Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 26.02.1988, Blaðsíða 15
ÍÞRÓTTIR Karfa Ungamir unnu Grindavíkvann Valígœrkvöldi 73-71 Ungarnir frá Gríndavík virðast vera að öðlast öryggi, en það hef- ur þá helst skort í vetur. Heimamenn komust strax yfir og náðu 9-4. Þeir virtust þó óör- yggir enda náðu Valsmenn fljót- lega yfirhöndinni eftir að hafa jafnað 15-15, Eftir það var botn- inn úr Grindvíkingum og Vals- menn sigu jafnt og þétt yfir, kom- ust í 21-24, 25-32 og höfðu 13 stiga forystu í hálfleik, 26-39. I síðari hálfleik héldu Vals- menn forystunni áfram og juku enn muninn með góðu spili eins og í fyrri hálfleik. Það stefndi í öruggan sigur þeirra þegar Grindvíkingar fóru smám saman að taka við sér. Þeir náðu að minnka muninn niður í 61-65 og virtist þá allur vindur úr gestun- Grindavík 25. febrúar UMFG-Valur 73-71 (26-39) Stlg UMFG: Guðmundur Bragason 21, Búnar Árnason 11, Hjálmar Hallgrímsson 9, Guðlaugur Jónsson 9, Steinþór Helga- son 8, Jón Páll Haraldsson 6, Eyjólfur Guð- mundsson 5, Sveinbjörn Sigurðsson 2 og Ólafur Þór Jóhannsson 2. Stig Vals: Tómas Holton 25, Einar Ólafs- son 13, Leifur Gústafsson 13, Þorvaldur Geirsson 10, Torfi Magnússon 5, Svali Björgvinsson 2, Björn Zöega 2 og Jóhann Bjarnason 1. Dómarar: Ómar Scheving og Sigurður Valur Halldórsson voru góoir. Maður leiksins: Guðlaugur Jónsson UMFG- -sóm/ste um. Þeir sofnuðu alveg á verðin- um á meðan heimamenn náðu að saxa enn á forskotið og voru, þeg- ar nokkrar mínútur voru til Ieiks- loka, aðeins tveimur stigum undir 67-69. Guðlaugur Jónsson gerði þá tvö stig fyrir Grindavík með því að troða knettinum ofan í hringinn en hann átti einna mestan þátt í að rífa sína menn upp úr lægðinni. Guðmundur Bragason bætti við tveimur stig- um fyrir Grindavík og Guðlaugur var aftur á ferðinni í lokin með tvö stig til viðbótar. Þegar 23 sek- úndur voru til leiksloka voru dæmd vítaskot til Valsmanna en Leifur skoraði bara úr fyrra skotinu og upphófst þá mikill darraðardans undir körfunni, sem lauk með því að aftur voru dæmd tvö vítaskot til Valsmanna. Tómas Holton hafði þar ágætis möguleika á að jafna en skoraði, eins og Leifur, bara úr fyrra skotinu. Þá voru eftir 20 sekúnd- ur til leiksloka og héldu Grind- víkingar boltanum út leiktímann og tryggðu sér þar með sigur 79- 71. Grindvíkingar eru greinilega á uppleið og leika betur með hverj- um leik sem líður. Þeir eru að öðlast meira öryggi og hafa meira jafnvægi í leikjum, enda kemur þessi sigur þeim ábyggilega ákaf- lega vel í því skyni að styrkja sjálfstraustið. Badminton 99Aldrei unnið Austuiríki áður" Tvísýnt gegn Finnum í dag Eftir að hafa tapað gegn Svíum 5-0 tókst landsliði Islands að merja sigur gegn Austurríkis- mönnum í gærkvöldi í heimsmeistarakeppni landsliða í Hollandi „Svíarnir eru í allt öðrum gæðaflokki en fslendingar og litl- ir möguleikar gegn þeim. Þetta eru meira og minna atvinnu- menn," sagði Pétur Hjálmtýsson fararstjóri íslendingana í símtali við Þjóðviljann í gærkvöldi. Það fór líka eftir, þeir gersigruðu ís- lendinga, 5-0. En öðru máli gegndi með Austurríki. ísland hefur aldrei unnið þá í landsleik í badminton en í gær unnu þeir naumlega 3-2. Broddi Kristjánsson vann fyrsta leikinn en Guðmundur Adolfs- son og Þorsteinn Páll Hængsson töpuðu sínum. Þá var keppt í tví- liðaleik og unnu Broddi og Þor- steinn sinn leik og Árni Þór Hall- grímsson og Ármann Þorvalds- son sinn. Lokastaðan varð því 3- 2. Stúlkunum gekk illa gegn Eng- lendingum sem, ku vera í svipuð-l um gæðaflokki og Svíar, og töpu-; ðu 5-0. Þá léku þær gegn írlandi í gærkvöldi en töpuðu aftur 5-0. Leikirnir voru afar tvísýnir og þó að þær töpuðu þeim öllum naum- lega standa úrslitin. íslensku drengirnir eiga að leika gegn Finnum í dag og þar sem íslendingarnir eru ofar en Finnar á röðunarlistum ættu þeir að vinna en frændur okkar hafa sótt mikið í sig veðrið að undan- förnu svo að allt getur gerst. Stúlkurnar eiga að leika gegn Wales en Pétur vildi ekki spá neinu um úrslitin. -ste Bændaglíma Leifi Gústafssyni og félögum gekk ekki vel gegn ungunum frá Grindavík í gærkvöldi. Héraðsþing Skarphéðins verð- ur haldið í Félagslundi, Gaul- veriabæ um helgina. A laugardagskvöldið er kvöld- vaka í Félagslundi og helsta atriði hennar verður Bændaglíma milli Suðurlands og Reykjavíkur. Þetta er í annað sinn sem keppnin er haldin og er til hennar stofnað í minningu Sigurðar Greipssonar, glímukappa og skólastjóra í Haukadal. Liðin eru skipuð völdum köppum úr hópi glímumanna. Frá Reykjavfk koma: Ólafur H. Ólafsson, Jón Unndórsson, Helgi Bjarnason, Guðmundur Freyr Halldórsson, England Arsenal í undanúrslit Mœtir Luton eða Oxford Með glæsilegum sigri sínu yfir Everton 3-1 tókst Arsenal að komast í undanúrslit ensku bikar- keppninnar. Það var Michael Thomas sem gerði fyrsta mark Arsenal strax í síðari hálfleik en varamaðurinn Adrian Heath svaraði fljótlega fyrir Everton. Það voru síðan David Rocastle og Alan Smith sem gerðu sitt markið hvort á níu mínútna kafla og gerðu þar með út um leikinn. Þeir munu annaðhvort mæta Luton, sem þurfti að vinna Q.P.R. í fimmtu umferð bikars- ins, eða Oxford, en þau lið þurfa að mætast aftur eftir að hafa gert jafntefli 1-1. Um helgina 26.-29. febrúar Blak Föstudagur Glerárskóli kl.20.00 karlar KA-HK Laugardagur Hagaskóli kl.13.00 karlar Þróttur-ÍS Hagaskóli kl. 14.15 konur Þróttur- UBK Hagaskóli kl. 15.30 konur Víkingur-ls Mánudagur Hagaskóli kl.20.00 karlar (S-Víkingur (bikark.) Karfa Föstudagur Njarðvík kl.20.00 úrvalsd. UMFN- Haukar Laugardagur Seljaskóli kl.14.00 úrvalsd. iR-lBK Seljaskóli kl. 17.00 Lfl.A.ka (S-lBK Sunnudagur Hagaskóli kl. 14.00 úrvalsd. KR-Þór Seljaskóli kl. 14.00 Ld.karla Léttir-lA Fjölliðamót í yngri flokkunum og er keppt bæði laugardag og sunnudag: Akranes kl.09.00, Hlíðarendi kl.10.00, Akureyri kl.10.00, Grindavík kl.10.00 og 11.00, Haukahús kl. 13.00, Keflavík kl. 14.00 og Njarð- víkkl.14.00. Mánudagur Seljaskóli kl.19.15 l.d.kvenna lR- UMFN Seljaskóli kl.20.001 .d.kvenna ÍBK-Is Seljaskóli kl.21.00 Ld.kvenna KR- UMFG Handbolti Föstudagur Seljaskóli kl.21.15 l.d.kvenna Þróttur-Haukar Laugardagur Digranes kl. 14.00 1 .d.karla Stjarnan- Þór Laugardalshöll kl. 14.00 l.d.kv. Valur-Víkingur Laugardalshöll kl.15.15 Ld.kv. KR- Fram Sunnudagur Digranes kl.15.15 l.d.kv Stjarnan- FH Laugardalshöll kl.20.00 1 .d.ka Fram- FH Laugardalshöll kl.21.151 .d.ka KR-lR Mánudagur Seljaskóli Ld.ka IR-Stjarnan ÁrniÞórBjarnason, JónB. Vais- son, Arngeir Friðriksson, Ingi- bergur Sigurðsson og Ásgeir Víg- lundsson. Frá Suðurlandi koma: Már Sigurðsson, Kjartan Lárus- son, Jóhannes Sveinbjörnsson, Gunnar Gunnarsson, Kjartan Ásmundsson, Hörður Óli Guð- mundsson, Jón M. fvarsson, Engilbert Olgeirsson, Kristinn Guðnason og Helgi Kjartansson. í þessum hópi eru meðal annars glímukappi fslands og fleiri. Keppt er um Sigurðarbikarinn og síðast komu um 400 áhorfend- ur. Það má því búast við góðri skemmtan en glímumótið hefst kl.21.00. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERDTRYGGÐRA SPARISKÍRTHNA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1982-1. fl. 1983-1. fl. 1984-2. fl. 01.03.88-01.03.89 01.03.88-01.03.89 10.03.88-10.09.88 kr. 750,16 kr. 435,82 kr. 280,24 Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs ferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, febrúar 1988 SEÐLAB ANKIÍSLANDS Föstudagur 26. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.