Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 3
Hestamenn Háski á ferð Ruddarnirfá hœstu einkunnirnar „Hvað reiðlagið varðar, hvort sem er í gæðingakeppni eða kyn- bótasýningum, held ég að háski sé á ferðinni. Þeir sem eru mestu ruddarnir á baki koma oftast best út úr einkunnagjöfinni. Vissulega kemur fram einn og einn knapi sem nær sama árangri án þess að kúga skepnuna. Mér finnst í raun vanta inn í dæmið, að knapanum sé gefin einkunn fyrir sýninguna á hrossinu, eða í henni sé tekið tillit til reiðlagsins og meðferðarinnar - en auðvitað yrði það illt verk og óvinsælt. Hrossið segir manni orðalaust svo mikið um hvernig það hcfur verið tamið og með- höndlað.“ Framanrituð orð lét Einar Höskuldsson á Mosfelli í Svína- dal falla í nýútkomnum Eiðfaxa. Nokkuð hörð ummæli að vísu og falla fráleitt öllum í geð en skyldi samt ekki geta verið að þessi orð hins reynda og snjalla hesta- manns séu allrar athygli verð? -mhg FRETTIR Sprengjufaraldurinn Eins og í hemaði Sprengjueyðingardeild Landhelgisgœslunnar varar alvarlega við hœttunni afheimatilbúnum sprengjum. Til muna öflugri en talið varí upphafi ^ að vekur sérstaka athygli að gerðu sprengjum eru ekki fyrst og fremst búnar til vegna hávaðans, heldur eru þær hlaðnar smápen- ingum sem skjótast út með heljar- afli þegar kveikt er í, og eru í einu orði sagt stórhættulegar, sögðu sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar á fundi með blaða- mönnum í gær, er þeir kynntu skýrslu sína til dómsmálaráðuneytisins um sprengjufaraldurinn í Hafnar- firði. Þeir sögðu að sama handbragð væri á mörgum sprengjum, og benti það til ákveðinnar „verk- smiðjuframleiðslu." Þá væri það umhugsunarefni að allt sprengi- Fiskvinnslan Hallinn minni -entapsamt Pjóðhagsstofnun telur að frystingin hafi verið rekin með 8% halla íjanúar Þórður Friðjónsson, forstjóri Samkvæmt mati Þjóðhags- stofnunar er fiskvinnslan rek- in með nokkru minni halla en samtök fiskvinnslustöðva gefa út. Fiskverkendur telja að frystingin sé um þessar mundir rekin með 12-15% halla, en að mati Þjóð- hagsstofnunar er hallareksturinn á frystingunni að meðaltali rúm- lega átta af hundraði. - Þetta er töluvert umfram það sem við áætluðum í j anúar og for- sendur hafa ekki breyst sem neinu nemur síðan. Samt sem áður er fullljóst að það er veru- legt tap á frystingunni, sagði Fiskiskip Flotinn yngri en minni Yfir 1000þilfarsskip áskrá Fiskiskipaflotinn er að yngjast upp og einnig er meðalstærð físki- skipa nú minni en áður. Meðal- aldur flotans er nú 19 ár, var 19,5 ár fyrir ári. Þetta er í fyrsta sinn á þessum áratug sem meðalaldur- inn lækkar milli ára. Þá hefur meðalstærð flotans minnkað um 6 brl. frá því á síð- asta ári og er þetta í fyrsta skipti í 15 ár sem meðalstærðin lækkar milli ára. 1.037 þilfarsskip eru nú skráð í íslenskri skipaskrá en þar fyrir utan eru skráðir tæplega 1500 opnir vélbátar. Af þilfarsskipum eru 899 fiskiskip og 34 vöruflutn- ingaskip. Þilfarsskipum fjölgaði um 86 á sl. ári, þar af skipum undir 10 tonnum um 68 en alls fjölgaði fiskiskipum um 77 og jókst heildarstærð fiskveiðiflot- ans um rúmar 5 þús. brl. Vöru- flutningaskipum fækkaði hins vegar um eitt. Um áramótin síðustu voru 19 þilfarsskip umsamin og í smíðum hérlendis og 17 fiskiskip eru í smíðum erlendis fyrir íslenska aðila. _lg. Þjóðhagsstofnunar. Þjóðhagsstofnun miðaði sína útreikninga við fiskverðsákvörð- un Verðlagsráðs sjávarútvegsins. - Það er mat margra framleið- enda að fiskvinnslan greiði að meðaltali hærra verð fyrir fiskinn. En það þýðir þá að út- gerðin fái þeim mun meira í sinn hlut, sagði Þórður. Að mati Þjóðhagsstofnunar var botnfiskvinnslan í síðasta mánuði rekin með 5% halla, en lítilsháttar afgangur væri í saltfiskvinnslu. - Við höfum ekki athugað sér- staklega afkomuna eftir lands- hlutum og einstökum fyrirtækj- um. Það er þó ljóst að afkoman er ærið misjöfn eftir stöðum og fyrirtækjum. Staða vinnslunnar er ákaflega mismunandi eftir greinum. Þann- ig er staðan mjög slæm í hörpu- diskvinnslunni, á sama tíma og skár lítur út í loðnu- og lýsisvinns- lu, sagði Þórður. _rk efnið í heimilisiðnaði þessum mætti rekja beint til sölu á flug- eldum í kringum áramót. Sprengjusérfræðingarnir sögðu að ekki hefði einasta kom- ið fram við rannsókn þeirra að sprengjurnar væru mun hættu- legri en talið hafði verið, heldur einnig að umbúnaðurinn væri yf- irleitt slíkur að sprengjurnar hefðu sem hægast getað sprungið í höndunum á þeim sem ætluðu að sprengja þær. Þeir bentu á að flestir sem verða fyrir slysum af heimatilbúnum sprengjum eru þeir sem búa þær til. Þá sögðu þeir að nokkrar sprengjur væru svokallaðar röra- sprengjur, en þær hafa nákvæm- lega sömu áhrif og handsprengjur sem notaðar eru í hernaði. Af þessum ástæðum skora sér- fræðingar sprengjueyðingar- deildarinnar á foreldra og þá ung- linga sem hafa undir höndum efni til að búa til sprengjur að afhenda þær á næstu lögreglustöð; ef ekki linni sé það ekki spurning hvort aftur verði stórslys heldur hve- nær. -HS Sprengjusérfræðingar Landhelg- isgæslunnar segja sumar heimatilbúnu sprengjurnar hand- sprengjuígildi að styrk. Að minnsta kosti eru þær nógu öflug- ar til að tæta sundur olíuföt, eins og það sem forstjóri Landhelgis- gæslunnar og yfirlögregluþjónn- inn í Hafnarfirði halda á milli sín. Mynd: E.ÓI. Lánskjaravísitalan Laun hafi áhrif Grunnurlánskjaravísitölunnar verðiendurskoðaður. Athugað hvort ekki beri að tengja hann launaþróun og gengisþróun Guðmundur G. Þórarinsson hefur lagt fram á Alþingi til- lögu um að fimm manna nefnd verði skipuð til þess að endur- skoða lánskjaravísitöluna og á nefndin m.a. að athuga hvort eðlilegt sé að tengja lánskjaravísi- töluna launaþróun í landinu og þróun gengis, þannig að hún taki tillit til fleiri atriða en kostnaðar. í greinargerð með tillögunni er bent á að lánskjaravísitalan taki mið af framfærsluvísitölu og byggingarvísitölu en báðar þessar vísitölur mæla kostnað og telur Guðmundur að þessi grunnur hafi augljóslega marga galla og því sé nauðsynlegt að endur- skoða grunninn. Vísar hann m.a. til misgengis- hópsins sem þurfti að þola mis- gengi lánskjara og launa. Þá vísar hann til misgengis lánskjara og gengisskráningar sem hefur vald- ið útflutningsatvinnuvegunum miklum erfiðleikum að undan- förnu. -Sáf Ráðhúsið Undir dóm borgara Minnihlutinn lagði til að atkvœðagreiðsla um ráðhúsið farifram samhliða borgarstjórnarkosningunum árið 1990. Tillögunni var vísað frá Aborgarráðsfundi í gær lögðu þær Kristín Á. Ólafsdóttir, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Ragnheiður Björk Guðmunds- dóttir fram tillögu um að íbúar Reykjavíkur kveði upp úr með það hvort ráðhúsið verði reist í Tjörninni eða ekki í atkvæða- greiðslu samhliða borgarstjórn- arkosningunum árið 1990. Sjálfstæðismenn báru þá fram frávísunartillögu og var hún sam- þykkt með þremur atkvæðum gegn tveimur. Tillaga þeirrar Kristínar, Ingi- bjargar Sólrúnar og Ragnheiðar Bjarkar fer hér á eftir: „Með staðfestingu félagsmála- ráðherra á Kvosarskipulagi fylgdi sú athugasemd að ekki hafi verið rétt staðið að kynningu á ráðhús- reitnum. Þótt frekari kynning hafi verið ákveðin, er nú ljóst orðið að meirihluti borgarstjórnar ætlar að hunsa þær athugasemdir sem koma frá Reykvíkingum. Samn- ingsgerð við verktaka um bygg- ingu ráðhúskjallara er ekkert annað en yfirlýsing um að ekki skuli hvikað frá fyrri áformum. Við leggjum því til, að ákvörð- un um hvort ráðhúsið skuli reist í norðvesturhorni Tjarnarinnar verði tekin samhliða borgarst- jórnarkosningum vorið 1990. Það skal gert í sérstakri atkvæða- greiðslu atkvæðisbærra Reykvík- inga. Öllum frekari framkvæmd- um við ráðhús, þar með talinn undirbúningur, verði hætt þar til meirihlutavilji borgarbúa liggur ótvírætt fyrir.“ Hreindýr Ómælt tjón - Það er svo sem ekkert nýtt að hreindýr séu að snöltra hér niður hyggð að vetrarlagi, sagði Þórar- inn Árnason, bóndi á Strönd i Vallahreppi á Héraði. - Það skiptir sér enginn af því þó að þau séu hér í úthaga og heima á túnum en það er verra þegar þau ráðast á skóglendið. Skógræktin hefur plantað þarna í stórt landsvæði, en nú vaða hreindýrin þar um allt og valda ómældu tjóni á trjágróðrin- um. Þórarinn sagðist hafa talið þau 50 þarna í girðingunni einn daginn. Venjulegar girðingar halda hreindýrunum ekkert og síst þegar jörð er frosin. Auk þess koma þau yfir Lagarfljótið en meðfram því er ekki girt. Þórarinn sagði að þær plöntur, sem berkinum hefði verið svipt af, ættu sér ekki viðreisnar von. -mhg Miðvikudagur 24. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.