Þjóðviljinn - 19.02.1988, Side 12

Þjóðviljinn - 19.02.1988, Side 12
FERÐABLAÐ Ein íturvaxinna meyja Khajúrahó musteranna lagfærir augnfarðann. Indland Land fjölbreytileika og fagurra listaveika Sagt er að þeir sem ferðast til Indlands verði annað hvort yfir sig hrifnir af landinu og íbúum þess, eða flýji burt eins fljótt og þeir geta. Mannfjöldinn, eilífur ys og þys og ömurleg fátækt sumra íbúanna getur auðveldlega orðið þrúandi. Þó að finna megi friðsæla staði, þá er Indland varla rétti staðurinn fyrir ferðalanga sem leita afslöppunar í þægilegu umhverfi. Fyrir þá sem eru tilbúnir að leggja eitthvað á sig, býður Ind- land upp á einstaka fjölbreyttni, hvort sem áhuginn beinist að list- um og menningu, mannlífi eða náttúrufegurð. Hægt væri að ferðast um þetta stóra land mán- uðum saman og sífellt rekast á eitthvað nýtt til að hrífast af. Hægt að komast fyrir lítið fé Ekki er nauðsynlegt fyrir fs- lendinga að hafa fulla vasa fjár til að láta draum um Indlandsferð verða að veruleika. Líklega er dýrast að koma sér burt frá ís- landi. Á flugleiðum milli Evrópu og Asíu er það mikil samkeppni, að hægt er að verða sér úti um hagstæðar ferðir. Þegar til Ind- lands er komið er síðan hægt að lifa þó nokkuð lengi eins og greifi fyrir andvirði einnar matarkörfu á íslandi. íslenskar ferðaskrifstofur eru nýlega farnar að bjóða upp á eina og eina hópferð til Indlands. Ef fólk er sæmilega talandi á ensku er hins vegar auðvelt að ferðast um landið á eigin vegum. Tunga fyrrverandi nýlenduherra er mörgum töm og notuð í sam- skiptum milli Indverja frá ólíkum málsvæðum. Hótel í öllum gæða- og verð- flokkum standa ferðamönnum til boða. Á þeim ódýrustu má reikna með að nokkuð fjöl- skrúðugt dýralíf sé innifalið í verðinu, t.d. lýs er skríða úr skí- tugum hálmdýnum og narta í gesti að nóttu til. Til að afla sér vitneskju um að hverju er gengið er best að verða sér úti um góða ferðahandbók, sem gefur upp helstu hótel á hverjum stað og lætur fylgja einhverja umsögn. Sjálfsagt er einnig að leita ráða hjá starfsfólki ferðaskrifstofu indverska ríkisins, sem hefur úti- bú á mörgum stöðum. Hægt er að ferðast milli flestra staða á Indlandi með lest og er það ágætur ferðamáti. Til allrar hamingju fyrir erlenda ferða- menn, festir ríkisferðaskrifstofan sér oft sæti fyrir þá í lestunum. Þó að flutningsgeta indverska járn- brautakerfisins sé mikil, rúmlega 3,6 miljarðar farþega á ári, er iðulega uppselt í ferðir með margra vikna fyrirvara. Oft er þröngt setinn bekkurinn á lakari farrýmunum. Þar sem fjórum var ætlað að sitja í upphafi geta verið komnir 6-8 er á líður ferðina. Fæstir eru það harð- brjósta að þeir geti horft upp á fólk standa upp á endann tímun- um saman og leyfa því að tylla sér á bekkinn. Kosturinn við að ferð- ast í þessum þrengslum, er að þar gefst ágætt tækifæri til að rabba við Indverja og fræðast um líf þeirra og siði. Byggt guðum og mönnum til dýrðar Indland geymir margar bygg- ingar sem eru einstök listaverk. Óteljandi musteri og hof hafa verið reist í aldanna rás, til trúar- iðkana og dýrðar guðunum. Einnig hafa keisarar, furstar og aðrir höfðingjar fengið færustu listamenn hvers tíma til að reisa sér hallir. Ein frægasta bygging Indlands, Taj Mahal í Agra, er þó hvorki höll né hof heldur grafhýsi. Taj Mahal var reist á 17. öld, af móg- úlkeisaranum Shah Jehan, til minningar um uppáhaldskonuna hans. Þessi stórkostlegi minni- svarði um ástina er byggður úr hvítum marmara og í hann eru innlagðir steinar sem mynda blómamynstur. Skin fulls tungls ljáir þessari stóru og fögru bygg- ingu sérstakan töfraljóma og minningar um þreytandi lestar- ferðir og horaða betlara gleymast í bili. Þó ekki væri nema til að sjá Taj Mahal, er hægt að mæla með ferðalagi til Indlands. Khajúrahó Þó að Khajúrahó liggi ekki í alfaraleið á Mið-Indlandi, ætti enginn að telja eftir sér að fara þangað. Musterin 20 í Khajúrahó eru einstök listaverk, öll prýdd úthöggnum rismyndum og eru engar tvær eins. Höggmyndirnar eru af íturvöxnum gyðjum og guðum og hafa flestar þeirra erót- ískt ívaf. Má þar sjá ótrúlegt hug- myndaflug í ástarleikjum og sumt af því varla mögulegt til eftir- breytni mennskum mönnum. Musterin voru reist á 10. og 11. öld og tileinkuð guðum hindúa- trúar. Á 14. öld var Khajúrahó yfirgefin vegna innrásar mógúla og næstu 600 árin voru musterin geymd og gleymd í skógar- þykkni. Það var ekki fyrr en breskir veiðimenn fundu þau af tilviljun um 1840, að hafist var handa um að hreinsa þau upp og laga. Hvaða skoðun sem menn hafa á myndefninu, sem líklega tengist frjósemisdýrkun í trúarbrögðun- um, eru musterin þakin listaverk- um sem eiga fáar hliðstæður. mj Hvergi hefur ástarlíf verið sýnt jafn hispurslaust í höggmyndalist og í hinum ótal rismyndum Khajúrahó musteranna á Indlandi. Búlgaría ELENITE HOLIDAY VILLAGE 2 vikur kr. 38.960.00 3 vikur kr. 43.900.00 HOTELKUBAN 2 vikur kr. 40.960.00 3 vikur kr. 46.080.00 Öll verð eru miðuð við gengi dollara þann 28.01. 1988. sumarið 1988 INNIFALIÐ í VERÐI: Flug KEF-LUX-VAR fram og til baka, gisting í 2ja manna herbergjum, hálft fæði (10 leva á dag), leiðsögn og ferðir til og frá flugvelli. BARNAAFSLÁTTUR: Börn undir tveggja ára greiða 10% en fá ekki matarmiða. Börn 2ja til 12 ára fá 50% afslátt í aukarúmi. Börn 2ja til 12 ára fá 25% afslátt í normal-rúmi. Börn 12 til 14 ára fá afslátt í aukarúmi. BROTTFARIR: 05. júlí 19. júlí 26. júlí 30. júlí 16. ágúst 30. ágúst 06. sept. GOÐUM HÖNDUM VikV FERÐAmVAL hf HAFNARSTRÆTI 18 SÍMAR: 14480 — 12534

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.