Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 19.02.1988, Blaðsíða 11
Hi/ert á að fara? Björn Jóhannsson íbúðakaupin ganga fyrir - Sennilega förum við ekkert út í sumar, sagði Björn Jóhanns- son lyfjafræðingur er tíðinda- menn Þjóðviljans gengu fram á hann í Kringlunni fyrir skemmstu: Við stöndum í íbúða- kaupum, og þessháttar fram- kvæmd verður að ganga fyrir utanlandsferðum þetta árið. Björn sagðist nokkrum sinnum hafa farið í ferðalög til útlanda, bæði til Spánar og eins Norður- landanna, og þá ávallt með ferða- Jarmila Friðriksdóttir ttalía, aftur ogaftur - Helst vildi ég fara til Ítalíu, en sennilega get ég ekki látið verða af því í sumar, sagði Jarmila Frið- riksdóttir sjúkraliði er við spurð- um hana hvort ferðinni væri heitið út í heim í næsta sumarfríi. Ítalía er fallegt land og fólkið skemmtilegt, sagði Jarmila. Ég fór þangað í fyrsta skipti fyrir sex árum og hef farið fimm sinnum síðan. Hún sagði að lágt kaup væri helsti óvissuþátturinn þegar til þess kæmi að skipuleggja sumar- frí. Þá sagði hún að með breyttum skattalögum væri til lít- Heimir Pétursson TitCosta delSolmeð félögunum - Því er fljótsvarað; ég ætla til Costa del Sol með félögunum, sagði Heimir Pétursson, nemi í vélvirkjun, þegar við spurðum hvort hann væri farinn að hugsa fyrir sumarfríinu í ár. Heimir sagðist ekki hafa neina reynslu af Spánarferðalögum, þetta væri sitt fyrsta, og að Spánn hefði orðið fyrir valinu nánast af tilviljun. - Ekkert rosalega, svaraði s Ulfar Jensson Heidelberg og nágrenni - Við förum til Þýskalands í sumar, það er ákveðið mál; sonur okkar er nýfluttur þangað og við förum að heimsækja hann, sagði Úlfar Jensson hárskerameistari aðspurður um næsta sumarfrí. Nánar til tekið sagði hann að það væri Heidelberg og nágrenni sem væri á ferðadagskránni, en þar um slóðir stundar sonur þeirra hjóna nám. Úlfar sagði að þau hefðu tvisv- ar farið í sólarlandaferðir, í bæði skiptin til Ítalíu. Það hefðu verið ágætisferðir enda gott að vera á Ítalíu, og ekki sérlega dýrar. Þó hefði sér Jjótt sú fyrri til muna ódýrari. Úlfar sagði að nú væru Björn: Het góða reynslu af ferðaskrif- stofunum. skrifstofum. Hann sagðist hafa ágæta reynslu af því fyrirkomu- lagi, eða kannski verið heppinn. Að minnsta kosti hefði þjónustan verið góð, fararstjórnin sömu- leiðis, og almennt talað allt gengið snurðulaust. HS Jarmila: Með nýjum skattalögum þýðir lítið að ætla sér að bjarga sér á yfirvinnu. Mynd: Sig. ils að ætla að bjarga slíkum hlutum með því gamalkunna úr- ræði meiri eftirvinnu. Jarmila er tékknesk að upp- runa, en fluttist hingað árið 1956. Síðan þá segist hún hafa farið nokkrum sinnum til Tékkósló- vakíu, en nú sé orðið nokkuð um liðið síðan seinast. HS Heimir: Ekkert rosalega dýrt. Heimir þeirri spurningu blaða- manns hvort honum þætti ferðin dýr. Hann sagði að það væri þægilegra að fara í skipulagðar ferðir en að þvælast um upp á eigin spýtur. En kannski er það meira spennandi þannig; hver veit nema maður fari síðar á eigin vegum, sagði hann. HS Úlfar: VR fær prik fyrir viðleitnina. þrjú eða fjögur ár liðin frá þess- um sólarlandaferðum. Auðvitað er maður spenntur að komast út, en það kostar sitt; því fannst mér það ágæt viðleitni hjá Verslunarmannafélagi Reykjavíkur um daginn að reyna að fá ódýrari flugfargjöld fyrir sitt fólk, og undarlegt að starfsfólk Flugleiða skyldi í rauninni fetta fingur út í slíkt, sagði hann. HS Föstudagur 19. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 Háir vextír Grunnvextir á Kjörbók eru nú 34% á ári og leggjast þeir við höfuðstól tvisvar á ári. Efinnstæða eða hluti hennar, hefur legið óhreyfð í 16 mánuði hækka vextir í 35,4% og í 36% eftir 24 mánuði. Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun er því allt að 40,2% án verðtryggingar. Verðtrygging Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri ergreidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þrátt fyrir háa vexti og verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaf laus. Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,85%, en reiknastþó ekkiafvöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin er bæði einfalt og öruggt sparnaðarform. L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.