Þjóðviljinn - 23.02.1988, Side 3

Þjóðviljinn - 23.02.1988, Side 3
ÍÞRÓTTIR Jón Þórir Jónsson átti ágaetan leik með KA á sunnudaginn. Handknattleikur Auðveldur Valssigur Guðmundur Pórðarson þjálfari ÍR-inga nefbrotnaði Það var ekki mikil mótstaða sem mætti Völsurum í Seljaskóla í gærkvöldi er þeir unnu stórsigur á ÍR-ingum 26-14 Lánið lék ekki við ÍR-inga. Þjálfari þeirra og máttarstólpi liðsins varð að hverfa af leikvelli snemma í fyrri hálfleik eftir að hann hafði fengið þungt högg í andlitið. Var farið með hann í skyndi á sjúkrahús þar sem talið var að hann væri nefbrotinn. Við þetta áfall var eins og leik- menn IR misstu trúna á sjálfa sig og léku af ótrúlegu viljaleysi það Udo Lattek, sem þjálfað hefur Köln og komið þeim heldur betur langt, sagði skyndilega upp stöðu sinni hjá félaginu og tók til starfa í gær sem blaðamaður hjá nýju íþróttablaði Sport Bild. Hann segir að hann hafi fengið tilboð sem hann gat ekki hafnað. Þetta Knattspyrna Jámtjaldinu skellt niður Oleg Blokhin fékk ekki leyfi til að fara til Austurríkis sem af lifði hálfleiksins og skoruðu aðeins 4 mörk. Það var aðeins frábær markvarsla Hrafns Margeirssonar í marki ÍR sem varnaði því að munurinn í hálf- leik yrði mun meiri. Valsarar léku hins vegar af eðlilegri getu allan hálfleikinn og uppskáru 13 mörk. Seinni hálfleikurinn var öllu jafnari. Þar kom bæði til að ÍR- ingarnir léku af mun meira öryggi heldur en í þeim fyrri og að vara- leikmenn Vals fengu að spreyta sig meira en venjulega. Fyrirliði Valsara, Geir Sveins- kom verulega á óvart í Þýska- landi en gróusögur eru í gangi um að þetta sé aðeins millileikur hjá honum, raunverulega ætli hann til Barcelona til þjálfarastarfa. Hann á enn hús þar í borg og fór einmitt um helgina til Spánar og ætlaði að sjá einhverja leiki. Leikmenn Kölnar fengu ekki að vita um þessa ákvörðun fyrr en eftir leikinn. -jhg/ste son, fékk rautt spjald í seinni hálfleik fyrir að verjast lág- skotum ÍR-inga með fætinum. Áður höfðu dómarar leiksins að- varað hann og vísað af leikvelli fyrir samskonar brot. Af leikmönnum ÍR sýndi Hrafn Margeirsson bestan leik og varði oft á tíðum frábærlega. Þá áttu Ólafur Gylfason og Sigfús Orri Bollason ágætan leik í síðari hálfleik. Hjá Völsurum var Valdimar Grímsson bestur í jöfnu liði. -ih íþróttahús Seljaskóla 22. febrúar 1988 fR-Valur 14-26 (4-13) Mörk ÍR: Sigfús Orri Bollason 4/3, Ólafur Gylfasson 3/2, Þorsteinn Guö- mundsson 2, Finnur Jóhannsson 2, Frosti Guðlaugsson 2 og Matthías Matthíasson 1. Varin skot: Hrafn Margeirsson 18/1 Utan vallar: 6 mínútur Mörk Vals: Valdimar Grímsson 7, Jakob Sigurðsson 6, Júlíus Jónasson 4, Geir Sveinsson 4, Jón Kristjánsson 3, Þórður Sigurðsson 1 og Þorbjörn Guðmundsson 1. Varin skot: Einar Þorvarðarson 12 Utan vallar: 8 mínútur Rautt spjald: Geir Sveinsson Dómarar: Rögnvald Erlingsson og Gunnar Kjartansson og voru þeir ekki áberandi. Maður leiksins: Valdimar Grímsson Val Handknattleikur/1. deild kvenna Stórsigrar Vals og Fram Naumur sigur Stjörnunnar Þýskaland Udo Lattek hættur Á síðustu mínutu var leyfi Oleg Blokhin til að spila með austur- ríska 2. deildarliðinu Steyr dregið til baka. Talsmaður húsgagnafyrir- tækis, sem fjármagnar liðið, sagði að samningur Blokhins og Steyr væri alveg löglegur og þeir myndu krefjast þess af FIFA að þeir bönnuðu honum að spila annarstaðar en með sínu löglega liði, sem gerði það að verkum að hann gæti ekki heldur spilað í So- vétríkjunum. „Við fengum skeyti á síðustu stundu og þar stóð að skiptin væru ekki möguleg. Við höfum enga hugmynd um hvað olli þess- um umskiptum,“ sögðu ráða- menn Steyr í gærkvöldi. -ste Þrír ieikir fóru fram í 1. deild kvenna á sunnudagskvöldið. Val- ur vann stórsigur á Þrótti 34-11, Stjarnan vann KR 21-20 og Fram vann Stjörnuna 28-18. Valsstúlkurnar áttu ekki í van- dræðum með afspyrnulélegt lið Þróttar. Þær höfðu yfirhöndina allan leikinn og var aldrei spurn- ing hvort liðið myndi sigra, það var hins vegar spurning hversu stór sigurinn myndi verða. Stað- an í hálfleik var 13-7. í seinni hálfleik yfirspiluðu Valsstúlkurn- ar Þróttarana og skoruðu 21 mark á móti 4. Leikur KR og Stjörnunnar var afar spennandi. Liðin voru mjög jöfn og var jafnt á nær öllum tölum. Stjörnustelpurnar urðu þó fyrri til að skora og höfðu eins marks forskot í hálfleik 12-11. Þeim mun héldu Stjörnustelp- urnar út leiktímann og unnu 21- 20. Seinasti leikur kvöldsins var viðureign Fram og Víkings. Fyrri hálfleikur var jafn framan af og ieiddu Framstelpurnar í hálfleik 12-10. Framstelpurnar léku mjög hratt og voru hraðaupphlaup þeirra mjög vel útfærð. Víkings- stúlkurnar reyndu að halda niðri hraða Framliðsins með því að taka Guðríði Guðjónsdóttur úr umferð nær allan tímann en það stoðaði lítið og Fram vann verð- skuldaðan sigur 28-18. -ih Þriðjudagur 23. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SIÐA 11 Handknattleikur Hörkuleikur í Digranesi Breiðablik vann KA eftir að hafa verið undir nær allan leikinn. Leikurinn einkenndist af hörku beggja liða Það var harka og barátta sem einkenndi leik UBK og KA í Digranesi á laugardaginn. Bæði liðin virtust staðráðin í að gefa ekkert eftir og bitnaði það helst á gæðum handknattieiksins sem þar var leikinn. Leikurinn fór fremur rólega af stað. KA menn byrjuðu þó öllu betur og náðu fljótlega þriggja marka forskoti. Þá var eins og Blikarnir rönkuðu við sér og náðu að minnka muninn í eitt mark. En KA menn bættu um betur og náðu að halda foryst- unni í hálfleik 10-12. Þaðvarljóst strax á upphafsmínútum leiksins að leikmenn beggja liða ætluðu að selja sig dýrt. Mikil barátta var í vörn liðanna en sóknirnar ekki eins góðar. Seinni hálfleikur var eins og sá fyrri, harkan í fyrirrúmi. Slakir dómarar leiksins leyfðu leik- mönnum að komast upp með allt of mikla hörku og voru alls ekki nógu röggsamir. Það var aðeins stórleikur Hans Guðmundssonar sem gladdi augað í seinni hálf- leik. Lítið hafði borið á honum í fyrri hálfleik og þá skoraði hann aðeins eitt mark. En í seinni hálf- leik sýndi Hans hvað í honum býr og skoraði sjö mörk. Það leit ekki út fyrir annað en að KA menn myndu bera sigur af hólmi í leiknum. Þeir voru yfir nær allan leikinn og það var ekki fyrr en 8 mínútur voru eftir af leiknum að Blikarnir náðu að jafna. Þeir komust síðan yfir skömmu síðar þrátt fyrir að vera einum færri. Blikarnir héldu for- skotinu út leikinn og gott betur þeir sigruðu með þriggja marka mun 23-20. Bestu leikmenn í liði heima- manna voru Hans Guðmunds- son, Björn Jónsson og Jón Þórir Jónsson. í liði KA voru Brynjar Kvaran og Erlingur Kristjánsson bestir Pétur Bjarnason stóð einnig fyrir sínu en lét þó mót- lætið fara í taugarnar á sér eftir að leiktíminn var búinn og braut fól- skulega af sér. Fékk hann að sjálfsögðu rautt spjald fyrir. fþróttahúslft Dlgranes UBK-KA 23-20 (10-12) Mörk UBK: Hans Guðmundsson 8, Aðal- steinn Jónsson 5, Jón Þórir Jónsson 5, Björn Jónsson 4, Kristján Halldórsson 1. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 8. Utan vallar: 10 mínútur. Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 6, Pétur Bjarnason 4, Friðjón Jónsson 3, Guðmundur Guðmundsson 3, EggertTryggvason 2, Axel Björnsson 2. Varln akot: Brynjar Kvaran 11. Utan vallar: 4 mínútur. Rautt spjald: Pétur Bjarnason. Dómarar: Ámi Sverrisson og Guðjón L. Sig- urðsson. Var þetta ekki þeirra besti dagur, þeir leyfðu leikmönnum að komast upp með allt of mikið nöldur og hörku. Vinningstölurnar 20. febrúar 1988 Heildarvinningsupphæð kr. 5.058.032,- 1. vinningur var kr. 2.536.428,- og skiptist hann á milli 3ja vinningshafa, kr. 845.476,- á mann. 2. vinningur var kr. 758.500,- og skiptist hann á 250 vinningshafa, kr. 3.034,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.763.104,- og skiptist á 7.871 vinningshafa, sem fá 224 krónur hver. Upplýsingasími: 685111

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.