Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 10
í UMFERÐINNI 10 SfÐA - ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. februar Póstsendum KLAPPARSTfG27 ALLT FYRIR BÖRNIN -SÍM119910 Framh. af bls. 9 ökuskírteini, því erfitt gæti reynst að útskýra að samkvæmt breytingum á íslenskum lögum væru þau enn í gildi. Verið er að vinna að reglugerð um ökukennslu og meiraprófs- réttindi. Ólafur taldi líklegt gild- istími meiraprófs yrði lengdur úr 5 í 10 ár. Éinnig stendur til að kljúfa meiraprófið, þannig að menn fái réttindi til leigubílaakst- urs eða vörubílaaksturs, eftir því hvaða námsleið er valin. Heyrst hefur gagnrýni á það að öku- kennarar þurfi ekki meirapróf, en Ólafur sagði að í staðinn kæmi ökukennarapróf, sem væri sér- hæfðara. Nú þarf ekki að vera eldri en 21 árs til að fá ökukenn- araréttindi, en áður var miðað við 25 ár. í grein um æfingaakstur segir að dómsmálaráðherra geti sett reglur um æfingaakstur á sérstök- um lokuðum svæðum. Ólafur H. Þórðarson hjá Umferðarráði taldi brýnt að koma upp slíku svæði til að æfa fólk í að keyra í hálku. Búið væri að fá vilyrði bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og Landgræðslusjóðs, um land í Kapelluhrauni. Fjárveiting til að byggja upp æfingarsvæði hefði aftur á móti ekki fengist. Verið er að endurskoða reglur um bifreiðaeftirlit og hafa komið fram tillögur um stofnun hlutafé- lags, sem ríki og aðilar er hafa hagsmuna að gæta varðandi bíla, stæðu að. í Iögunum er heimild til að veita verkstæðum leyfi til skoðunar, en varla er að búast við að þau verði veitt fyrr en hug- myndir eru mótaðar um framtíð- arfyrirkomulag eftirlits, að sögn Ólafs. Um hegðun í akstri og tillitssemi í kafla um umferðarreglur fyrir ökumenn eru ýms ákvæði, sem tryggja eiga snurðulausan akstur og auka umferðaröryggi. Öku- menn eiga að auðvelda innáakst- ur af svokölluðum aðreinum, t.d. með því að skipta um akrein ef það er hægt. Sá sem inn á akr- einina kemur á að laga hraða sinn að þeirri umferð sem fyrir er. Bannað er að torvelda framú- rakstur og á að víkja eins langt til hægri og hægt er. f þéttri umferð, má aka fram úr hægra megin þar sem tvær eða fleiri akreinar eru. Það má aðeins gera af nausyn, Sumir eru kvíðnir vegna nýrra tjóns- tilkynnínga, en aðrir láta þær ekki raska ró sinni. þ.e.a.s. ef til stendur að beygja, eða leggja ökutæki. Að rása á milli akreina til að reyna að flýta för sinni er ekki leyfilegt. Nú má ekki lengur aka yfir á vegamótum, sem stjórnað er af umferðarljósum, nema ljóst sé að menn komist yfir á grænu ljósi. Með þessu ákvæði á að hreinsa gatnamót, en borið hefur á því í þéttri umferð að bílar teppist á miðjum gatnamótum og loki leið þeirra sem eiga réttinn sam- kvæmt ljósunum. Veita á öllum hópbifreiðum forgang, þegar þær gefa merki um að fara frá biðstöð í þéttbýli. Ökumenn þeirra þurfa samt eftir sem áður að sýna aðgát. Sérstaka aðgát á einnig að sýna, þar sem merkt skólabifreið hefur numið staðar til að hleypa farþegum inn og út. Of mörg slys verða vegna þess aö hugurinn er víðsfjarri akstrinum. Hér hefur vaknað fyrr en við árekstur. Ákvæði um umferðarhraða bundnu slitlagi utan þéttbýlis, hafa þegar tekið gildi, og var hækkaður úr 80 km á klukku- hámarkshraði á vegum með stund í 90. Heimild er í lögum til Öryggi og þægindi fyrir barnið Viltu láta fara vel um barnið þitt í bílnum! Eigum mikið úrval af vönduðum og viðurkenndum barnabílstólum og púðum frá 0-12 aldurs Bæði viðurkenndur öryggisstóll fyrirbörníbíl og heimilisstóll fráfæðingutil 9mán.aldurs Fæst einnig á bensín- stöðvum OLÍS Þægilegurstóllmeð mörgum hallastillingum. Sérlega gott áklæði og festingarfylgja. Stóll f rá 6 mán. - 4 ára Fæst einnig á bensín- stöðvum OLÍS bobob Hágæða bílstóll. Hallastmeð fis- léttu átaki. Margir litir. Stóllfrá6mán. -4ára PÚÐAR 0G BELTI Gleymiðekki eldri börnunum. Eigumpúða og bökfyrir3-12 ára. Einnig bíl- belti og burðar- rúmsfestingar „óvart" verið valin vitlaus akrein og ekki að hækka hámarkshraðann í 100 km á klst., ef aðstæður leyfa. Óli H. Þórðarson taldi að ákvörðun- in um að leyfa aukinn hámarks- hraða hefði ekki verið til góðs og átt sinn þátt í aukningu slysa. Um 100 km heimildina sagði hann að engir vegir væru til fyrir slíkan

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.