Þjóðviljinn - 19.02.1988, Síða 9

Þjóðviljinn - 19.02.1988, Síða 9
Langtyfir skammt Landinn er gjarn á að gleyma nálægum byggðum þegar sumar- leyfið er annars vegar, og setja stefnuna á hlýindin í Suður- Evrópu. Það er líka sjálfsagðasti hlutur í heimi að vilja ná úr sér vetrarhrollinum, og orðtakið að það væru ekki aðrir en Englend- ingar og óðir hundar sem létu miðdegissólina baka sig varð til fyrir sigurdaga sólarlandaferð- anna. En meðan heimsveldi téðr- ar þjóðar stóð með blóma vítt og breitt um jarðarkringluna þótti íbúum hinna sólríkari staða sól- baðsathæfi nýju herraþjóðarinn- ar svo einkennilegt að helst væri jafnandi til glórulausra ferfætl- inga, og þannig varð orðtakið til. En svo sjálfsagt sem það er að eiga náðuga daga í sumarfríinu á veðursælum stöðum, er líka ástæðulaust að leita langt yfir skammt, að minnsta kosti mörg sumur í röð; hér á síðunni er vak- in athygli á grönnum okkar í vestri, en lygilega fáir íslendingar hafa sótt þá heim, ef mið er tekið af öðrum utanlandsferðum. HS Blokkin sú arna ber reglustikunni fagurt vitni, en ekki er að sama skapi byggt af nærgætni við hefðir og lífshætti íbúanna. Félagsleg vandamál eru tröllaukin á Grænlandi, kannski ekki síst vegna þess stakks sem fornu veiðifélagi er skorinn. Frá Kulusuk á Grænlandi. Myndin gæti sem best verið tekin á íslandi, ekki síst nú þegar íshröngl er á reki við landið. „Þegar vitund þjóðar þinnar er að vakna/horfir þjóð mín í aðra átt,“ eins og segir í texta Bubba Morthens, en hann er að finna á plötunni Fingraför. Móðuharðindi af mannavöldum má vel kalla þær búsifjar sem Grænlendingar urðu fyrir á síðasta áratug er athygli heimsins beindist að kópadrápi, með þeim afleiðingum að selskinn hríðféllu hvarvetna í verði. Nú á að snúa vörn í sókn, og hyggja landsmenn á mikið kynningarátak. Föstudagur 19. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.