Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 7
HEIMURINN David litli Barber með móður sinni eftir skurðaðgerðina, deginum áður en hann lóst: flótti úr heilbrigðisstéttum lokar skurðstofum. Bretland: Breska heilbrigðis- kerfið er í nísl Vanrœkslusyndir íhaldsstjórnar og útgjaldasprenging vegna breyttra aðstœðna í samfélaginu Um langan aldur þótti NHS, breska heilbrigðiskerfið, sem Verkamannaflokkurinn kom á skömmu eftir stríð, til mikillar fyrirmyndar. Nú er öldin önnur; sjúklingar deyja vegna þess að þeir komast ekki að til aðgerða - um leið og skurðsalir standa auðir vegna þess að starfsfólk vantar: Margaret Thatcher er að spara. Nýfœtt barn deyr Oft verður eitthvert eitt atvik til að negla athygli fólks upp við tiltekið vandamál. Saga Davids litla Barbers, sem fæddist með hjartagalla, er eitt slíkt dæmi. Foreldrar drengsins fóru strax fram á skurðaðgerð til að bjarga lífi barnsins, en henni var fimm sinnum frestað. Eftir að faðir barnsins hafði kært málið fyrir dómstólum tókst loksins að koma barninu undir hnífinn. Það dugði ekki til, David Barber dó aðeins 57 daga gamall. Menn vita að sönnu ekki hvort það hefði bjargað lífi barnsins að koma því fyrr á skurðarborðið - en þetta atvik hefur öðru fremur kynt undir mögnuðum deilum um heilbrigðiskerfið breska. Enda ástæða til. Talið er að um 690 þúsundir manna bíði um þessar mundir eftir því að komast á sjúkrahús. Biðtíminn er einatt átta vikur, margir verða að þola og þreyja í heilt ár. Það sem verra er: margir komast aldrei í bið- röðina. Sjúkrahús vísa frá gömlu fólki, vegna þess að það deyr bráðum hvort eð er. Fyrirburðir lifa ekki af vegna þess að pláss vantar á gjörgæsludeildum fæð- ingardeilda. Stjórnin sótt til saka Blaðið Guardian kennir vondri íhaldspólitík um ástandið. „Frú Thatcher hefur gat í hjarta" segir blaðið. Reknar eru upp rokur stórar um aðgerðir til að bjarga heilbrigðiskerfinu „sem allur heimur öfundaði okkur eitt sinn af “ eins og segir í opnu bréfi ým- issa helstu oddvita breskrar læknastéttar til ríkisstjórnarinn- ar. En eins og er virðist björgun ekki í augsýn. „Sjúkrarúmum er fækkað, skurðastofur eru ekki í notkun, neyðarhjálparstöðvum er lokað - allt til að spara pen- inga“ segir í því sama opna bréfi. Bretar á eftir Stjórn Margaretar Thatchers vill náttúrlega ekki sitja undir því að þetta sé allt henni að kenna. Hún bendir á það, að árið sem Margaret Thatcher tók við stjórnartaumum (1979), hafi níu miljörðum punda verið veitt til heilbrigðismála, en nú hafi þau útgjöld hækkað í 20,5 miljarða punda. Þar með eru útgjöld til heilbrigðismála í Bretlandi kom- in upp í 5,9% af vergum þjóðart- ekjum og hefur það hlutfall ekki orðið hærra áður. Samt eru Bretar alllangt á eftir ýmsum samfélögum sem þeir vilja helst bera sig saman við. Bandaríkin, Vestur-Þýskaland og ýms önnur vestræn ríki verja 8-10 % af vergum þjóðartekjum til heilbrigðismála. Dýr þróun Ástæðan er m.a. sú, að á þessu tiitekna sviði hefur orðið út- gjaldasprenging sem fer miklu hraðar en verðhækkanir á öðrum sviðum. Breytingar á hlutföllum milli aldurshópa, sem og auknir möguleikar læknavísindanna sameinast um að stórauka álagið á heilbrigðiskerfið. Til dæmis hefur fjöldi þeirra Breta sem ná 75 ára aldri tvöfaldast á síð- astliðnum aldarfjórðungi - og þar með stækkar gífurlega sá aldurs- hópur sem mest þarf á læknisað- stoð að halda. Annað dæmi: hér áður áttu börn sem gengu með krabbamein sér ekki lífs von, en nú lifa um 60% þeirra - með ærn- um tilkostnaði vitanlega. Líf- færaflutningar og nýþróaðar hjartaaðgerðir kosta og mikið. Þetta heitir hjá Lundúnablaðinu Daily Express, að „við erum orð- nir fórnarlömb eigin framfara." Breska læknasambandið telur ekki annað ráð vænlegra til að bjarga heilbrigðiskerfinu en að veita stærri hluta þjóðartekna til heilbrigðismála en nú er gert. NHS, heilbrigðiskerfinu breska, var komið á fót árið 1948 á stjórnartíð Verkamannaflokks- ins. Síðan þá eiga Bretar kost á ókeypis læknisþjónustu. Þeir sem mótuðu NHS töldu, að með betri almennri heilsugæslu mætti fækka sjúkdómum, og því mætti jafnvel búast við því að kostnað- ur af að reka þetta kerfi mundi lækka þegar fram liðu stundir. Þeir sáu það ekki fyrir hvað mikil fjölgun aldraðra þýddi, né heldur það, að hverskyns framfarir á sviði læknavísinda mundu geta af sér nýjar kröfur og væntingar. Flótti úr heilbrigðisstéttum Og nú hrannast upp vandamál, ekki síst vegna mikils korts á starfsfólki á sjúkrahúsum. Og sá skortur stafar af því að hjúkrun- arfræðingar og aðrar heilbrigðis- stéttir eru of lágt launaðar. Því liggur stöðugur straumur þeirra starfskrafta NHS, sem eftirsótt- astir eru, úr landi - m.a. til Ást- ralíu eða Bandaríkjanna. Og skurðstofur standa auðar, slysa- varðstofur eru reknar með hálf- um afköstum - þvi' að peninga vantar til að halda í starfsfólkið. Og nú virðist líka vanta mikið á það að endurnýjun eigi sér stað í heilbrigðisstéttum. Tekið er dæmi af hjúkrunarkvennaskóla einum í Norwich. Umsækjendur um skólavist þar voru venjulega um 3000 (en skólinn gat tekið við um 200 nemendum). I hitteðfyrra voru umsækjendur enn 800 en í fyrra aðeins um tvö hundruð. Einkavœðing boðuð íhaldsstjórn Margaretar Thatchers hefur, sem fyrr segir, vísað frá sér gagnrýni á ástandið. En það er ekki vitað hvort og hvenær hún ætlar að gripa til að- gerða sem um munar. Reyndar hefur heilbrigðisráðherrann, Edwina Currie, látið í Ijósi þá skoðun í viðtali við BBC á dögun- um, að hún vildi gjarna að einka- geirinn í heilbrigðisþjónustunni stækkaði. Svo að þeir sem pen- inga hafa láti annast um heilsu sína utan ríkiskerfisins. Þetta líst þeim ekki sérlega vel á sem reyna að beita sér fyrir því að þegnarnir séu jafnir fyrir sjúkdómum: þeir telja ekki von á góðu ef þeir sem best efni hafa ganga út úr al- menna heilbrigðiskerfinu - þar með verði minni þrýstingur á að bæta það. Auk þess sem misrétti í þjóðfélaginu vex við slíka þróun. Talsmenn einkageirans eru að vinna á. Ekki alls fyrir löngu fékk Bioplan, bandarískt einkafyrir- tæki, að opna deildir innan sex ríkissjúkrahúsa í Bretlandi. „Þetta er Kentuckykjúklings-- mynstrið fyrir heilsugæsluna," sagði Robin Cook, talsmaður Verkamannaflokksins í fél- agsmálum, um þessi tíðindi. Fyrsta skrefið, bætti hann við, til að færa heiibrigðiskerfið í einka- Föstudagur 19. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 rekstur.“ áb endursagði Stjórnmálaráð KFS Jeltsín Fyrrum leiðtogi kommúnista í Moskvuborg, Boris Jeltsín að nafni, er ekki lengur í hópi von- biðla um sæti í stjórnmálaráði so- véska kommúnistaflokksins. Tass-fréttastofan greindi frá því í gær að honum hefði verið vikið af varamannabekk þeirrar ágætu stofnunar. Ákvörðun um þessi örlög Jeltsíns var tekin á fundi mið- stjórnar flokksins á dögunum. Ennfremur var fastmælum bund- ið á samkundu þeirri að gera þá félaga Georgy Razumovskí og Júrí Masljúkov að biðfélögum án atkvæðisréttar í stjórnmála- ráðinu. Boris Jeltsín var sem kunnugt er rekinn úr embætti formanns spaikað Moskvudeildar kommúnista- flokksins í nóvembermánuði síð- astliðnum. Hann hafði verið einn ötulasti frumkvöðull og fylgis- maður „perestrojku" og „glas- nost“ Gorbatsjovs sovétbónda og unnið sig í álit sem ósérhlífinn vinnuþjarkur og hatursmaður hverskyns spillingar. Sagnir herma að hann hafi notið sér- stakrar virðingar alþýðu manna fyrir baráttu sína gegn möppu- dýrum og mútuþegum en að gamlir brésnefistar hafi hugsað honum þegjandi þörfina. Þeirra tækifæri kom sumsé í nóvember þegar Jeltsín gagnrýndi seina- gang í framkvæmd nýmæla. Hann var sagður hafa farið offari og var rekinn. Reuter/-ks.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.