Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 5
ÞJÓÐMÁL Skýrsla utanríkisráðherra Glasnost eða hefðbundin skýrsla? Fyrri hluti umrœðu um skýrslu utanríkisráðherra fórfram áAlþingi í gær. Matthías Á Mathiesen gagnrýndi stefnubreytingu við atkvœðagreiðslu á erlendum vettvangi en Steingrímur svaraði fullum hálsi. Kjartanvó snyrtilega að formanni sínum Steingrímur Hermansson utan- rflrisráðherra mælti í gær fyrir skýrslu sinni um utanríkis- mál á Alþingi og kom víða við enda skýrslan um 60 biaðsíður að lengd. Tók ræða Steíngríms eina tvo tíma í flutningi. „Ég mun taka framferði ísra- ela gegn Palestínumönnum upp á fundi utanríkisráðherra Norður- landanna og beita mér fyrir því að það sem þarna er að gerast verði fordæmt," sagði Steingrímur m.a. um síðustu atburði í Israel. Auk ísraels vék Steingrímur orðum sínum að Afganistan, stríði írana og íraka og Mið- Ameríku. Efnahagsbandalagið Steingrímur fjallaði töluvert um Efnahagsbandalagið og samning rfkja þess um innri markað sem nú er svo gott sem í höfn. Steingrímur benti á að meira en helmningur að öllum út- flutningi íslendinga færi til ríkja EBE. Sömu sögu væri að segja um innflutning okkar og þessi viðskipti ykjust jafnt og þétt. Steingrímur lýsti því yfir að full aðild að EBE kæmi ekki til greina og væru ríkisstjórnin og utan- ríkismálanefnd sammála um það, hinsvegar hlytum við að leita eftir nánum samningum við banda- lagið. Sagði Steingrímur að leiðin til þess að ná samningum við EBE um fríverslun með fisk væri í gegnum EFTA. Þróunarsamvinna íslendinga er feimnismál í sölum Alþingis, að sögn Steingríms. Hann benti á að við værum með næsthæstu þjóðartekjur á einstakling í heimi en legðum minnst til í þróunarað- stoð, enda er framlag okkar um 0,05% af þjóðartekjum ef allt er tekið með. Sagðist hann vilja marka ákveðna stefnu í þróunar- hjálp þar sem við takmörkuðum hjálp okkar við þau svið sem við þekktum best til, einsog á sviðum fiskveiða og jarðvarma. Flugstöðin og herinn Því næst vék Steingrímur að flugstöðinni á Keflavíkurflugvelli og hernum. Sagði hann að í ár væri stefnt að því að rekstur flug- stöðvarinnar stæði undir sér en benti á að ekki kæmu til afborg- anir af lánum fyrr en seinna. Sagði hann að eícki hefði orðið samstaða í ríkisstjórninni um að ljúka hitaveituframkvæmdum og koma upp listaverkum í ár einsog samningar hefðu verið gerðir um. Steingrímur ræddi töluvert um olíuslysið á Miðnesi og sagði að engin önnur lausn væri á því máli en að sækja vatn lengra inn á heiðina. Hann sagði að Banda- ríkjamenn myndu kosta víðtæka grunnvatnsrannsókn á svæðinu en nauðsynlegt væri að gera út- tekt á mengunarvöldum á Kefla- víkurflugvelli, sem væru margir. Um ratsjárstöðvarnar sagði utanríkisráðherra að áhersla væri lögð á að ratsjárnar næðu ekki yfir sjóndeildarhringinn og að all- ir starfsmenn stöðvanna yrðu ís- lenskir. Þá sagðist hann líta svo á að samkomulag hefði náðst við bandaríska herinn um að íslensk- ir kerfisfræðingar vinni við að þróa og viðhalda hugbúnaði stöðvanna, sem mun kosta um 200 miljónir króna. í framhaldi af því er stefnt að því að koma upp deild við Háskólann sem þjálfi menn við þróun hugbúnaðar. Steingrímur vék einnig að hvalamálinu og sagði að við hefð- um kannski lagt vafasaman skiln- Steingrímur J. Sigfússon Alþýðubandalagi, og Sigríður Lillý Baldursdóttir, Kvennalista, bera saman bækur sínar undir ræðu utanríkisráðherra í gær. ing í það mál með of mikilli áherslu á vísindaveiðarnar. „Vitaskuld á hvalurinn sinn rétt og við eigum að vera virkir í verndaraðgerðum. En við hljó- tum að halda því fram að jafnvægi í lífríkinu er mikilvægt. Fullfriðun hvala er engum til góðs, hvorki mönnum né hvölum." Glasnost „Ef skýrsla utanríkisráðherra er skoðuð og borin saman við skýrslur fyrri utanríkisráðherra liggur við að mönnum detti orðið glasnost í hug," sagði Guðrún Helgadóttir í upphafi ræðu sinn- ar. Sagði hún að almennt viki ráðherrann heldur vinsamlega að sovétmönnum, eða á sama hátt og að öðrum helstu viðskipta- þjóðum okkar, en það væri nýj- ung í skýrslum utanríkisráðherra. Þá taldi hún það einkenni skýrsl- unnar hversu persónuleg hún væri, enda talaði ráðherra oft í fyrstu persónu í skýrslunni en ekki fyrir hönd ríkisstjórnarinnar allrar. Guðrún vísaði til upphafs skýrslunnar en þar segir orðrétt: „ Við getum ekki lengur látið þró- un heimsmála afskiptalausa. Jafnvel smáþjóð eins og við ís- lendingar á ekki aðeins þann rétt, heldur ber skylda til að hafa þau áhrif sem hún getur til að þoka þróun heimsmála á rétta braut." Sagði Guðrún að Morgunblaðið hefði talið sér skylt að róa vini sína með leiðara á miðvikudag. Þótt rödd íslands væri orðin sjálfstæðari en áður taldi Guðrún að enn skorti á að ráðherrann væri sjálfum sér samkvæmur. Herinn og Nato „Flokkur okkar hefur alla tíð einn flokka haft afdráttarlausa stefnu gegn vígbúnaði og her- rekstri, gegn erlendum her á ís- landi og gegn þátttöku í hernað- arbandalögum. Sú barátta um allan heim er nú að bera árangur. Æðstu ráðamenn hafa loksins skilið ákall heimsbyggðarinnar um líf í friði við menn og um- hverfi," sagði Guðrún m.a. um þá þíðu sem nú er í samskiptum risaveldanna. Um aðildina að Nato hafði Guðrún þetta að segja: „Við telj- um ekki að þátttaka í Atlants- hafsbandalaginu sé grundvöllur öryggis- og varnarstefnu íslands né að markmið hernaðarbanda- laga sé að koma í veg fyrir styrj- öld. Því síður að það hafi tryggt okkur frið og öryggi í 40 ár. Hern- aðarbandalög eru ævinlega ógn- un við fríð og herforingjar Atl- antshafsbandalagsins og a.m.k. ein aðildaþjóðin, Bandaríkin, hafa haldið styrjöldum gangandi í öðrum heimshlutum öll þessi ár með samþykki og smábyrgð ís- lendinga." Sinnaskiptin gagnrýnd Matthías Á. Mathiesen sagði skýrsluna í hefðbundnum stíl, enda aðalahersla lögð á viðskipti íslendinga annarsvegar og sam- starf að „varnarmálum" vest- rænna ríkja hinsvegar. Sagði hann að skýrslan bæri með sér að unnið væri áfram að stefnu fráfar- andi ríkisstjómar. Matthías gagnrýndi glanna- legar yfirlýsingar varðandi Efna- hagsbandalagið og varnarsam- starf. Þá gagnrýndi Matthías sinna- skipti Islendinga á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, þar sem við værum farin að samþykkja til- lögur um afvopnun sem fluttar væru íáróðursskyni. „Frumhlaup má ekki ráða ferðinni í þessum flókna málaflokki." „Varnarsamstarfið" staðreynd Júlíus Sólnes sagði það stað- reynd að ísland væri í „varnars- amstarfi" vestrænna þjóða, hvort sem okkur líkaði það betur eða verr og að með þeirri þátttöku hefðum við búið við frið. „Það þarf því engan að undra þótt við séum ekki meðmæltir því að draga okkur út úr því „varnar- samstarfi" nú." Hinsvegar taldi hann það skelfilega tilhugsun að stór hluti þjóðarinnar þekkti ekki ísland sem herlaust land. Júlíus sagði að helst af öllu vildi hann sjá það ástand skapast í heimsmálum að hernaðarbanda- lög yrðu óþörf. Þá spurði Júlíus hvort ekki kæmi til greina að flytja starfsemi hersins burt af þéttbýlissvæðinu og eitthvað annað út á land, og hvort ekki kæmi til greina að koma upp forvarnarkerfi með herstöð fyrir norðan ísland. Mun hann þar hafa átt við Jan Mayen, en Borgaraflokkurinn kynni þá hugmynd í kosningabaráttunni. Hvað aðildina að EBE varðaði sagði Júlíus að full aðild kæmi ekki til greina á meðan EBE vildi fullan aðgang að fiskimiðum okk- ar. Vegið að Jóni Kjartan Jóhannsson taldi tvennt bera hæst í utanríkismál- um íslendinga nú. Annarsvegar þróun öryggis- og afvopnunar- mála og hinsvegar þróun EBE. Hann fjallaði svo um þetta sitt í hvoru lagi og endaði á því að segja að ekki ætti að blanda sam- an þessum tveimur málaflokk- um. Kjartan sagði að ísland þyrfti að móta skýra stefnu varðandi þróunina innan EBE, en sú stefna þyrfti að byggja á sex meg- inþáttum; að tryggja yrði við- skiptahagsmuni Islands gagnvart EBE og aðlaga efnahagslífið að þeim breytingum sem framundan væru. Að fylgjast vel með öllum ákvörðunum sem framundan eru hjá bandalaginu og koma sjónar- miðum íslands á framfæri. Að aðild íslands að EFTA yrði nýtt til hins ítrasta til að tryggja okkar hagsmuni í samningaumleitunum og viðræðum EFTA og EBE um afnám viðskiptahindrana. Að setja á fót samstarfsnefnd ráðu- neyta til að fylgjast með þessum málum í samráði við aðila at- vinnulífsins. Að halda áfram við- ræðum við EBE um samskipti og samstarf þar sem sérstaða okkar yrði sérstaklega kynnt og að gerð yrði sérstök athugun á því hvern- ig íslensk hagstjórn yrði aðlöguð nýjum aðstæðum og færð til betra samræmis við það sem gerist í helstu samskipta- og viðskipta- löndum okkar. Þá sagði Kjartan að hann teldi að setja ætti á fót nefnd til að fylgjast með þróuninni í Evrópu og koma með tillögur um hvernig tryggja bæri hagsmuni íslands og standa ætti að stefnumörkun. Taldi hann að nefndin ætti að skila skýrslu fyrir árslok. Kjartan sagði að við stæðum frammi fyrir þremur valkostum; lítilli aðlögun sem snerti fyrst og fremst tæknilegar hindranir, mikilli aðlögun, sem fælist í því að samræma hagkerfi okkar flestu því sem væri að gerast í löndum EBE, og í þriðja lagi beinni aðild, sem ekki kæmi til greina. Aðgerðir í stað orða Kristín Einarsdóttir sagði að Jón Baldvin Hannibalsson virtist vera búinn að gera það upp við sig að hér á landi skuli vera her til frambúðar og að hann væri meira að segja tilbúinn að nota herstöð- ina sem skiptimynt fyrir aðgang að mörkuðum. Sagði hún að Kvennalistinn vildi stöðva alla uppbyggingu hersins þegar í stað og vinna að friðlýsingu Islands. Þá fagnaði Kristín þeirri stefnubreytingu sem orðið hefði á afstöðu okkar á erlendum vett- vangi, en í tíð fyrri utanríkisráð- herra hefði stefna okkar verið okkur til skammar. Benti hún á að aðgerðir skiptu ekki síður máli en orð og taldi íslensku ríkis- stjórninni til vansa að hafa ekki samþykkt viðskiptabann á Suður-Afríku. Kom á óvart afstaða okkar Utanríkisráðherra kom aftur í stólinn og svaraði nokkrum fyrir- spurnum sem til hans hafði verið beint, en mestu púðri eyddi hann í að svara Matthíasi, en kvartaði undan því að Matthías væri ekki viðstaddur þegar gagnrýni væri svarað. Steingrímur sagði að sér hefði komið á óvart sú afstaða sem ís- lendingar hefðu haft í atkvæða- greiðslum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Sagðist hann tilbúinn að standa við allar þær breytingar sem hann hefði gert á afstöðu okkar og að hann væri til í að láta fara fram atkvæðagreiðslu á þingi um afstöðu íslendinga til fryst- ingartillögunnar, sem nú var studd af íslendingum í fyrsta skipti. Umræðu var frestað um kvöld- mat í gær og hefst hún aftur kl. 10 árdegis í dag. _Sáf Föstudagur 26. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.