Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 12
SVONA GERUM VIÐ í UMFERÐINNI Hresst upp á bílinn á bflaþjónustu Það eru margir sem nota sér aðstöðu á bílaþjónustum til að vinnuna og rabba aðeins um afhverju þeir væru að standa í þess lagfæra sjálfir bíla sína og þrífa þá bæði hátt og lágt. Er við litum sjálfir. Einnig varhleraðeftirþvíhvernigfólkilitistánýumferðai inn á BÍLKÓ í Kópavogi síðdegis á fimmtudegi voru margir þar að lög og ástandið í umferðarmálum yfirleitt. sinna bílum sínum. Menn tóku því ekki illa að vera truflaðir við Konan þrífur, karlinn gerir við Á bílaþjónustunni er hægt að leigja ýmiss hjálpartæki til við- gerða og einnig verða menn að greiða 200 kr. á klukkustund fyrir plássið. Það verð gæti hækkað á næstunni, ef af áform- um ríkisins um 25% söluskatt af lcigunni verður. Villhjálmur Þorláksson, starfs- maður í BÍLKÓ, tjáði okkur að bílaþjónustan væri meira notuð til að þrífa bíla en gera við. Kon- urnar virtust vera mest í því að halda við ytra útliti bílsins, en karlarnir sæju um viðgerðirnar. Vilhjálmur sagði að mikið væri um að menn leituðu ráða hver hjá öðrum um viðgerðir, en taldi ó - líklegt að hægt væri að plata ein- hvern til að gera við fyrir sig, ef maður vissi ekkert í sinn haus um vélbúnað bíla. Er Vilhjálmur var inntur eftir skoðun á nýju umferðarlögun- um, svaraði hann því til, að það litla sem hann hefði heyrt virtist vera í lagi. Hann taldi aðalvand- ann í umferðinni nú vera of mik- inn hraða og tillitsleysi. Fólk væri líka of óákveðið og seint að taka við sér ef verið væri að gefa því tækifæri. Vilhjálmur telur of mikinn hraða og tillitsleysi vera aðalvandamálin í umferðinni. Spararum 16.000 á að skipta sjálfur um kúplingu „Þetta er bara hobbí hjá mér. Ég geri yfirleitt við sjálfur og set því bílinn mjög sjaldan á verk- stæði,“ sagði Valgeir, sem var niðursokkinn í að skipta um kúpl- ingu í bílnum sínum, ásamt að- stoðarmanni. Hann var ekki lengi að reikna út hvað hann sparaði á því að gera þetta sjálfur. „Á verkstæði þyrfti að borga fyrir 5-6 tíma vinnu og með varahlutum yrði reikningurinn um 20.000 kr. Með því að skipta sjálfur um hérna næ ég kostnaðinum niður í 3-4000 og spara því um þrjá fjórðu af verð- inu.“ En ætli viðgerðin verði eins góð og á verkstæði ? „Ekki síðri,“ svaraði Valgeir, sem sagðist hafa unnið á bifreiðaverkstæði og vissi alveg hvað hann væri að gera. í ljós kom að Valgeir er frá Akranesi og taldi hann umferð- armenninguna í þeim bæ vera ömurlega. Umferðin einkenndist af almennum sofandahætti, en þó væri merkilega lítið um slys. Staf- aði það líklega af því að æki keyrði yfirleitt mjög hægt þar. Honum leist vel á nýju um- ferðarlögin og fannst að ef sett væru lög þá ætti að sjá til þess að fólk færi eftir þeim, annars gerðu þau ekkert gagn. Valgeiri fannst ekki mikið mál að gera sjálfur við bílinn sinn og var viss um að viðgerðin yrði ekki síðri en á verkstæði. Ekki sama stress í um- ferðinni á Akureyri Þau Stefán Antonsson og Ólöf Jónsdóttir frá Akureyri fylgdu hefðbundinni verkaskiptingu, hún ryksugaði og hann skipti um peru. Reyndar sagði Stefán að þetta væri bara undantekning, því hann þrifi bílinn venjulega sjálfur í hverri viku. „Ég geri mikið við og reyni að gera allt sem ég get sjálfur," sagði Stefán. Kvaðst hann ekki endi- lega vera að reyna að spara, held- ur þætti honum gaman að gera við bflinn. „Ég nota alltaf belti og ljós, svo að nýju lögin bitna ekki á mér,“ sagði Stefán, en honum leist ekk- ert á tjónstilkynningarnar. „Ég hef ekki trú á að fólk nái samkomulagi og það er líka hætta á svindli." Þau Ólöf og Stefán voru sammála um að það væri allt öðruvísi að keyra á Akureyri en í Reykjavík. Fyrir norðan væri bæði minni hraði og ekki líkt því sama stress á fólki í umferðinni. Stefán og Ólöf frá Akureyri sögðust alltaf nota Ijós og bílbelti og því bitnuðu nýju umferðarlögin ekkert á þeim. Myndir E.ÓI. 12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Flmmtudagur 25. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.