Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 2
Guðmundur Hjörleifsson sjómaður: Já. Ég finn talsvert við mitt hæfi hér og sýnist mikið vera hægt að grúska. —SPURNINGIN™ (Spurt á bókamarkaðn- um í Kringlunni) /Etlar þú að versla mikið á bókamarkaðnum? Sólrún Skúladóttir dagmamma: Það fer eftir því hvað ég finn. Kannski kaupi ég einhverjar góð- ar barnabækur. Jón Auðunn Jónsson nemi: Það er ekkert fyrirfram ákveðið. Það má vera að maður finni eitthvað áhugavert. ína Ágústsdóttir nemi: Veit ekki. Helst vil ég finna eitthvað sem nýtist mér við nám- ið. Arnar Guðmundsson Jaaa.... ekkert mjög. Ég ætla að reyna að finna Paddington. Húsnœðislögin Skilnaðarhvetjandi Gunnar Kristjánsson: Fengi óskert lán efvið hjónin skildum. Sr. Sigurður Haukur: Alvarlegþróun Eg hef áunnið mér full lífeyris- réttindi, en konan mín er í ó- lánshæfu námi og hefur engin. Fyrir bragðið skerðast mín rétt- indi um helming, og við hjónin værum því betur sett gagnvart húsnæðislögunum ef við skildum, sagði Gunnar Krístjánsson húsa- smíðanemi. Eiginkona Gunnars, Margrét Erlingsdóttir, stundar nám við fjölbrautaskóla, en slíkt nám er ólánshæft. Samkvæmt húsnæðis- lögunum á hún engan lánsrétt, en í þokkabót skerðist lánsréttur Gunnars um helming vegna þess að hún er í námi. Ef hann á hinn bóginn sækti um lán einn og sjálf- ur fengi hann fullt lán í fyllingu tímans, og liggur ljóst fyrir af þessu dæmi að nýju lögin geta beinlínis ýtt undir hjónaskilnaði. - Frá mínum bæjardyrum séð eru húsnæðislögin að ýmsu leyti Þórhalla Sveinsdóttir heldur hér á bókastafla sem undir eðlilegum kringumstæðum kostar um 15 þúsund en kostar á markaðnum 3 þúsund krónur. Bókamarkaður Góðar bækur á góðu verði „Gamla krónan “ ífulli gildi. Á fimmta þúsund titlar áfyrsta degi og titlumfer fjölgandi Bókamarkaður Félags ís- lenskra bókaútgefenda var opnaður í gær í Kringlunni. Hann verður opinn fram á sunnudag 6. mars og er á honum boðið upp á bækur sem legið hafa inni hjá Samgönguráðherra undirbýr nú frumvarp um sölu Ferða- skrifstofu ríkisins. Kjartan Lár- usson, forstjóri FR, segir að í drögunum hafi starfsfólkið fork- aupsrétt og þau séu að kanna hvað sé í buddunum. Kjartan sagði að í 50 ár væri búið að ræða um sölu bæði í opin- berum fjölmiðlum og á Alþingi og væri mál að því linnti. Þetta bókaforlögunum mislengi. Bæk- urnar eru gamlar og nýjar, sú elsta frá 1915 og sú yngsta frá því í fyrra en umfram allt eru þær all- ar ódýrar. Meðalverð bókanna á markaðnum er 250 krónur. væri þriðja atrennan til að leggja fyrirtækið niður á 10 árum og væri þessi óvissa slæm fyrir starfs- fólkið, stöðu fyrirtækisins og framtíð. Sagði hann að rætt hefði verið við starfsfólkið um þetta frumvarp, en taldi að eðlilegast væri að hann hefði enga skoðun á því sérstaklega. Hins vegar væri ekkert þvf til fyrirstöðu að selja Ferðaskrifstofu ríkisins. mj Að jafnaði er markaðurinn op- inn frá kl. 10-19 en þó frá 10-20 á föstudögum, 10-18 á laugar- dögum og 12-18 á sunnudögum. Nú er bryddað upp á þeirri nýj- ung að bjóða sérstaka bókapakka sem eru flokkaðir eftir efni og aldurshópum og seldir á afar hag- stæðu verði. 70-80 þúsund bækur seldust á markaðnum í fyrra og búast for- ráðamenn hans við viðlíka sölu þetta árið. - Bókasöfnin sjá sér mikinn hag í því að kaupa eldri titla því þau eru of fjársvelt til að geta keypt það magn nýrra bóka sem þau þyrftu árlega, sagði Jens Pétur Hjaltesteð, framkvæmda- stjóri Pennans, en Penninn sér einmitt um markaðinn að þessu sinni. Sérstaka athygli vekur að bókamarkaðurinn er nú einnig opinn á sunnudögum en það hef- ur ekki fyrr verið heimilað innan borgarmarkanna. - Það verður sannkölluð helgarstemmning hér í Kringlunni því veitingahúsin hér verða opin og börnin fá að njóta sín í sérstakri leikaðstöðu, sögðu forráðamenn markaðarins. -tt Ferðaskrifstofa ríkisins Fumvarp um sölu væntanlegt Kjartan Lárusson: Þriðja tilraun til sölu álO árum. Mál aðþessum atrennum linni skilnaðarhvetjandi. Það kemur iðulega fram í viðtölum okkar sóknarprestanna við fólk að það verður að skilja til að geta nýtt sér það sem kerfið hefur upp á að bjóða, sagði sr. Sigurður Haukur Guðjónsson í Langholtspresta- kalli. Hann sagðist álíta að kir- kjan hefði verið andvaralaus gagnvart þessari alvarlegu þróun: „Það er vegið að fjölskyldunni á margan veg, og ekki síst þenn- an,“ sagði hann. - Það er í raun og sannleika ömurlegt að standa frammi fyrir fólki sem hefur lýst því yfir að skilnaðurinn sé ekkert annað en gabb. Mörgum er ákaflega sárt að ganga í gegnum slíkt og því- líkt, en segja jafnframt að allar dyr séu lokaðar að öðrum kosti og að þeim sé beinlínis ráðlagt að skilja, sagði sr. Sigurður. HS Olíulekinn Nýtt vatnsból Magnús Guðjónsson, heilbriðiseftirliti Suðurnesja: Nýtt vatnsból er eina lausnin tilframbúðar. Líkindi til að olían berist í átt að vatnsbóli Keflvíkinga við Þverholt Nýtt vatnsból og ný vatnsveita fyrir Keflavfk og Njarðvík er eina varanlega lausnin. Jafnvel þó að vatnsbólin hafi ekki meng- ast þegar, getum við ekki verið fyllilega vissir um að olía berist ekki í þau, sagði Magnús Guð- jónsson, forstöðumaður heili- brigðiseftirlits Suðurnesja, í sam- tali við Þjóðviljann í gær er hann var inntur eftir ferðum olíunnar sem lak úr olíubirgðasvæði hers- ins í desember s.l. Magnús sagði að svo virtist sem olían leitaði í gagnstæða átt við það sem menn höfðu spáð. Reiknað var með að olían leitaði beina leið til sjávar þegar hún væri einu sinni komin niður á grunnvatnsborðið. Líkindi eru talin fyrir því að olían seytli í norð-austlæga átt, í áttina að vatnsbóli Keflavíkinga við Þver- holt. Magnús sagði að í undirbún- ingi væri að bora nýja borholu um það bil miðja vegu milli vatns- bólsins í Þverholti og þess staðar þar sem óhappið varð, svo mönnum gæfist ráðrúm til að grípa til viðeigandi aðgerða væri útlit fyrir að olían stefndi í drykkjarvatnið. Magnús bjóst allt eins við að hafist yrði handa seinni partinn í gær við að bora nýj a holu, en þeg- ar hafa verið boraðar 7 borholur til þess að fylgjast með ferðum olíunnar. -rk 2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 26. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.