Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 5
Palestína „Þetta er hel víti á jörðu" Neil Kinnock ernú áferð um Palestínu. ígœrskoðaði hann sig um á Gazasvœðinu Formaður breska Verkamann- aflokksíns, Neil Kinnock, ferðaðist í gær um hluta Gaza- strandlengjunnar herteknu í Pal- estfnu og lýsti byggðum palest- ínskra íbúa sem „einu stóru fá- tækrahverfi." „Þetta er helvíti á jörðu, á því leikur ekki nokkur vafi," sagði Kinnock við fréttamenn er hann sté útúr Ahli sjúkrahúsinu í Gaz- aborg en þar hitti hann að máli fólk sem hafði ýmist verið barið til óbóta af ísraelskum her- mönnum eða sært skotsárum. Fyrr í gærdag átti hann fund með Shimoni Peres, utanríkis- ráðherra ísraels, og sagðist ekki hafa látið sannfærast um að ísra- elskir dátar beittu ekki sprengi- kúlum gegn palestínskum mót- mælendum á herteknu svæðun- um. Alþjóðalög leggja blátt bann við notkun slíkra vítistóla í hern- aði. „Ríkisstjórnin í Jerúsalem hef- ur lýst því yfir að ísraelsher noti ekki sprengikúlur en ég get ekki ímyndað mér að þau sár sem mér voru sýnd á líkömum fólks í gær hafi getað myndast nema fyrir notkun þeirra. Ég sá röntgen- mynd af fótlegg manns í gær og fór ekki í grafgötur um að spreng- iskotvopnum hafði verið beitt gegn honum." Kinnock ferðaðist um götur Gazaborgar í fylgd yfirmanns hjálparstofnana Sameinuðu þjóðanna á herteknu svæðunum (UNRWA) og með fríðu föru- neyti 40 blaðamanna. Flestar verslanir voru lokaðar vegna verkfalls þorra kaupmanna er staðið hefur yfir óslitið í nærri mánuð. Á sjúkrahúsinu hitti Kinnock ýmis fórnarlömb ísraelskra dáta. Bandaríkin tebbítt ogduPont hættir í gær létu tveir bandarískir stjórnmálamenn það boð út ganga að þeir hefðu ekki lengur hug á því að keppa um forseta- tign. Þessar yfirlýsingar demó- kratans Bruces Babbitts og repú- blikanans Pierre du Ponts komu f'áuni í opna skjöldu enda mátti Ijóst vera eftir tvennar forkosn- ingar að bandarískur almenning- ur taldi þá ekki eiga neitt erincli í Hvíta hiisið. Du Pont er auðkýfingur og fyrrum fylkisstjóri í Delaware. Hann efndi til blaðamannafund- ar í gær þar sem hann greindi frá ákvörðun sinni um að slá botninn í prófkjörsbröltið en kvaðst ekki lýsa yfir stuðningi við neinn þeirra frambjóðenda er áfram halda keppni. „Vér drögum sam- an seglin en krossferðinni er ekki lokið." Babbitt er ekki síður fyrrum fylkisstjóri en du Pont, árum saman stýrði hann Arizonu. Hann hefur svo sannarlega verið forsmáður af kjósendum, á þriðjudaginn lenti hann í sjötta sæti í forkosningum demókrata í New Hampshire. „Ég dreg mig í hlé," mun hann hafa sagt á til þess boðuðum blaðamannafundi í gær og var, að sögn fréttaritara Reuters, daufur í dálkinn og skjálfraddaður. Reuter/-ks. Þar á meðal voru hinn 17 ára gamli Hani Salama. Líkami hans var blár og marinn og eistun þrút- in eftir spörk og barsmíðar her- manna. Næst bar tólf ára gamlan dreng fyrir augu Kinnocks og var hann einnig illa farinn af völdum barsmíða. Fimm ára stúlka fór að kjökra þegar breski gesturinn gekk fram hjá rúmi hennar. Hún var illa farin af brunasárum eftir að ísraelsdátar höfðu ráðist inná heimili fjölskyldu hennar og hellt yfir hana heitu vatni úr potti sem stóð á hlóðum. ísraelskir hermenn komu í veg fyrir að blaðamenn gætu fylgt í humátt á eftir Kinnock þegar hann hélt inní Shati flóttamanna- búðirnar í Gazaborg en þar hafa drottnararnir lagt bann við því að fólk fari út fyrir hússins dyr. „Þetta var skelfileg reynsla," Kaupmannahöfn Þingið gegn Nató-stefnunni Danska þingið samþykkti í gær þingsályktun þarsem hvatt er til útrýmingar skammdrægra flauga f Evrópu og ríkisstjóriiinni áskilið að stuðla að samdrætti hefðbundins herafla í Evrópu. Þessi ályktun var samþykkt af stjórnarandstöðuflokkunum á þingi ásamt Róttæka vinstri- flokknum, sem styður stjórnina en hefur myndað meirihluta til vinstri í utanríkismálum. Ályktunin, sem var samþykkt með 64 atkvæðum gegn 54, er í andstöðu við þá opinberu Nató- stefnu að styrkja hefðbundinn herafla sinn í Evrópu og halda þar skammdrægum flaugum, og hefur Reuter-fréttastofan eftir Berndt Joghan Collet varnar- málaráðherra Schlúters að álykt- unin kasti vafahulu yfir Nató- stefnuna í þessum efnum. Þá segir fréttastofan danska sérfræð- inga „óttast" að úrslit atkvæða- greiðslunnarmuni „skelfa" Nató. Danska stjórnin hefur hvað eftir annað lent í minnihluta í utanríkismálum á þinginu frá því hún kom til valda fyrir sex árum, en henni er skylt að framfylgja vilja þingmeirihlutans í þeim efn- um. _„, Bretland M Efast um réttarfar Amnesty International dregur íefa gildijátningaþriggja blökkumanna erfundnir voru sekir um að hafa myrt lög- regluþjón annréttindasamtökin Amn- esty International hafa látið í ljós efasemdir um að réttarhöld er sigldu í kjölfar kynþáttaóeirða í Lundúnum árið 1985 hafl verið allskostar hlutlæg. í skýrslu um málið sem kom fyrir sjónir almennings í gær segir að „flestum þeim er voru hand- teknir, þar á meðal unglingum undir lögaldri, var meinað að hafa samband við lögmenn og fjölskyldur sínar langa hríð með- an yfirheyrslur stóðu yfir." Skýrsluhöfundar draga stór- lega í efa að réttlætið hafi verið í heiðri haft við málaferlin og benda á ítrekaðar ásakanir lög- fræðinga og sakborninga um að þeir síðarnefndu hafi verið „blekktir af lögreglunni til þess að undirrita yfirlýsingar um að þeir féllu frá réttindum sínum og ...beittir hótunum og neyddir til þess að játa á sig sakir." í skýrslunni eru tvenn átök í Tottenhamhverfinu í norður- hluta Lundúna gerð að umtals- efni. Atburðirnir áttu sér stað í nóvembermánuði árið 1985. Lögregluþjónar ruddust inná heimili blökkukonu nokkurrar og ollu miklum skemmdum. Konan fékk hjartaáfall og lést skömmu síðar. Þeldökkir Lund- únabúar höfðu þrásinnis borið fram kvartanir vegna lítilsvirð- ingar og ofbeldis lögreglumanna í sinn garð en þetta var kornið sem fyllti mælinn. Blakkir íbúar Tottenham efndu til mótmælaaðgerða sem í fyrstu fóru friðsamlega fram en skyndilega fór allt í bál og brand. Þegar vígamóðurinn rann af hvorum tveggja uppgötvaðist að einn lögregluþjónn, Keith Blak- elock að nafni, lá örendur á götu marghöggvinn axarhöggum. Breskur almenningur var þrumu lostinn og krafðist þess að morðingjunum yrði refsað. Eiri- hver umfangsmesta morðrann- sókn í sögu breskra morð- rannsókna fór nú fram og voru fleiri en 400 einstaklingar hand- teknir. Að lokum voru þrír menn fundnir sekir og dæmdir til lífstíð- arfangelsis. Sömu sakir voru bornar á þrjú ungmenni í réttar- höldunum en dómarinn vísaði málum þeirra frá og fordæmdi aðferðir lögreglunnar við að knýja fram játningar þeirra. Strax eftir að málaferlunum iauk hófust miklar deilur um á- reiðanleika játninga „hinna seku" og kröfðust ýmis mannréttindasamtök opinberra rannsókna á meðferð lögreglunn- ar á vitnum og hinum ákærðu. Skýrsluhöfundar rekja ásakan- ir sakborninga á hendur lögreglu, þeim hafi verið hótað endalausri einangrun, líkamlegu ofbeldi og því að ástvinir þeirra og skyld- menni yrðu hneppt í varðhald. Höfundar segjast ekki vera í að- stöðu til að leggja mat á sekt eða sakleysi hinna dæmdu en segja sterkar líkur benda tii þess að dómarnir væru felldir út frá játn- ingum er orkuðu stórlega tvímæl- is. Reuter/-ks. Föstudagur 19. febrúar 1988 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 5 Hvalveiðar <\\< þráastviö Vísindaveiðum haldið áframþvert á bann hval- veiðiráðsins Talsmaður japanska utanríkis- ráðuneytisins tilkynnti í gær að Japanir mundu halda fast við áætlun sína um hvalveiðar í vís- inda.sk.vni þrátt fyrir andstöðu h valveiðir áðsins. Talsmaðurinn harmaði þá yfir- lýsingu viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, Williams Verity, að svo gæti farið að fiskveiðirétt- indi Japana í bandarískri lögsögu yrðu skorin niður um helming ef þeir færu ekki að meirihlutavilja í hvalveiðiráðinu, en sagðist ekki samþykkja önnur rök en vísinda- leg um hvalveiðar. Einsog kunnugt er hafnaði hvalveiðiráðið áætlun Japana með 19 atkvæðum gegn 6 í bré- flegri atkvæðagreiðslu sem kunn- gerð var á mánudag. Islensk stjórnvöld greiddu ekki atkvæði vegna ósættis við málsmeðferð. Veiðum Japana, meðal annars á 300 hrefnum við Suðurskauts- landið, lýkur í mars, og segjast Japanir ætla að verja afstöðu sína á ársþingi hvalveiðiráðsins í maí.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.