjórnin hefur haft á málunum, sagði Þorsteinn Páls- son forsætisráðherra við Þjóð- viljann í gær. Þorsteinn var spurður að því hvort hann væri með þessu að segja að Steingrímur Hermanns- son léki tveimur skjöldum. Hann sagðist ekki vilja kalla þetta neinum nöfnum. „Það er aftur á móti ljóst að síðast í dag var hann sammála því að það verður að vinna að því að takast á við rekstrarvanda út- flutningsatvinnuveganna og fylgja kjarasamningum eftir með aðhaldsaðgerðum. Þetta er í undirbúningi og tengist lyktum kjarasamninga og utanríkisráð- herra hefur ekki séð ástæðu til að mótmæla þeirri málsmeðferð." Er gengisfelling inn í mynd- inni? „Við ræðum ekki opinberlega til hvaða aðgerða verður gripið. Það kemur í ljós.“ _Sáf

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.