Þjóðviljinn - 26.02.1988, Page 9

Þjóðviljinn - 26.02.1988, Page 9
Frakkland Chirac dalar Samkvæmt skoðanakönnun í gær í Paris Match hefur fylgi Jacques Chiracs forsætisráð- herra dvínað að undanförnu eftir uppsveiflu fyrstu vikur ársins. í könnuninni var spurt hversu sáttir menn væru við einstaka stjórnmálamenn og felidu 47% sig við Chirac, 5% færri en í svip- aðri könnun fyrir mánuði. Mitterrand Frakklandsforseti ný- tur mestrar hylli franskra pólitík- usa, fær 61% jákvæðra svara í könnuninni sem er svipuð tala og áður. Mitterrand hefur enn ekki gefið upp hvort hann verður í framboði í forsetakosningunum í vor, en nú eru tveir mánuðir í fyrri umferðina. Hálfum mánuði síðar, 8. maí verður kosið á milli tveggja öflugustu frambjóðend- anna. í annarri könnun í gær um lík- leg úrslit fyrri umferðar fær Chir- ac minna fylgi en helsti keppi- nauturinn á hægri vængnum, Raymond Barre. Kannanirunda- nfarna mánuði benda til þess að Mitterrand mundi sigra hvorn þeirra sem væri í síðari umferð- inni, Barre þó með minni mun. Páfagarður Siðferðilegt verkfall Leikmenn ípáfaþjónustu í kjaradeilu, neita að taka við kaupi Verkalýðssamtök ieikmanna í þjónustu Páfagarðs hafa lýst yfir „virku siðferðilegu verkfalli“ í næstu viku vegna óánægju með útborgunardaga. Með aðgerðum sínum eru óvígðir starfsmenn páfa að mót- mæla þeirri ákvörðun atvinnu- rekandans að borga laun eftirá og ekki fyrirfram einsog hingaðtil. Hið „virka siðferðilega verk- fall“ felst í því að menn mæta til vinnu sinnar og vinna öll verk sem til falla, en neita að taka víð greiðslu fyrir fyrstu þrjá klukku- tíma hverrar vaktar. Beinir stétt- arfélagið því til páfa að nota féð til góðgerða í staðinn. Verkalýðs- félagið, sem var stofnað með samþykki páfa árið 1979, hefur aldrei gert alvöru úr verkfallshót- unum hingaðtil, og segja forystu- menn þess að sem kristnir menn hljóti félagarnir að tryggja að gangvirki hans heilagleika fari ekki úr skorðum við kjaradeil- umar. Noregur Listin of vinsæl? Listasafnsoddviti óttast útflutning Knut Berg, forstöðumaður Listasafns Noregs, hefur farið fram á að reglur um útflutning norskra listaverka verði hertar til að Norðmenn missi ekki megin- hluta þessa menningararfs síns úr landi. Yfirlýsingar Bergs eru í tengsl- um við Noregsheimsókn fulltrúa frá Christie's, sem sneri heim með nokkurt safn málverka á uppboð í vor. Þar á meðal eru fjögur málverk rómantíska mála- rans Haralds Sohlbergs, eitt þeirra „Sumar í Óslóarfirði" sem talið er meðal fremstu 19. aldar- verka norskra. Knut Berg biður ekki um út- flutningsbann, en telur að stjórnvöld verði að bregðast við þegar svo mikið fé er í boði að Listasafnið norska getur sig hvergi hrært. Hann telur æskileg- ast að Listasafnið hafi forkaups- rétt þegar hætta er á að dýrmæti verði selt úr landi. (norinform) Dýragarðar SjáMsmorðshótun í ta'guibúrinu Spænskur dýragarðseigandi læsti sig í gær inni í búri tígris- dýra sinna og hótar sjálfsmorði ef stjórnvöld gera alvöru úr hótun sinni um að leggja dýragarðinn niður. Cristobal Infantes, sem kom dýragarðinum upp í fyrra við Torremolinos án tilskilins leyfis, segir þetta draum sinn í lífinu og er reiðubúinn að leggja allt í söl- urnar. Ekki fylgir sögu hvernig In- fantes hyggst svipta sig lífi, þótt nærtækasta tilgátan sé að vísu sennilegust. Háir vextir Grunnvextir á Kjörbók eru nú 32% á ár/ og leggjast þeir við höfuðstól tvisvar á ár/. Ef innstæða, eða hluti hennar, hefurlegið óhreyfð í 16 mánuði hækka vextir í 33,4% og í 34% eftir 24 mánuði. Þrepahækkun þessi er afturvirk, hámarks ársávöxtun er þvf allt að 36,9% án verðtryggingar. Verðtrygging Á 3ja mánaða fresti er ávöxtun Kjörbókarinnar borin saman við ávöxtun 6 mánaða bundinna verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri er greidd uppbót á Kjörbókina sem því nemur. Örugg og óbundin Þrátt fyrir háa vexti og verðtryggingu er innstæða Kjörbókar alltaflaus Vaxtaleiðrétting við úttekt er 0,85%, en reiknastþó ekkiafvöxtum tveggja síðustu vaxtatímabila. Kjörbókin er bæði einfalt og öruggt sparnaðarform. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.