Þjóðviljinn - 19.02.1988, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 19.02.1988, Qupperneq 20
Aðaisímt 681333 Kvöldsími 681348 Heigarsími 681663 Föstudagur 19. fabrúar 19M 40. töiublað 53. örgangur Sparisjóösvextír á téKKardKnir^i meö hávaxtaKjörum SAMVfNNUBANKI ÍSLAMDSHF ' 1 ' 1 * Aflinn Nýtt aflamet Heildaraflinn í janúar 255.786þúsund tonn. Var aðeins 165.820þús- und tonn á sama tíma 1987 Aldrei áður hefur veiðst jafn mikið af fiski í janúar og í ár. Heildarafli landsmanna sl. mán- uð var 255.786 þúsund tonn sem er nýtt aflamet. Næst þessu afla- magni komst aflinn í janúarmán- uði 1986 sem þá reyndist vera 206.605 þúsund tonn. í janúar í fyrra var heildaraflinn aðeins 165.820 þúsund tonn. Alls veiddust 23.403 tonn af þorski í janúar í ár á móti 22.192 tonnum á sama tíma 1987. Þetta kemur fram í nýútkomnu bráðabirgða- yflrliti um afla í janúar sl. frá Fiskifélagi íslands. Samkvæmt yfirlitinu veiddu togarar 14.533 tonn af þorski í janúar sem er rúmum þúsund tonnum meira en á sama tíma í fyrra. Heildarafli þeirra reyndist vera rúm 22 þúsund tonn, sem er rétt tæpum 2 þúsund tonnum meiri afli en fyrir ári. Bátar veiddu rúm 8 þúsund tonn af þorski sl. mánuð, sem er rúmum þúsund tonnum meira en fyrir ári. Heildarafli þeirra í mán- uðinum var 232.737 þúsund tonn, enífyrra var hann aðeins 146.110 tonn. í ár munar mestu um loðn- uaflann sem var tæp 214 þúsund tonn á móti tæpum 132 þúsund í sama mánuði í fyrra. Þá veiddi bátaflotinn um þúsund tonnum meira nú en í fyrra af ufsa og þá var enginn síldarafli í janúar 1987 en í ár veiddust rúm 4 þúsund tonn. Heildarafli smábáta jókst lítið eitt í janúar í ár miðað við sama tíma í fyrra, en þá var hann 996 tonn en í ár 1.014 tonn. Þorskafl- inn í janúar var 724 tonn en var 832 tonn í fyrra. Mesta aukningin var í ýsu hjá smábátum í ár, en þeir veiddu 208 tonn á móti 67 tonnum í janúarmánuði í fyrra. -grh Grindavík Stýrimaður- inn svaf Hrafn3. kominn á hliðina Hrafn Sveinbjarnarson 3. GK 11 strandaði aðfaranótt sl. föstu- dags við Hópsnes, vegna þess að stýrimaðurinn í brúnni svaf, en hann var á vaktinni ásamt véla- verðinum sem hafði skroppið niður í vél í eftirlitsferð. Þetta kom fram í nýafstöðnum sjópróf- um. Þá var hún heldur skammvinn gleði félaga í björgunarsveitinni Þorbirni, sem höfðu fengið Hrafninn gefins og ætluðu sér að bjarga úr honum tækjum og tól- um og selja í fjáröflunarskyni. Báturinn lagðist á hliðina nýverið og ljóst þykir að engu verði bjarg- að úr honum og hann mun að öllum líkindum verða briminu auðveld bráð. -grh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.