Þjóðviljinn - 24.02.1988, Page 8

Þjóðviljinn - 24.02.1988, Page 8
MENNING Sásemergóður mun Herranótt Góða sálin i Sesuan eftir Bertolt Brecht Þýðandi: Þorsteinn Þorsteinsson Þýðing á söngvum og eftirmála: Bríet Héðinsdóttir Leikstjóri: Þórhallur Sigurðsson Leikmynd: Grétar Reynisson Símon ivarsson. Tónleikar Einleikur og dúett T veir gítarleikarar í Is- lensku Óperunni (kvöld kl. 20:30 haldatveir gítarleikarar, íslendingurinn Símon ívarsson og Svíinn Torvald Nilsson, tónleika í íslensku Óperunni. Tónleikarnir eru aðrir í röðinni af tónleikum höldnum á vegum Styrktarfélags íslensku Óperunnar. Þeir Símon og Torvald sem eru báðir af góðu kunnir sem ein- leikarar og tónlistarkennarar, leika ýmist einleik eða dúett á tónleikunum. Á efnisskránni eru verk eftir spænsk, ítölsk, þýsk og ensk tónskáld, meðal annars Ro- binson, Vivaldi, Albeniz, Grana- dos og Speight. Miðinn kostar 500 krónur, styrktarfélagar Óperunnar fá 20% afslátt af miðaverði. LG Maður hefur verið að lesa það hér og þar nú um hríð að mikil skelfing sé Bertolt Brecht úrelt leikskáld. Hann setti traust sitt á skynsemina og boðskapinn og það geti ekki gengið nú til dags þegar menn helst vilja mæra Drauminn eða hvolfa sér ofan í hin Myrku djúp. Ef þeir vilja þá nokkuð. Því er það tvöföld dirfska hjá aðstandendum Herrranætur að taka til sýningar Góðu sálina í Sesúan. Þeir ganga gegn þeirri tísku sem áðan var nefnd (kann- ski er hún í rénum, hver veit?) og þeir leggja þungar byrðar á ó- reynda áhugaleikara í mennta- skóla. Enginn verður óbarinn biskup. Tökum ofan fyrir því. Góða sálin kom á svið í Þjóð- leikhúsinu 1975 og er hér notuð sú ágæta þýðing sem þá var gerð, nema hvað verkið er talsvert stytt. Sú sýning var nokkuð svo „kínversk" en hér eru Austur- lönd látin lönd og leið - fólkið í þessari dæmisögu gæti verið hvaðan sem er, nema nöfnin eru enn kfnversk. Þetta er skynsam- legt hjá Þórhalli Sigurðssyni leik- stjóra eins og fleira. Til dæmis það, að leikmyndin reynir ekkert að lfkja eftir þekkjanlegri borg, veggjum hennar eða því sem á gólfum stendur. Óhrjáleiki leik- myndar sem „umhverfis" er blátt áfram tengdur því hve gjörsam- lega hún er laus við að vera augnayndi. Aftur á móti ber hver persóna með sér sína stétt og stöðu með einföldu og skýru táknmáli búninganna. Manneskjan er ekki nógu slæm fyrir þennan heim, sagði Brecht á pað, að þessu einum stað og meinti byltingar væri þörf. leikriti er farið með það tilbrigði þessa stefs að góðri manneskju sé ólíft í heiminum eins og hann er- svo mjög hafi aðstæður spillt rík- um sem öreigum. Og því verður Sén Te, vændiskonan góða, að kljúfa sig í tvennt til að falla ekki á góðverkum sínum - búa til þann harðskeytta frænda Sjúi Ta, sem snýr heiminn niður á hrútshorn- unum hvenær sem hann gerir sig líklegan til að koma sálinni góðu á vonarvöl. Hljómar þetta erindi með hæfi- legum styrk á þessari Herranótt? Reyndar ekki og er ekki nema von - ekki man ég betur en atvinnufólk í Þjóðleikhúsi ætti í miklu basli við verkefnið fyrir meira en áratug. Hitt er svo víst, að einlægni leikendanna dró þá tölvert á leið. Það má reyndar segja sem svo um heildarsvip frumsýningarinnar í Tjarnarbíói á sunnudagskvöldið, að hún bæri einmitt merki þessa hér: „að vera á leiðinni". Það var eins og sýn- ingin væri að verða til, kannski var það frumsýningarskrekkur- inn illræmdi sem brá á leik. Svo mikið er víst, að sýningin átti í erfiðleikum með að koma sér af stað, en sótti sig eftir því sem á ÁRNI BERGMANN EKTA LEIKLIST Lelkhópurlnn Frú Emilía sýnir KONTRABASSANN eftlr Patrick Suskind Leikstjóri: Guðjón Pedersen Lelkmynd: Guðný B. Richards Þýðing: Hafliði Arngrímsson, Kjartan Óskarsson Á heldur nöturlegu lofti í bak- húsi við Laugaveginn hefur Frú Emilía tekið sér tímabundna bólfestu. Það er einkenni á leikhúslífi borgarinnar um þessar mundir að meðan stóru og vel búnu leikhúsin sýna uppblásnar skrautsýningar og innantóma skrumleika mestan part, þá eru fjárvana unnendur Talíu að streitast við að þjóna þeirri gyðju af alvöru í kjöllurum og á háaloft- um af peningalegum vanefnum en þeim mun meiri ást á listinni. Haidi þessi þróun áfram stefnir í alvarlegan klofning og djúpstæð- an milli stóru leikhúsanna sem einbeita kröftum sínum að við- amiklum íburðarsýningum og svo litlu og fátæku leikhópanna sem reyna að fást við alvöruleiklist af hugsjón. Kontrabassinn eftir Patrick Suskind (þann er frægastur er fyrir Ilminn) er verulega hagan- lega samið verk og hugkvæmt, texti sem alls staðar leiftrar af andríki, fyndni og tilfinningum. Þetta er eintal kontrabassa- leikara sem um áraraðir hefur leikið á sinn bassa í fastri stöðu við gamalgróna hjómsveit. Hann byrjar á því að flytja áhorfendum dýrðaróð um kontrabassann, undirstöðu allrar sinfónískrar tónlistar, en þegar á líður kemur í ljós að samband hans við kontra- bassann er ástarhaturseðlis, bas- sinn er erfiður, tónn hans ljótur, hann stendur ástarlífi bassaleika- rans fyrir þrifum. Bassaleikarinn lýsir einnig stöðu sinni innan hljómsveitarinnar sem endur- speglar stöðu hans í þjóðfé- laginu: hann býr við öryggi en ekkert frelsi, hann býr við svo mikið öryggi að hann þorir varla út á götu. Bassaleikarinn elskar V' f V sópransöngkonu - en aðeins úr fjarlægð því að það eru ekki til nema tvö verk fyrir kontrabassa og sópran og þau eru eftir öldu- ngis óþekkt tónskáld. Textinn er reyndar mjög skemmtilega kryddaður tónlistarsögulegum gullkornum og ýmsum hugl- eiðingum um tónlist. Hlutverk bassaleikarans gefur tilefni til býsna fjöibreytilegrar og djúprar persónusköpunar en það er auðvitað vandi að halda utan um það einn á sviðinu með bassanum í rúman klukkutíma. Árni Pétur Guðjónsson nær furðu góðum tökum á hlutverk- inu, skapar mjög trúverðuga per- sónu, sannfærandi í útliti og lát- bragði. Þegar hann er kominn í kjólfötin getum við séð hann ljós- lifandi fyrir okkur bak við bas- sann uppi á pallinum. Árni Pétur nær sterku og góðu sambandi við áhorfendur, m.a. með því að ganga beint að nokkrum einstök- um þeirra og ávarpa þá persónu- lega, án þess þó að þessu bragði sé ofbeitt. Það sem hins vegar háir Árna Pétri er raddbeiting og framsögn. í löngum og flóknum ræðum bassaleikarans skortir hann þá tækni sem þarf til þess að hvert orð leiftri. Hann flytur þær af réttri tilfinningu og þær komast til skila - en það vantar þann tæknilega herslumun sem gerir flytjandann að virtúós. En það er verulega gaman að fylgjast með hvernig Arni Pétur byggir persónuna upp smám sam- an þangað til hún stendur kjól- klædd og alsköpuð á sviðinu. Hér hefur hann notið góðs stuðnings Guðjóns Pedersens. Mest fannst mér til um leik hans undir lokin þegar hann slakaði á og leyfði tærri tilfinningu að streyma fram. Þá snart hann viðkvæma og sanna strengi. Umgerð sýningarinnar þótti mér alltof fátækleg og tætingsleg til að hæfa þessari persónu - en ber líklega órækt vitni um lausa- fjárstöðu leihópsins. Þýðingin var að mörgu leyti vandað verk en frummálið heyrðist stundum óþægilega mikið. Allir hlutaðeigendur eiga þakkir skilið fyrir skemmtilega kvöldstund þar sem raunveruleg leiklist var á boðstólum. Sverrir Hólmarsson leið. Þetta kom t.d. fram í hóp- senum, sem voru fyrst helst til taugaóstyrkar, en urðu markviss- ari miklu eftir hlé - t.d. þegar lýðurinn í Sesúan ákærir Sjui Ta og í réttarhaldinu yfir honum. Það fer varla hjá því að ýmsir veikir hlekkir eru í fjölmennri áhugamannasýningu, en þegar á heildina er litið hefur Þórhallur leikstjóri haldið dável á þeim spilum sem á hendi voru. Ymis- legt nýttist miður en skildi - til 8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 24. febrúar 1988 Tónleikar Corelli, Giuliani og Fiðla og gítar á tvennum tónleikum í No Fiöluleikarinn Zdenek Gola og gítarleikarinn Torvald Nils- son koma fram á Háskólatón- leikum I dag, og átónleikum annað kvöld í Norræna hús- inu. Zdenek Gola er fæddur íTékk- óslóvakíu, og tók Iokapróf frá Konservatorium og Janaceks Músíkakademíunni í Brno. Hann starfaði við Slóvakfsku Fflharm- óníuhljómsveitina í Bratislava og Böhmisku Fílharmóníusveitina sem fiðluleikari og hljómsveitar- stjóri, og var einnig lektor við Palackysháskólann í Olomovc og aðalprófessor við Músíkkonser- vatoríið í Ostrava. Hann flutti til Svíþjóðar árið 1968, þar sem hann starfar sem konsertmeistari og fiðlukennari. Torvald Nilsson lauk gítarein- leikaraprófi frá Tónlistarháskól- anum í Malmö. Hann er starfandi gítarkennari bæði í Helsingborg og Malmö, auk þess sem hann er einleikari og hefur leikið kam- mertónlist með ýmsum hljóðfær- aleikurum. Þeir Gola og Nilsson Zdenek Gola og Torvald Nilsson. hafa undanfarið haldið námskeið fyrir gftar og fiðlunemendur hér á landi. Á Háskólatónleikunum kl. 12:30 í dag í Norræna húsinu flytja þeir meðal annars verk eftir Corelli, Giuliani og Paganini.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.