Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 4
LEIÐARI r Jón Baldvin hugsar upphátt Formaður Alþýðuflokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, sótti nýverið fund norrænna starfsbræðra sinna í Stokkhólmi. í sjálfu sér ættu það ekki að vera tíðindi nema fyrir þá sem muna að ekki eru allir krataforingjar á Norður- löndum hrif nir af Jóni Baldvin. Sumar hugmynd- ir hans telja þeir ganga þvert á jafnaðarstefn- una. Áður fyrr var algengt að formenn Alþýðu- flokksins hefðu náið samband við sósíaldem- ókrata á Norðurlöndum. Foringjar flokksins leituðu oft til norrænna krata eftir fjárstuðningi við Alþýðuflokkinn eða Alþýðublaðið. Stundum kostaði þetta að lúta varð vilja útlendinga. Eins og t.d. þegar kratar drógu framboð Ólafs Friðrikssonar í Vestmannaeyjum til baka fyrir alþingiskosningamar 1923 vegna þess að nor- rænum krötum þótti hann of róttækur. Ekki er vitað til að Jón Baldvin hafi farið f ram á fjárhagsstuðning norrænna krata. Slík beiðni hefði þó verið merkileg í Ijósi þeirrar sögulegu staðreyndar að nú eru 35 ár síðan Stefán Jó- hann Stefánsson, fyrrverandi formaður Alþýðu- flokksins, sendi skriflega beiðni til Danmerkur um að menn flýttu sér hægt við styrkveitingarn- ar því að tekinn væri við formennsku Hannibal nokkur Valdimarsson. Það sem vakti athygli á Stokkhólmsferð fjár- málaráðherrans var ræða sem hann hélt þar um íslensk utanríkismál. Fyrstu fréttir bentu til að hann hefði sagt norrænum sósíaldemókröt- um að bráðum gengju íslendingar í Efnahags- bandalag Evrópu, nema þeir kysu frekar að tengjast Bandaríkjum Norður-Ameríku. Nú hef- ur ræða Jóns Baldvins verið birt og kemur þá í Ijós að hún er nokkurs konar hugleiðing í skil- dagatíðarsagnfræði. Ráðherrann lítur til fram- tíðar og sér vítt of heim allan. Hann veltir því fyrir sér hvað íslendingar ættu að gera ef Norðmenn gengju í Efnahagsbandalagið og hvað væri til ráða ef ísland væri eina Nató-ríkið í Evrópu utan Efnahagsbandalagsins. Hann svarar sér sjálfur á þann veg að það Efnahagsbandalag, sem hefði alla Skandinavíu innanborðs, hefði vænt- anlega áhuga á að ráða yfir herstöð á íslandi. Þannig gætu íslendingar greitt aðgöngumiða að tollfríum mörkuðum Evrópu með því að láta Efnahagsbandalagið hafa land undir herstöðv- ar. Nú hefur forsætisráðherra upplýst að honum hafi komið á óvart þessar opinberu hugleiðingar fjármálaráðherra. Samkvæmt orðum forsætis- ráðherra hefur málið aldrei verið rætt innan ríkisstjórnarinnar og reyndar hafa utanríkismál yfir höfuð að tala ekki verið á dagskrá ríkis- stjómarfunda frá því að stjórnarsáttmálinn var saminn síðastliðið sumar. Miðað við þær upp- lýsingar ríkir friður og eindrægni um þennan málaflokk innan stjómarinnar. Umræður um utanrík i sstefnu verða fyrst að fara fram meðal íslendinga og á grundvelli þeirrar umræðu á að marka stefnu. Það er vissulega nauðsynlegt að íslendingar hugleiði stöðu sína í þeim heimi sem sannarlega gæti breyst mun meira og miklu hraðar en margur hyggur. Þær kenningar eru ekki nýjar af nálinni að Bandaríkin muni fyrr eða síðar leggja meiri áherslu á yfirráð yfir Kyrrahafi en Atlantshafi. Það hefur líka oft áður verið bent á að ekki myndi vara að eilífu sú ofuráhersla sem lögð hefur verið á hárnávæmt hemaðarlegt og póli- tískt jafnvægi milli sigurvegaranna í því heimsstríði er lauk fyrir 43 árum. Það er gott að íslenskir ráðamenn ræði um þróun heimsmála en þeir verða að hefja þá umræðu heima hjá sér og byrja ekki á auglýsingaherferð í aronskum stíl þar sem ísland er boðið falt fyrir erlendar herstöðvar. Mörgum létti þegar Ijóst var að Jón Baldvin hafði ekki verið að boða stefnu ríkisstjómar ís- lenska lýðveldisins. Útlendingar eru vanir að hlusta betur á ráðherra en aðra stjómmála- menn því að víðast hvar er talið að eitthvað sé að marka þá og að þeir endurómi stefnu við- komandi ríkisstjómar. Þótt ráðherrar okkar séu vanir að láta ýmislegt fjúka hugsunarlítið heima hjá sér, verða þeir að reikna með að einhverjir taki mark á þeim þegar þeir eru af bæ. ÓP KUPPTrf Launamisréttið og lýðræðið Sjálfstæðismenn á Suðurlandi ræddu launamisrétti á dögunum og buðu til sín ýmsum gestum. Þar kom sjaldgæf viðurkenning fram í máli Þorsteins Pálssonar forsætisráðherra. Hann sagði meðal annars að „óhóflegur mis- munur á kjörum" væri svo háska- samlegur að hann „grafi undan meginstoðum lýðræðisins". Með hæfilegri illkvittni mætti kannski segja sem svo, að hér sé valds- maðurinn að sýna þau hyggindi sem í hag koma og orða mætti á þessa leið: ef við ekki sýnum agn- arlítinn lit í þessu viðkvæma máli, þá gerir lýðurinn uppsteit. Engu að síður er þetta merkileg viður- kenning: hún gengur nefnilega gegn þeirri hjátrú sem algeng er hjá íhaldinu og segir að misjöfn kjör komi lítið við lýðræði og sé kjarastiginn reyndar hvatning til framtaks og dugnaðar og þar fram eftir götum. Hann segir pass Hitt er svo annað mál að þegar Þorsteinn (samkvæmt frásögn Morgunblaðsins á dögunum) fer að velta því fyrir sér, hver sé þá sá „hæfilegi" kjaramunur sem hægt er að sætta sig við og EKKI ógnar lýðræðinu, þá verður fátt um svör. Enn síður hafði Þorsteinn svör við því hvernig fara ætti að því að draga úr launamun hér á landi. Hann kvaðst bara vera sammála vantrú sem komið hefði fram hjá Aðalheiði Bjarnfreðs- dóttur á því að það væri yfirleitt hægt að laga kjör láglaunafólks í kjarasamningum. Og enn síður trúði hann á lögbindingu lág- markslauna og annað pólitískt frumkvæði í jöfnunarátt. Málinu var semsagt vísað frá, að því er best verður séð. Friðrik Sophusson iðnaðarráð- herra tók mjög í sama streng, að því er sama Morgunblaðsfrásögn hermir. Launamunur á sér ýmsar orsakir, sagði hann, og enginn fær gert við því. Munurinn á máli Friðriks og Þorsteins var hinsveg- ar sá, að Friðrik taldi sig eiga svar við vandanum. Það er að vísu ekki frumlegt, en það hljóðar svo: Meira í dag en í gær „Hann (Friðrik) sagði að það sem máli skipti væri að auka verðmætasköpunina í landinu til að meira yrði til skiptanna, það væri raunhæfasta leiðin til að hækka laun hinna lægst launuðu til frambúðar." Ojæja. Það er eins og maður hafi' heyrt þetta áður. Ög þetta hljómar kannski ekki mjög illa: víst er það líklegt að allir fái eitthvað í sinn hlut þegar þjóðfé- lag gerist að mun ríkara og af- kastameira. En þetta er afskap- lega rýr huggun á íslandi, þegar hver og einn sér góðæri skipt feiknalega misjafnt og fá þeir mest af því að vita sem mest höfðu fyrir, en hinir kannski ekki neitt eða minna en það. Þýðir lítið að fórna höndum og segja: við þessu verður ekki gert, lög- málin eru svona. Svona var það og er það enn. Gott ef erfðasynd- in sjálf er ekki kölluð til hjálpar til að menn þurfi ekki að gera neitt. Svo er annað: menn hafa vitað lengi að hagvexti eru takmörk sett. Takmarkaðar auðlindir og mettun ýmissa markaða geta vel stöðvað hann. Það þarf samt ekki að þýða að menn lifi verr en fyrr. t OG SKORHD En ef viðhorf Þorsteins og Friðriksráða þá þýðir stöðvun hagvaxtar um leið að ekkért er hægt að gera í lífskjaramisréttinu - það verður ekki einu sinni reynt að lofa öllum meiru eins og menn hafa verið ósparir á - hvað þá að standa við það. Við skulum líka muna eftir því að ráði lögmál þau sem Þor- steinar og Friðrikkar mest virða, þá mun einnig afturkippnum mis- jafnt skipt milli ríkra og aura- lausra - rétt eins og góðærinu. Hver á krógann? Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, vék á fyrrgreindum fundi einmitt að þessum „lögmálum". Morgunblaðið segir hann hafa „varað alvarlega við þeirri breytingu á hugsunarhætti sem sér virtist eiga sér stað í íslensku þjóðfélagi, þ.e. þróunar í átt til aukinnar markaðs- og einstakl- ingshyggju." Og eins og Ás- mundur tók réttilega fram, þá er hin freka einstaklingshyggja um- svifamest í Sjálfstæðisflokknum. Sú sem, með frægu orðalagi sem hér skal vitnað til, segir: hver er sjálfum sér næstur og andskotinn hirði þann aftasta. Sjálfstæðis- menn vilja, eins og áður kom fram, helst vísa frá sér öllum spurningum um faðerni þess ófé- lega króga sem launamisréttið er, en vitanlega er hann skilgetið af- kvæmi þeirra viðhorfa sem þeir helst trúa á. Að lyfta fæti Stefán Jónsson og fleiri þing- menn í Alþýðuðbandalaginu hafa rætt möguleika á að stjórna launamun með lögum (m.ö.o. setja þak á laun) í þágu aukins jafnréttis. Kvennalistafólk hefur líka hreyft þeim hugmyndum. Alþýðubandalagsformaðurinn, Ólafur Ragnar Grímsson, reifaði og þetta mál nú um helgina. Þegar slíkar hugmyndir hafa komið upp hafa menn verið fljót- ir að svara því til, að slíkt væri ekki hægt. Það gengi þvert á alls- konar lögmál að lögbinda launamun, með þessu væri beðið um mikla miðstýringu og kannski allt annað þjóðfélag en hér er. Hér er ekki staður né stund til að fara út í þær mótbárur allar. En hitt er vafalaust, að hugmyndir af þessu tagi eru bæði nauðsynlegar og nytsamlegar - hve erfiðar sem þær kynnu nú að vera í fram- kvæmd. Þær ganga nefnilega þvert á það doðaástand, að menn eins og viðurkenni fyrirfram að ríkjandi ástand ( hér í launamis- rétti) sé náttúrulegt og óum- breytanlegt. Og eins og vitað er,. þá ícomast menn ekki úr sporun- um nema þeir byrji á því að sannfærast um að hægt sé að lyfta vinstri fæti, hann sé raunar ekki límdur fastur við gólfið með jötu- ngripi tregðulögmálanna. _áb þJÚÐVILJINH Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis • og verkalýðshreyfingar Utgefandl: Útgáfufélag Þjoðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann, Mörður Árnason, Óttar Proppé. Fréttast)6rl:LúovíkGeirsson. Blaðamenn: Guðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdórlir (íþr.), Hjörleifur Sveinbjörnsson, Kristófer Svavarsson, Magnfriður Júlíusdóttir, Magnús H. Gíslason, Lilja Gunnarsdóttir, Olafur Gíslason, Ragnar Karlsson, SigurðurÁ. Friðþjófsson, Stefán Stefánsson(íþr.), SævarGuðbjömsson. Handrlta- og prbfarkalestur: Elias Mar, Hildur Finnsdóttir. LJósmyndarar:EinarÓlason, SigurðurMarHalldórsson. Útlltstelknarar: GarðarSigvaldason, Margrél Magnúsdóttir. Framkvæmdast|órl: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstofust|órl:J6hannesHarðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðard6ttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: Sigrlður Hanna Sigurbjðrnsdóttir. Auglýslngar: Unnur Agústsdóttir, Olga Clausen, Guðmunda Krist- insdóttir. Sfmavarsla:HannaÓlafsdóttir,SigriðurKristjánsd6ttir. Bf Istjðrl: Jána Sigurdórsdðttir. Utbrelðslu-ogafgreiðslust|6rl:HörðurOddfríðarson. Útbrelðsla:G.MargrétÓskarsdóttir. Afgrelðsla: Halla Pálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innholmtumonn: Brynjólfur Vilhjálmsson, ÓlafurBjörnsson. Útkoyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Sfðumúla 6, Reykjavfk, simi 681333. Auglýslngar: Síðumúla 6, slmar 681331 og 681310. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. "Verð i lausasölu: 55 kr. Helgarblöð:65kr. Áskr iftarvorð á manuði: 600 kr. 4 SlÐA - ÞJÓÐVIUINN.Miðvikudagur 24. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.