Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 3
Eysteinn Helgason kemurtil landsins í dag og segist ætla að greina frá því hvernig málið hefur borið að. FRÉTT1R Sambandið Sprengjan springur í allar áttir Guðjón B. Ólafsson tryggði sér meirihluta í stjórn Iceland Seafood með því að ráða Ólaf Friðriksson kaupfélagsstjóra á Sauðárkróki sem framkvæmda- stjóra verslunardeildar og notaði þann meirihluta svo til að bola Eysteini Helgasyni og Geir Magnússyni úr störfum. Óljóst hverjar ástæður uppsagnanna eru. Könnun á fjárreiðum Guðjóns fyrir vestan gæti verið ein af orsökunum, eða öfund. Dallasdrama við Sölvhólsgötu „Þegar menn kasta svona sprengjum fram einsog gert hefur verið undanfarna daga, verða þeir að gera sér grein fyrir því að slíkar sprengjur geta sprungið í allar áttir,“ sagði háttsettur emb- ættismaður í Sambandinu við Þjóðviljann í gær. Guðjón B. ðlafsson og Sigurð- ur Markússon flugu vestur um haf á fimmtudag til að bera þeim Eysteini Helgasyni, forstjóra Ice- land Seafood, og Geir Magnús- syni aðstoðarforstjóra, þá niður- stöðu stjórnar fyrirtækisins að þeim væri sagt upp störfum. Eysteinn neitar Mál þetta á sér langan aðdrag- anda eða allt aftur til september í fyrra. Þá hafði Guðjón samband við Eystein og vildi að hann ræki Geir en gaf engar skýringar á því hversvegna hann vildi að Geir yrði látinn fjúka. Geir Magnússon var fjármála- stjóri Guðjóns, á meðan Guðjón var framkvæmdastjóri Iceland Seafood, og hafði samstarf þeirra verið með ágætum. Eysteinn neitaði að reka Geir en þá stillti Guðjón Eysteini upp við vegg og hótaði að reka hann. Guðjón hefur ekki umboð til að reka Eystein, heldur verður stjórn fyrirtækisins að samþykkja brottvikningu. Guðjón var hins- vegar í minnihluta í stjórn fyrir- tækisins. Flétta í verslunardeild kvæmdastjóri sjávarafurðadeild- ar Sambandsins, stóð með Guðj- óni en Erlendur Einarsson, fyrr- verandi forstjóri SíS, Gísli Jónat- ansson, kaupfélagsstjóri á Fá- skrúðsfirði, og Marteinn Frið- riksson, framkvæmdastjóri Fisk- iðju Sauðárkróks, mynduðu blökk gegn þeim Guðjóni og Sig- urði. Þá gerðist það að Ólafur Frið- riksson, kaupfélagsstjóri á Sauðárkróki, var ráðinn af Guð- jóni sem yfirmaður verslunar- deildar Sambandsins, öllum að óvörum, því reiknað hafði verið með því að Axel Gíslason fengi það starf. Fiskiðja Sauðárkróks heyrir undir kaupfélagið á staðnum og‘ er Marteinn því undirmaður Ólafs, sem nýverið hefur hlotið vegtyllu af Guðjóni. Enda snýst Marteini hugur og styður nú Guðjón. Þegar Guðjón hefur þannig tryggt sér meirihluta í stjórn Icelandic Seafood kallar hann saman stjómarfund sl. mið- vikudag þar sem stjórn samþykk- ir með þremur atkvæðum gegn tveimur að segja bæði Eysteini og Geir upp störfum. Daginn eftir flugu þeir Guðjón og Sigurður svo vestur um haf. Guðjón hefur borið fyrir sig samskiptaörðugleika og háttsett- ur embættismaður í Sambandinu sagði að hér væri um að ræða stjórnunarágreining, sem snéri bæði inn á við og út á við. Fjárreiður Guðjóns Sigurður Markússon, fram- Ein hlið á þessu máli er að í ^OPAjv /iii °- Prammi til sölu Kauptilboð óskast í prammann „Svart“ ásamt tveimur Harbormaster vélum. Pramminn „Svartur11 er af gerðinni Uniflot og samanstendur af eftirtöldum einingum: 1. 6 stk. grunneiningar (basic units) Lengd 5,3 m, breidd 2,4 m, hæð 1,2 m. 2. 3 stk. skáeiningar (Ramp units) Lengd 3,7 m, breidd 2,4 m, hæð 0-1,2 m. 3. 2 stk. endaeiningar (bow and stern units) Lengd 1,8 m, breidd 2,4 m, hæð 0-1,2 m. Vélarnar eru af gerðinni Harbormaster 5 hö með gírum, stýringu, skrúfum og festingum fyrir prammann. Ofanareindur búnaður er í notkun hjá fiskeldis- stöð ÍSNO hf. í Vestmannaeyjum og verðurtilbú- inn til afhendingar þar eða í Reykjavík 1. apríl 1988. Allar nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ara- son hjá Vegagerð ríkisins í síma (91) 21000. Kauptilboð þurfa að berast skrifstofu Innkaupa- stofnunar ríkisins fyrir kl. 11.00 f.h. miðvikudag- inn 9. mars nk. þar sem þau verða opnuð í viður- vist viðstaddra bjóðenda. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, sími 26844 uppsögnunum fyrir vestan virðist hinsvegar enginn geta sagt um, en samkvæmt heimildum Þjóð- viljans er þessi rannsókn enn í gangi og Geir Magnússon var fjármálastjóri Guðjóns á sínum tíma og veit því manna best um persónulegar fjárreiður Guðj- óns. Dallasfamilían Mönnum gengur sem sagt illa að finna ástæðu fyrir því að Guðj- óni virðist svo mikið í mun að reka þá Eystein og Geir. „Nema Guðjón sjái ofsjónum yfir árangri Eysteins fyrir vest- an,“ sagði einn heimildarmanna Þjóðviljans. Þegar Eysteinn tók við starfi sem forstjóri Iceland Seafood hóf hann strax uppstokkun og endur- skoðun á verðlagningu á þeim afurðum sem fyrirtækið selur. Þrátt fyrir hráefnisskort á síðasta ári kom rekstur fyrirtækisins mjög vel út og var hagnaðurinn mun meiri en í tíð Guðjóns. Æðsta stjórn Sambandsins virðist vera hálfgerð „Dallasfam- ilía“ einsog einn viðmælenda Þjóðviljans sagði í gær en annar sagði að J.R. og aðrar Dallasper- sónur bliknuðu í samanburði við það sem væri að gerast innan Sambandsins. Ljóst er að lítið er um kærleika milli gömlu jaxlanna Vals Arnþórssonar og Erlends Einarssonar annars og Guðjóns B. Ólafssonar hinsvegar. Stjórn Sambandsins hefur ráð- gert að koma saman seint í mars en skoðanir voru skiptar milli stjórnarmanna sem Þjóðviljinn ræddi við um það hvort flýta bæri fundinum í ljósi síðustu atburða. Eysteinn mun koma til lands- ins í dag og skýra sitt mál eftir helgi en Guðjón er væntanlegur á sunnudag. Guðjón B. Ólafsson heilsar Herði Zóphaníassyni á stjórnarfundi Sambandsins sl. sumar þegar Útvegsbankamálið var í brennideplinum. Valur Arnþórsson, stjórnarformaður SÍS, með álitsgerð lögfræðings á borðinu. janúar sl. hafði Valur Arnþórs- ekki síst að ná til ára Guðjóns son, formaður stjórnar Sam- vestanhafs. Geir hafði samband bandsins, samband við Geir við Guðjón og greindi honum frá Geirsson, endurskoðanda Sam- ósk Vals og Guðjón varð fjúk- bandsins, og fór fram á að Geir andi illur og bannaði Geir að fara rannsakaði persónulegar fjár- vestur um haf. reiður Guðjóns og á sú rannsókn Hvort þessi rannsókn tengist vörum í gjafr m* mI 1 *> t Jón Loftsson hf. _______________ Hringbraut 121 Sími 10600 Gjafa- og búsáhaldadeild, 2. hæð

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.