Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 8
HEIMURINN Kasparov heimsmeistari: Mína bestu skák hefi ég enn ekki tef It Iyiðtali við sovéska dagblaðið ízvestfa vísar Kasparov heimsmeistarí í skák á bug ásök- unum um að hann sé einskonar Kortsnoj, einskonar „andófs- maður í skák". Hann gagnrýnir bæði forystumenn f sovésku skák- lffi og FIDE og setur mjög traust sitt á þau alþjóðlegu samtök stór- meistara sem hann hefur mjög vasast í að stofna. Blaðamaður ízvestía spurði Kasparov m.a. á þá leið, hvort ekki væri tími til þess kominn að helstu höfðingjar sovéska skák- heimsins sættust, en eins og kunnugt er hefur Kasparov eldað gráttsilfur við Karpov fyrrum heimsmeistara og vemdara hans í sovéska skáksambandinu. Kasp- arov svarar á þá leið, að hér sé nokkuð seint í rassinn gripið. Enginn hafi boðið honum frið þegar þeir, sem þóttust hafa skákina að léni, reyndu „að eyði- leggja mig sem persónu" og koma í yeg fyrir það með öllum ráðum að hann ætti möguleika á að verða heimsmeistari. Pólitískar ásakanir Kapsarov gagnrýnir Karpov og aðstoðarmann hans Batúrinski fyrir að hafa látið að því að liggja að með umdeildri bók um sinn skákferil og baráttu hafi Kaspar- ov gerst andófsmaður, einskonar Kortsnoj. Með þessu segir Kasp- arov er verið að særa heiður minn sem sovésks þegns og sem kom- múnista. Hann segir að margir fordæmi bók sína án þess að hafa lesið hana (hún var töluð á ensku inn á segulband fyrir breskt út- gáfufyrirtæki og hefur ekki kom- ið út í Sovétríkjunum). í henni tali hann vissulega um margt sem ekki var áður hægt að ræða, en allt sé það í anda glasnost, hinnar opnu umræðu Gorbatsjovtíma. Kasparov ræðir í viðtalinu þá staðreynd að færri sovéskir skák- menn komast nú í hóp allra r'remstu manna en áður „þegar við gátum ailtaf unnið hvern sem var". Hann sakar forystumenn í sovéskum skákheimi um dáð- leysi, þeir reyni að lifa á fornri frægð þegar „við vorum næstum því eina landið þar sem skák naut opinbers stuðnings". Síðan hafa komið til skjalanna ný skákveldi, segir Kasparov, og nefnir sér- staklega miklar framfarir í ensku skáklífi. Og á meðan hafa verið uppi hugmyndir hér í Sovétríkj- unum, segir heimsmeistarinn, um að loka þeim sérskólum fyrir efnileg börn og unglinga þar sem um 1000 nemendur nutu bestu fáanlegrar tilsagnar í skák. Sem betur fór, segir hann, tókst að bjarga skólunum - en samt var fækkað í þeim, starfsemi þeirra var dregin saman. Kasparov lýsir sig í viðtalinu andvígan ýmsu því sem FIDE hefur á prjónunum og segir að stefni að því að fjölga mjög stór- meisturunum. Hann telur var- hugavert að gengisfella stór- meistaratitilinn með þeim hætti. Setur hann að því er varðar fram- tíð skáklistar mjög traust sitt á Kasparov: Eftir 120 skákir við Karpov var ég alveg tómur... það stórmeistarasamband sem hann hefur verið að koma á fót - en til liðs við það hafa nú gengið um 50 af þeim 80 stórmeisturum sem Sovétríkin eiga og alls 130 af 250 „virkum stórmeisturum" í heiminum. Þreyttur eftir maraþonslag Kasparov kvartar í viðtalinu mjög yfir því að hin langa og flókna barátta milli þeirri Karp- ovs um heimsmeistaratitilinn hafi gengið nærri hans kröftum - en hún stóð alls í fjörtíu mánuði og leiknar voru alls hundrað og tut- tugu skákir. Engu líkara, segir hann, en að FIDE vildi að við spryngjum á því maraþonhlaupi. Stundum finnst mér, segir heimsmeistarinn að lokum, að ég sé hættur að Iáta mér detta nokk- uð nýtt í hug og það er afleitt. En ég vil tefla betur - ég er sann- færður um að mína bestu skák á ég enn óteflda. ÁB endursagði - firnafeitur og á leiðinni yfír fjórar milljónir! Á síðustu tveimur vikum hefur engin röð komið fram með tólf réttum. Spáðu því vandlega í liðin og spilaðu með af þreföldum krafti, - núna getur þekkingin fært þer milljónir! \ / V ISLENSKARGETRAUNIR ¦eini lukkupotturínn þarsem þekking margfaldar vinningslíkur. « Hægt er að spá í ieikina s í mleiðis og greiða fyrir með kreditkorti. Þessi þjónusta er veitt alla föstudaga frá kl. 9:00-17:00 oglaugardagafrákl. 9:00-13:30. Síminner688322 Upplýsingar um úrslit í síma 84590.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.