Þjóðviljinn - 26.02.1988, Page 3

Þjóðviljinn - 26.02.1988, Page 3
ÖRFRÉTTIR^— Útsýn hefur ákveðið að gangast ekki fyrir skipulögðum ferðum til Suður-Afríku. Það vakti nokkra athygli þegar vitnaðist að áætlað var að heimsreisuklúbbur Út- sýnar kæmi við í Suður-Afríku. Utanríkisráðherra fór fram á að ferðaskrifstofan breytti áætlun- um sínum og nú hefur Útsýn orð- ið við þeim tilmælum. Flugmenn hafa náð samkomulagi við yfir- stjórn Gæslunnar um kjaramál sín og afturkallað uppsagnir. Deila flugmannanna stóð einkum um skipulagsmál innan deildar- innar og starfsaldurslista. Einar Olgeirsson hótelstjóri Hótel Esju og Hans Indriðason hótelstjóri Hótel Loft- leiða hafa skipst á störfum. Einar stýrði áður Hótel Esju á árunum 1981-85. 66 kandídatar verða brautskráðir frá Háskólan- um á morgun, laugardag. Flestir eru úr raunvísindadeild, 23. Úr heimspekideild og félagsvísinda- deild brautskrást 11 úr hvorri deild og 10 Ijúka prófum í við- skiptafræðum. Brú yfir Dýrafjörð er mikið áhugamál sveitar- stjórnarmanna í Þingeyrarhreppi og Mýrahreppi, en á sameigin- legum fundi hreppsstjórnanna var fagnað ákvöðun um bygg- ingu vegar og brúar yfir Dýrafjörð úr Lambadalsodda. Er skorað á þingmenn og ráðherra að ýta á undirbúning verksins hið tyrsta og tryggja fjárveitingar til þess. Væntaniegir Frakklandsfarar er minntir á að útvega sér vega- bréfsáritun áður en lagt er af stað yfir hafið. Áritun fæst hvorki á landamærastöðvum né frönsk- um flugvöllum samkvæmt upp- lýsingum utanríkisráðuneytisins sem segir íslensk sendiráð ekki geta haft áhrif á afgreiðslu um- sókna um vegabréfsáritun í frön- skum sendiráðum eða ræðis- mannaskrifstofum. Hreppsnefnd Hólmavíkur hefur mótmælt hækkun á verði raforku til húsahitunar frá Orku- búi Vestfjarða. Telur hrepps- nefndin ástæðu til að kanna kostnað við að taka upp olíuk- yndingu í húsum í stað rafhitunar og hefur sveitarstjóranum verið falið að leita tilboða í viðeigandi breytingar á kyndikerfum íbúðar- húsa í þorpinu. Átthagafélag Sandara heldur árshátíð sína í Félags- heimili Seltjarnarness á laugar- dagskvöld. Aðalræðu kvöldsins flytur Bjarni Ansnes, tyrrum skólastjóri á Hellissandi. Flutt verða gamanmál og sungið. Miða á hátíðina er hægt að nálg- ast í verslunum Nóatúns, Nóat- úni 17 og Hamraborg 18 Kópa- vogi. Menningarverðlaun DV voru veitt í gær og voru átta lista- menn þá heiðraðir. Ingibjörg Har- aldsdóttir fékk bókmenntaverð- launin tyrir þýðingu sína á Fávit- anum eftir Dostojevskí, Georg Guðni Hauksson listmálari fékk myndlistarverðlaunin, Paul Zuk- ofsky tónlistarverðlaunin, Friðrik Þór Friðriksson kvikmyndaverð- laun tyrir Skytturnar, Arnar Jóns- son leiklistarverðlaunin fyrir leik sinn í verkinu um Munk og í þátt- um Pinters. Listhönnunarverð- laun fengu arkitektinn Manfreð Vilhjálmsson, fyrir Epal-hús sitt, og glerlistarmennirnir Sigrún Ein- arsdóttir og Sören Larsen. Viðurkenningin var listmunir eftir Margréti Jónsdóttur leir- listarmann. FRETTIR Hafnarfjarðarhöfn Pólverjum att á foraðið Deilur um afgreiðslu á Hvítanesinu. Hallgrímur Pétursson, Hlíf : Líðum ekki að áhöfnin gangi ístörfhafnarverkamanna Við líðum ekki að áhöfnin gangi í störf hafnarverkamanna og afgreiði skip, nema að sárlega vanti mannskap, sagði Hallgrím- ur Pétursson, varaformaður verkamannafélagsins Hlífar í Hafnarfirði, en þcgar hafnar- verkamenn hófu ekki störf við skipið í gærmorgun til stuðnings Stjórn Brunabótafélags íslands hefur úthlutað heiðurs- launum fyrir árið 1988 og er þetta í sjöunda sinn sem heiðurslaun BÍ eru veitt. Úr stórum hópi umsækjenda voru fimm valdir en Ingi R. Helgason, forstjóri BÍ, tók það fram við veitingu heiðurs- launanna að þeir umsækjendur Sjómannafélagi Reykjavíkur, sem átt hefur í deilum við útgerð- ina vegna Pólverja sem eru í skipsrúmi á Hvítanesinu, ætlaði útgerðarfélag skipsins, Nesskip, að bregða á það ráð að láta skip- verja ganga í störf Hlífarmanna. Þegar skipið átti að leggjast að bryggju í fyrrakvöld, komu fé- sem ekki komust á launaskrá hjá Brunabótafélaginu hefðu síður en svo verið óverðugri á nokkurn máta. Dr. Jóhann Axelsson prófess- or og Jóhann Hjartarson stór- meistari í skák hlutu heiðurslaun í 3 mánuði, en Áskell Másson tónskáld, Eggert Vigfússon slökkviliðsstjóri á Selfossi og Sig- lagar úr Sjómannafélagi Reykja- víkur í veg fyrir að það. Fóget- aúrskurð um að skipinu væri hei- milt að leggjast að bryggju þurfti til, svo að félagar úr Sjómannafé- laginu létu af frekari aðgerðum. Með þessum aðgerðum vildi Sjó- mannafélag Reykjavíkur vekja athygli á ráðningu erlendra far- rún Hjálmtýsdóttir söngkona heiðurslaun í 2 mánuði. Megintilgangur heiðurslaun- anna er að gefa einstaklingum kost á að sinna sérstökum verk- efnum, sem til hags og heilla horfa fyrir íslenskt samfélag, hvort sem það er á sviði lista, vís- inda, menningar, íþrótta eða atvinnulífs. manna á kaupskipaflotann á sama tíma og íslenskum far- mönnum hefur verið gert að ganga úr skipsrúmi, og mótmæla því að Hvítanesið sigli undir Pan- amafána, eða s.k. „sjóræningjaf- ána“, til að útgerðarfélagið geti hliðrað sér hjá að greiða laun samkvæmt samningum íslenskra farmanna. - Þegar vinna hófst ekki í gær- morgun, gaf útgerðin í skyn að þetta væri ekkert mál, áhöfnin gæti afgreitt skipið sjálf, eins og hún mun alvön að gera víða úti um land. Slíkt lýðum við ekki hér, sagði Hallgrímur. Hallgrímur sagði að frá upp- hafi hefðu Nesskipsmenn reynt ýmsar „gloríur“ sem skipafélögin íslensku teldu sér yfirleitt ekki samboðnar. -rk. Búnaðarþing Beðið eftir ráðherranefnd I nóvembermánuði sl. skipaði landbúnaðarráðherra nefnd, er fjalla skyldi um leiðbeiningaþjón- ustu landbúnaðarins og þá trú- lega breytta skipan hennar. Álit nefndarinnar skyldi síðan lagt fyrir Búnaðarþing til umfjöllunar og afgreiðslu. Hér er á ferð veigamikið mál og margþætt, sem þingið þarf góðan tíma til að gaumgæfa. Ág- ústa Þorkelsdóttir, annar kven- fulltrúanna á Búnaðarþingi, fann að því að nefndarálitið skyldi ekki liggja fyrir við upphaf þings- ins, því ekki myndi veita af tím- anum. Sú aðfinnsla er réttmæt en á hitt má líta að svo seint sem nefndin var skipuð var starfstími hennar naumur miðað við verk- efnið, því auk þess að fjalla um leiðbeiningaþjónustuna, er þar tekið á fræðslumálum, rannsóknastarfsemi, fjáröflun og að nokkru hagfræðimálum og sjóðakerfinu. Búnaðarþingsfulltrúar eiga þess von að nefndarálitið komi fyrir þingið ekki síðar en í dag. - mhg. Stjórn Brunabótafélagsins ásamt heiðurslaunahöfum og fulltrúum þeirra sem ekki gátu komið í eigin persónu. Efri röð: Grétar Jónsson, Björgvin Bjarnason, Andrés Valdimarsson, Þórður H. Jónsson, Ingi R. Helgason, Hilmar Þálsson, Hreinn Pálsson, Matthías G. Pétursson og Friðjón Þórðarson. Neðri röð: Áskell Másson, Eggert Vigfússon, Jónína Ingvadóttir eiginkona Jóhanns Hjartarsonar, Hjálmtýr Hjálmtýsson faðir Sigrúnar Hjálmtýsdóttur og dr. Stefán B. Sigurðsson, samstarfsmaður dr. Jóhanns Axelssonar. Brunabót Fimm hrepptu hnossið 60 umsóknir bárust. Laun yfirkennara ímenntaskóla til viðmiðunar Skólastarf Reykjaskóli í nýju hlutverki Næsta haust hefjastþar tilraunir með skólabúðirfyrir 11-15 ára nemendur Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að reka skólabúðir í Reykjaskóla í Hrútafirði frá næsta hausti. Þar gefst nemend- um grunnskólabekkja kostur á að dvelja í viku, við nám og leik í öðru umhverfi en þeir eiga að venjast. Skólabúðir hafa verið fastur liður í skólastarfi á hinum Norðurlöndunum um áraraðir. Hugmyndin um slíkt starf hér kviknaði, þegar menn ræddu um minnkandi aðsókn að héraðs- skólum og hvernig betur mætti nýta húsnæði þeirra. Á þessum vetri hafa aðeins um 40 nemend- ur verið í Reykjaskóla, en þar er rými fyrir hátt í 100 nemendur. Skólabúðirnar í Reykjaskóla eru einkum hugsaðar fyrir nem- endur af svæðinu frá Akureyri til Reykjavíkur. Þeir koma þangað í fylgd með sínum bekkja- kennurum, en auk þess verða 3 kennarar starfandi í skólanum. Gert er ráð fyrir að hver hópur dvelji þar í um 5 daga, á starfs- tíma skólanna. Alls munu 3 bekkir geta dvalið þar í einu. Markmiðið með skólabúðun- um er að gefa nemendum kost á að kynnast nýju umhverfi og tengja námið veruleikanum, t.d. með náttúruskoðunarferðum. Sérstök áhersla verður á fræðslu um umhverfismál og stutt er í Byggðasafn Húnvetninga og Strandamanna, þar sem fræðast má um sögu og lífshætti fyrri tíma. Uppeldis- og félagslegt gildi þess að dveljast í heimavist er einnig talið mikilvægur þáttur í starfsemi skólabúða. Ætlast er til þess að nemendur greiði þátttökugjald og er áætlað að það verði um 2500 kr. næsta haust. Að sögn Sigurðar Helga- sonar, deildarstjóra í mennta- málaráðuneytinu, er ekki meiningin að sækja það fé í vasa foreldra, heldur eigi börnin að safna í sjóð. Vonir standa til að sveitarfélögin muni veita styrki til ferðakostnaðar. Það sem ríkið gerir er að leggja til húsnæðið og reka það. -mj Sælgœti Hirða mismuninn Verðlækkun á sœlgætifráframleiðendum skilarsér ekki í útsöluverði ísjoppum Sjoppueigendur hafa ekki skilað til neytenda þeirri lækkun sem orðið hefur á útsölu- verði sælgætis frá innlendum framleiðendum. Vegna lækkunar á vörugjöldum um áramótin hef- ur verksmiðjuverð á sælgæti lækkað um 7-11% en sú lækkun hefur ekki skilað sér í söluverði í sjoppum. I matvöruverslunum hefur sælgæti hins vegar í langflestum tilfellum verið lækkað. Að með- altali er sælgæti því um 10% dýr- ara í sjoppum en matvöru- verslunum en mesti munur sam- kvæmt könnun Verðlagsstofnun- ar er 30%. Ódýrast er sælgæti í Fjarðarkaupum, Hafnarfirði en dýrast í Sogaveri við Sogaveg í Reykjavík. -•g- Föstudagur 26. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.