Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 5
VIÐHORF Ferðasaga hefst í sunnu- dagsblaði Þjóðviljans 21. febrúar þar sem segir af ferð blaða- manns á því ágæta blaði til aðal- stöðva Nató í Brússel í boði Bandaríkjamanna. Sú grein er gerð fyrir því að boðið var þegið af ritstjórn Þjóðviljans hefði þann skilning „að til þess að hægt sé að mynda sér skoðun á jafn brennandi máli og öryggismálum þjóðarinnar þurfi að afla þekking- ar á innviðum NATO og þeirri starfsemi sem þar fer fram... Þá þótti ekki síður ástæða til að rjúfa þá leynd og feimni, sem jafnan hefur fylgt boðsferðum af þessu tagi." Vonandi á ekki að skilja það svo að ritstjórn Þjóðviljans hafi ekki skoðun á öryggishagsmun- um þjóðarinnar og að boðsferðin sé liður í upplýsingaöflun þar á bæ svo síðar sé unnt að móta skoðun á málinu af ískaldri rök- vísi og á hlutlausan hátt. Ef starfsmenn á blaðinu velkjast eitthvað í vafa væri ráð að athuga stefnuskrá Alþýðubandalagsins og landsfundarsamþykktir en þar virðist nú gert ráð fyrir því að svokölluðum öryggishagsmunum landsmanna sé best borgið utan Nató. Það er út af fyrir sig af hinu góða að afla sér þekkingar á innviðum Nató en það er ekki þar Man nú enginn Fáein orð um boð tU Briissel Jón Torfason skrifar „Vonandi á ekki að skilja þetta svo að ritstjórn Þjóðviljans hafi ekki skoðun á öryggishagsmunum þjóðarinnar og að boðsferðin sé liður í upplýsingaöflun þar á bœ svo síðar sé unnt að móta skoðun á málinu afískaldri rökvísi og á hlutlausan hátt“ með sagt að það sé auðveldast í úlfabælinu miðju. Ekki virðist margt bitastætt hafa komið fram samkvæmt frásögn blaðamanns- ins og raunar mun sanni nær að svona löguð boð séu fremur til að skapa „good will“ en veita stað- góðar upplýsingar. Það eru ekki miklar fréttir að þeir Natómenn hafi yfir mikilvirkum hernaðar- tólum að ráða sem séu hin öflu- gasta vörn við vánni af framsókn Rússa. Slík og þvílík skrif höfum við séð ótal sinnum í Morgun- blaðinu og væri fyrirhafnarminna að biðja Björn Bjarnason að skrifa nokkra slíka pistla í Þjóð- viljann en senda mann landa á milli í þess háttar erindagerðum. Undarlegt væri ef Natóingar segðu frá einhverjum leynilegum áætlunum á blaðamannafundum. Það er aldrei gert, enda mundi slíkt athæfi kippa grundvellinum undan starfsemi njósnara um heim allan. Raunar er það nú svo að bestu upplýsingar um Nató og eðli þess munu auðfengnari utan bandalagsins en innan, t.d. hjá alþjóðlegum friðarrannsóknar- stöðvum og óháðum hernaðar- sérfræðingum. Það hefði vissu- lega verið sársaukaminna að afla upplýsinga um starfsemi Nató með öðrum hætti en þiggja boðið í Brussel. Og þá er komið að gestgjafan- um, Bandaríkjunum. Það er kannski von að farið sé að fyrnast yfir sum illvirkin sem framin hafa verið í nafni þeirra: Kúba um aldamótin, Nikaragúa 1939, Gu- atamala 1954, Dóminikanska lýðveldið 1963 en enn er Víet- Nam stríðið ofarlega í minni, valdaránið í Chile 1973, stuðn- inginn við Suður-Afríkustjórn og ísraela, tundurduflalagnir við hafnir Nikaragua og loftárásirnar á Lýbíu, og man nú enginn Gren- ada? Nei, slóð Bandaríkjastjórn- ar er blóði drifin. Menn verða að átta sig á því að það er sama hern- aðarapparatið sem kúgar þjóðir þriðja heimsins í „bakgarði Bandaríkjanna", hefur hreiðrað um sig á Miðnesheiðinni og stjórnar „vörnum“ Evrópu í Brussel. Það er vissulega lítt sæmandi fréttamönnum á vegum ríkisútvarpsins að þiggja peninga úr lófa Bandaríkjamanna en það er nú einu sinni íhaldsstjorn við völd hér og útvarpið í fjársvelti. En er Þjóðviljinn orðinn svo hall- ur fjárhagslega og málefnalega að hann sendi menn í boðsferð á kostnað herveldisins í vestri, „málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar“? Jón Torfason er kennari og hefur m.a. starfað að útgáfumálum. Hann er kunnur fyrlr skrlf sín um skák og starf með herstöðvaand- stæðlngum. Slappleiki eða nýjar leiðir Núna standa yfir samningar um kaup og kjör. Þessir samning- ar stranda nú á því að vinnu- veitendur vilja ekki hækka kaupið og alls ekki greiða lágmarkslaun sem hægt er að lifa af. Enda fara hinir hæversku verkalýðsforingj- ar ekki fram á slík ósköp. Samn- ingsaðilarnir sá engin ný úrræði og launamisréttið mun blómstra áfram. Fastir liðir eins og venju- lega. Verndun illa rekinna fyrirtækja Ástæða þessarar tregðu vinnu- veitenda og verkalýðsforingja til að semja sín í milli um mannsæmandi laun er sú trú að slíkt myndi ríða fyrirtækjunum að fullu eða að verðbólgan fari á fulla ferð. Sannleikurinn er hins vegar sá að mörg vel rekin fyrir- tæki greiða nú þegar miklu hærri laun en samningar segja til um og sem hægt er að lifa af fyrir átta stunda vinnudag. Þessi fyrirtæki hafa ekki hærra verðlag á vöru sinni eða þjónustu en önnur þrátt fyrir svona miklar yfirborganir. Þau eru einfaldlega betur rekin. Samningarnir milli vinnu- veitenda og verkalýðsforingja eru því eingöngu gerðir til þess að vernda illa rekin fyrirtæki. Þeir vinnuveitendur sem geta ekki greitt mannsæmandi laun án þess að fara á hausinn eða hækka sitt verðlag ættu því að fá sér eitthvað annað að sýsla við. Mannsæmandi laun Við í Flokki mannsins höfum sett fram skýra tillögu um lög- bundin lágmarkslaun sem taki mið af framfærsluvísitölu og nægi til framfæris fyrir 40 stunda vinn- uviku. Við höfum jafnframt lagt til að fyrirtækjum sem ekki geta greitt svo há laun verði breytt í samvinnufélög launþega og starfsfólkinu þannig gefinn kost- ur á því að reka fyrirtækið sjálfir. Ríkið myndi styðja við hin nýju fyrirtæki fyrstu árin með skatta- Áshildur Jónsdóttir skrifar „íslenskt atvinnulífer slappt ogfrœgt fyrir lélegaframleiðni áflestum sviðum. Það einkennist afheimilislegri samsuðu afeinkarekstrifyrir almenningsfé og ríkisforsjá. “ ívilnunum og á annan hátt fjár- hagslega. Þannig yrði komist hjá gífurlegum tilkostnaði sem myndi skapast vegna atvinnu- leysisbóta og félagslegra vanda- mála. Samvinnufélög launþega Samvinnufélög launþega hafa verið sett á fót víða um heim með góðum árangri. Þessi atvinnufyr- irtæki eru í eigu allra starfsmanna að jöfnum hluta og er stjórnað á lýðræðislegan hátt, einn maður eitt atkvæði. Ágóða og tapi er dreift jafnt niður eftir ákvörðun starfsmannanna sjálfra í stjórn fyrirtækisins. Dellukenningar Margar dellukenningar eru uppi um þessi samvinnufélög bæði meðal svokallaðra „sósíal- ista“ og einnig „kapitalista“. Ein kenningin er sú að þessi fyrirtæki muni alltaf skorta fjármagn. önnur að venjulegt verkafólk g'pti aldrei keppt við hina „snjöllu" kapitalista og vinnu- veitendur. Einnig hefur verið sagt að fólk geti aldrei komið sér saman um hlutina. Þessar dellukenningar eru hluti af því forstokkaða kerfi sem við búum við og rís hæst í slöppum ríkisbú- skap kommúnismans og arðráni fjölþjóðafyrirtækja. Þessum dell- ukenningum er einnig ætlað að viðhalda gamaldags hugmyndum um gildi „einstaklingsframtaks“ og svokallaðrar „frjálshyggju". Þessi tilbrigði byggja á hug- myndafræði 19. aldar. Mondragon fyrirtækin Langbesta dæmið um árangur af samvinnufélögum launþega er að finna í Baskahéruðum Spánar. Þetta eru hin svokölluðu Mond- ragon fyrirtæki sem famleiða allt frá fóðurvörum til tölvustýrðra vélmenna og hafa gert Baskahér- aðið að einu þróaðasta iðnaðar- svæði á Spáni. Þessi framleiðslu- samvinnufélög telja m.a. yfir 80 verksmiðjur sem byggst hafa upp á síðustu 25 árum og ráða til sín rúmlega 17000 starfsmenn. Dellukenningar afsannaðar Árangur Mondragon fyrir- tækjanna hefur afsannað allar fyrri dellukenningar um þetta rekstarform. Fyrir nokkrum árum var gerð ítarleg athugun á árangri þessara fyrirtækja að til- hlutan hins virta hagfræðiháskóla London School of Economics. í þessari athugun kom fram að framleiðni verkafólksins í Mond- ragon verksmiðjunum er meiri en í best reknu einkafyrirtækjum Spánar. Einnig kom fram að nýt- ing vinnuafls, fjármagns og tæknibúnaðar var betri svo og helmingi meiri hagnaður af seldri framleiðslu Mondragon fyrir- tækjanna, en gerðist hjá sambærilegum einkafyrirtækj- um. Að dómi doktor Keith Bradley við London School of Economics voru átæður þessa framúrskar- andi árangurs rekstrarformið sjálft svo og sú óvenjulega sam- staða sem myndaðist með stjórn- endum og starfsmönnum verk- smiðjanna. Rekstarformið tryggði réttláta skiptingu og skapaði áhuga og ábyrgð hjá starfsfólkinu. Þessi sérstaða hef- ur m.a. þýtt að verkstjórar, gæð- aeftirlitsmenn og fjölmargir aðrir millistjórnendur sem einkarek- sturinn þarf að burðast með eru nær óþarfir og þannig sparast ómældur kostnaður og samkepp- nishæfni hefur aukist. Þetta er mögulegt vegna þess að starfs- fólkið sér sjálft um eftirlit og góð afköst því það er í vinnu hjá sjálfu sér. Slappleiki ís- lensks atvinnulífs íslenskt atvinnulíf er slappt og frægt fyrir lélega framleiðni á flestum sviðum. Það einkennist af heimilislegri samsuðu af einka- rekstri fyrir almenningsfé og ríkisforsjá. Um eiginlegan sam- vinnurekstur er varla að ræða því forystumenn samvinnuhreyfing- arinnar sem nú dreymir helst um að gera hana að stóru hlutafélagi, hafa gert hana að forstjóraveldi sem lítið á skylt við samvinnu- hugsjónina. Afleiðingu þessarar samsuðu má sjá á þjóðfélags- ástandinu. Við höfum erft það versta frá báðum kerfum - slapp- leika ríkisforsjárinnar og ójöfnuð kapitalismans. Úr þessum jarð- vegi koma úrræðalausir samn- ingsaðilar og siðlausir samningar ár eftir ár. Stjornmálaflokkarnir eru álíka staðnaðar málpípur þessa kerfis. Flokkur mannsins - nýjar leiðir Flokkur mannsins er eina framtíðaraflið sem er algjörlega laus við hina afdönkuðu hug- myndafræði 19. aldar. Þetta er eini flokkurinn sem hefur mögu- leika til þess að beina launþegum inn á nýjar og ferskar brautir, þar sem þeir sjálfir ábyrgjast mannsæmandi kjör og öflugt at- vinnulíf. Fellum siðlausa samninga Tökum ekki við skammar- legum samningum frá óhæfum samningsaðilum. Fellum alla samninga sem ekki bjóða upp á laun sem hægt er að lifa af og krefjumst þjóðfélags sem stendur undir þeim sjálfsögðu mannrétt- indum. Áshildur Jónsdóttlr er skrlfstofu- maður. Hún sltur I landsráðl Flokks mannsins og skipaði 2. sætlð á llsta flokksins I Reykjavík við alþinglskosningarnar 1987, Þriðjudagur 23. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.