Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 11
ERLENDÁR FRETTIR ■ ÖRFRÉTTIRi Tveir Palestínumenn voru skotnir til bana á vestur- bakka Jórdanár í fyrradag. í Deir Ammar flóttamannabúðunum, steinsnar frá bænum Ramallah, var hinn 24ra ára gamli Kamal Mohammed Fares skotinn í brjóstið og lést hann samstundis. Aldrei þessu vant voru ísraelskir dátar ekki að verki að þessu sinni því vitni staðhæfa að ísraelskur „landnemi" hafi myrt Fares. Mun hann hafa ekið inní búðirnar gagngert í því augnamiði að skjóta Palestínumann. I borginni Nablus var Ramez Abu Amara, 19 ára að aldri, skotinn af her- mönnum sem báru því við að hann hefði reynt að aka á sig. Alls hefurnú61 Palestínumaðurfallið frá því uppreisnin hófst á her- teknu svæðunum þann 9. des- ember síðastliðinn. Flotamálaráðherra Bandaríkjanna, James sá Webb er fyrir skemmstu sótti oss mör- landa heim, sagði af sér embætti í í gær og það ífússi. Kvaðst hann vera alls ósáttur við húsbónda sinn, Frank Carlucci varnarmál- aráðhera, sem hefði fallist á að skera hernaðarútgjöld ríkisins niður um 32,5 miljarða dala mið- að við fjárhagsáætlun Pentag- ons. Samkvæmt þessu verður 16 bandarískum freigátum ráðið til hlunns en það þýðir að það er borin von að bandaríski flotinn eignist sitt 600. herfley fyrir árs- lok 1989. Það hafði hinsvegar lengi verið óskadraumur Webbs og Reagans forseta. Því er það síst að furða þótt fokið hafi í Webb! Moskva Mjór er mikils vísir Shultz greindifrá viðrœðum sínum við sovéska ráðamenn á fréttamannafundi íMoskvu ígœr Leiðtogar Sovétríkjanna og Bandaríkjanna munu leggja sig í líma við frágang samkomu- lags um tryggingar gegn því að aðilar hafí rangt við semjist um „strategísk" kjarnvopn. Munu þeir láta sérfræðinga sína leggia nótt við dag svo eftir- litssamningur af þessu tagi verði tilbúinn til undirritunar á fundi Reagans og Gorbatsjovs í Moskvu Þessar upplýsingar veitti utan- ríkisráðherra Bandaríkjanna, George Shultz, á fundi með fréttamönnum í Moskvu í gær. Hann var þá nýstaðinn upp frá fundi með Kremlverjum sem enst hafði í tvo daga. Sagði hann fund- inn hafa verið mjög nytsamlegan og leitt til þess að „hægt er að hefja markvissar viðræður um lokafrágang samnings um helm- ingsfækkun „strategísku“ vopn- anna áður en Moskvufundur leiðtogann hefst.“ Ráðherrann kvað ekki of- sögum sagt af mikilvægi þess að hefja þegar í stað viðræður um gagnkvæmt eftirlit aðila með framkvæmd „strategísks“ samn- ings. Mönnum hefði þótt ærið erfitt að ganga frá þessu atriði í samningnum um meðaldrægu kjarnflaugarnar sem Reagan og Gorbatsjov undirrituðu í Was- hington fyrir skemmstu. En lengi gæti vont versnað; „strategíska“ eftirlitið væri mun þyngra í vöfum. En hvaða vopn eru það sem bera þennan erlenda lýsingar- bastarð „strategískur." Þetta munu vera langfleygar sprengju- þotur og flugvélar með öflug kjarnvopn um borð og langdræg- ar kjarnflaugar sem ýmist er skotið frá eldflaugapöllum á landi eða úr kafbátum. Þær geta svifið 5,500 kílómetra eða lengri vegalengd. En Shultz varaði menn við of mikilli bjartsýni og gat þess enn og aftur að risaveldin greindi á um stjörnustríðsáætlun hús- bóndahansíHvítahúsinu. Þaðer kunnara en frá þurfi að segja að ágreiningurinn um það umdeilda „stórvirki" hefur fram að þessu komið í veg fyrir alla samninga- gerð um stórbombur. Hvað „Afghanistanmálið" áhrærði greindi Shultz ekki frá neinum niðurstöðum viðræðna er tíðindum þættu sæta. Hann bætti því hinsvegar við að þetta mál væri ofarlega á baugi og að hann „velktist ekki í minnsta vafa um að Sovétmenn væru staðráðnir í að yfirgefa Afghanistan hið fyrsta." Ráðherrann skýrði frétta- mönnunum ennfremur frá því að sérstakar viðræður fulltrúa risa- veldanna um mannréttindamál myndu hefjast innan skamms. Yrðu haldnir fjórir fundir sem Úr handraða minninganna Gromyko hryggbraut Mao Andrei Gromyko, forseti Sovétríkjanna og utanríkisráðherra þeirra um áratuga skeið, hefur skráð endurminningar sínar l Andrei Gromyko í tullum skrúða. Var í framlínu sovéskra utanríkismála í tæp fimmtíu ár, þar af ráöherra í 28. nnan skamms verða endur- minningar forseta Sovétríkj- anna og fyrrum utanríkisráð- herra, Andreis Gromykos, fáan- legar í bókaverslunum eystra. Einhverra hluta vegna hafa er- indrekar bandaríska stórblaðsins New York Times í Moskvu komið höndum yfir eintak og því fengu lesendur þess að skyggnast lítil- lega í minningabálkinn í gær. Gromyko var sem kunnugt er utanríkisráðherra Sovétríkjanna frá 1957-1985. Hann greinir frá skiptum sínum við stjórnmálafor- ingja á Vesturlöndum og heimaslóðum en mesta eftirtekt mun án efa vekja frásögn hans af samvinnu sinni og deilum við kín- verska valdhafa, einkum Mao Tse Tung, skömmu eftir að hann tók við embætti. New York Times staðhæfir að Gromyko staðhæfi að árið 1958 hafi Mao haft áætlun í höndunum Austurríki Þolinmæðin þrotin Austurrískir sósíalistar, undir forystu Franz Vranitskys kanslara og Freds Sinowatz flokksformanns, gáfu út yfirlýs- ingu um mál Kurts Waldheims forseta síns sem þykir nánast jafngilda því að þeir krefjist af- sagnar hans. I henni er skorað á íhaldssama samstarfsmenn sósíalista í ríkis- stjórn að hefja þegar í stað við- ræður við sig um „að hefja nýtt skeið“ hvað forsetaembættið varðaði. Við svo búið mætti ekki standa, Waldheimsmálið hefði afskaplega slæm áhrif fyrir Austurríki, jafnt innanlands sem utan. Það þarf ekki að taka það fram að yfirlýsing þessi er stór- áfall fyrir forsetann sem ítrekað hefur sagst ætla að lafa í embætti, hvað sem hver segði. Reuter/-ks. Shultz og Gorbatsjov í Moskvu. Næst samkomulag um helmingsfækkun „strat- egískra" kjarnvopna fyrir leiðtogafundinn í Moskvu? eingöngu yrðu helgaðir þeim. Mun Shultz hafa hitt Andrei Sak- harov að máli og bar það helst til tíðinda á fundi þeirra að sovéski kjarneðlisfræðingurinn og friðar- verðlaunahafinn hvatti banda- ríska ráðamenn til þess að rasa ekki um ráð fram í stjörnustríðs- áformum sínum. Að lokum kvað Shultz gerskan kollega sinn, Eduard Shevardna- dze, væntanlegan til Washington þar sem hann myndi eiga orða- stað við ráðamenn dagana 22,- 23. mars. Reuter/-ks. sem var í því fólgin að „Iokka bandarískar hersveitir inná meginland Kína og granda þeim síðan með sovéskum kjarn- sprengjum.“ Gromyko segir Mao hafa lagt hart að Kremlverjum að ljá þess- um fyrirætlunum fulltingi sitt og hefði hann farið í leyniför til Pek- ing í ágústmánuði 1958 til þess eins að hryggbrjóta hinn herskáa Mao Tse Tung. Stórblaðið bandaríska kveður sig hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að þessi fundur Gromyk- os og Maos hafi verið sá sami og sovéskir sagnfræðingar hafa oft gert að umtalsefni sökum kald- rifjaðra röksemda kínverska leiðtogans. Á hann að hafa gert því skóna að Kínverjar yrðu ekki aldauða þótt kjarnorkustyrjöld brytist út. Jafnvel þótt 300 milj- ónir stiknuðu í vítiseldum kæm- ust nógu margir lífs af til þess að heyja styrjöld með „hefðbundn- um“ vígtólum. Fullyrðingar þess- ar eru með slíkum ódæmum að annað tveggja eru sovéskir sagn- fræðingar, eða heimildamenn þeirra, hraðlygin hjörð eða að Mao hefur verið orðinn kolgeð- veikur öllu fyrr en Deng og kó hafa viljað vera láta. Á þessum tíma versnuðu sam- skipti Sovétríkjanna og Kína dag frá degi og árið 1959 ákváðu Krú- sjov og félagar í eitt skipti fyrir öll að ráðamennj Peking fengju ekki kjarnsprengjur. Ástæðuna kveð- ur Gromyko hafa verið „óábyrga hegðan og viðhorf Maos.“ Reuter/-ks. * AÐALFUNDUR Hf. Eimskipafélags íslands verður haldinn í Súlnasal Hótel Sögu fimmtudaginn 24. mars 1988, og hefst kl. 14.00. ------- DAGSKRÁ ---- 1. Aðalfundarstörf samkvæmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhluta- bréfa. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 17. mars. Reykjavík, 20. febrúar 1988 STJÓRNIN ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15 Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Halldórs Kr. Kristjánssonar Kársnesbraut 74, Kópavogi Inga Gísladóttir börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.