Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR Karfa Haukar heppnir Grindavíkurliðið unga nœrriþvíbúið að vinna Haukana Haukar náðu að vinna nauman sigur á UMFG í íþróttahúsinu við Strandgötu á laugardaginn. Grindvíkingarnir börðust vel og voru yfir í leikhléi 44-40. Þegar leið á síðari hálfleik fór leik- reynslan að koma í ljós og Haukar sigu jafnt og þétt framúr. Á Iokamínútum leiksins náðu Grindvíkingar að minnka mun- inn niður í eitt stig og fengu í þokkabót vítaskot á síðustu sek- úndunum, sem þeim tókst ekki að skora úr. Lið Grindvíkinga kemur stöðugt á óvart. Það er líklegt að þeir láti enn meira að sér kveða í framtíðinni en þurfa sem fyrst að fá meiri leikreynslu. Strandgatan 20. febrúar Haukar-UMFG 84-83 (40-44) Stig Hauka: Henning Henningsson 26, Pálmar Sigurðsson 20, Ivar Ás- grímsson 13, Tryggvi Jónsson 10, Olafur Rafnsson 8, Ingimar Jónsson 4, Sveinn Steinsson 3. Stig UMFG: Guömundur Bragason 19, Jón Páll Helgason 18, RúnarÁrna- son 12, Hjálmar Hallgrímsson 11, Eyj- ólfur Guölaugsson 9, Stefán Helgason 6, Dagbjartur Villardsson 5, Sveinbjörn Sigurðsson 2, Guðlaugur Jónsson 1. Dómarar: Jóhann Dagur Björnsson og Kristinn Albertsson voru sæmilegir. Úrslit í l.deild karla ÚlA-Léttir 78-47 Borðtennis Vörn Stjörnunnar náði mjög vel saman og hér ná ná þeir að stöðva Héðin eins og svo oft í leiknum. Mynd E.ÓI Tiúin flylur fjöll Leikmenn Stjörnunnar vantaði ekkert nema trúna á sjálfa sig og trúna á að geta unnið FH. Því þegar 3 mínútur voru eftir af leiknum var Stjarnan 3 mörkuin yfir en með dyggum stuðningi áhorfenda náðu FH-ingar að jafna 22-22. Það var ekki mikið sem gladdi augað í fyrri hálfleik enda stutt síðan FH-ingar höfðu unnið Stjörnuna með 11 marka mun í bikarnum. FH-ingar voru mun sprækari í fyrri hálfleik og leit á tímabili út fyrir að leikurinn væri nánast formsatriði, svo öruggir voru FH-ingarnir. Um miðjan fyrri hálfleikinn tóku Stjörnu- menn sig saman í andlitinu og náðu að minnka muninn í eitt mark. FH-ingarnir lágu ekki lengi í dvala og undir lok fyrri hálfleiksins tóku þeir smá fjör- k ipp og komust fjórum mörkum yfir. Síðari hálfleikurinn var mun líflegri og voru Stjörnu-menn ekkert á þeim buxunum á láta FH-ingana ganga yfir sig. Um miðjan síðari hálfleik small vörn Stjörnunnar saman og ásamt Sig- mari Þresti héldu þeir markinu hreinu í tæpar 10 mínútur en skoruðu aftur á móti sex mórk og komust 3 mörkum yfir. Á þessum tíma varði Sigmar Þröstur meðal annars víti frá Óskari Ármanns- syni og héldu menn þá að Stjarn- an væri með pálmann í höndun- um. En á æsispennandi lokam- ínútum var mikið um mistök á báða bóga og á þessum mistökum græddu FH-ingar. Tuttugu sek- úndum fyrir leikslok tryggði Gunnar Beinteinsson FH-ingum jafntefli. FH-ingar voru langt frá því að vera sannfærandi og er ekki hægt að segja að neinn hafi skarað framúr í liðinu. Varnarleikur Stjörnunnar hef- ur sjaldan eða aldrei verið betri og átti Hermundur Sigmundsson mjög góðan leik í vörninni, hélt Héðni algerlega niðri. Ætlum að vera uppi Island vann sig upp í2. deild í Evrópukeppninni. Þátttakendur mjög ánœgðir með mótið. Hjálmtýr kom, sáog sigraði iþróttahúsiS Strandgötu 21. fob. FH-StJarnan 22-22 (12-8) Mörk FH: Oskar Armannsson 9(7v), Þorgils Óttar Mathiesen 5, Gunnar Beinteinsson 3, Héöinn Gilsson 2 Guðjon Ámason 2(1v), Einar Hjaltason 1. Mörk Stjörnunnar: Gylfi Birgisson 8(4v), Hafsteinn Bragason 5, Sigurjón Guð- mundsson 3, Skúli Gunnsteinsson 3, Hermundur Sigmundsson 2(1v), Einar Einarsson 1. Dómarar: Sigurður Baldursson og Rögnvald Erlingsson - góðir. Maftur lciksins: Hermundur Sigmunds- son Stjömunni. íslenska borðtennislandsliðið gerði sér lítið fyrir um helgina og vann alla andstæðinga sfna f 3. deild Evrópukeppninnar, sem haldin var f fyrsta sinn hér á landi. í hófi fyrir keppendur og aðstandendur keppninnar á sunnudagskvöldið var Borðtenn- issambandinu hrósað upp í há- stert fyrir skipulag keppninnar og allan aðbúnað. Að taka þátt í 2. deild er dýrt dæmi en að sögn Halldórs Haralz stjórnarmanns BTÍ er ætlunin að halda sér uppi. í 2. deild eru margar stórþjóðir svo sem Skot- Þýskaland Köln nýttu ekki feerin Ásgeir lék ekki með vegna meiðsla en Atli spilaði sem framherji ífyrri hálfleik In-Bochum 2-2 anna voru Kohler fyrir Koln °S ?að margborgaði sig því þeir Frankfurt-Uerdingen 3-1 ___ * ... .. markvörðurinn Zuemrlirk fvrir eerðu saman eitt mark: Krille átti hoA .,— „1,1,: t,~~ ar, ; ,.,- Köln-Bochum 2-2 Leikmenn Kölnar sóttu lát laust að marki Bochum en flest- allt sem komst að markinu varði markvörður Bochum, Zuemd- ick. Það var helst Daninn í liði Kölnar, Povlsen, sem óð í færum án þess að nýta þau. Það var þó á 9. mínútu sem Engels tókst að koma Kóln í 1-0 með þrumuskoti í bláhornið af 16 metra færi. Leikmenn Kölnar sóttu áfram en tókst ekki að pota boltanum í netið heldur var það Woeld sem jafnaði fyrir Bochum á 14. mínútu og Leiseld kom þeim síðan yfir á 53. mínútu. Eftir þetta dundi hver sóknin á fætur annarri á Bochum en þeim tókst að hrinda þeim öllum aftur. Það var síðan Tony Woodcock er kom inná sem varamaður fyrir Povlsen sem jafnaði á 85. mínútu þegar leikmenn Kölnar voru orð- nir virkilega örvæntingafullir. Til hefur staðið að lána Woodcock til Chelsea en þar sem Povlsen er talinn handarbrotinn verður lík- lega ekki af láninu. Woodcock hefur lítið fengið að spila með lið- inu vegna þess að þar eru fyrir tveir aðrir útlendingar. Þetta er því kærkomið tækifæri fyrir hann til að spreyta sig. Bestu menn lið- anna voru Kohler fyrir Köln og markvörðurinn Zuemdick fyrir Bochum og má segja að hann hafi algerlega bjargað liði sínu frá stórtapi. Númberg-Leverkusen 2-1 Niirnberg sigrar áfram og þetta var mikilvægur sigur því liðin voru mjög jófn fyrir leikinn. Þetta er einnig spurning um hvaða lið kemst í Evrópukeppn- ina og jukust möguleikar Niirn- berg til muna við þennan sigur. Andersen gerði bæði mörk Ntirn- berg og var besti maður vallarins en Schreier gerði mark Leverkus- en. Bremen-Kaiserslautem 0-0 Leikurinn var lélegur en vara- maðurinn Serr var einna skástur á vellinum. Kaiserslautern voru þó skárri og áttu skilinn sigur í annarrs óvæntum úrslitum. Mannheim-Bayem Múnchen 1-2 Þetta var ekki góður leikur. Bochenfeld hjá Mannheim kom liði sínu yfir fljótlega en Pslugler jafnaði fyrir Bayern. Það var síð- an í seinni hluta leiksins að þjálf- ari Bayern tók áhættu og skipti tveimur sóknarmönnum inná. Það margborgaði sig því þeir gerðu saman eitt mark; Kölle átti á 83. mínútu góða fyrirgjöf á Mic- hael Rummenigge, sem skallaði knöttinn í netið. Bæjarar fengu síðan gott færi á að auka for- skotið enn frekar þegar þeir fengu víti á 90. mínútu en Lothar Matteus tókst ekki að skora. Hannover-Hamburg 3-1 Hannover lék líklega sinn besta leik í langan tíma en Ham- borg átti frekar slakan dag. Dierssen sem gerði 2 mörk og Reich 1, sáu um markagerð Hannover en Kalz gerði mark Hamborgar úr víti. Reich var ta- linn besti maður vallarins. Gladbach-Stuttgart 0-1 Stuttgart kom mikið á óvart því þeir léku stífan varnarleik en hafa yfirleitt leikið stífan sóknarleik. Þetta gekk vel upp því leikmenn Gladbach náðu aldrei að komast í gegnum vörn Stuttgart sem átti aftur á móti stórhættulegar skyndisóknir. Það var í lokin þeg- ar áhorfendur voru búnir að sætta sig við jafntefli áð Gaudino gerði mark Stuttgart. Ásgeir lék ekkí með en verður líklega með gegn Frankfurt sem er næsti mótherji Stuttgart. Frankfurt-Uerdingen 3-1 Það var ekki fyrr en í síðari hálfleik að mörkin fóru að koma þegar útlendingarnir í liði Frank- furt tóku leikinn í sínar hendur. Það voru Pólverjarnir Smolarek og Torowski er gerðu sitt markið hvor, en Fach minnkaði muninn fyrir Uerdingen. Ungverjinn Detari gerði síðan út um Ieíkínn á 84. mínútu með fallegu marki. Hann var einnig besti maður vall- arins. Atli var inná í fyrri hálfleik sem framherji en var tekinn útaf í hálfleik. Homborg-Dortmund 0-3 Homborgarar gátu kennt markverði sínum Vollack um ó- sigurinn því hann átti að koma í veg fyrir öll þessi mörk. Það voru Storck, Mill og Hupe sem gerðu mörk Dortmund. Schalke-Karlsruhe 3-1 Það var gamli maðurinn Fichel (43), sem hélt utanum lið Schalke, hann hélt vörninni vel saman og hvatti þá áfram. Hann- es gerði 2 af mórkum Schalke en Harforth minnkaði muninn í 1 mark. Tischale, sem er í íáni frá Bayern Miinchen, gerði síðan lokamark Schalke. -jhg/ste land, Wales og Sviss, en líklega verður keppt við 2-3 þjóðir í hverri keppnisferð til að spara. Það munaði þó mest um að fá heim Hjálmtýr Hafsteinsson því hann vann alla sína leiki. Hjálmtýr er við nám í tölvunar- fræðum í Bandaríkjunum og tekur jafnframt þátt í mótum þar. Þar er keppt eftir öðru fyrir- komulagi, svipað og ELO stig skákmanna. Menn fá punkta fyrir unna leiki, fáa ef þeir spila við menn sem hafa hlotið færri punkta en þeir sjálfir en marga ef þeir spila við betri menn. í Bandaríkjunum eru um 6000 manns sem keppa að staðaldri á mótum og er Hjálmtýr í kring um 150. sæti í röðinni. íslendingar hafa aldrei unnið Guernsey áður en nú unnu þeir alla sína leiki við þá. í lið Gu- ernsey vantar líka tvo þeirra bestu menn. Úrslit: Island..............................4 4 0 22- 6 4 IsleofMan......................4 3 1 18-10 3 Jersey............................4 2 2 17-11 2 Færeyjar.........................4 1 3 9-19 1 Guernsey........................4 0 4 4-24 0 -ste Þýskaland Jiirgen Kohler bestur Ásgeiríll.sœti Um helgina voru 360 leik- mönnum í Bundesligunni sendir atkvæðaseðlar þar sem þeir voru beðnir að útnefna besta leikmann í deildinni. Um 300 kappar skiluðu inn atkvæðum og var Jiirgen Kohler, sem leikur fyrir Köln, kosinn besti leikmaðurinn með 47 atkvæði. Á hæla hans kom síðan Olaf Ton frá Schalke með 44 atkvæði og í þriðja sæti Lothar Matteus frá Bayern Miinchen með 40. Aðrir íeik- menn voru talsvert neðar á tö- flunni og þar var Ásgeir okkar Sigurvinsson með 8 atkvæði. -jhg/ste 10 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Þriöjudagur 23. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.