Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Höfuðið bitið af skömminni Þorsteinn Pálsson hefur hingaðtil ekki þótt hár í loftinu og var von samherja hans að hann mundi heldur aukast á langveginn við að öðlast lyklavöld í tugthúsinu við Lækjargötuna. Vísisritstjóranum fyrrverandi hefur hinsvegar tekist hið ótrúlega. Eftir að Þorsteinn tók við mestu áhrifastöðu í íslenskum stjórnmálum og varð forsætisráðherra hefur vöxtur hans og við- gangur allur verið með neikvæðu formerki. Opinberar ríkisstjórnardeilur síðustu daga um Moskvuför forsetans hafa ekki aukið virð- ingu eða pólitískt vægi neins af þátttakendun- um, - og maðurinn í aðalhlutverkinu, Þorsteinn Pálsson, hefur beinlínis smækkað með af- skiptum sínum. Hvað stóð eiginlega í vegi þess að boð Kremlverja yrði þegið? Vissulega var tíminn skammur, en þó ekki skemmri en ífyrravor þeg- ar þáverandi forsætisráðherra þáði boðið. Ekk- ert hefur komið fram sem bendir til þess að tæknilegar ástæður hindruðu Moskvuför hvað varðar húsfreyjuna á Bessastöðum. Margt bendir hinsvegar til þess að heimsókn forset- ans ásamt fylgdarliði hefði verið heppileg ein- mitt nú. Það er líka furðuröksemd að standa gegn ferðinni vegna þess að utanríkisráðherra mundi ekki komast austur. í fyrsta lagi gat hann verið með á mikilvægasta kafla ferðalagsins, í upp- hafi þess. í öðru lagi þarf ekki að vera ófrávíkj- anlegt náttúrulögmál að sá ráðherra fylgi með í forsetaferðum, enda er í Ijós komið að innan stjómarinnar var rætt um að í stað utanríkisráð- herra færi viðskiptaráðherra, sjávarútvegsráð- herra eða iðnaðarráðherra. Það sem eftir stendur er einfaldlega hrepp- apólitík innan stjórnarliðsins og milli ráðherr- anna, og einkum rígur núverandi og fyrrverandi forsætisráðherra. Þorsteinn og félagar þola það ekki að Steinghmi Hermannssyni gefist tæki- færi til að slá sér upp heima og erlendis, til dæmis með árangri í viðskiptasamningum eða einhverskonar þátttöku í alþjóðlegri pólitík. Þessi fyrirframöfund í garð Steingríms er að sönnu skiljanleg. Ráðherrann hefur, einsog DV orðar það í gær „leikið einleik í ríkisstjórninni sem einskonar landsfaðir í sumarfríi" og vísað frá sér ábyrgð af óvinsælum ráðstöfunum, - hversvegna þá að gefa honum færi á að frægja sig með austrænum Ijóma? En þótt þessar til- finningar séu skiljanlegar eru þær ekki stór- mannlegar, og þær verða beinlínis skaðlegar í þessu dæmi. Ekki einungis vegna þeirra sér- stöku og almennu íslensku hagsmuna sem við sögu koma, heldur einnig vegna þess að öfund- artilfinngarnar og hinn pólitíski skollaleikur varða hér sjálft forsetaembættið. Deilurnar milli persóna og flokka í ríkisstjórninni eru farnar að koma niðrá virðingu Bessastaða. Þeir Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra og Friðrik Sophusson iðnaðarráðherra sameinast síðan í gær um að bíta höfuðið af skömminni. Þorsteinn grípurtil þess örþrifaráðs í Morgun- blaðinu að blanda forseta íslands sjálfum inní þref þeirra Steingríms með því að lýsa yfir að forsetinn sé sammála sér um málsmeðferðina. Hann leyfir sér að túlka afstöðu forsetans, - sem sjálfur hefur tekið þann eðlilega kost, í samræmi við stöðu sína, að segja ekkert á opin- berum vettvangi um þessar deilur. Friðrik lýsir því hinsvegar yfir í samtali við Þjóðviljann í gær að forsetanum hafi ekki verið skýrt frá ágreiningnum í ríkisstjóminni um heimboðsmálið „og stóð hún því í þeirri trú að ríkisstjórnin hefði orðið sammmála um þessa niðurstöðu". Skýri iðnaðarráðherra rétt frá gangi mála hefur Þorsteinn Pálsson forsætis- ráðherra borið forseta íslands rangar upplýs- ingar um afstöðu ríkisstjórnarinnar. Síðan leyfir forsætisráðherrann að nota þær viðræðursínarviðforsetannsjálfumsértilvarn- ar. Og er málið þarmeð hætt að snúast um Mos- kvu, ull, öfund, pólitískt pókerspil, Natófundi og landsföður í sumarfríi. Nú hlýtur sú spurning að vakna hvort forsæt- isráðherra sé orðinn of smár til að að gegna þeirri ábyrgðarstöðu í íslensku stjórnkerfi sem honum hefur verið trúað fyrir. -m KLIPPT OG SKORÆ) Forkosninga- hasarinn mikli Maður veltir því oft fyrir sér hvort nokkurt skynsamlegt sam- hengi sé á milli fjölda og fyrir- ferðar frétta af tilteknum atburð- um og raunverulegs mikilvægis þeirra. Oftast nær kemst maður að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki. Sú hugsun verður mjög áleitin nú síðustu daga, þegar sagðar eru ótrúlega margar fréttir af þeim skrýtna forkosningaleik sem nú stendur yfir í Bandaríkj- unum. Klippara er nær að halda, að meira púðri hafi verið varið í íslensku sjónvarpi til að sýna forkosningar í Iowafylki einu saman en nokkru sinni er eytt á alvörukosningar í Noregi - að ekki sé talað um ítalíu eða Spán. Og er Iowa samt aðeins eitt af meira en fimmtíu ríkjum Banda- ríkjanna. Dýr mundi Hafliði all- ur. í öðru landi Hafliði hins bandaríska forset- aembættis er ekki bara dýr - hann er illskiljanlegur. Sem er ekki nema von - Bandaríkjamenn sjálfir hrista mjög hausinn yfir forkosningatöfrunum og eru ber- sýnilega eins og ringlaðir og das- aðir fyrirfram. Þetta á meira að segja við sjóaða menn eins og þá sem skrifa í bandaríska vikuritið Newsweek. í samantekt um fyrir- bærið komast þeir svo að orði á dögunum, að engu sé líkara en Bandaríkjamenn velji sér forset- aefni með því að reka þá til ann- ars lands og sjá svo til hver lifir þá útlegð af og kemst aftur til Bandaríkjanna „eins og við þekkjum þau". Þetta land kalla þeir Njúsvíkingar Campaign- land, sem við getum kallað Fork- osningaland okkur til hægra George Bush eftir sigur í forkosningum Repúblikana í New Hampsl * Fregnir af andláti mínu hafa verið stórlesa vktar" verka. Þeir segja að það hafi sína eigin landafræði, tungumál og siði. Helsta einkenni þessa unda- rlega lands er þetta hér: „Forkosningaland er spéspeg- ilsútgáfa af Amríku, þar sem til- tölulega ómerkilegir hlutir verða stórir og stórir hlutir eru vart sýnilegir". Og sé það næsta vafasamt að þeir sem best eru fallnir til að lifa af veðurfarið í þessu annarlega landi séu færir um að verða fors- etar í Bandaríkjunum sjálfum. Á við heilt ríki í Forkosningalandi á heima, segja Njúsvíkingar, bræðralag pólitískra atvinnumanna og blað- amanna, sláttumanna (sem slá peninga í kosningasjóðina sí- þyrstu), sérhagsmunaerindreka já að ógleymdum slatta af kjós- endum sem einatt sýnast hafa verið ráðnir statistar í billegri sjónvarpsmynd. Land þetta er í vexti - þrettán forsetaefni sjá til þess að þjóðarframleiðsla Fork- osningalands er nú meiri en litils þróunarlands í Þriðja heiminum. Forsetaefnin hafa þegar sankað að sér hundrað miljónum dollara til að reka fyrir kosningabarátt- una og öryggisvarsla þeirra mun kosta skattþegna þrjátíu miljónir dollara í viðbót. í Iowa einu sam- an höfðu forsetaefnin meira en eitt þúsund manns á launum. Um leið hefur það gerst, að ódýrari sjónvarpstækni gefur jafnvel hverri lítilli svæðisbund- inni sjónvarpsstöð möguleika á að senda fréttaritara til Iowa eða New Hampshire. Um það bil tvö þúsund fréttamenn munu því elta frambjóðendur á röndum. Réttlætingar Forkosn- ingalands Njúsvíkingar eru sem fyrr segir eitthvað dasaðir á þessu kerfi. Þeir taka m.a. til meðferðar helstu réttlætingar þess og finnst litið til koma. Fyrsta réttlætingin er sú, að forsetaefnin hafi gott af að láta auðmýkja sig: það sé hollt fyrir siðferðisþrek væntanlegra forseta að hampa illa þefjandi grísum framan í kjósendur í land- búnaðarhéraði eða skríða á fjór- um fótum innan um tveggja ára krakka og sjónvarpsvélar til að sanna áhuga sinn á uppeldismál- um. Önnur röksemd er sú, að með því að forsetaefni verða að end- urtaka sömu romsuna tuttugu sinnum á dag, þá geti sú þjálfun leitt til þess áður en lýkur að þeir læri þá list að „skerpa" boðskap sinn og „finna eigin rödd". En - segir Newsweek, það er ekki sama að brýna boðskap og hníf- „ef maður hefur ekkert að segja þá munu hvorki tími né fyrirhöfn sem í það fer breyta nokkrum sköpuðum hlut". Enn ein röksemd er höfð til að mæla með því að senda forseta- efni til Forkosningalands. Hún er „pyntingarkenningin" sem á ís- Iensku mætti kalla „enginn verð- ur óbarinn biskup". Samkvæmt þessari kenningu er það hollt að skoða hvernig forsetaefni, sem eru langkvalin af leiðinlegum og erfiðum ferðalögum á milli kjós- enda, bregðast við óvæntum upp- ákomum - læra að taka ákvarð- anir undir fargi. Njúsvíkingar eru ekki sáttir við þessa kenningu frekar en aðrar. Þeir spyrja: Er það venjulegt að forsetar taki á- kvarðanir sem varða líf og dauða eftir að hafa þeyst á milli staða dögum saman vansvefta og van- nærðir? ÁB llJÓÐVILJINH Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Úlgofondl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason. Óttar Proppé. Fréttastjórl: Lúðvík Geirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdórtir (iþr.), Hjörleifur Sveinbjðrnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfriður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, OlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson. Hondrlta- og prófarkalestur: Elias Mar, Hildur Finnsdóttir. Llósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlitstelknarar: GarðarSigvaldason, MargrétMagnúsdóttir. FramkvæmdastiórkHallurPállJónsson. Skrifstof ustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglý8lnga8t|órl:SigríðurHannaSigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Símavarslo: HannaÓlafsdóttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóflir. Útbroiðslu- og afgroloslust|óri: HörðurOddfriðarson. Útbreiðsla: G. MargrétOskarsdðttir. Afgrelðsla:HallaPálsdóttir,HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavlk, sími 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjoðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verðílausasölu:55kr. Helgarblöð:65kr. Áskrlftarverð á mónuðl: 600 kr. 4 SíÐA - WÓÐVILJINN Föstudagur 19. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.