Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 16
í UMFERÐINNI Erum að reyna að breyta vinnubrögðum KristjánG. Tryggvasoní Tjónaskoðunarstöðinni ræðir um tilraunir til að koma á nýjum aðferðum í samskiptum tryggingafélaga og verkstæða, ófullnægjandi bifreiðaeftirlit og þörfá rannsóknanefnd umferðarslysa Er leitað var eftir viðtali við Kristján um starfsemi Tjóna- skoðunarstöðvarinnar og mál er tengjast auknu umferðaröryggi, sagði hann að nú væri einmitt rétti tíminn til að ræða þau mál. Ymissa breytinga væri að vænta á næstunni og ekki vanþörf á því að hans mati. Tjónaskoðunarstöðin tók til starfa í ágúst og standa Almennar tryggingar og Brunabót að henni. Kristján sagðist hafa verið búinn að berjast fyrir því í eitt og hálft ár, að sett yrði á fót svona skoðunarstöð, þegar þessi tvö tryggingafélög riðu á vaðið. „Þetta er það sem koma skal,“ sagði Kristján. Hann hefurkynnt sér hvernig V-Þjóðverjar haga meðferð tjónabíla og bifreiðaeft- irliti og telur kerfi þeirra verðuga fyrirmynd fyrir okkur fslendinga. Stundum óánægja meö mat á gömlum bílum Með tilkomu Tjónaskoðunar- stöðvarinnar gefst tækifæri til nákvæmari skoðunar á skemmd- um, sem bflar verða fyrir í um- ferðaróhöppum, en hægt var að framkvæma utandyra. A grund- velli þeirrar skoðunar er væntan- legur viðgerðarkostnaður metinn lið fyrir lið. Þegar tjón er talið vera yfir 50% af verði bílsins, þá kjósa tryggingafélögin að kaupa hann af eigandanum. Að sögn Kristjáns miðast kaupverð við gangverð, en að auki er tekið tillit til þess í hvernig ástandi viðkom- andi bifreið hefur verið. Hlutir eins og léleg dekk, ryð og lakk- skemmdir lækka verðið. „Það er helst að menn sætti sig ekki við mat á gömlum bílum og telja þá betri en okkar skoðun gefur til kynna. Ef bifreiða- eigendur eru óánægðir er hægt að fá dómkvadda matsmenn,“ sagði Kristján. Besta lausn taldi hann felast í því að koma á fót hlut- lausum dómstól til að meta tjón, því það ætti ekki að vera á valdi tryggingafélaganna að ákveða nvað eigi að bæta. „f>ó að fólk sé stundum óánægt með mat, þá eru líka dæmi þess að fólk svindli á tryggingafé- lögum, t.d. með því að fá sama hlutinn bættan oftar en einu sinni. Þeirsem eru með almennar tryggingar eru ekki skyldugir til að láta gera við bílinn, þó að þeir fái tjónið borgað." Hvar enda þeir bílar sem tryg- gingafélögin kaupa? Er ekki hætt við að þeir komist aftur á götuna án þess að nægilega vel sé staðið að viðgerð? „Við höfum upp- boð á keyptum tjónabílum á mánudögum og seljum 15-20 bfla í hverri viku. Það mætir alltaf maður frá bifreiðaeftirlitinu og tekur út þá bíla sem á að selja. Um helmingur þeirra er afskráð- ur og þegar þeir koma til skrán- ingar að nýju, eiga þeir ekki að fá skoðun nema vottorð fylgi um að viðkomandi bíll hafi verið réttur af fagmanni." Reynt að tryggja gæði viðgerða Ein af nýjungunum, sem tekn- ar hafa verið upp með Tjóna- skoðunarstöðinni, er að gera sundurliðaða kostnaðaráætlun fyrir viðgerð hvers tjónabíls. Að sögn Kristjáns er hér kominn vís- ir að því að bjóða út viðgerðir til verkstæða, en þetta sé ekki hugs- að þannig að þau keppi.hvert við annað með undirboðum, því það myndi bara bitna á vinnunni. „Við erum ekki að ganga í skrokk á mönnum, heldur kenna þeim nýjar aðferðir," svaraði Kristján, þegar spurt var hvort verið væri að veita verkstæðunum aðhald. „Það fær enginn að vinna fyrir okkur nema hann hafi réttindi. Við setjum gæðin á viðgerðinni í fyrsta sæti og þetta mun koma vel út fyrir bifreiðaeigendur, því þeir geta treyst því að vel verði staðið að viðgerðinni. Núna erum við með viðskipti við um 20 af 100 verkstæðum á höfuðborgarsvæð- inu og fleiri geta bæst við ef þau reynast vel.“ Hann sagðist vera hlynntur því að verkstæði bæru ábyrgð á vinnu sinni og ef rekja mætti óhapp beint til lélegra vinnubragða, hefðu tryggingafélögin endur- kröfurétt á verkstæðin. Sem dæmi tók hann að skrá bæri í skoðunarvottorð hver festi drátt- arkrók á bíl. Ef hann gæfi sig væri mögulegt að draga viðkomandi til ábyrgðar. Kristján telur íslensk verkstæði hafa verið á niðurleið, þar sem þau hafi átt í erfiðleikum með að kaupa nauðsynlegar vélar og tæki vegna hárra tolla. Það standi þó til bóta nú, því tollar á þessum vörum hafi lækkað við breytingar á tollakerfinu. Bifreiðaeftirlit óviðunandi Er talið barst að öryggisútbún- aði bíla, sagði Kristján að þeir fengju daglega bíla sem lent hefðu í óhöppum vegna lélegs búnaðar. Einkum væri dekkjum og hemlum ábótavant. „Til að bæta úr því, þarf bæði að hafa verð á dekkjum og varahlutum viðráðanlegt og herða eftirlit. í Þýskalandi er eigandi ábyrgur ef hann mætir ekki í skoðun á rétt- um tíma og sannað þykir að rekja megi slys til ófullnægjandi ást- ands ökutækis. Hér geta menn fengið allt bætti, þótt þeir keyri á ónýtum dekkjum eða gjöreyði- leggi bíla í hraðakstri.“ Kristján nefndi einnig að eftir- lit með atvinnutækjum og at- vinnubflstjórum væri allt of lítið hér. Engar reglur segðu til um hve lengi bflstjórar mættu aka án hvíldar. f Þýskalandi þyrftu menn að hafa sérstakan ökurita í bílnum, sem skráir hversu lengi bílnum er ekið og hlé á akstri. Er það mikilvæg öryggisráðstöfun, því ofþreyta kemur fljótt niður á aksturshæfni. Bifreiðaeftirlit hér taldi Krist- ján vera í niðurníðslu. Nauðsyn- legt væri að skoðun færi fram í húsum með tilheyrandi tækjum, t.d. til hemlaprófunar. Allt of mörgum hættulegum bflum væri líka hleypt í gegn. „Það er skortur á skynsemi að hleypa ryðguðum bílum í gegnum skoðun, því ör- yggi farþeganna er stórlega skert ef þeir lenda í árekstri eða veltu. Þó að einum bíl sé hent er það minna mál en örorka mann- eskju.“ Kristján sagði að breytinga væri að vænta á bifreiðaeftirliti og ynni 10 manna nefnd að endur- skoðuninni. Var auðheyrt að honum sárnaði að hafa ekki valist í þann hóp, þar sem hann hefði kynnt sér þessi mál vel í öðrum löndum. „Það stendur til að stofna nýtt fyrirtæki, sem ríkið, tryggingafélög og bílaumboð yrðu aðilar að. Ég teldi það mjög gott ef verkstæðum yrði einnig veitt leyfi til skoðunar. Þau mundu þá skrá hvað væri að, en HEMLAHWTIR í VORUBILÁ Hemlaborðar í alla vörubíla. Hagstætt verð. Betri ending. Stilling Skeifunni 11,108 Reykjavik Símar 31340 & 689340

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.