Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 1
Laugardagur 27. febrúar 1988 47. tölublað 53. árgangur Nýir Garðastrœtissamningar 34 þúsund í samningslok Gildistímifram ímars á nœsta ári. Lágmarkslaun í samningslok 34.000 krónur. Fjórir samninganefndarmenn neituðu að skrifa undir Samningar tókust á fimmta tímanum í gærmorgun, eftir að samninganefndir Verka- mannasambandsins og atvinnu- rekenda höfðu setið samfellt í 36 klukkustundir á samningafundi. Samningurinn færir félögum VMSÍ um 13,5% hækkun launa á samningstímabilinu, sem er til 18. mars á ári komanda. Fjórir samninganefndarmenn VMSÍ, sem verið hafa í farar- broddi sem talsmenn fiskverka- fólks, neituöu að skrifa uppá samkomulagið þegar kom að undirskrift. Þetta voru fulltrúar Austfirðinga, Akurnesinga og Vestmannaeyinga. Við gildistöku samningsins hækka grunnlaun um 1525 krón- ur á mánuði. Aðrar grunnlauna- hækkanir á samningstímabilinu eru sem hér segir: 1. júní 3,25%, 1. september 2,5% og 1. febrúar 2,0%. í lok samningstímans verða lágmarkslaun 34.004 krón- ur, í stað 29.975 króna í dag. Að auki er gert ráð fyrir des- emberuppbót kr. 4500 sem legg- ist ofan á laun fólks í fullu starfi, en helmingi minni upphæð fyrir þá sem eru í hálfu starfi. í samningnum er tekið upp nýtt starfsaldurshækkanakerfi í fimm þrepum. Mest er hækkunin eftir 12 ára starf eða 8%. Maður með 12 ára starfsaldur hefur því um 35.000 króna mánaðarlaun. Samið er um tvö rauð strik, 1. júlí og 1. nóvember. Gengið er út frá að verðbólga á árinu verði ekki hærri en 16%. Efnahagsnefnd ríkisstjórnar- innar, sem í eiga sæti tveir ráð- herrar frá hverjum stjórnarflokk- anna, sat á fundi í gær og ræddi aðgerðir í efnahagsmálum, sem ríkisstjórnin hyggst grípa til upp- úr helgi. Sjá bls. 5, 6 og bak Félagsmálaráðherra yggst kæra Þjóviljann Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur ákveðið að kæra Þjóðviljann til siða- nefndar Blaðamannafélagsins fyrir að neita að gefa upp heimild- armann sinn innan ráðuneytis hennar sem vitnað var til í fors- íðufrétt blaðsins á fimmtudag um ráðhússmálið. í bréfi sem ráðherra sendi blaðinu í gær segir Jóhanna m.a. að hún uni því ekki að „gefið sé í skyn að starfsmenn ráðuneytis míns séu bornir þeim sökum að hafa gerst brotlegir í opinberu starfi, þótt ég láti mér í léttu rúmi liggja frásögn blaðsins að öðru leyti." Ráðuneytið muni því vísa málinu til siðanefndar Blaða- mannafélagsins þar sem „óviðun- andi sé að saklaust fólk sé bendl- að við brot í starfi," eins og segir orðrétt í bréfi ráðherrans. Þjóðviljinn hefur í samtölum við ráðuneytisstjóra félagsmála- ráðuneytisins alfarið neitað því að gefa upp nafn heimildarmanns síns innan ráðuneytisins fyrir um- ræddri frétt. Vísar Þjóðviljinn til 2. greinar siðareglna Blaða- mannafélagsins þar sem segir orðrétt: „Blaðamaður virðir nauðsynlegan trúnað við heimildarmenn sína." Sjá bls. 2 Menningarsjóður RUV mjóikaö Útvarpsstjóriferfram á að störf stjórnar Menningarsjóðs verði könnuð. Útvarpið greiddi 60 miljónir enfœr 8,5 miljónir. Stöð 2 greiddi 5,4 miljónir enfœr 5,7 miljónir Vestmannaeyjar Snöt í hart - Okkur getur ekki litist á þennan samning, enda höfum við áður vísað Vestfjarðasamningn- um og kröfugerð Verkamanna- sambandsins frá okkur, sagði Vil- borg Þorsteinsdóttir, formaður verkakvennafélagsins Snótar í Vestmannaeyjum, en félagið hef- ur boðað verkfall frá og með föstudegi í næstu viku. Snót hefur ekki tekið þátt í störfum Verkamannasambands- ins síðan í haust er fulltrúar fisk- vinnslufólks gengu út af fundi sambandsins. Vilborg sagði að atvinnurek- endur í Eyjum hefðu fram til þessa daufheyrst við kröfum Snótar. - Það getum við ekki sætt okkur við og þessvegna sjáum við okkur ekki annað fært en að boða verkfall, sagði Vilborg. -rk w U tvarpsráð mótmælti í gær skýringum stjórnar Menn- ingarsjóðs útvarpsstöðva á því hversvegna Rfkisútvarpinu hefur verið úthlutað svo lítið úr sjóðn- um. RÚV hefur greitt 60,5 miljónir í sjóðinn en fær aðeins úthlutað rúmum 8,5 miljónum á meðan Stöð 2 fær úthlutað rúmum 5,7 miljónum en hefur aðeins greitt tæpar 5,4 miljónir í sjóðinn. Sjóðstjórnin segist hafa sett sér þá vinnureglu að úthluta ekki til þeirra sem skulda sjóðnum. Tel- ur útvarpsráð þetta mistúlkun á reglugerð og misbeitingu valds, sem stjórnin hefur ekki. Auk þess er bent á að RÚV hafði fyrir úthlutunina 15. febrúar að fúllu greitt sinn hlut. Markús Örn Antonsson út- varpsstjóri hefur farið fram á að ríkisendurskoðun rannsaki vinnubrögð sjóðstjórnar. -Sáf Vel fer á með Breiðavaðshryssunni og fósturhreini Jóhanns bónda Magnússonar. (Mynd: Björn S. Júlíusson) Hminkálfur í fóstur Dafnar vel á mjólk og heyi eftir rýran kost í haga Austur á Héraði hefur bóndinn á Breiðavaði í Eiðaþinghá tekið hreindýrskálf í hús og elur hann á mjólk og heyi. Jóhann Magnússon bóndi sagði við Þjóðviljann að kálfur- inn hefði verið máttlaus og aumingjalegur þegar hann kom fyrir um hálfum mánuði, en væri nú allur að hjarna við. Framtíð dýrsins sagði hann óráðna. Ef það dafnaði vel væri annað hvort að sleppa því með vorinu eða temja það og setja fyrir sleða. Tveir kennarar við Alþýðuv skólann á Eiðum fönguðu: hreindýrskálfinn, þar sem hann' var einn á rangli í nálægri skógar- girðingu í ætisleit. Var ætlunin að sýna hann nemendunum, sem voru ekki gleggri en svo, að þau héldu að dýrið væri hundur. Undanfarið hefa hreindýrin mikið sótt niður i byggð á Austur- landi og hafa 10-20 dýr fundist þar dauð. Jón Pétursson dýra- læknir á Egilsstöðum sagði að dauða dýranna mætti meðal ann- ars rekja til snöggra fóðurskipta. Þau væru hungruð og farin að taka orku frá sjálfum sér, er þau kæmust snöggíega í æti á lág- lendi. Vömbin í hreindýrunum væri ekki innstillt á að melta þessa fæðu, sem oft væri léleg, s.s. kvistir og berjalyng, sem þau sæktu ekki í nema í neyð. mj Sambandið Allt á reiðiskjálfi Sjá bls. 3

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.