Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 2
Bifreiðatryggingar Fallist á 60% hækkun Með 15.000 kr. sjálfsábyrgð verður hœkkunin 44%. Erlendur Lárusson, Tryggingaeftirlitinu: Algjör lágmarkshœkkun —SPURNINGIN— Finnst þér að orðið hafi trúnaðarbrestur milli lög- reglu og almennings? Vilborg Valgarðsdóttir ritari: Já, mér finnst þetta svívirðileg framkoma. Mér finnst alveg sjálf- sagt að fram fari opinber rann- sókn á brotum á persónuhelgi borgaranna. Anton Guðmundsson bankastarfsmaður: Já, mér sýnist stefna í það með þessu síðasta atviki. Það er kannski ekki orðinn brestur enn, en það er greinilegt að í það stefnir. Geir Stefánsson lögfræðingur: Nei, það finnst mér ekki. Ekki ennþá. Annars er nú allt til í þessu, það verður nú að segjast. Sigrún Hálfdánardóttir skrifstofumær: Já, það máttu bóka, þetta er orð- ið allt annað en það var. Sigurður Steinþórsson gullsmiður: Já, ég er stórhneykslaður á því að menn geta ekki lengur inn á lögreglustöð gengið án þess að eiga það á hættu að vera hand- leggsbrotnir. Annars hef ég nú ekkert annað en gott um mín samskipti af lögreglunni að segja. Tryggingaeftirlitið samþykkti í gær að fallast á beiðni trygg- ingafélaganna um 60% hækkun á iðgjöldum ábyrgðartrygginga bifreiða fyrir nýtt tryggingaár sem hefst um næstu mánaðamót. - Niðustaða okkar er sú, eftir að hafa skoðað þessi mál mjög vel, að þessi 60% hækkun er al- gjört lágmark. Ég er meira að segja hræddur um að þetta stand- ist ekki nema breyting verði til Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra hefur ákveðið að kæra Þjóðviljann fyrir siða- nefnd Blaðamannafélagsins vegna fréttar um frammistöðu hennar í ráðhússmálinu þar sem vitnað var til ónafngreinds heimildarmanns í félagsmála- ráðuneytinu. Ráðherra tilkynnti ritstjórum Þjóðviljans um kær- una með eftirfarandi bréfi: „f blaði yðar í gær, fimmtudaginn 25. febrúar 1988, er á forsíðu fjallað um svokallað ráðhúsmál í grein sem ber yfir- skriftina „Skrípaleikur hjá Jó- hönnu“. í greininni segir m.a. þar sem verið er að fjalla um ákvörðun félagsmálaráðherra um staðfest- ingu á Kvosarskipulagi: „Heim- ildir Þjóðviljans í félagsmála- ráðuneytinu staðfesta þetta. Sagði heimildamaðurinn að Jó- hanna hefði upphaflega ætlað.að Tónleikar Blásið í Fimm hjóladrif Atli Heimir: diskómúsík fyrirframúrstefnuna Musica Nova frumflytur í dag í Hamrahlíðarskólanum mikinn blásarakvintett eftir Atla Heimi Sveinsson. Verkið nefnist Fimm hjóladrif. Atli Heimir flytur fyrst spjall um verkið . í gær hafði hann það helst að segja, að með verkinu hefði hann „samið diskómúsík fyrir framúrstefnuna“. Og gerði ráð fyrir að hann yrði skammaður fyrir - „ég er vanur því,“ sagði hann. Tónleikarnir hefjast kl 15. batnaðar í umferðarmenningu okkar, sagði Erlendur Lárusson, forstöðumaður Tryggingaeftirlits ríkisins, í samtali við Þjóðviljann. í dómsmálaráðuneytinu er í smíðum ný reglugerð sem heim- ilar bifreiðareigendum að taka 15 þús. kr. sjálfsábyrgð á ökutækj- um sínum en með því móti lækkar iðgjaldahækkunin niður í 44%. Tryggingafélögum er heimilt samkvæmt þessari reglugerð að neita að staðfesta skipulag ráð- húsreitsins og því hafi sér komið mjög á óvart þegar hún hélt því fram að afskipti forsætisráðherra hefðu ekki haft nein áhrif á af- stöðu hennar.“ Blaðamaður ber hér fyrir sig heimildarmann í fél- agsmálaráðuneytinu, bæði hvað varðar ákveðnar upplýsingar, og eins á heimildarmaður blaðsins í ráðuneytinu að hafa sett fram sína skoðun á niðurstöðu máls- ins. Með því að geta um heimildar- mann innan ráðuneytisins án þess að skýra frá hver hann er, og neita að gefa það upp, gerir blaðamaður Þjóðviljans alla starfsmenn ráðuneytisins tor- tryggilega í sambandi við mál þetta. Þessi aðdróttun hefur að vonum vakið mikla reiði starfs- fólksins. Ég mun ekki una því að gefið sé í skyn að starfsmenn ráðuneytis míns séu bornir þeim sökum að hafa gerst brotlegir í opinberu starfi, þótt ég láti mér í léttu rúmi liggja frásögn blaðsins að öðru leyti. Ráðuneytið mun því vísa mál- inu til siðanefndar Blaða- mannafélags fslands, þar sem óviðunandi er að saklaust fólk sé bendlað við brot í starfi með þess- um hætti. Ég óska eftir því að bréf þetta birtist í heild í blaði yðar.“ Itilefni af 125 _ ára afmæli Þjóðminjasafns Islands býður menntamálaráðuneytið til hátíð- arsamkomu í Háskólabíói á sunnudaginn kl. 16.00. Forseti íslands frú Vigdís Finnbogadóttir, menntamálaráð- herra Birgir ísleifur Gunnarsson og Þór Magnússon þjóðminja- bjóða enn hærri sjálfsábyrgð sem kemur þá til með að draga enn frekar úr hækkun iðgjalda. Síðast gildandi sjálfsábyrð var 6.500 kr. Þá hefur einnig verið ákveðið að sameina áhættusvæðin á landsbyggðinni úr tveimur í eitt. Sú breyting þýðir aukahækkun á iðgjöldum í dreifbýli um 4,5% en lækkun í þéttbýli á landsbyggð- inni um 6-9%. Akureyringar og þeir sem aka um á A-númerum vörður flytja ávörp. Á dagskrá verða ýms skemmtiatriði sem tengd eru sögu Þjóðminjasafns- ins, m.a. munu Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson flytja lög og ljóð tengd Þjóðminjasafninu, Sigurður Rúnar Jónsson leikur á gömlu íslensku fiðluna, sýnd verður kvíkmynd frá uppgreftrin- verða aftur á móti fluttir í fyrsta áhættuflokk, en að sögn Erlends er það í samræmi við tjóna- reynslu af því svæði. Stór hluti af hækkun trygginga- gjalda stafar af auknum slysa- bótum í samræmi við nýju um- ferðarlögin og sagði Erlendur brýnt fyrir ökumen að kynna sér þau mál, hjá tryggingafélögum eða neytendaþjónustu Tryggingaeftirlitsins. _jg. um í Skálholti 1954, fslenskir búningar frá liðnum öldum verða sýndir með aðstoð Þjóðdansafélags Reykjavíkur og Gunnar Egilson mun leika á hljóðpípu Sveinbjarnar Egilson- ar. Húsið verður opnað kl. 15.30 og er öllum heimill aðgangur. Heimildir Bréf Jóhönnu Ráðherra: Uniþví ekki að starfsmenn ráðuneytisins séu bornir þeim sökum að hafa gerst brotlegir í opinberu starfi - Það verður margt forvitnilegt að sjá hér hjá okkur um helgina, sagði Jóhann Hjálmarsson blaðafulltrúi Pósts og síma er við litum inn hjá honum er undirbúningur fyrir kynningu Pósts og síma á Norrænu tækniári stóð sem hæst. Það verður opið hús fyrir gesti og gangandi á sunnudaginn kl. 14-18 víðsvegar um borgina; í Ármúla 27, jarðstöðinni Skyggni, Múlastöð og fjarskiptastöðinni Gufunesi. Á myndinni eru Þorvarður Jónsson framkvæmda- stjóri tæknideildar og Guðmundur Björnsson aðstoðar póst- og símamálastjóri að velta fyrir sér umfangi dreifikerfis Pósts og síma. Mynd: E.ÓI. Þjóðminjasafnið Hátíðarsamkoma á sunnudag 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. febrúar 1988

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.