Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 2
-SPURNINGÍ.N— (Spurt á bókamarkaðn- um í Kringlunni) Ætlar þú aö versla mikið á bókamarkaðnum? Sólrún Skúladóttir dagmamma: Það fer eftir því hvað ég finn. Kannski kaupi ég einhverjar góð- ar barnabækur. Jón Auðunn Jónsson nemi: Það er ekkert fyrirfram ákveðið. Það má vera að maður finni eitthvað áhugavert. Ina Agústsdóttir nemi: Veit ekki. Helst vil ég finna eitthvað sem nýtist mér við nám- ið. Arnar Guömundsson Jaaa.... ekkert mjög. Ég ætla að reyna að finna Paddington. Guðmundur Hjörleifsson sjómaður: Já. Ég finn talsvert við mitt hæfi hér og sýnist mikið vera hægt að grúska. Húsnœðislögin Skilnaðarhvetjandi Gunnar Kristjánsson: Fengi óskert lán efvið hjónin skildum. Sr. Sigurður Haukur: Alvarlegþróun Eg hef áunnið mér full lífeyris- réttindi, en konan mín er í ó- lánshæfu námi og hefur engin. Fyrir bragðið skerðast mín rétt- indi um helming, og við hjónin værum því betur sett gagnvart húsnæðislögunum ef við skildum, sagði Gunaar Krístjánssoit húsa- stníðanemi. Eiginkona Gunnars, Margrét Erlingsdóttir, stundar nám við fjölbrautaskóla, en slíkt nám er ólánshæft. Samkvæmt húsnæðis- lögunum á hún engan lánsrétt, en í þokkabót skerðist lánsréttur Gunnars um helming vegna þess að hún er í námi. Ef hann á hinn bóginn sækti um lán einn og sjálf- ur fengi hann fullt lán í fyllingu tímans, og liggur ljóst fyrir af þessu dæmi að nýju lögin geta beinlfnis ýtt undir hjónaskilnaði. - Frá mínum bæjardyrum séð eru húsnæðislögin að ýmsu leyti Þórhalla Sveinsdóttir heldur hér á bókastafla sem undir eðlilegum kringumstæðum kostar um 15 þúsund en kostar á markaðnum 3 þúsund krónur. Bókamarkaður \\\r* bækurág -^*. iii verði ,Gamla krónan"ífulligildi. A fimmtaþúsundtitlar áfyrsta degiog titlumferfjölgandi Bókamarkaður Féiags ís- lenskra bókaútgefenda var opnaður í gær í Kringlunni. Hann verður opinn fram á sunnudag 6. mars og er á honum boðið upp á bækur sem legið hafa inni hjá bókaforlögunum mislengi. Bæk- urnar eru gamlar og nýjar, sú elsta frá 1915 og sú yngsta frá því í fyrra en umfram allt eru þær all- ar ódýrar. Meðalverð bókanna á markaðnum er 250 krónur. Ferðaskrifstofa ríkisins Fumvaip um sölu væníanlegt Kjartan Lárusson: Þriðja tilraun tilsölu á 10 árum. Málaðþessum atrennum linni Samgönguráðherra undirbýr nú frumvarp um sölu Ferða- skrifstofu ríkisins. Kjartan Lár- usson, forstjóri FR, segir að í drögunum hafi starfsfólkið fork- aupsrétt og þau séu að kanna hvað sé í buddunum. Kjartan sagði að í 50 ár væri búið að ræða um sölu bæði í opin- berum fjölmiðlum og á Alþingi og væri mál að því linnti. Þetta væri þriðja atrennan til að leggja fyrirtækið niður á 10 árum og væri þessi óvissa slæm fyrir starfs- fólkið, stöðu fyrirtækisins og framtíð. Sagði hann að rætt hefði verið við starfsfólkið um þetta frumvarp, en taldi að eðlilegast væri að hann hefði enga skoðun á því sérstaklega. Hins vegar væri ekkert því til fyrirstöðu að selja Ferðaskrifstofu ríkisins. mj Að jafnaði er markaðurinn op- inn frá kl. 10-19 en þó frá 10-20 á föstudögum, 10-18 á laugar- dögum og 12-18 á sunnudögum. Nú er bryddað upp á þeirri nýj- ung að bjóða sérstaka bókapakka sem eru flokkaðir eftir efni og aldurshópum og seldir á afar hag- stæðu verði. 70-80 þúsund bækur seldust á markaðnum í fyrra og búast for- ráðamenn hans við viðlíka sölu þetta árið. - Bókasöfnin sjá sér mikinn hag í því að kaupa eldri titla því þau eru of fjársvelt til að geta keypt það magn nýrra bóka sem þau þyrftu árlega, sagði Jens Pétur Hjaltesteð, framkvæmda- stjóri Pennans, en Penninn sér einmitt um markaðinn að þessu sinni. Sérstaka athygli vekur að bókamarkaðurinn er nú einnig opinn á sunnudögum en það hef- ur ekki fyrr verið heimilað innan borgarmarkanna. - Það verður sannkölluð helgarstemmning hér í Kringlunni því veitingahúsin hér verða opin og börnin fá að njóta sín í sérstakri leikaðstöðu, sögðu forráðamenn markaðarins. -tt skilnaðarhvetjandi. Það kemur iðulega fram í viðtölum okkar sóknarprestanna við fólk að það verður að skilja til að geta nýtt sér það sem kerfið hefur upp á að bjóða, sagði sr. Sigurður Haukur Guðjónsson í Langholtspresta- kalli. Hann sagðist álíta að kir- kjan hefði verið andvaralaus gagnvart þessari alvarlegu þróun: „Það er vegið að fjölskyldunni á margan veg, og ekki síst þenn- an," sagði hann. - Það er f raun og sannleika ömurlegt að standa frammi fyrir fólki sem hefur lýst því yfir að skilnaðurinn sé ekkert annað en gabb. Mörgum er ákaflega sárt að ganga í gegnum slíkt og því- lfkt, en segja jafnframt að allar dyr séu lokaðar að öðrum kosti og að þeim sé beinlínis ráðlagt að skilja, sagði sr. Sigurður. __________________________HS Olíulekinn Nýttvatnsból Magnús Guðjónsson, heilbriðiseftirliti Suðurnesja: Nýtt vatnsból er eina lausnin tilframbúðar. Líkinditil að olían berist íátt að vatnsbóli Keflvíkinga við Þverholt Nýtt vatnsból og ný vatnsveita fyrir Keflavík og Njarðvík er eina varanlega lausnin. Jafnvel þó að vatnsbólin hafí ekki meng- ast þegar, getum við ekki verið fyllilega vissir um að olía berist ekki í þau, sagði Magnús Guð- jónsson, forstöðumaður heili- brigðiseftirlits Suðurnesja, í sam- tali við Þjóðviljann í gær er hann var inntur eftir ferðum olíunnar sem lak úr olíubirgðasvæði hers- ins í desember s.l. Magnús sagði að svo virtist sem olían leitaði í gagnstæða átt við það sem menn höfðu spáð. Reiknað var með að olían leitaði beina leið til sjávar þegar hún væri einu sinni komin niður á grunnvatnsborðið. Líkindi eru talin fyrir því að olían seytli í norð-austlæga átt, í áttina að vatnsbóli Keflavíkinga við Þver- holt. Magnús sagði að í undirbún- ingi væri að bora nýja borholu um það bil miðja vegu milli vatns- bólsins í Þverholti og þess staðar þar sem óhappið varð, svo mönnum gæfist ráðrúm til að grípa til viðeigandi aðgerða væri útlit fyrir að olían stefndi í drykkjarvatnið. Magnús bjóst allt eins við að hafist yrði handa seinni partinn í gær við að bora nýja holu, en þeg- ar hafa verið boraðar 7 borholur til þess að fylgjast með ferðum olíunnar. -rk 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.