Þjóðviljinn - 19.02.1988, Síða 19

Þjóðviljinn - 19.02.1988, Síða 19
ÍÞRÓTTIR Karfa Mikið var! Keflvíkingar tóku sig til og unnu Njarðvíkinga - Valurfrábœr Það var hörkuleikur i Keflavík í gærkveldi. Keflvíkingar voru yfír mestallan tímann og Njarð- víkingar virtust aidrei komast í almcnnilegt stuð. Keflvíkingarnir byrjuðu strax af krafti og komust strax yfir. Vörnin var sterk og Njarðvíking- ar náðu aldrei að komast al- mennilega inn fyrir hana. Njarð- víkingar náðu að vísu að jafna 29-29 en mótherjarnir sendu. boltann strax þvert yfir völlinn þar sem Ólafur Gottskálksson fékk hann og skoraði 31-29 þann- ig að jöfnunardraumurinn var strax úti. Keflvíkingar juku síðan muninn og var staðan í leikhléi 52-40. í síðari hálfleik tóku Njarðvík- Keflavtk 18. febrúar ÍBK-UMFN 87-86 (52-40) Stig ÍBK: Guðjón Skúlason 22, Olafur Gottskálksson 17, Magnús Guðfinnsson 12, Jón Kr. Gíslason 11, Axel Nikulásson 8, Sigurður Ingi- mundarson 7, Hreinn Þorkelsson 6, Falur Harðarson 2 og Matti Ósvald' Stefánsson 2. Stig UMFN: Valur Ingimundarson 38, Helgi Rafnsson 17, Tsak Tómas- son 9, Hreiðar Hreiðarsson 7, Sturla Orlygsson 9, Friðrik Rúnarsson 2, Teitur Orlygsson 2, Árni Lárusson 2. Dómarar: Kristinn Albertsson og Ómar Scheving voru nokkuð góðir. Maður leiksins: Valur Ingimundar- son Njarðvík. Og þetta líka Hvítra manna sport [ golfkeppni í Suður-Afríku var tveimur svörtum gólfleikurum hótað að ef þeir ekki haettu keppni yrði þeim hegnt. Það var hóþur aðskilnaðars- inna sem kallast „félagarnir" sem sendi aðvörunina og hætti annar golfarana við en hinn spilar áfram og ætlar að taka áhættuna. Óheppnasti keppandinn á þessu móti er áreiðan- lega Peter Evans. Burðarmaðurinn hans fann ekki kúlu Peters eftir að henni hafði verið skotið útaf brautinni svo hann setti bara nýja. Peter greyið fékk svo vítur fyrir þegar upp komst um skiptin en burðarkarlinn var ekk- ert að vesenast með málið og flúði bara. Gary Lineker gerði tvö mörk fyrir Barcelona á þriðjudaginn þegar þeir unnu Osuna 3-0. Það var Francisco sem kom Barcelona yfir 1-0 á 20. mínútu og Lineker bætti um betur og gerði sín tvö eftir góða fyrirgjöf frá Bernd Schuster. Þessir tveir virðast vera að fá sjálfstraustið aftur en þeir voru teknir úr liðinu fyrir skömmu. Bersamótið í handknattleik verður haldið 5. og 6. mars næstkomandi í íþróttahúsinu Strandgötu. Rétt til þátttöku eiga allir mennta-, framhalds- og fjölbrauta- skólar á landinu. Þeir sem hafa áhuga á þátttöku verða að vera búnir að því fyrir 23. febrúar næstkomandi. Hægt er að tilkynna þátttöku hjá Leifi í síma 51031 og Herði í síma 52033. Skráningu lýkur á umgetnum tíma og við það verður staðið. ingar sig á og náðu að minnka muninn en sá fjörkippur stóð ekki lengi því þeir voru fljótlega yfirspilaðir af baráttuglöðum Keflvíkingum. Þegar 3 mínútur voru til leiksloka var staðan 83-78 og kom hver karfan á fætur ann- arri svo að eftir 10 mínútur var hún orðinn 87-86. Boltinn gekk á milli liða en enginn náði að skora og héldu Keflvíkingar boltanum þegar 20 sekúndur voru eftir út leikinn þannig að lokastaðan var 87-86. Það var víst kominn tími til að breytt yrði til með úrslit í leikjum þessara aðila. Keflvíkingar léku líklega sinn besta leik fram að þessu en Njarðvíkingar virtust vera of öruggir með sig. Af Keflvíkingum var Guðjón Skúlason góður, Jón Kr. lét skapið fara of mikið með sig, sem er slæmt fyrir hans lið því hann hefur verið einn af máttarstólp- um þess að undaförnu, og Ólafur Gottskálksson var að vanda dug- legur undir körfunni. Af Njarð- víkurliðinu er engin spurning um hver var bestur. Valur Ingimund- arson blómstraði eins og svo oft áður, gerði góðar körfur á réttum tíma. ísak Tómasson kom vel útúr leiknum og Helgi Rafnsson var góður. -sóm/ste sBnMHHHHHaHÍ Þrátt fyrir að Jóns Kr. nyti ekki við lengi í gærkveldi tókst Keflvíkingum að vinna nágrannana. Handbolti Stagur rússneski bjöminn á íslensku víkingana? Fyrri leikur Víkings og ZSKA Moskva í Laugardalshöllinni á sunnudag. Forsala á laugardag og sunnudag „Við ætlum að reyna allt sem við getum til að vinna þessa karla. Þetta er eflaust eitt besta félagslið í heimi í dag en það hef- Árni Friðleifsson tekinn óblíðum tökum. rússnesku risunum á sunnudaginn? Skyldi hann fá enn verri viðtökur frá England Biyan Robson meiddur Bryan Robson fyrirliði enska landsliðsins meiddist fyrir leðju- leikinn í Tel Aviv á miðvikudag- inn og var flogið með hann til Englands eins og skot. Robson sem leikur með Manchester Un- ited ætti að leika gegn Arsenal á laugardaginn en Alex Ferguson býst ekki við að takist. Það má þó segja að þrír koma þá einn fer því þrír leikmenn sem hafa verið á sjúkralista eru að verða góðir af meiðslum sínum, Norman Whit- eside, Brian McClair og Viv Anderson. í herbúðum Arsenal leikur þó ekki allt í lyndi. Steve Williams er í leikbanni en Micha- el Thomas og Tony Adams er í bælinu með vírus. Port Vale sem kýldi Totten- ham svo eftirminnilega út úr bikarkeppninni á leik við Wat- ford um helgina. Framkvæmda- stjóri þeirra hefur varað við gras- vellinum og segir að þar sé ekki strá að finna en samt gæti Wat- ford tekist vel upp og unnið. ur sitt að segja að þeir þorðu ekki að leika báða leikina hér heima,“ sagði Sigurður Gunnarsson skytta í Víkingsliðinu. Það verða áreiðanlega átök á fjölum Laugardalshallar á sunnu- dagskvöldið þegar Víkingarnir leika gegn rússnesku risunum í Evrópukeppninni. Sovéska liðið er meðal bestu félagsliða heims. Meðalhæð liðs- manna er um 192 sentimetrar og eru nokkrir þeirra 2 metrar á hæð. Þar nægir að nefna Valeri Savko sem er 2.20 metrar á hæð og notar skó númer 17 en eðlileg skóstærð á meðalmanni er um 9 en Valeri er unglingalandsliðs- maður í Sovétríkjunum. í liðinu eru einnig Alexander Rymanov og Mikhail Vasilev sem eru frægir kappar og þar að auki 8 aðrir so- véskir landsliðsmenn. „Þeir eru erfiðir, þeir eru svo háir að það þýðir ekkert að stök- kva upp fyrir þá en þá er bara að finna aðra leið. Vasilev er stór- hættuleg skytta og Rymanov er alveg eldsnöggur, það er varla hægt að stöðva hann og yfirleitt verður annaðhvort víti eða mark. Samt stefnum við á það að vinna leikinn," sagði Guðmundur Guð- mundsson í Víkingsliðinu. Víkingur Víkingarnir eru með mjög ungt lið en þó reynslumikið og hafa allir leikmenn þess spilað í Evr- ópukeppni áður. Víking hefur líka gengið vel í Evrópukeppn- um, einu sinni komist í 4 liða úr- slit og þrisvar i 8 liða úrslit. Þeir hafa einnig unnið titil á hverju ári hér heima eða alls 16 titla á 10 árum og bæði orðið íslands- meistari og bikarmeistari tvö ár 1983 og 1986. Þeir hafa leikið 5 sinnum gegn austantjaldsliðum og hafa vinningin, unnið 3 leiki en tapað 2. Víkingarnir reikna með að allir verði með á sunnu- daginn, líka Sigurður Gunnars- son sem hefur átt við að stríða meiðsli á öxl undanfarið. Forsala Forsala aðgöngumiða verður á laugardaginn kl. 12.00 til 16.00 í Laugardalshöllinni og frá klukk- an 18.00 á sunnudag. Það er von Víkings að sem allra flestir láti sjá sig því það er staðreynd að þegar Höllin er full af áhorfendum hef- ur það geysileg áhrif og gæti skipt sköpum um sigur eða tap. -ste Föstudagur 19. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 Um helgina 19. - 21. febrúar Borðtennis Á laugardag og sunnudag fer fram í íþróttahúsi Kennarahá- skólans Evrópukeppni 3. deildar þar sem íslendingar eru meðal þátttakenda. Hefst keppni kl.09.00 báða dagana. Badminton Á laugardag og sunnudag verður haldið í Laugardalshöll- inni Unglingameistaramót ís- lands í badminton. Keppni hefst kl. 10.00 báða dagana. Keppend- ur eru á aldrinum 10 til 18 ára og er keppt í 4 aldursflokkum. Handbolti Á sunnudag kl.20.30 leikur Víkingur gegn ZSKA Moskva í Evrópukeppninni og fer leikur- inn fram í Laugardalshöllinni. Laugardagur kl. 14.00 Akureyri l.d. karla Þór-KR Digranes l.d. karla UBK-KA Sunnudagur kl.20.00 Hafnarfjörður l.d. karla FH- Stjarnan Seljaskóli l.d. kvenna kl.19.00 Þróttur-Valur kl.20.15 KR-Stjarnan kl.21.30 Fram-Víkingur Mánudagur kl.20.00 Seljaskóli 1. karla ÍR-Valur Laugardag og sunnudag Fjölliðamót í yngri flokkunum fer fram á eftirtöldum stöðum: Hafnarfirði, Seljaskóla, KR- húsi, Keflavík, Seltjarnarnesi, Varmá, Sandgerði, Vestmanna- eyjum og Selfossi. Leikirnir hefj- ast yfirleitt kl.09.00 á laugardeg- inum nema í Hafnarfirði og KR- húsi, þar hefst keppni kl. 19.30 á föstudagkvöldið. Keppt er í 3. og 5. flokki karla og kvenna. Karfa Föstudag Digranes kl.20.00 Úrvalsd. UBK-KR Akureyri kl.20.00 Úrvalsd. Þór- ÍR Sandgerði kl.20.00 l.d. karla Reynir-HSK Sauðárkrókur kl.20.00 l.d. karla UMFT-UMFS Akranes kl.20.30 l.d. karla ÍA- ÍS Njarðvík kl.20.00 l.d. kvenna UMFN-KR Laugardagur Hafnarfjörður kl. 14.00 Úrvalsd. Haukar-UMFG Egilsstaðir kl. 14.00 l.d. karla ÚIA-Léttir Mánudagur Kennaraháskólinn kl.20.00 l.d.kvenna ÍS-ÍR Laugardag og sunnudag Fjölliðamót verður í 3. og 5. flokki karla og 3. flokki kvenna. Keppt verður á eftirtöldum stöð- um: Grindavík kl.09.00 báða dagana, KR-húsi kl.10.00 báða dagana, Sauðárkróki kl. 10.00 báða dagana, Árbæjarskóli kl.13.00 báða dagana, Hagaskóli kl.13.00 báða dagana og Njarð- vík kl. 13.00 báða dagana. Hlaup Á laugardag kl. 14.00 hefst flóahlaup UMF Samhygðar. Hlaupið verður 10 kílómetra bæði hjá konum og körlum og lagt að stað frá Vorsabæ í Gaulverjahreppi. Upplýsingar gefur Markús fvarsson í síma 99- 6318. Veggtennis Sunnudag kl. 13.00 fer fram í Dansstúdíói Sóleyjar þriðja veggtennismót vetrarins. Hægt er að tilkynna þátttöku í síðasta lagi fyrir kl. 13.00 á laugardaginn í símum 19011 og 697701.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.