Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 15
Sífellt fleiri íbúðaeigendur á isafirði og víðar á Vestfjörðum íhuga nú að skipta aftur yfir í olíukyndingu. ísafjörður Geir Guðbrandsson: Mun ódýrara að kynda með olíu. Skiptiyfir eftir geðþótta. Margir sakna gömlu olíugrœjanna að er mín lukka að hafa ekki hent olíukyndingartækjunum mínum því í dag hita ég fbúðina mfna með olíu og það hef ég gert í hvert skipti sem mér hefur ofboð- ið reikningurinn frá Orkubúi Vestfjarða. Olíukyndingin er allt að helmingi ódýrari en fjarvarm- aveitan og munar um minna í dýrtíðinni, sagði Geir Gu3h- randsson, pípulagningameistari á ísafirði, við Þjóðviljann. Að undanförnu hafa nokkir einstaklingar og fyrirtæki á fsa- firði og í Bolungarvík skipt yfir í olíukyndingu í stað fjarvarma- veitu. Þar munar mest um hve olían er mun ódýrari en fjar- varmaveitan. Það er ekki qal- gengt að hitareikningurinn sé frá 7 þúsund og allt upp í 15 þúsund krónur á mánuði, en það fer mikið eftir því hve mikið er kynt og eftir íbúða- og húsastærð við- komandi. En margir notendur fjarvarmaveitunnar kvarta mikið undan háum reiknirigum og undrar það víst engan. Að sögn Geirs Guðbrands- sonar naga margir ísfirðingar sig í handarbökin yfir að hafa hent olíukyndingatækjunum á sínum tíma, því það kostar sitt að kaupa tækin á nýjan leik. „Maður er einna hræddastur við það að Orkubúið skrúfi í sundur inntakið hjá mér svo að ég geti ekki skipt yfir eftir eigin geð- þótta,“ sagði Geir Guðbrands- son. Lögreglan Tveimur vikið úr starfi Lögreglustjórinn í Reykjavík, Böðvar Bragason, hefur vikið tveimur lögreglumönnum frá meðan rannsókn fer fram á störfum þeirra. Mennirnir, sem eru feðgar, hafa verið kærðir til rannsóknar- lögreglunnar fyrir lík- amsmeiðingar en ungur piltur sem þeir tóku fastan tvíbrotnaði á handlegg meðan hann var í vörslu þeirra. Ástæða handtökunnar þykir undarleg og hefur lögregl- ustjórinn hafið sérstaka rann- sókn á þætti annarra sem voru á vakt á lögreglustöðinni þegar umrætt atvik átti sér stað. Hafnarfjörður 360 miljónir í framkvæmdir Heildartekjur bæjarsjóðs Hafnarfjarðar á þessu ári eru áætlaðar um 1200 miljónir. Þar af munu um 30% eða 360 miljónir fara til verklegra framkvæmda samkvæmt fjárhagsáætlun bæj- arins sem nýlega var samþykkt. - Ég er ánægður með þessa áætlun. Við ætlum að halda áfram því uppbyggingarstarfi sem við hófum þegar A- flokkarnir tóku hér við völdum eftir síðustu kosningar, sagði Magnús Jón Árnason, bæjarfull- trúi Alþýðubandalagsins og for- maður bæjarráðs, í samtali við Þjóðviljann í gær. Stærstu framlög til einstakra verkefna eru til skólabygginga 45 miljónir, en byggja á nýjan barnaskóla í Setbergshverfi og stækka Engidalsskóla. _j„_ Gróðurvernd Ætti að vera undir einni stofnun Umræður þær um gróður- vernd, sem fram hafa farið að Fatlaðir Margþætt námskeið Allt frá haustinu 1984 hafa fé- lögin Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra, Styrktarfé- lag vangefinna og Sjálfsbjörg (Landssamband fatlaðra) staðið fyrir námskeiðahaldi fyrir for- eldra og aðstandendur fatlaðra barna. Komst þetta samstarf á fyrir tilstilli Sjálfsbjargar. Fyrsta námskeiðið var haldið í Ölfusborgum í nóv. 1984. Síðan hafa verið haldin 15 grunnnám- skeið, flest í Reykjavík en einnig víða út um land. Alls hafa 250 foreldrar tekið þátt í þessum námskeiðum. Úr varð svo að þróa þessi nám- skeið áfram og sérstökum vinnu- hópi falið að gera tillögur um það. Gerði hann tillögur um fjögur námskeið. 1. Grunnnám- skeið. 2. Námskeið fyrir foreldra barna á forskólaaldri. 3. Nám- skeið fyrir foreldra unglinga. 4. Fullorðinsárin. Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins hefur nú tekið að sér grunnnámskeiðin, og munu þau hefjast nú í mars. Tvö námskeið hafa nú þegar verið haldin og þessi eru fram- undan: Foreldrar - fyrstu skóla- árin. Verða þau 19.-20. mars og 23.-24. apríl og Unglingahópur, 16.-17. apríl og 7.-8. maí. - mhg. undanförnu, eru á ýmsan hátt ákaflega öfgakenndar, segir Há- kon Sigurgrímsson, fram- kvæmdastjóri Stéttarsambands bænda. Menn klifa sýknt og heilagt á því að bændur séu hinir verstu landníðingar og það jafnvel svo, að fái þeir að fara sínu fram, líði ekki á löngu þar til þeir hafi eytt öllum gróðri á þessu landi. Auðvitað eru slík ummæli hvort- tveggja í senn illgirnisleg og heimskuleg því engir eiga meira komið undir gróðurvernd en ein- mitt bændur. Þó að finna megi einn og einn bónda, sem lætur sér fátt um finnast um gróðurvernd, þá er fráleitt með öllu að dæma heila stétt eftir undantekningun- um. Víða hafa bændur lagt fé og vinnu í uppgræðslu á afréttar- löndum. Ýmsir þeirra hafa boðið fram hluta af jörðum sínum til skógræktar. Þar stendur á ríkis- valdinu en ekki bændum. Menn ættu að kynna sér þær samþykktir Búnaðarþings og aðalfunda Stéttarsambands bænda, sem lúta að þessum málum. Hérlendis eru það fjórir aðilar, sem hafa með þessi mál að gera, sagði Hákon. Það eru Búnað- arfélag íslands, landbúnaðar- ráðuneytið, Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræð- slan. Það dugar ekki að þessar stofnanir tali hver úr sínu horni. Þessi mál þyrfti að sameina undir einni stofnun og hún mætti gjarna vera austur í Gunnarsholti, sagði Hákon Sigurgrímsson. - mhg ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 19 þlÓÐVIUINN 0 68 13 33 Tíminn 0 68 18 66 0 68 63 00 Blaðburður er BESTA TRIMMIÐ og borgar sig BLAÐBERAR ÓSKAST Víðs vegar um borgina Hafðu samband við okkur þlÓÐVILIINN Síðumúla 6 0 6813 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.