Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 25.02.1988, Blaðsíða 19
ÖRFRÉTTIR ERLENDAR FRÉTTIR Suður-Afríka „Nú stefnir í styrjöld“ Leiðtogar blökkumanna íSuður-Afríku á einu máli um að bann stjórnvalda við starfi andófsflokka muni auka átöksvartra og hvítra Stál I stál. Ráðamenn I Pretóríu leggja bann við friðsamlegu andófi blakkra og draga stálglófana á hendur sér. Skákmótið í spænsku borginni Linares kem- ur oss mörlöndum að því leyti við að þar er hið nýja óskabarn þjóð- arinnar meðal þátttakenda, sjálf- ur Jóhann Hjartarson. f gær- kveldi var tefld önnur umferðin á móti þessu og urðu úrslit sem hér segir: Chandler vann Nicolic og Georgiev vann Tsjíburdanidze. Jafntefli gerðu Timman og Port- isch, Jusupov og Beljavskij, Lju- bojevic og Nunn. Skák Jóhanns og Spánverjans llescas fór í bið eftir 40 leiki. f fyrstu umferð laut okkar maður ( lægra haldi fyrir Nunn sem er efstur ásamt Jusup- ov, Beljavskij og Timman með 1,5 vinning. Jóhann er vinnings- laus. Æfir af reiði hengdu nokkrir Palestínumenn einn landa sinna á vesturbakka Jóradanár í gær. Hópur manna hafði safnast saman fyrir utan heimili hans í þorpinu Khabatijeh og haft hátt um meintar njósnir hans fyrir ísraelska herinn. Fólkið lagði eld að hýbýlunum og hóf hann þá skothríð úr israelskri vél- byssu sinni. Fjögurra ára gamall drengur lét lifið og 13 menn særðust. Þegar púðurreykurinn þynntist varð skotmaðurinn góm- aður og hengdur formálalaust í næsta raflínustaur. í stað heng- ingarólar var notast við þjóðfána Palestínumanna. Sovétmenn munu í dag hefja brottflutning kjarnflauga frá tveim herstöðvum i Austur-Þýskalandi. Að sögn embættismanns utanríkisráðu- neytisins í Austur-Berlín er ætlast til þess að bandarískir öldunga- deildarþingmenn höggvi eftir þessu og hespi af staðfestingu á samningi Reagans og Gorbat- sjovs um eyðileggingu meðal- drægra kjarnflauga sinna. 60 konum og börnum var í gær bjargað úr höndum þrælasala í Bangladesh, steinsnar frá landamærunum að Indlandi. Ætlan glæpamannanna var að smygla þeim yfir til nág- rannarikisins og selja þau síðan. Fyrir konurnar voru indversk og pakistönsk hóruhús talin ákjós- anlegur markaður en börnin átti að selja til slátrunar fyrir 60 dali stykkið. Eftir aflffun átti að hirða nýru þeirra og græða þau í ein- hvern fjársterkan þurfaling. Leiðtogi repúblikana í öldunga- deild Bandarfkjaþings, Róbert Dole, vann í gær sigur í tvennum forkosningum flokks síns fyrir forsetakjör. Þær fóru fram f fylkjunum Suður-Dakótu og Minnesótu. Demókratarnir Duk- akis og Gephardt unnu sitt kjör- dæmið hvor í prófkjöri flokks sfns. Velgengni Doles í fylkjunum tveim hefur fremur auglýsinga- gildi en stórpólitíska þýðingu því um sárafáa kjörfundarfulltrúa var teflt. George Bush varafor- seta hlýtur þó að hafa brugðið þegar talningarmenn beggja prófkjöra tjáðu honum að Pat Ríkisstjórn skinnbleika minni- hlutans f Suður-Afríku lagði í gær blátt bann við starfí 17 stjórnmálasamtaka þeldökkra og lagði mikiar hömlur á starf verkalýðssambands svartra, Cos- atu. Þessar gerræðislegu ákvarð- anir eiga rót að rekja til „neyðar- ástandsins“ sem Pretóríustjórnin skóp einhliða fyrir tæpum tveim árum með reglugerð. Leiðtogar blökkumanna mótmæltu hástöf- um f gær og sagði biskupinn og nóbelsverðlaunahafinn Desmond Tutu: „Nú stefnir í styrjöld.“ Af þeim sautján stjórnmála- samtökum og flokkum sem bann- að var að starfa í gær munar mest um Lýðræðislegu einingar- fylkinguna (UDF) með þrjár miljónir félaga. Af öðrum stjórnmálahópum má geta Al- þýðusamtaka Azaníu, en félagar þeirra leggja rækt við „afríska vit- und“ og menningu; Samtök for- eldra fanga, sem berjast gegn geðþóttahandtökum lögreglu og fyrir rétti fólks sem situr á bak við lás og slá án dómsúrskurðar, og Baráttuhóp um frelsi Nelsons Mandelas. Alþýðusambandi blakkra, Cosatu, er ennfremur fyrirmunað að hafa afskipti af nokkru því er ráðamenn skil- greina hverju sinni sem „stjórnmál." Það féll „laga og reglumála- ráðherra" hvítu minnihlutast- jórnarinnar í skaut að láta boð þetta út ganga í gær. Hann er Búi einsog margir kollega hans, það er af hollensku bergi brotinn, og heitir Vlok. Vlok sagði einræðist- ilskipanir stjórnar sinnar eiga að binda enda á „byltingarandrúm- sloftið" í landinu. Þeir sem gerst þekkja til í Pretóríu segja fulljóst að ríkisstjórn Þjóðarflokksins óttist aukið fylgi og vaxandi áhrif fasistahópa hægra megin við flokk sinn og vilji því koma til móts við kröfur þeirra um algert afnám mannréttinda þeldökkra. Leiðtogar blökkumanna og mannréttindafrömuðir for- dæmdu fyrirmæli Pretóríustjórn- Robertson, sjónvarpsklerkurinn fyrrverandi, hefði skotið honum ref fyrir rass og hafnað í öðru sæti í báðum fylkjum. Bush leggur nú höfuðáherslu á „stóra þriðjudag- inn“, kvennadaginn 8. mars, en þá verða forkosningar í 20 fylkj- um suðursins heita. Þar er Ro- bertson á heimavelli og víst er að „hulduher“ endurskírenda hans vinnur ötullega að velgengni hins heilaga manns. Mikhael Dukakis, fylkisstjóri í Massachusetts, vann í Minnesótu og hreppti annað sætið í Suður- Dakótu. Hann hefur því, að mati fréttaritara Reuters, sýnt og sannað að hann getur staðið sig vel utan Nýja Englands. arinnar harðlega í gær. „Stjórnvöld hafa í hyggju að brjóta alla stjórnmálaandstöðu svertingja á bak aftur og má einu gilda þótt hópar og samtök hafi ætíð beitt sér fyrir friðsamlegu andófi, allt á að berja niður með stálglófanum...nú stefnir í styrj- öld.“ Frú Winnie Mandela, eigin- kona Nelsons, tók í sama streng þegar henni bárust spurnir af ákvörðun ráðamanna. Nú hefðu þeir skvett olíu á eldinn og stór- aukið líkur á að til alvarlegra átaka dragi með hvítum og dökkum. Mótmæli bárust enn- fremur erlendis frá. Sir Geoffrey Howe, utanríkisráðherra Bret- lands, kvaðst vera bæði sár og gramur en hvatti stjórnarand- Richard Gephardt, fulltrúa- deildarþingmaðurinn sem fór að berjast gegn kerfinu þegar Gary Hart féll frá sökum kvennafars, sigraði í Suður-Dakótu einsog í Iowu fyrir skemmstu. Hið eina sem vakti undrun manna í þessum forkosningum var prýðileg útkoma blökkumannaleiðtogans Jesse Jacksons í Minnesótu en þar stæðinga eindregið til þess að halda í vonina um friðsamlegar breytingar og afnám aðskilnaðar- stefnunnar. Fréttin barst skjótt manna á meðal í Soweto, stærstu blökku- mannabyggð Suður-Afríku, og var um fátt annað rætt en þessar nýju kúgunaraðgerðir hvíta minnihlutans. Ekki kom til upp- þota í gær þótt mönnum væri mjög heitt í hamsi. Foringjar þeldökkra og annarra kúgaðra kynþátta sögðu þó fullvíst að banninu yrði ekki tekið með þegjandi þögninni. Einn af stofn- endum UDF, séra Allan Bösek, sagði að þar eð allt friðsamlegt andóf gegn aðskilnaðarstefnunni væri nú ólöglegt myndi fólk álykta á þá leið að valdbeiting hreppti hann annað sæti. Niður- staðan er sérstaklega athygli- sverð fyrir það að sárafáir svert- ingjar eru búsettir þar í fylki. Þetta bendir með öðrum orðum til þess að hann eigi vaxandi fylgi að fagna meðal hvítra manna. Jackson er spáð velgengni á kvennadaginn því hann á ætt og óðul í myrkviðum suðursins. Reuter/-ks. væri eina færa leiðin í baráttunni fyrir frelsi. Reuter/-ks. Pakistan/Afghanistan Kanar sak- aðir um svik Skœruliðar afghanskra múslima telja Bandaríkjastjórn sitja á svikráðum viðsig Einn af helstu leiðtogum afg- hanskra múslima og andstæðinga Kabúlstjórnarinnar bar í gær Bandaríkjamönnum á brýn að þeir brugguðu launráð með Sov- étstjórninni, sér og Pakistan- stjórn til meinsemdar. Gulbuddin Hekmatjar gaf þetta í skyn í boði í íslamabad. Ásakanir sínar ber hann fram á sama tíma og ljóst má vera að vaxandi ágreinings gætir milli ráðamanna í Pakistan og Was- hington um mikilvægi þess hvort samið verði í Genf um myndun bráðabirgðastjórnar í Kabúl áður en brottflutningur sovéska hers- ins hefst úr Afghanistan eða hvort slíkt verði látið liggja milli hluta uns dátarnir eru komnir heim. Kremlverjar ogvinirþeirra í Kabúl hafa lagt á það höfuð- áherslu að það sé Afghana sjálfra að mynda stjórn en skæruliðar múslima vilja að samningar um bráðabirgðastjórn og „herinn burt“ haldist í hendur. „Mér virðist stórveldin hafa samið um brottför Sovétmanna án þess að Mujahideen stjórn verði mynduð áður,“ sagði Hek- matjar. Hann sakaði stórveldin ennfremur um að vilja hefja fyrrum kóng, Zahir Shah, til valda á ný. Hann klykkti út með því að hóta báli og brandi uns síðasti „kommúnistinn“ hefði snýtt rauðu, hann ætti enn vini í íran ef svo færi að Bandaríkja- stjórn kúgaði Pakistani til hlýðni. Reuter/-ks. Flmmtudagui 25. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SfÐA 19 Bandaríkin Dole aftur árol Leiðtogi Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni hristi afsérslenið og vann tvo auglýsingasigra. Jakcson nýtur vaxandi fylgis hvítra • ^ Jesse Jackson hafnaöi í öðru sæti í Minnesótu en þar búa fremur fáir blökku- menn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.