Þjóðviljinn - 24.02.1988, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 24.02.1988, Qupperneq 6
AlPÝÐUBANDALAGtÐ Alþýðubandalagið Hafnarfirði 30 ára afmælishátíð 30 ára afmælishátíð Alþýðubandalagsins í Hafnarfirði verður haldin í Fé- lagsheimilinu Garðaholti, laugardaginn 5. mars nk. (á afmælisdaginn að sjálfsögðu) og hefst með borðhaldi kl. 20.00. Dagskráin auglýst síðar, svo og miðasala en félagar eru beðnir að taka frá tíma fyrir hátíðina. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Akranesi Alþýðubandalagið Akureyri Bæjarmálaráðsfundur Fundur í bæjarmálaráðí mánudaginn 29. febrúar kl. 20.30. Dagskrá: Fundargerðir bæjarstjórnar fyrir bæjarstjórnarfund 1. mars. Önnur mál. Stjórnin. Borgarmálaráð ABR Málefni aldraðra Fundur í borgarmálaráði ABR miðvikudaginn 24. febrúar kl. 17.00 verður um málefni aldraðra í Reykjavík. Fundurinn verður haldinn að Hverfisgötu 105. Borgarfulltrúarnir Guðrún og Kristín reifa málin. Fulltrúar og áhugafólk er hvatt til að mæta á fundinn. Stjórnin. ABK Morgunkaffi ABK Heiðrún Sverrisdóttir bæjarfulltrúi og Elsa Þorkelsdóttir fulltrúi í fé- lagsmálaráði og áfengisvarnanefnd verða með heitt á könnunni laugardag- inn 27. febrúar kl. 10-12. Allir velkomnir. Skoðunarferð í Smárahvamm Kl. 12.30 sama dag býður bæjarmálaráð til skoðunarferðar í Smárahvamm og Fífuhvamm. Farið verður frá Þinghóli. Félagar eru hvattir til að mæta í ferðina. - Stjórnin. Alþýðubandalagið Kópavogi Félagsfundur Félagsfundur ABK í Þinghóli mánudaginn 29. febrúarkl. 20.30. Fundarefni: Heimir Pálsson kynnir Smárahvammsmál. Skipulagsmál oq önnur mál. - Stjórnin. Framhaldsaðalfundur Framhaldsaðalfundur Alþýðubandalagsins á Akranesi verður haldinn í Rein, mánudaginn 29. febrúar kl. 20.30 Á dagskrá: Málefni Reinar. Félagar mætum öll og verum stundvís. Heitt á könnunni. Reinarkaffið svíkur engan. Stjórnin Ólafur Ragnar Steingrímur Margrét Alþýðubandalagið Selfossi og nágrenni Almennur stjórnmálafundur Almennur stjórnmálafundur verður haldinn að Hótel Selfossi, fimmtudaginn 25. febrúar kl. 20.30. Frummælendur: Ólafur Ragnar Grímsson formaður Alþýðubandalagsins, Steingrímur J. Sigfússon alþm. og Margrét Frímannsdóttir alþm. Fyrir- spurnir og frjálsar umræður. Allir velkomnir. — Stjórnin. Kynning á skipulagi ráðhúsreits í Reykjavík Að tilmælum félagsmálaráðherra hefur borgar- ráð Reykjavíkur samþykkt að fram fari viðbótar- kynning á skipulagi ráðhúsreits í Reykjavík. Kynning þessi verður hjá Byggingarþjónust- unni, Hallveigarstíg 1, frá föstudeginum 26. fe- brúar til föstudagsins 25. mars 1988 og verða uppdrættir og önnur fylgigögn almenningi þar til sýnis. Opið verður mánud. til föstud. frá kl. 10 til 18. Athugasemdum skal skila skriflega til Borgar- skipulags Reykjavíkur, Borgartúni 3, eigi síðar en kl. 16.15 föstudaginn 25. mars n.k. Reykjavík, 23. febrúar 1988 Borgarstjórinn í Reykjavík MINNING Garðar Sigfússon Fœddur 6. 4. 1924 - Dáinn 15. 2. 1988 í dag er til grafar borinn Garð- ar Sigfússon bifreiðastjóri, vinur minn og samstarfsmaður hjá Strætisvögnum Kópavogs um margra ára skeið. Garðar var að- eins 63 ára þegar hann lést og ætíð í fullu starfi. Kom því fregn- in um andlát hans mjög á óvart þó að kunnugir vissu að hann gekk ekki lengur heill til skógar. Garðar Sigfússon var fæddur 6. apríl 1924 að Stóruhvalsá í Hrúta- firði. Hann var 8. f röðinni af 14 systkinum. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Gróa Guðmunds- dóttir og Sigfús Sigfússon bóndi að Stóruhvalsá. Ungur að árum var Garðar látinn í fóstur til hjón- anna Óíafíu Sæmundsdóttur og Eiðs Jónssonar á Kjörseyri við Hrútafjörð og ólst hann upp hjá þeim hjónum að Kjörseyri og á Brandagili. Ungur vandist hann öllum störfum við landbúnað og sjóróðra. Sautján ára gamall fór hann svo með eldri bróður sínum Steingrími til Patreksfjarðar og stundaði hann sjómennsku það- an og frá fleiri stöðum á Vest- fjörðum um nokkurt skeið. Rúm- lega tvítugur að aldri flutti hann svo til Reykjavíkur eins og fleiri ungir menn af landsbyggðinni á þeim árum. Fyrstu tvö árin vann hann við landbúnaðarstörf að Bessastöðum en fór síðan að stunda akstur leigubíla og strætis- vagna og var mjög farsæll og vel látinn í því starfi. Næst tók Garð- ar við starfi lögregluþjóns hér í Kópavogi og síðar var hann starfsmaður við rafvirkjanir á há- lendinu. Nýlega var hann svo tek- inn við starfi húsvarðar í fjölbýlis- húsi að Espigerði 2. Garðar Sig- fússon var traustvekjandi maður í allri framkomu, skýr í hugsun og yfirvegaður í málflutningi. A uppvaxtarárum Garðars var þröngbýli mikið og fátækt í sveit- um landsins. Framhaldsnám að loknum barnaskóla var aðeins fjarlægur draumur hjá ungu fólki frá stórum fjölskyldum. Strax um fermingaraldur fóru unglingarnir í fullt starf við búskapinn eða aðra vinnu hvar sem hana var að fá. Það fór því eftir upplagi og áhuga hvers einstaklings hvernig til tókst um öflun almennrar menntunar sem nú stendur öllum opin. Garðar Sigfússon settist aldrei á skólabekk eftir að hann laun námi í barnaskóla en hann náði ótvírætt góðum árangri í sínu sjálfsnámi. Það fékk hann staðfest þegar hann sótti nám- skeið lögreglumanna, en þar fékk hann viðurkenningu fyrir með- ferð sína á íslensku máli. Garðar var söngmaður góður og unnandi tónlistar. Hann tók lengi þátt í starfi karlakóra í Reykjavík og í Samkór Kópavogs. Á aðfangadag jóla árið 1950 giftist Garðar Sigfússon eftirlif- andi eiginkonu sinni Emilíu Böðvarsóttur, en þau höfðu þá búið saman í Reykjavík um þriggja ára skeið. Emilía var, eins og Garðar, fædd og uppalin við Hrútafjörðinn. Hún er dóttir hjónanna Ólafar Sigurjónsdóttur og Böðvars Eyjólfssonar sem bjuggu á Kjörseyri og síðar á Bæ í Strandasýslu. Árið 1953 fluttu þau Garðar og Emilfa í Kópavog og keyptu litla íbúð að Digranesvegi 26. Þau hjónin eignuðust 6 börn sem öll eru nú uppkomin og hafa stofnað sín eigin heimili. Auk þess tóku þau að sér vandalausa stúlku á barnsaldri og ólu hana upp sem sína dóttur. Hún hét Ragnheiður Edda Hallsdóttir. Hún lést af af- leiðingum slysfara árið 1974. Börn þeirra Emilíu og Garðars eru talin hér í aldursröð: Garðar Kári vélstjóri við Laxárvirkjun, Ragnheiður Ólafía búsett í Kópa- vogi, Hreimur Heiðar bílamálari, búsettur í Kópavogi og Kristín Sigfríður sjúkraliði, búsett á Sel- tjarnarnesi. Garðar Sigfússon var vagn- stjóri hjá Landleiðum hf. þegar það fyrírtæki hóf morgunferðir strætisvagna hér um hálsinn. Hann varð því fyrstur manna til að aka strætisvögnum hér í bæn- um. Þegar Strætisvagnar Kópa- vogs voru stofnaðir 1. mars 1957 var Garðar ráðinn þar vagnstjóri. Á þeim vettvangi vorum við nánir samstarfsmenn um 12 ára. skeið. Frá þeim árum á ég honum mikið að þakka eins og fleiri sam- starfsmönnum mínum. Fyrstu árin gengu vagnstjórar í öll störf sem vinna þurfti hjá fyrirtækinu og er mér minnisstætt hvað Garð- ar var jafnan fús til að taka auka- vaktir, jafnvel næturvaktir við að hreinsa vagnana. Þá voru allir starfsmennirnir samstilltir um að láta fyrirtækið vinna sér fastan sess í bæjarlífinu. Á fyrstu mánuðum Stræti- svagna Kópavogs lentum við Garðar í erfiðu verkefni. Kaupdeila vagnstjóra stóð yfir hjá Strætisvögnum Reykjavíkur og Landleiðum hf. Þá þurftu vagnstjórar hjá Strætisvögnum Kópavogs einnig að semja um sín laun við okkar nýja fyrirtæki sem þá var í mikilli óvissu um sinn starfsgrundvöll. Þá var Garðar fulltrúi vagnstjóranna í samning- unum ásamt Jóni Guðmundssyni vagnstjóra. Þá hafnaði ég, sem forstöðumaður fyrirtækisins, at- vinnurekendamegin við samn- ingaborðið og var heldur illa undir það hlutverk búinn. Deilan var nokkuð hörð og stóðu þeir félagarnir fast á kröfum sinna umbjóðenda svo sem þeim bar að gera. Ég hafði hinsvegar það hlutverk að sanna tilverurétt fyrirtækisins og halda um það góðri samstöðu. Deilan leystist farsællega rétt áður en til verk- falls átti að koma og ég held að við höfum allir fagnað því jafn mikið. Ég mun ætíð muna þann drengskap sem þeir félagar sýndu mér í þessari deilu. Ekkja Garðars Sigfússonar Emilía Böðvarsdóttir hefur mikið misst við sviplegt fráfall eiginmanns síns. Ég vona að í djúpri sorg sinni geti hún einnig litið á björtu hliðar tilverunnar. Hún er umvafin samúð og um- hyggju 6 barna sinna og 18 barna- barna. Slíkan auð eiga ekki allir til að dreifa sárum söknuði. Ég sendi Emilíu, öldruðum föður hennar og allri hennar stóru fjölskyldu innilegar samúð- arkveðjur. Ólafur Jónsson Listasafnið Ekki í byggingamefnd Eftirfarandi athugasemd barst Þjóðviljanum í gær frá húsa- meistara ríkisins, Garðari Hall- dórssyni: Þar sem nokkurs misskilnings' gætir í frásögn blaðsins af stöðu undirritaðs, þar sem ég virðist vaka eins og þríhöfða þurs yfir þeirri úttekt, sem fram fer á bygg- ingarkostnaði Listasafns íslands, þá óska ég eftir að koma eftirfar- andi atriðum á framfæri: 1. Undirritaður hefur ekki átt sæti í byggingarnefnd Lista- safns íslands, en setið fundi byggingarnefndar, sem ráð- gjafi (arkitekt hússins), þegar þess hefur verið óskað. 2. Undirritaður hefur ekki unnið þær kostnaðaráætlanir (fjár- mögnunaráætlanir), sem for- maður byggingarnefndar vísar til að gerðar hafi verið á árun- um 1986 og 1987. Þær áætlanir voru gerðar af framkvæmda- deild Innkaupastofnunar ríkis- ins. Þær áætlanir tóku mið af stöðu verksamninga, þ.e. hvernig uppgjör við verktaka stóð á hverjum tíma, en einnig var í sérhverri áætlun lagt mat á ólokna verkþætti, sem ekki voru þá þegar samningsbundnir. Undirritað- ur sem arkitekt svo og aðrir hönnuðir, hver á sínu sérsviði, gerðu fyrir framkvæmda- deildina áætlanir um þá verk- þætti, sem ekki voru þá þegar samningsbundnir. Slíkar áætl- anir byggðu á forsendum, sem lagðar voru fyrir byggingar- nefnd á hverjum tíma. 3. Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hefur falið fram- kvæmdadeild Innkaupastofn- unar ríkisins og embætti húsa- meistara ríkisins „að fara sam- eiginlega yfir allt fjárhags- dæmi byggingar Listasafns Is- lands við Fríkirkjuveg og finna á því skýringar hvað valdi því, að framkvæmdir hafa farið fram úr kostnaðaráætlun." Er nú unnið að þessari athugun. Til þess að vanda þessa yfir- ferð svo sem framast er unnt fékk ég sérstakan sjálfstæðan ráðgjafa, sérfræðing á sviði byggingareftirlits og uppgjörs á byggingaframkvæmdum, til þess að vinna fyrir hönd emb- ættis húsameistara ríkisins að nákvæmri og faglegri niður- stöðu þessa verkefnis í sam- vinnu við framkvæmdadeild ríkisins. Undirritaður væntir þess að niðurstaða fáist hið fyrsta í þessu máli, enda orðið mjög svo brýnt, að byggingarnefnd Listasafnsins fái þau gögn í hendur að hún geti skilmerkilega gert grein fyrir byggingarkostnaði framkvæmd- anna í heild. Reykjavík 23.02. 1988 Garðar Halldórsson húsameistari ríkisins 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.