Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 24.02.1988, Blaðsíða 7
Umsjón: Lilja Gunnarsdóttir Um tónlist Að spila fyrir framtíðina Roberto Scherson: Ég vinn að því að breiða út andlegt ríkidæmi Fyrir skömmu haföi chile- anski píanóleikarinn Robert Scherson þriggja daga viö- dvöl hér á landi, og hélt tón- leika í Melaskólanum og í Menntaskólanum við Hamra- hlíð. Scherson er fæddur í Chile 1957, og lærði við tón- listarskólana í Santiago og í París. Hann er búsettur í Frakklandi, líturáþaðsem hlutverk sitt að kynna ungu fólki tungumál tónlistarinnar og stuðla þannig að bættum samskiptum manna á milli, án tillits til landamæra og póli- tískraskoðana. íþeimtilgangi ferðast hann um heiminn og heldurtónleika, hefurmeðal annars leikið í Bandaríkjun- um, Belgíu, Urugay, Argent- ínu, Chile, Þýskalandi, á Spáni, í Frakklandi og íSviss. Þrátt fyrir mikið annríki gaf Scherson sér tíma til að koma við á Þjóðviljanum til að skýra frá hugmyndum sínum um hlutverk tónlistarinnar og segja f rá þeim áhrifum sem dvöl hans og tónleikahald á íslandi höfðu á hann. - Ég held ég verði aö fá að byrja á að koma því að hvað ég er hrifinn af áheyrendum mínum á tónleikunum áðan. Ég hélt tóh- leika fyrir um 450 manns í Menntaskólanum í Hamrahlíð og þau voru dásamlegir áheyrendur. Ég held að mestu forréttindi sem tónlistarmanni geti hlotnast séu að spila fyrir æskuna. Það vill stundum gleymast að það er unga fólkið sem er framtíðin. En ég held að eitt af því mikilvægasta sem tónlistarmaður geti gert sé að spila fyrir ungt fólk. Það er að spila fyrir framtíðina. Hvernig stendur á þessari ís- landsheimsókn? - Hún er bara hluti af mínu starfi. Ég er alltaf á ferðinni á milli gamla og nýja heimsins, á milli Evrópu og Ámeríku, og ís- land er eins konar brú á milli þessara tveggja heima. Með bættum samgöngum er heimur- inn alltaf að minnka, og mér finnst ísland vera eðliiegur við- komustaður á mínu ferðalagi. Tónlistin er alþjóðlegt tungumál - Mér finnst mikilvægt að taka fram að þó ég sé fæddur í Chile og búi í Frakklandi, lít ég fyrst og fremst á mig sem heimsborgara. Ferill minn sem píanóleikara er alþjóðlegur, og ég er þeirrar skoðunar að þannig eigi nútíma- maðurinn að líta á heiminn. Það eiga ekki að vera nein landamæri. Menn eiga að geta farið þangað sem þeir vilja, geta komið á fram- færi sínum boðskap þrátt fyrir landamæri og mismunandi skoð- anir. - Þetta er auðvitað sérstaklega auðvelt þegar það tungumál sem maður tjáir sig á er tungumál tónlistarinnar. Því tónlistin er al- þjóðlegt tungumál sem verður stöðugt útbreiddara, áheyrend- um fjölgar stöðugt og það sama er að segja um góða píanó- leikara, svo ég nefni bara þá. Það eru til frábærir píanóleikarar í svo til öllum löndum heimsins, og ég held að þeir séu jafnvel betri en þeir voru fyrir hundrað árum. Tækni píanóleikara hefur þróast mikið á tiltölulega stuttum tíma, sem er bæði að þakka píanóleik- urum og tónskáldum eins og Liszt, og eins því að möguleikar á góðri tónlistarkennslu eru orðnir miklu meiri og útbreiddari. - Ég hef enga trú á samkeppni á milli píanóleikara. Mér finnst ekki að við eigum að evða tíma oe kröftum í að keppa hver við ann- an. Að mínu mati er það mikil heppni hvað það eru til margir góðir tónlistarmenn í heiminum í dag, ég er einn þeirra og ég lifi í eindrægni með þeim hinum. Ekki á móti þeim. Ég er stoltur af því að vera einn þeirra píanóleikara sem sameina latnesk- ameríska hefð og evrópska, og mjög ánægður með að geta gert það. Minn fyrsti kennari í Chile kenndi mér út frá þýskri tónlist- arhefð, seinna fór ég svo til fram- haldsnáms í París, þannig að ég þekki tvær hliðar á evrópskri tónlistarhefð, auk þeirrar latín- amerísku. Ég læt mig dreyma um bandalag allra landa Latnesku Ameríku Hvers vegna þessi sjálfskipaða útlegð í Frakklandi? - Það er ekki vegna þess að tónlistarlífið í Chile sé eitthvað verra en í Frakklandi. Tónlistar- lífið í Chile hefur alltaf verið fyrsta flokks, eða að minnsta kosti jafn gott og hvar sem er annars staðar í heiminum. En ég trúi á evrópska stjórnkerfið, og ég tel að Chile ætti að taka upp lýðræðislegt stjórnarfar eins fljótt og kostur er. Og það sama finnst mér að öll önnur lönd í Latnesku Ameríku ættu að gera. Eins læt ég mig dreyma um bandalag allra landa Latnesku Ameríku, því forsendurnar eru fyrir hendi nú þegar. Við höfum svipaðan hugsanagang. Svipaðan móral, og skoðanir á lífinu. Roberto Scherson: Vinna manns verður að hafa tilgang. Mynd Ferðu oft til Chile? - Ég held tónleika í Chile einu sinni til tvisvar á ári og ég finn að áheyrendur kunna vel að meta mig. Ég hóf minn feril sem píanó- leikari í Chile, lék einleiíc með Sinfóníunni þar þegar ég var átj- án ára, og þó að ferill minn sem píanóleikara hafi að mestu leyti verið bundinn við Evrópu, legg ég áherslu á að fara reglulega til Chile. Ég veit að fólk kann vel að meta það að ég hef ekki nýtt mér pólitískt ástand landsins mér til framdráttar, heldur hef lagt áherslu á að .verða betri píanó- leikari, og þekktur fyrir það. Ég er ekki einn þeirra sem vann hug og hjarta áheyrenda á mínum fyrstu tónleikum heldur hef ég smám saman unnið á. Nú finn ég að áheyrendum í mínu heima- landi þykir vænt um mig sem chil- eanskan og alþjóðlegan píanó- leikara og það er mér mikils virði. Aö miðla tilffinningum - Vinna manns verður að hafa tilgang. Ég held ekki að það sé hægt að koma sér á framfæri að neinu ráði eða gera hluti sem skipta máli nema maður eigi sér sína grundvallarheimspeki. Eitthvað ákveðið sem maður vinnur út frá og vill koma á fram- færi. Þess vegna hef ég skapað mér mína eigin stefnu, minn eigin skóla, sem mér er mikilvægt að miðla æskunni. Og þess vegna voru tónleikarnir í Hamrahlíð- inni svo mikill sigur fyrir mig. Móttökur þessara unglinga sýndu mér að mér hafði tekist það sem ég ætlaði mér. En hvað er það sem þú vilt miðla? Hvað telur þú vera hlut- verk tónlistarinnar? - Að mínu mati er hlutverk tónlistarinnar einfaldlega að miðla tilfinningum. Tónlistin er tungumál sem höfðar beint til til- finninga manna hverjir sem þeir eru og hvað sem þeir gera. Sem túlkandi er ég að miðla næmi og endalausri löngun tónsnilling- anna til að gefa öðrum. Tónsnil- lingar eins og til dæmis Beetho- ven og Brahms bjuggu yfir þess- ari takmarkalausu þrá til að ná til annarra í gegnum tungumál tónl- istarinnar. Þeir hafa skilið eftir sig skilaboð sem berast áfram mann fram af manni, og eru til vitnis um andlegt ríkidæmi þeirra og göfgi sálarinnar, sem mönnum er nauðsynlegt að heyra. Sem túlkandi er ég svo heppinn að hafa mjög breitt svið og get þess vegna gegnt þessu miðlunarhlu- tverki betur en margir aðrir, og ég vil kynna þessa tónlist. Ég held ekki að fólk hafi hugmynd um hvað það er mikið til af frábærum og fallegum verkum bara fyrir píanóið. - Það er til tvenns konar ríki- dæmi. Það andlega og það efnis- lega. Ég vinn að þvf að útbreiða andlegt ríkidæmi og ég tel mjög mikilvægt að ungt fólk og börn læri að hlusta á og skilja klassíska músík. Ég held að mjög oft ímyndi þau sér að klassísk tónlist sé óaðgengileg, sem er alls ekki tilfellið, svo ég vinn að því að út- skýra hana fyrir þeim. Hjálpa þeim að skilja hana. Einhver frumbyggjabragur - Að lokum vildi ég bæta við að þetta er í fyrsta skipti sem ég kem til íslands og ég er mjög hrif- inn af landinu. Ifyrsta lagi er ég mjög ánægður með þær góðu móttökur sem ég hef féhgið, þessar ótrúlega góðu móttökur unga fólksins segja mér mikið um landið og þá þjóð sem það byggir. í öðru lagi er ég alveg sérstaklega hrifinn af birtunni, hún er svo hrein, og hefur eitthvað ævin- týralegt við sig. Svo er maturinn mjög góður, ég er viss um að hann er ein af ástæðunum fyrir því hvað fólk verður gamalt hérna. Þjóðfélagið er reyndar framandi fyrir mér. Mjög ólíkt því latneska. Mér finnst athyglis- vert að hér er eins og einhver frumbyggjabragur á fólki. Svona eins og ég hef kynnst í Bandaríkj- unum. Eins vildi ég taka fram að ég er sérstaklega þakklátur franska sendiráðinu fyrir þá fyrir- greiðslu sem það hefur veitt mér, fólkið þar hefur tekið mér eins og ég væri Frakki, einn af þeim, og það er mér mjög mikils virði. LG Mlðvikudagur 24. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.