Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 1
Handbolti Þriðjudagur 23. febrúar 1988 ÞJÓÐViLJINN - SÍÐA 9 Lánið lék við Rússana í gær- kveldi þegar þeir unnu Víkinga í hörkuleik í höllinni. Boltinn fór oft í stöng eða slá þegar íslend- ingarnir reyndu að koma honum í markið. Rússarnir voru ekki með sitt sterkasta lið, meðal annars vantaði Vasilev, sem með bestu leikmönnum heims, en líklegt er þó að hann spili með í seinni leik liðanna í Moskvu. Árni Friðleifsson byrjaði að skora þegar aðeins 20 sekúndur voru liðnar af leiknum. Rússarnir jöfnuðu strax en Hilmar sá um að koma Víkingum yfir aftur 2-1. Þá gerðu Rússarnir 3 mörk í röð, Kristján Sigmundsson varði úr hraðaupphlaupi og Guðmundur Guðmundsson skaut í stöngina úr góðu færi, 2-4. Síðan var leikur- inn frekar jafn, liðin skiptust á að skora og Víkingarnir áttu stang- arskot úr hraðaupphlaupi, bolt- inn hrökk út en þá var skotið í slána. Á 26. mínútu gerði Guð- mundur síðan tvö mörk í röð sem nægði til að jafna, 10-10, og Árni tók enn eitt af sínum fallegu lang- skotum, sem kom Vfkingum yfir 11-10. Á síðustu sekúndu hálf- leiksins fiskaði Guðmundur síð- an víti en Sigurður Gunnarsson skaut boltanum í stöngina og útaf. Síðari hálfleikur byrjaði frekar rólega og Víkingur komst í tveggja marka forskot 13-11. En á 6. mínútu kom vendipunktur- inn í leiknum. Rússarnir gerðu 5 mörk í röð og komust í 13-16 á meðan Víkingar skutu enn í stöngina og dæmdur var ruðning- ur á Sigurð Gunnarsson, sem var ansi tæpur dómur. Víkingarnir gáfust þó ekki upp og létu gestina ekki stinga sig af. A 19. mínútu gerðu Rússarnir þó tvö mörk sem kom þeim í 15-19, en Siggeir Magnússon og Bjarki Sigurðsson Laugardalhöll 21. febrúar Víkingu-ZSKA Moskva 19-24 (11-10) Mörk Vfkings: Árni Friðleifsson 5, Bjarki Sigurðsson 4, Guðmundur Guð- mundsson 3, Sigurður Gunnarsson 3 (1 v), Siggeir Magnússon 2 og Hilmar Sigurgíslasson 1. Varin skot: Kristján Sigmundsson 14., Útaf: Einar Jóhannesson, Sigurður Gunnarsson og Sigurður Ragnarsson 2 mínutur hver. Spjöld: Hilmar Sigurgíslasson gult. Mörk Moskva: Igor Zubjúk 6, Júríj Zhitnikov 5 (2v), Vladimír Manuilenko 4, Alexander Rymanov 4, Vadim Múrzakov 3, Igor Kashkan 1 og Igor Sazankov 1. Varin skot: Pavel Sukosjan 13. Útaf: Zhitnoikov 2 mln, Sazankov 2 mín og Alexander Sokol 4 mín og rautt spjald Spjöld: Rymanov og Múrzakov gult en Sokol rautt. Dómarar: Per Elbrönd og Vilhelm G. Jensen voru góðir. -ste Rymanov hinn rússneski fiskar boltann úr hendi Karls Þráinssonar. Mynd - E. Ol. gerðu þá sitt markið hvor, 17-19. Pá var einn Rússinn, Alexander Sokol, rekinn af velli með rautt spjald eftir brotog kjafthátt. Vík- ingar náðu ekki að nýta sér þessa brotvikningu að ráði en mótherj- arnir tóku upp á því að hnoðast og þvæla til að tefja tíman og tókst það bærilega. Víkingarnir fóru líka að þreytast og kraftur- inn, sem einkenndi þá í byrjun ieiksins, smáfjaraði út. Á 27. mínútu þegar staðan var 18-20 gerðu svo Rússarnir 3 mörk í röð á mjög skömmum tíma, 18-23. Þar með var vonin um jafntefli eða sigur úti. Árni náði þó að skora úr langskoti en þegar leiktíminn var úti áttu Rússarnir aukakast og skoruðu úr því og 5 marka sigur var staðreynd 19-24. Víkingarnir voru ágætir í leiknum en í lok leiksins var út- haldið búið eftir að þeir höfðu verið ívið frískari en mótherjarn- ir allan leikinn. Rússarnir virk- uðu mjög þungir en léku af krafti allan tímann. Það vakti athygli að Víkingarnir gerðu 8 af sínum mörkum með langskotum á með- an hinir gerðu aðeins 4 en línu- menn Rússanna voru duglegir viö að fá línusendingar og horna- mennirnir voru skæðir þótt Vas- Arni Indri&asson þjálfari Víkings: „Þetta lamaðist alveg í restina. Rússarnir létu ekki boltann nema í dauðafærum og gerðu þá yfirleitt mörk. Við nýttum ekki færin sem skyldi og þá er ekki hægt að vinna ef ekki eru skoruð mörk. Það verður tæpt að vinna þetta úti með 5 mörk í mínus.“ elev vantaði. Kristján varði vel í markinu þó hann hafi verið betri áður. Hann tók nokkur af sínum frægu úthlaupum og náði að stöðva Rússana nokkrum sinn- um. Einar og Hilmar voru harðir eins og venjulega í vörninni þó þeir hafi farið merkilega lítið útaf. Siggeir kom inná í síöari hálfleik og tók ágætis rispur. Karl var ágætur og Guðmundur einnig þó hann væri tekinn föstum tökum. Sigurðurstjórnaði spilinu og var mjög góður, Bjarki átti Árni Fri&leifsson Víkingi: „Þeir voru of sterkir. Við mis- stum af þeim í lokin enda gekk okkur mjög illa þá. Það verður erfitt í Moskvu en ég held að það sé enn smá von.“ allgóðan leik og gaf ekkert eftir í horninu og Árni gerði 5 glæsileg mörk úr langskotum. Áhorfend- ur voru mjög margir þó ekki hafi næðist að fylla höllina alveg. Dómararnir voru frá Danmörku þeir Per Elbrönd og Vilhelm G. Jensen og dæmdu nokkuð vel. Vjatsjeslav Kolotov þjálf- ari og framkvæmdastjóri ZSKA Moskva: „Ég bjóst ekki við að sigra svona mikið. Við höfðum heyrt um landslið í handknattleik og vissum að við máttum ekki van- meta liðið. Við vorum að vísu ekki með okkar sterkasta lið en ég var sæmilega ánægður með það. Ég vil ekki spá um úrslitin í Mos- kvu en allt getur gerst." Sterkir Rússar lánlausir Víkingar ZSKA Moskva vann Víking með 5 marka mun. Víkingarnir vœgast sagt óheppnir Umsjón: Ingibjörg Hinriksdóttir/Stefán Stefánsson

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.