Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 14
SVR
SVR auglýsir eftir
vagnstjórum
til sumarafleysinga við akstur strætisvagna á
tímabilinu júní-ágúst.
Umsækjendur eru beðnir að snúa sér sem fyrst til
eftirlitsmanna í stjórnstöð SVR að Hverfisqötu
115.
Strætisvagnar Reykjavíkur
IÞROTTIR
Útboð
Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar fyrir hönd
Rafmagnsveitu Reykjavíkur óskar eftir tilboðum í
25 MVA 132/11 kV aðveituspenni. Útboðsgögn
eru afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað
þriðjudaginn 5. apríl kl. 11.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR
Frikirkjuvegi 3 - Sími 25800
Frá Ljósmæðraskóla
íslands
Kennsla hefst í Ljósmæðraskóla íslands
fimmtudaginn 1. september 1988. Inntökuskil-
yrði eru próf í hjúkrunarfræði og að umsækjandi
hafi hjúkrunarleyfi hér á landi.
Umsóknir sendist skólastjóra Ljósmæðraskóla
íslands, Kvennadeild Landspítalans, fyrir 1. júní
n.k., ásamt prófskírteinum og heilbrigðisvottorði.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar eru
veittar í skólanum á þriðjudögum og fimmtudög-
um milli kl. 13.00-16.00.
Reykjavík, 22.02. 1988
Skólastjóri
ff^V)
Styðjum sjúka til sjálfsbjargar
Fræðslufundur
á Reykjalundi
Fundurfyrirlungnasjúklingaogaðstandendur
þeirra verður á Reykjalundi laugardaginn
27.febrúarkl. 14.
Læknar og hjúkrunarfólk af Víf ilsstöðum og
Reykjalundi fjalla um ýmsa þætti ímeðferð
lungnasjúkdómaogsvarafyrirspumum.
Alltáhugafólkvelkomið.
Kaffiveitingar og skemmtidagskrá.
Samband ísienskra berkla- og
brjóstholssjúklinga
Samtök gegn astma og of næmi
Laus staða
Staða lektors í almennri bókmenntafræði við heimspekideild Há-
skóla Islands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda,
ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar
menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 24.
mars nk.
19. febrúar 1988
Menntamálaráðuneytlð
VETRAR-
ympíuleíkarnir
í CALGARY
Vreni Schneider kom sjálfri sér á óvart í seinni umferð.
Risastórsvig kvenna
„Getum ailtaf treyst
á Schneider"
Svisslendingar segja að alltaf
þegar illa stendur á megi treysta
því aö Vreni Schneider vinni til
verðlauna. Það leit ekki vel út
Verðlaun
Sovétríkin.....................9 9 7
A-Þýskaland..................7 6 4
Finnland........................4 0 2
Austurríki......................3 4 2
Svíþjóð.........................3 0 1
Sviss..............................2 5 4
V-Þýskaland..................2 2 1
Bandaríkin.....................2 1 1
Holland..........................1 2 2
Frakkland......................1 0 1
Italía...............................1 0 1
Noregur.........................0 3 2
Kanada..........................0 1 3
Tékkóslóvakía...............0 1 2
Júgóslavía.....................0 0 1
Japan............................0 0 1
fyrir Vreni Schneider eftir fyrri
umferðina í risastórsvigi kvenna í
Calgary. Hún var aðeins í fimmta
sæti og geysilega stressuð því
landar hennar settu á hana mikla
pressu. En þegar kom að seinni
umferðinni ákvað hún að slappa
af og reyna aðeins að komast á
"pallinn" það er að segja verð-
launapallinn. Það kom henni
sjálfri talsvert á óvart hvað henni
gekk vel.
En sigur hennar var staðreynd og
var hún talsvert á undan næsta
keppanda.
1. Vreni Schneider Sviss 2:06.49
2. Chr. Kinshofer V-Þýskal.
2:07.42
3. Maria Walliser Sviss 2:07.72
Rúmur helmingur keppenda
lauk ekki keppni og þar á meðal
voru nokkrar sem voru taldar
mjög sigurstranglegar: Sigrid
Wolf Austurríki, Guðrún Krist-
jánsdóttir íslandi og Michela Fig-
ini Sviss.
Ólympíu-
leikar í
Berlín 2004
Vestur-Þjóðverjar hafa boðist
til að halda ólympíuleikana í
Berlín árið 2004 að sögn for-
manns ólympíunefndar Þjóðverj-
anna í Calgary. Er ætlunin að
halda leikana í báðum hlutum
Berlínar. „Þetta er ekki lengur
fjarlægur draumur," sagði hann
ennfremur.
íshokký
Sovétmenn unnu
Kanada í blóðugum leik
Kanadamenn mjög grófir en voru gersigraðir 5 - 0
Kanadamenn byrjuðu leikinn
með gífurlegum látum og grófum
leik. Eftir 5 mínútur var búið að
dæma tvö víti á heimamenn, ann-
að fyrir grófan leik en hitt fyrir að
sveifla kjuðanum of hátt þegar
varnarleikmaður þeirra sló Serg-
ei Yashin í andlitið. Sovéski leik-
maðurinn féll þegar í gólfið og
var hjálpað útaf á meðan blóðið
var þrifið upp. Það var greinilega
ætlun Kanadamanna að brjóta
niður Rússana með grófum leik
og láta þá ekki ná þeim frábæra
samleik sem þeir hafa sýnt hingað
til. Leikurinn einkenndist síðan
af allgrófum leik, þó aðallega
heimamanna.
Yashin kom inná aftur og náði
sætri hefnd þegar hann skoraði
fyrsta mark leiksins. Hann renndi
sér aftur fyrir markið og áður en
markvörður Kanadamanna náði
að snúa sér við hafði Yashin sent
pókkinn í netið.
Þegar heimamenn fóru að
þreytast tóku Sovétmenn öll völd
á vellinum og röðuðu inn mörku-
num.
Finnar rassskelltu
V-Þjóðverja
Það var ekki mikið mál að taka
Þjóðverjana í karphúsið. Strax í
fyrstu lotu voru Finnarnir búnir
að gera 3 mörk og í annarri lotu
bættu þeir síðan öðrum þremur
við. En í þriðju lotu fóru þeir að
slaka meira á og gerðu aðeins 2.
Þar sem Sovétmenn og Finnar
virðast vera í sérflokki verður
úrslitaleikurinn á milli þeirra en
þó má búast við að Svíar, sem eru
næstir Finnum að stigum, geti
breytt einhverju þar um.
14 SÍÐA - ÞJÓÐVIUINN Föstudagur 26. febrúar 1988