Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 1
Föstudagur 26. febrúar 1988 46. tölublað 53. árgangur VMSÍ - VSÍ Utanríkismál Skýrsla Steingríms Kjartan afgreiðirJón Baldvin. Steingrímur svarar Matthíasi r Eg tel að ekki eigi að blanda saman öryggismálum íslands og samskiptum okkar við Efna- hagsbandalagið,“ sagði Kjartan Jóhannsson á Alþingi í gær, í um- ræðu um skýrslu utanríkisráð- herra. Kjartan flutti áður langt mál um Efnahagsbandalagið og sagði að Alþingi ætti tafarlaust að setja á fót nefnd til þess að taka til sérstakrar athugunar þá þróun sem nú ætti sér stað í Evrópu og koma með ábendingar um hvern- ig æskilegt væri að tryggja hagsmuni Islands varðandi Efna- hagsbandalagið. Þá fjallaði hann um öryggis- og afvopnunarmál og kvað svo upp úr með að þessu tvennu mætti ekki blanda saman. Matthías Á. Mathiesen gagn- rýndi þá stefnubreytingu sem átt hefði sér stað við atkvæða- greiðslu íslands á vettvangi Sam- einuðu þjóðanna og Steingrímur Hermannsson svaraði honum fullum hálsi. Steingrímur sagðist t.d. tilbúinn að láta fara fram at- kvæðagreiðslu á Alþingi um af- stöðu okkar til frystingartillög- unnar. Sagðist hann ekki skilja afstöðu íslendinga til hinna að- skiljanlegustu atkvæðagreiðslna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna fram til þessa. Guðrún Helgadóttir sagði að þegar þessi skýrsla utanríkisráð- herra væri borin saman við skýrslur forvera Steingríms dytti mönnum helst í hug orðið glas- nost. -Sáf Sjá bls. 5 Samningur í burðarliðnum Stílfœrður Vestfjarðasamningur á borðinu í Garðastræti. 13-15% launahækkun til árs. Karvel Pálmason: Tekist á um stóru málin. Hvorki bjartsýnn né svartsýnn Samninganefndir Verka- mannasambandsins og at- vinnurekenda tókust á í gær- kvöldi um nánari útfærslu á ein- staka atriðum í nýjum kjaras- amningi. Samningafundur hafði þá staðið látlaust frá því um miðj- an dag á miðvikudag. - Ég er hvorki bjartsýnn né svartsýnn. Það er tekist á um stóru málin, sagði Karvel Pálmason, varafor- maður Verkamannasambands- ins, laust fyrir miðnættið í gær- kvöldi. Hann neitaði alfarið að svara nokkru um innihald samn- ingsdraganna. Samkvæmt heimildum Þjóð- viljans eru samningsdrögin stíl- færð útgáfa af Vestfjarðasamningnum. Gert er ráð fyrir að kauphækkanir verði einhversstaðar á bilinu 13-15% og gerðu heimildamenn Þjóðvilj- ans því skóna að innan við eitt prósentustig skildi á milli þeirra samningsdraga sem menn væru að virða fyrir sér í Garðastræti og Vestfjarðasamningsins. En eins og kunnugt er fór VMSÍ fram á um 30% launahækkun. Eftir því sem blaðið komst næst er í samningsdrögunum gert ráð fyrir sömu starfsaldurshækk- unum og í Vestfjarðasamning- num, að viðbættri hækkun eftir 5 ára starfsaldur. Jafnframt er gert ráð fyrir desemberuppbót, sem nemur um 4000 krónum, og að gildistími nýrra samninga verði til febrúarloka að ári liðnu. Ekki tókst að hafa spurnir af því hvaða útfærslu menn ræddu varðandi verðtryggingu launaliða. Meðal annarra atriða sem menn virtust hafa náð sáttum um var að einn eftirvinnutaxti gilti, þó með þeim frávikum að fyrir- tæki sem ekki vilji taka upp sveigjanlegan vinnutíma geti áfram greitt eftirvinnukaup að dagvinnu lokinni áður en nætur- vinna taki við. Samkvæmt heimildum blaðs- ins töldu sumir samninga- nefndarmanna VMSÍ sig ekki geta skrifað undir nýjan samning á grundvelli þeirra draga sem lágu fyrir í gær. Er blaðið fór í prentun í nótt stóð samningafundur enn yfir og var hald vonbetri manna að sam- komulag gæti hafa tekist fyrir fót- aferðartíma í morgun. -rk Þegar þessi mynd var tekin í gær- kvöldi höfðu samninganefndir verka- manna og atvinnurekenda verið lok- aðar inni í húsi Vinnuveitendasam- bandsins í Garðastræti í meira en sól- arhring. Á viðurkenndu táknmáli kjaraviðræðna þýðir slík innilokun að nú skuli reynt til þrautar. í hléum milli viðræðulota er gott að rétta úr sér og gá hvort heimurinn utan við læstar dyrnar er ekki enn á sínum stað. j Lögreglan Asökuð um persónunjósnir Fyrirsát lögreglu, pósturinn opnaður. Lögreglustjóri hvorki játarné neitar Gengisfelling 6% Eg ákvað að höfða ekki mál gegn lögreglunni, heldur láta þetta koma fram í fjölmiðlum, segir Reykvíkingur sem sakar lögregluna í Reykjavík um ítar- legar persónunjósnir um sig í sl. mánuði. Frá máli mannsins, sem starfað hefur í hópi hvalavernd- unarmanna, er skýrt í nýút- komnu Þjóðiífi. Samkvæmt lýsingu mannsins vöktuðu óeinkennisklæddir iög- reglumenn á bflaleigubílum heimili hans daga og nætur vik- urnar fyrir ráðstefnu hvalveiði- þjóða sem haldin var hér í byrjun mánaðarins. Þá hafði póstur ver- ið opnaður og undarlegir skruðn- ingar heyrðust í heimilissíman- um, sem og í öðrum íbúðum í húsinu. Einnig veitti hann því eft- irtekt að hann var eltur af sömu bifreiðum dögum saman og einn- ig fylgdu menn honum eftir inn á veitingahús og aðra opinbera staði sem hann heimsótti á þess- um tíma. Hann náði að taka myndir að nóttu og degi til af óeinkennis- klæddum lögreglumönnum sem vöktuðu hús hans og segist annar lögreglumaðurinn í viðtali við Þjóðlíf hafa verið á þjófavakt. Hægt sé að taka myndir af öllu en það sanni ekki neitt. Bjarki Elíasson yfirlögreglu- þjónn segir í samtali við Þjóðlíf að ekkert óvenjulegt hafi átt sér stað. Menn hafi bara verið á vakt „á þessum slóðum.“ Böðvar Bragason lögreglustjóri í Reykja- vík segist hins vegar hvorki geta játað né neitað ásökunum um persónunjósnir. „Ég vil reyna að vita sem mest um innra starf lög- reglunnar og ætlast til að það sé ekki verið að pukrast með neina hluti án minnar vitundar." -Ig. Ríkisstjórnin sýnir samningsaðilum á spilinsín. Frekari aðgerðir til að styrkja stöðufiskvinnslunnar Talið er að ríkisstjórnin hyggist fella gengi íslensku krónunnar um 6% samhliða því að gerðir verði nýir kjarasamningar við verkafólk og að forsætisráðherra hafl ráðgast við Jóhannes Nordal seðlabankastjóra um þau mál. Það eru einkum flskverkendur sem þrýsta á að gengið verði fellt en til að styrkja stöðu fískvinnsl- unnar enn frekar er búist við að hætt verði við að leggja á hana launaskatt og að ríkisstjórnin á- kveði að halda áfram að greiða útgerð og fískvinnslu uppsafnað- an söluskatt. Talsmenn frystihúsanna hafa lýst því yfir að þeir muni ekki skrifa undir neina kjarasamninga nema þeir fái að vita hverjar fyr- irhugaðar efnahagsaðgerðir rík- isstjórnarinnar eru. óp Ráðhúsið Keyrt gegnum byggingamefnd Sjálfstœðismenn höfnuðu beiðnifulltrúa Alþýðuflokksins umfrest millifunda Við mótmæltum harðlega því gerræði sjálfstæðismanna í byggingarnefnd að neita fulltrúa Alþýðuflokksins um frest milli funda á afgreiðslu ráðhúss- málsins eins og hann á fullan rétt á samkvæmt gamalli hefð sem skapast hefur innan nefndarinn- ar. Málið er sett á dagskrá með einungis sólarhringsfyrirvara og það er Ijóst að sjálfstæðismenn ætla að keyra þetta í gegnum byggingarnefnd loksins þegar málið kemst þar inná borð, sagði Gunnar H. Gunnarsson, fulltrúi Alþýðubandalagsins í byggingar- nefnd Reykjavíkur. Harðorðar bókanir gengu á milli meiri- og minnihlutamanna á fundi byggingarnefndar í gær. Samþykkt var með atkvæðum sjálfstæðismanna að vísa ráð- hússmálinu til skipulagsnefndar, í brunatæknilega hönnun og senda það til grenndarkynningar. Fulltrúi Alþýðuflokks bað um frest milli funda, sem sjálfstæðis- menn höfnuðu og sögðu enga hefð fyrir frestun. -lg-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.