Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 14
í UMFERÐINNI Hægri umferð Dauðaslysum fækkaði um allan helming Aukin tillitssemi og varkárni vegna nýjabrumsins varð til að stórbæta umferðarmenninguna — í bili Hægri umferðin var lögfest í maílok árið 1968, en það ár hefur aigera sérstöðu á nýígarðgeng- inni bflaöld okkar Isiendinga hvað varðar dauðaslys í umferð- inni, en þá urðu þau aðeins sex talsins. Árið á undan urðu dauðaslysin í umferðinni 20, og 19 árið 1966. Þessar tölur sýna betur en mörg orð hvílíka framför hægri breytingin táknaði í mannslífum talið. Dýrðin stóð þó ekki lengi; árið 1969 urðu 12 dauðaslys í um- ferðinni - helmingsaukning - og 20 árið 1970. Síðan hafa þau lengst af verið milli 20 og 30 á ári, en þungbærastur varð þessi blikkbeljuskattur árið 1977. Það ár létust hvorki fleiri né færri en 37 íslendingar í umferðinni, og svo gripið sé til handhægs og al- gengs samanburðar við fólks- fjölda er engu líkara en þjóðin hafi staðið í mannskæðum styrj- aldarrekstri, slíkt hefur mannfall- ið verið í umferðinni. Á H-degi og nágrenni hans í tímanum var fólk hvatt til að brosa í umferðinni og sýna þolin- mæði og langlundargeð. Við þessu var almennt orðið, og getur talnaromsan hér að framan þén- að sem lítið dæmi því til staðfest- ingar. Allt að því einkennilegt til þess að hugsa hvað fólk lagði sig í rauninni fram, að minnsta kosti miðað við þá umferðarterrorista sem nú vaða uppi og skirrast ekki einu sinni við að aka yfir á rauðu, en sú dauðasynd þykir öðrum al- varlegri í umferðinni. Þetta gengur þannig fyrir sig að síðbú- inn ökuþór sér grænt ljós fram undan sér breytast í gult, og á enn eftir 200 metra í gatnamótin eða svo. Þá er hraðinn keyrður upp og flengst yfir á rauðu og ekki aldeilis hugað að smámunum eins og þeim að einhver kunni að vera að silast af stað á beygjuljósun- um. f sjálfu sér þarf engin orð um þvílíkan hálívitahátt, en borið saman við þá sem voru að mynd- ast við að brosa í ókunnuglegri hægri umferð fyrir tuttugu árum er afturförin með ólíkindum. Hægri breytingin táknaði nokkra nýsköpun í áróðurstækni á sínum tíma. Ótal kynningar- fundir voru haldnir vítt og breitt um landið, en að auki var auglýst grimmt í fjölmiðlum, og til muna meira en maður minnist um önnur mál frá þessum tíma. Og ekki er fyrir það að synja að allur sá „bægslagangur" hafi farið fyrir brjóstið á einhverjum. Til að mynda helgar Þjóðviljinn um- ferðarbreytingunni leiðarabút á H-deginum sjálfum, en óþarfa já- kvæðni hefur sjaldnast þótt þvæl- ast að marki fyrir þessu blaði eins og kunnugt er. f leiðaranum segir að deilurnar um þetta mál séu væntanlega hljóðnaðar, „en hitt mun almannarómur að þarfleysa hafi verið að henda mörgum milj- ónatugum í þessa breytingu nú á þessu ári.“ HS 30 Hægri breyting 20 10 •:<4 fc m m w 1966 'ez'eö'eg 707172 73 19 20 6 12 20 21 23 25 Fjöldi dauðaslysa H-dagur Skólaferðalaginu flýtt Bílstjórar stöppuðu í sig hægra stálinu með því að blikka ljósum á H-degi, en mest hætta var talin á að vinstri villan sækti að þeim úti á þjóðvegum Breiðholt — Kópavogur Látiö kunnáttumennina smyrja bílinn á smurstöóinni ykkar SMURSTÖÐ ESSO Storahjalla 2, Kópavogi Sími 43430 Snjólfur Fanndal £sso „Við gildistöku hægri umferð- ar bætist við nýtt, en tímabundið tilefni til umferðarslysa, sem rekja má beint til umferðarinnar sjálfrar,“ segir í nær tuttugu ára gömlu ávarpi Framkvæmda- nefndar hægri umferðar, en ávarpið birtist sem heilsíðuaug- lýsing í dagblöðunum daginn sem breytingin gekk í gildi, 26. maí 1968. Að dómi þeirra sem mest unnu að undirbúningnum var mesta slysahættan fólgin í því að vinstri villan læddist að bílstjórum í langferðum úti á þjóðvegum. Fjöldi merkja var settur upp til að setja undir þennan leka og minna menn á nýja umferðarsiði. Eins voru bílstjórar hvattir til að blikka aðalljósum áður en bílar mættust, og stappa þann veg í sig hægra stálinu. Og víst er um það að ókunnug- leikahættan var tekin alvarlega; blaðamaður á sér til að munda þá endurminningu frá H-deginum að skólaferðalaginu hans var flýtt það vorið, og þá til að sleppa heim áður en breytingin skylli á. Þetta var reisa á þann fallega stað Hornafjörð, og reyndar fengum við dulítinn ísjakabónus við Ing- ólfshöfða ef ég man rétt, en þetta vor lá ís við landið og náði alla leið til Skaftafellssýslna. En það þótti sem sagt ekki rétt að vera að þvælast úti á vegum á H-degi. Því var keyrt í bæinn í djöfulmóð á laugardeginum og ekki um það skeytt að ferðin kortaðist um einn dag, en sunnu- 26-5 1968 daginn 26. maí 1968 gekk svo hægri umferðin í gildi. HS Túrbínuviögeröir — vélastillingar Einnig viðgerðir á aiternatorum og startörum. Ath. allri viðgerð fylgir ábyrgð VERIÐ VELKOMIN 14 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 25. febrúar 1988 V J K VÉLAVERKSTÆÐI J. KJARTANSSONAR HELLUHRAUNI 6 SÍMI 91-652065

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.