Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 4
LErDARI Safn er miklu meira en safn Þessa daga er þess minnst meö ýmsum hætti, að 125 ár eru liðin frá því að Sigurður Guðmundsson málari og fleiri menn ágætir unnu það afrek í andófi sínu gegn því að fornir gripir héldu áfram að eyðileggjast eða týnast úr landi, að hægt var að stofna Þjóðminjasafn. Óneitanlega er stundum eins og neikvæður blær yfir þessum orðum: safn, safngripur. Það er eins og gripur á safn kominn glati í vitund margra lífi sínu, hann er dautt fyrirbæri, eitthvað sem hefur verið afgreitt endanlega og raskar ekki ró manna upp frá því. í framhaldi af þessu líta menn á safn sem einhverja meinlausa og ekki sérlega spennandi afþreyingu, gagnslítið fyrirtæki nema til að sýna útlendingum meðan rignir eða beðið er eftir öðrum dagskrárlið um. En vitanlega eiga söfn það ekki skilið að hljóta slíkan sess í vitund manna og þá allra síst Þjóðminjasafnið sem nú á afmæli. Við vitum að við mælum gildi slíkrar stofnunar aldrei á mæli- kvarða þröngrar nytjahyggju. Samt er Þjóðm- injasafn flestum stofnunum gagnlegri og hollari ef að er gáð. Við getum ekki lifað með nauðsyn- legu sjálfstrausti í þessu landi án þess að íokkur lifi sterk tengsli við það mannlíf sem hér hefur verið, skilningur á lífsháttum og menningu þeirra kynslóða sem á undan gengu, og Þjóð- minjasafn er vitanlega mikilvægur og merkur aflgjafi okkar við ræktun slíkra tengsla. Einmitt um þetta hefur Halldóra B. Björnsson ort ágætt kvæði sem heitir „Á Þjóðminjasafni". Þar spyr hún löngu horfna konu, hvað „leiddi hendur þínar / að sauma þessar rósir í samfelluna þína?". Við þeirri spurningu fást að sönnu engin endanleg svör, þótt merkilegar grunsemdir vakni en að lokum sameinast kynslóðir í þessu erindi hér: En hver veit nema finnist þér fávíslegt að spyrja hvað fólst í þínu geði því ég er máski arftaki allra þinna sorga og allrar þinnar gleði? Safn er ekki barasta safn og á ekki að vera það. Þjóðminjasafnið vill vera bæði alþýðleg kynningarstofnun og rannsóknastofnun, sagði þáverandi þjóðminjavörður, Kristján Eldjám, á aldarafmæli safnsins, og núverandi þjóðminja- vörður, Þór Magnússon, tekur í sama streng í nýlegu viðtali. Afmæli eins og það sem nú er haldið upp á gefur tækifæri til að minna á það, að Þjóðminjasafn fer með margháttaða starf- semi - fomleifarannsóknir, þjóðháttasöfnun og rannsóknir á því sviði, varðveislu gamalla bygg- inga, aðstoð við börn sín - byggðasöfnin út um allt land. Afmæli er líka ástæða til að minna á að aldrei er of vel búið að ágætum menningar- stofnunum - Þjóðminjasafnið hefur að vísu ný- lega kvatt ágætan gest, Listasafnið, sem fyrir sakir aumingjaskapar ráðamanna varð alltof þaulsætinn í því húsi, sem er nú of lítið orðið eins þótt Þjóðminjasafn búi þar eitt. Það vantar mikið á að safnið hafi svo rúman fjárhag að það geti sinnt þeim rannsóknum sem menn hafa hug á og bryddað upp á ýmsum nýmælum, safnið verður og að hafa svo rúmt um sig að það sé ekki í eitt skipti fyrir öll hneppt í þær skorður að það megi sig hvergi hræra. Við skulum öll styrkja með rödd okkar þann kór, sem minnir ráðamenn á þessar staðreyndir og þessar þarfir á afmæli Þjóðminjasafnsins. Minnumst þess að bágur hagur þjóðþrifastofn- unar eins og Þjóðminjasafnsins ber ekki aðeins vitni um virðingarleysi fyrir því lífi og þeirri menn- ingu sem verið hef ur í landinu. Vanrækslusyndir á þessu sviði eru um leið afbrot gagnvart þeim kynslóðum sem á eftir koma og þurfa mjög á því að halda að ekki komi kyrkingur í þær rætur sem hinn rammi safi þjóðlegrar menningar rennur um. Og með slíkum syndum erum við einnig að lýsa fyrirlitningu okkar á sjálfum okkur og þeim sérleika sem gerir heiminn ögn auðugri en hann væri ef við gæfum það - líklega í nafni þæginda eða hagkvæmni svokallaðrar- upp á bátinn að vera það sem við þó enn erum. ÁB titlliillllliiiifititlllitltflltililllttlllfl LJOSOPIÐ Mynd Einar 01. •••¦•¦iiiiitti þJÓDVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgofandl: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rltstjórar: Árni Bergmann. Mðrður Árnason, Óttar Proppé. Fréttastjórl: Lúðvfk Goir sson. Blaðamenn: Quðmundur Rúnar Heiðarsson, Ingibjörg Hinriksdóttir (Iþr.), HjðrlaifurSveinbjðmsson, KristóferSvavarsson, Magnfrfður Júliusdöttir, Magnús H. Gislason, Lilja Gunnarsdóttir, Olafur Gislason, Ragnar Karlsson. SigurðurÁ. Frlðþjðfsson, Stefán StefAnsson (iþr.), SævarGuðbjömsson. Handrfta- og prófarkalastur: Elfas Mar, Hildur Finnsdðttir. yó8myndarar:EinarÓlason,SigurðurMarHalldórsson. Útlftstelknarar: Garðar Sigvaldason, Margrót Magnúsdóttir. Framkvæmdast|6ri: Hallur Páll Jónsson. Skrlfstolustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrlfstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Kristln Pétursdóttir. Auglýslngastjórl: Sigrfður Hanna Sigurbjörnsdóttir. Auglýslngar: Gi iðmunda Kristinsdðttir, Olga Clausen, Unnur Ágústsdóttir. Slmavarsla: Hanna Ólafsdðttir, Sigriður Kristjánsdóttir. Bllst|óri: Jðna Sigurdörsdóttir. Útbrelðslu- og afgrei&siustjóri: HörðurOddfríðarson. Afgrelðsla:HallaPálsdóttir, HrefnaMagnúsdóttir. Innholmtumonn: Bn/njólfur Vilhjálmsson, Olafur Björnsson. Útkeyrsla, afgrelðsla, ritstjórn: Sf&umúla 6, Reykjavfk, slmi 681333. Auglýsingar: Slðumúla 6, simar 681331 og 681310. Umbrot og setnlng: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prontun: Blaðaprent hf. Vorðílausasölu:55kr. Helgarblöð:65kr. Áskrlftarverð á mánuði: 600 kr. 4 SÍDA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 27. febrúar 1988 J

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.