Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI Að grísja skóginn Víöa um land er fjárhagsstaöa frystihúsa ákaflega bágborin. Frystingin, einn af gildustu þáttum þjóöarbúsins viö gjaldeyrisöflun, er nú talin vera rekin meö 10-15% tapi. Forsvarsmenn frystihúsa krefjast þess aö látið veröi af fastgengisstefnunni svokölluöu. Þeirtelja engin áform uppi um aö slá á þensluna í þjóðfélaginu en hún kemur einkum fram í ótæpilegri fjárfestingu í verslun og þjónustu á höfuðborgarsvæðinu. Því muni veröbólga geisa hömlulítiö. Það veröi aö auka tekjur frystihús- anna og því þurfi aö hækka í veröi gjaldeyrinn sem fæst fyrir framleiðsluna. Forsvarsmenn frystiiðnaöarins spyrja hvers vegna framboð og eftirspurn séu ekki látin ráöa veröi á gjaldeyri. Þeir telja ekki óeðlilegt að inn- flytjendur þurfi að keppa hverjir við aöra og bjóða í gjaldeyri. Reiknað er meö aö slíkar aö- gerðir hækkuöu verö á erlendum gjaldeyri þannig aö í reynd yröi um gengisfellingu ís- lensku krónunnar aö ræöa. En gengisfelling hækkaöi gengistryggðar skuldir og yki verðbólguna og því telja forsvars- menn frystihúsanna að hún sé gagnslaus ein sér. Þeir vilja ákveðnar hliðarráöstafanir. Þeir álíta aö ríkisstjórnin ætti aö hafa forgöngu um að lánstími á skuldum frystihúsanna verði lengdur. Og ríkisstjórnin ætti aö beita valdi sínu til aö lækka raunvexti. Og ríkisstjórnin ætti aö kippa til baka ótímabærum ákvöröunum um aukna skattheimtu á útgerö og fiskvinnslu. „Ríkisstjórnin á næsta leik,“ segja forráðamenn frystihúsanna en ríkisstjórnin sýnir engin merki þess aö hún ætli aö leika á næstunni. Aö vísu keppist Steingrímur Hermannsson við aö tala um nauðsyn efnahagsaðgerða, þaö þurfi aö slökkva þá elda sem eru að eyða Rómaborg. Aörir ráðherrar lýsa því yfir aö þetta sé misskiln- ingur hjá Steingrími. Kjarni þeirrar pólitísku stefnu, sem ríkisstjórn- in fylgir og gjarnan er kennd viö frjálshyggju, felst í því aö stjórnvöld geri sem allra minnst. Kenningin telur aö markaðsöflin sjái til þess aö hagkerfið falli í heppilegan farveg, líkt og vatn sem rennur niður í dali og dældir ef ekki eru reistarstíflurog flóögaröar. Hlutverk ríkisstjórna sé bara aö halda uppi lögum og reglu, aö passa aö ekki sé stolið á annan máta en þann sem viðurkenndur er í baráttu um markaðshlutdeild. Forsvarsmenn frystihúsanna spyrja ráðherrana hvort andi frjálshyggjunnar eigi ekki að ríkja á öllum sviðum, hvort ekki sé sjálfsagt að þeir, sem gjaldeyrisins afla, fái aö setja hann á frjáls- an markað. Kappsfullir aðdáendur frjálshyggjunnar telja það síöur en svo óeðlilegt aö nú sverfi aö frysti- húsum. Þeir álíta þaö einmitt nauösynlegt aö „frystihúsaskógurinn sé grisjaöur", aö þau hús, sem verst eru sett, fari einfaldlega á hausinn og veiti þeim sem sprækari eru aukið lífsrými. Menn benda á Suðurnes eöa Vestmannaeyjar. „Væri ekki betra,“ er spurt, „aö reka 2-3 stönj- ug frystihús í Eyjum en þau 4-5 sem þar eru nu? Lítum á,“ segja þessir aöilar, „hvernig BÚR og ísbjörninn sameinuðust í Granda." En þaö gleymist aö ekki er unnt aö líta á Vestmannaeyjar sem (sland í hnotskurn. Hvaö með Austfirði eöa önnur þau svæöi þar sem samgöngur milli sjávarplássa eru erfiöar? í langflestum sjávarplássum er frystihúsiö lang- stærsti vinnustaðurinn. Sé því lokað, er voðinn vís og stór hluti íbúanna neyðist til aö fara á atvinnuleysiskrá. Ef Ijóst er aö viðkomandi hús opnar ekki aftur, veröa íbúarnir aö snúa sér að einhverju öðru. Þaö tekur langan tíma aö byggja upp ný atvinnutækifæri og tæpast veröa þau í saumastofum sem nú eru flestar búnar að leggja upp laupana. Gangi fólkinu ekkert aö finna sér atvinnu, getur þaö flutt til höfuðborgar- svæðisins. Þar er stööug spenna og vantar fólk í vinnu. Flest fólk sér að verið er að efna til ótal per- sónulegra harmleikja og ýta þjóöinni út í ógöngur ef þetta gengur eftir. Fyrir utan ráöherr- ana eru, sem betur fer, ekki margir íslendingar tilbúnir aö færa svo dýrar fórnir á altari hins úrelta hugmyndakerfis frjálshyggjunnar. KUPPT OG SKORIÐ Hótelævin- týrið mikla Það er bara eitt lögmál sem gildir í íslensku efnahagslífi og hljóðar svo: Þegar ein kýrin pissar verður annarri mál. Um þetta eru mörg dæmi, hvert öðru skýrara og mælskara. Og eitt hið stærsta er hóteldæm- ið. Aukinn ferðamannastraumur til íslands að viðbættri þeirri bjartsýni um markaðsholla frægð landsins, sem leiðtogafundurinn í Höfða kynti undir, hafa leitt til þess að engum fjárfestingar- glöðum manni líður vel á ísiandi nema hann reisi hótel. Með þeim afleiðingum að á höfuðborgar- svæðinu hefur hótelrými aukist um fjórðung á einu ári og eru þó hvergi nærri öll kurl komin til þeirrar peningagrafar. Meðan framkvæmdir standa yfir eru allir glaðir og óendanlega hressir og djarfir og það er litið á það sem hvern annan dónaskap ef einhver efast um að nógir séu andskotans peningarnir. Jæja. Svo eru hótelin risin. Hótel Örk til dæmis í Hveragerði eða Holy- day Inn hér í Reykjavík. Og svo slær þögn á alla. Þangað til eitthvert blaðið fer af stað með fréttir um að illa gangi, því hóte- gestirnir væntanlegu hafi ekki mætt. Hvaða vitleysa, segja hót- eleigendur, hvenær hefur ekki allt reddast? Víst eruð þið í vand- ræðum, segja blöðin. Á að níða af manni skóinn? segja hótel- menn og saklaus almenningur má skilja, að ef ekki væru and- skotans fjölmiðlar þá væru öll hótel landsins troðfull allan árs- ins hring og vel það. Kaldur veruleikinn Þangað til sjálft Morgunblaðið tekur eftir því að ekki er allt með felldu á hinum efnilega hótelparti einkaframtaksins og skrifar föð- urlega grein um málið undir fyrir- sögninni „Kaldur veruleikinn tekur við af björtum draumsýn- um“. Þetta gerðist í vikunni leið. Fróðleg grein reyndar, fyrir margra hluta sakir. Þar er m.a. reynt að skoða það hvers vegna dæmi eins og Hótel Örk og Holiday Inn hafa ekki gengið upp. Meðal annars er þess getið, að ekki hafi farið fram al- vöru markaðskönnun áður en menn réðust í ævintýrið. Markaðskönnun er mikið töfraorð nú um stundir eins og vonlegt er: sá sem ætlar að stofna fyrirtæki vil auðvitað vita hvort þeir menn séu til sem reiðubúnir séu að kaupa hans vöru eða þjón- ustu. Hitt má svo vera, að oftrú á markaðskönnunum sé að verða jafnhættuleg og vantrú á henni áður. Það gildir nefnilega jafnt um markaðsmál og ódauðleika sálarinnar: menn finna það sem .þeir leita að. Og sjá ekki það sem þeir vilja ekki finna. Eins og fisk- eldismenn íslenskir, sem spurðu haffræðinga helst um það hvað hitinn gæti orðið hár í sjónum á sumrin, en höfðu engan áhuga á því hvað sá sami sjór gæti orðið kaldur á veturna... Markaðskönnun getur sýnt lík- ur á því, að tiltölulega margir menn væru tilbúnir til að bregð- ast jákvætt við einhverri tiltek- inni nýrri vöru eða þjónustu. En hún getur alls ekki kannað hve sterk tryggð þeirra sömu manna er við þá vöru og þá þjónustu sem þeir hafa notað til þessa. Þar stendur hnífurinn í vorri kú og út um sárið sprautast fjárfesting- arslysin miklu hjá Kókakóla og Davíð Scheving - svo dæmi af öðru sviði sé nefnt. Þyngdar- lögmálið Stundum finnst manni mark- aðskönnunarhjalið einstaklega langsótt og eins og afsökun fyrir því að byrja ekki á tiltölulega handhægri hvunndagsskynsemi. Klippari er auðvitað eins og hver annar asni í fjárfestingarmálum. En hann þóttist sjá það strax á vigsludegi Hótel Árkar í Hvera- gerði að það dæmi gæti alls ekki gengið upp - nema engum öðrum á gjörvöllu suðvesturhorninu dytti í hug að byggja hótel á næst- unni. En hann hugsaði líka um leið sem svo: Eigandinn hlýtur að treysta á það, að hótelið sé það miicil stærð í plássi eins og Hver- agerði, að menn teiji sig til- neydda til að halda því á floti þótt rigni eldi og brennisteini. Örkin mun finna sitt Ararat: sá sem skuldar nógu andskoti mikið mun aldrei sökkva í syndaflóði gjald- heimtunnar. Og viti menn. Þessi tilgáta var á sinn hátt staðfest í Morgun- blaðsgreininni um hótelmálin. Þar segir: „Sá orðrómur hefur verið á kreiki að tvísýnt sé um rekstur bæði Holiday Inn og Hótel Örk í núverandi mynd. Ljóst er að þessi hótel hverfa ekki, því að enginn tekur þau með sér burt. Þau verða því rekin áfram sem hótel.“ Þetta er blátt áfram dásamlegt. Þau verða rekin áfram sem hótel - hvort sem nokkur maður þarf á þeim að halda eða ekki - vegna þess að þau eru þarna. Það fer enginn burt með þau. Þyngdar- lögmálið sigrar markaðslögmál- in. Hvað hefði Friedman sagt? Ekki nóg með það. Morgun- blaðsgreinin felur í sér einskonar óbeint ráð til lausnar hótelmálum sem rétt er að komi fram hér: „Því hefur stundum verið hald- ið fram í hálfkæringi, að hótel þyrftu að byrja á því að fara þrisv- ar sinnum á hausinn. Þá væri búið að afskrifa það mikið af fjárm- agninu sem í þau hefði farið, að kominn væri rekstrargrundvöllur fyrir þau“. Satt best að segja er þetta ekk- ert hálfkæringstal, heldur römm alvara. Alvaran er ma. fólgin í því, að hótelin fara á hausinn og kannski slatti af smákörlum sem tóku þátt í að byggja þau, en aldrei eigendurnir sjálfir. Þeim dettur ekki önnur eins vitleysa í hug. Eða eins og segir í þjóðsög- unni: Ég er ekki ég og hrossið á einhver annar. ÁB. þlÓÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóöfrelsis’ og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Möröur Ámason, Óttar Proppé. Fréttastjóri: Lúðvík Geirsson. Blaöamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (íþr.), HjörleifurSveinbjörnsson, KristóferSvavarsson, Magnfríður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, LiljaGunnarsdóttir, ÓlafurGíslason, Ragnar Karlsson, Sigurður Á. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson (íþr.), Sævar Guðbjörnsson. Handrlta- og prófarkalestur: Elías Mar, Hildur Finnsdóttir. Ljósmyndarar: Einar Ólason, Sigurður Mar Halldórsson. Útlltstelknarar: GarðarSigvaldason, Margrét Magnúsdóttir. Framkvæmdastjórl: Hallur Páll Jónsson. Skrifstofustjórl: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Sigríður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: UnnurÁgústsdóttir, Olga Clausen, GuðmundaKrist- insdóttir. Slmavarsla: Hanna Ólafsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Bílstjóri: Jóna Sigurdórsdóttir. Útbreiðslu-ogafgreiðslu8tjóri: HörðurOddfríðarson. Utbrelðsla: G. Margrét Óskarsdóttir. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ólafurBjörnsson. Útkeyrsla, afgreiðsla, ritstjórn: Siðumúla 6, Reykjavík, sími 681333. Auglýsingar: Síðumúla 6, símar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaöaprent hf. 'Verð í lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65kr. Áskrlftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 23. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.