Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 5
Þá er lokið enn einni langri og strangri samningalotu í húsi Vinnuveitendasambandsins í Garðastræti. Snemma í gær- morgun voru undirritaðir nýir kjarasamningar milli Verka- mannasambandsins annars vegar en Vinnuveitendasambandsins og Vinnumálsambandsins hins veg- ar. Samningurinn gildir til 18. mars á næsta ári þannig að verði þessi samningur samþykktur þurfa verkamenn ekki að standa í samningaþófi næstu þrettán mán- uðina. Það hefur vakið athygli að full- trúar nokkurra verkalýðsfélaga skrifuðu ekki undir samninginn. Aðrir skrifuðu undir með fyrir- vara um samþykki félagsfunda. Á þessu stigi má varast að oftúlka það að sumir vildu ekki skrifa undir en fljótt á litið virðist það tákna að þeir reikni ekki með að samningarnir verði samþykktir eða að þeir treysta sér ekki til að mæla með því við félagsfund að samningarnir verði samþykktir. Það voru fulltrúar Austfirðinga, Vestmannaeyinga og Akurnes- inga sem ekki vildu skrifa undir samninginn og leiðir það hugann að deilum innan Verkamanna- sambandsins á síðasta hausti. Tæplega tímamótasamningar Misjafnar launahækkanir Erfitt er að meta þær kjarabæt- ur sem verkamenn fá samkvæmt þessum samningum. Formaður Verkamannasambandsins, Guð- mundur J. Guðmundsson, sagði í útvarpi í gærmorgun að launa- hækkun samkvæmt samningnum væri um 20%. Þorsteinn Ólafsson hjá Vinnumálasambandi sam- vinnufélaganna taldi hana um 15%. Kjarabætur verða mjög misjafnar. Starfsaidurshækkanir vega töluvert og þær komast í 8% eftir 12 ára starf hjá sama at- vinnurekanda. Niðurfelling eftir- vinnutaxtans er til hagsbóta þeim sem vinna almennt yfirvinnu en snertir ekki hina sem aðeins vinna dagvinnu. Það er talin ein átæðan fyrir því að forsvarsmenn verkakvennafélaga eru ekki eins hrifnir af þessum samningi og margir aðrir. Breytingar á yfirvinnu Lengi hefur það gilt hjá ASÍ- félögum að á mánudögum til fimmtudags hafa fyrstu tveir yfir- vinnutímarnir að loknum 8 stunda dagvinnutíma talist eftir- vinna og hafa verið greiddir með 40% álagi. Önnur yfirtíð hefur talist nætur- eða helgidagavinna og hefur verið greidd með 80% álagi. Nú verður aðeins um 80% álag að ræða á alla yfirvinnu. Kauphækkunin verður mest hjá þeim sem skila nákvæmlega 2 yfirvinnutímum í viðbót við dag- vinnu. Vikukaup þeirra hækkar um 6,25% við breytinguna. Aðrir hækka minna af þessum sökum. T.d. sá maður, sem skilar 8 eftirvinnu- og 10 næturvinnu- tímum á viku. Hann hækkar um 4,6% við þessa breytingu. Eins og áður sagði, verður eng- in hækkun af þessum sökum hjá þeim sem ekki hafa unnið og munu ekki vinna neina yfirvinnu. Þessari breytingu fylgir að fyrir vinnu á tímanum milli 7 og 8 á morgnana verður ekki lengur greitt næturvinnukaup. Hvað með grunnkaupið? En hvað með sjálft grunn- kaupið? Hvaða breytingar verða á taxtakaupi á samningstíman- um? í fréttum hefur komið fram að hækkunin sé 13,45% á lág- markslaun en minna á aðra taxta því að launahækkunin í upphafi samningstímans er föst krónu- tala, 1.525 krónur á mánuði. Hafa ber í huga að laun hafa ekki breyst frá því 1. október s.l. þannig að verið er að tala um 15- 16 mánaða tímabil. í lok samn- ingstímans, í mars 1989, verða lágmarkslaun orðin 34.004 krón- ur á mánuði eða 13,4% hærri en þau voru 1. október s.l. Síðustu 15 mánuðina hefur framfærsluvísitalan hækkað um meira en 30%. Laun verkamanna hafa ekki hækkað síðan 1. október en verð- lag hefur á sama tíma ætt áfram. Vístala framfærslukostnaðar er nú 235,37 stig en var í september s.l. 210,38 stig. Til þess að launin frá 1. október héldu í við aukinn framfærslukostnað þyrftu þau að hækka um nær 12%. Samkvæmt nýju samningunum hækka dag- vinnulaun um 1.525 krónur sem eru rúm 5% af lágmarkslaunum sem nú verða 31.500 krónur á mánuði. Hækki verðlag um 12% en dagvinnulaun ekki nema um 5%, fæst 6% minna af vörum fyrir dagvinnulaunin en áður. Raunhæf verðbólguspá! Það er hættulegt að leika sér of mikið með prósentur en þær eru líka stundum bráðnauðsynlegar til að sýna flókna hluti á einfaldan máta. Haft er eftir Þórarni V. Þórarinssyni framkvæmdastjóra Vinnuveitendasamabandsins að samningsaðilar trúi því að verð- bóigan fari ekki fram úr 16% næstu 12 mánuðina, þetta sé raunhæf tala og ekki sé reynt að falsa neitt með henni. Þetta er nokkuð athyglisverð trú þegar það er skoðað að framfærsluvísi- talan hefur á síðustu 12 mánuð- um hækkað um rúm 25%. Samt hefur meðalgengi verið alls- töðugt en nú er talað um gengis- fellingu. Óskandi er að viðræðuaðilum í Garðastræti verði að trú sinni og verðlag hækki ekki meir en 16% næstu 12 mánuðina. En taxta- launin eiga þó ekki að hækka um 16% á þeim tíma. Lægstu laun verða orðin 34.004 krónur á mán- uði 1. febrúar á næsta ári og hafa þá hækkað um 13,4%. Það er e.t.v. þessi mismunur sem Þórar- inn V. Þórarinsson hefur í huga þegar hann segir í viðtali við DV í gær: „Það er rétt sem við (þ.e. at- vinnurekendur, innsk. Þjv.) sögðum fyrr í vetur að kaupmátt- ur myndi og yrði að rninnka." Hækki verðlag um 30% en laun ekki nema um 13,4 er sjálf- gefið að launin duga ekki fyrir sama magni af vörum og áður. Hafi launin dugað fyrir 100 ein- ingum af vörum í upphafi tíma- bilsins, fást ekki nema 87 eining- ar fyrir þau í lok tímabilsins. Lágmarkslaun tveggja samninga Af sjálfu leiðir að hinir nýju samningar Verkamannasam- bandsins verða bornir saman við Vestfjarðasamninginn svokall- aða. Sá samningur er það flókinn að menn hafa lagst í langferðir til að kynna sér hvernig hann virkar. Einkum eru það ákvæði Vest- fjarðasamningsins um hóp- premíu, hlutaskiptin svonefndu, sem erfitt hefur verið að festa hendur á. En að sjálfsögðu eru í þeim samningi ákvæði um taxta- kaup. Það er fróðlegt að bera saman ákvæði samninganna um lágmarkslaun. Lágmarkslaun fyrir mánaðar dagvinnu verða þannig á árinu 1988: Janúar Vest- Verka- irðir manna- samband 29.975 29.975 Febrúar 31.475 29.975 Mars 31.475 31.500 Apríl 32.419 31.500 Maí 32.419 31.500 Júní 32.419 32.524 Júlí 32.419 32.524 Ágúst 33.229 32.524 September 33.229 33.337 Október 33.229 33.337 Nóvember 33.229 33.337 Desember 33.229 33.337 Svipaðar árstekjur Séu reiknaðar meðaldagvinnu- tekjur á yfirstandandi ári sam- kvæmt lágmarkstöxtum kemur í ljós að þær eru 32.396 krónur á mánuði samkvæmt Vestfjarða- samningnum en 32.114 sam- kvæmt samningum Verkamanna- sambandsins. Árstekjur þess verkamanns sem fær greitt lág- markskaup og vinnur aðeins dag- vinnu án allra álags- eða bónus- greiðslna verða hærri, fái hann greitt samkvæmt Vestfjarðasam- komulaginu. Það skal enn tekið fram að hér er aðeins rætt um dagvinnulaun samkvæmt lágmarkstaxta. Ýms samningsatriði geta valdið því að sumir fá meiri kauphækkanir. Þar má t.d. nefna námskeiðsálag hjá fiskverkafólki (2.700 á mán- uði samkvæmt samningi Verka- mannasambandsins), bónus- greiðslur, breytingu á yfirvinnu- kaupi og starfsaldurshækkanir, en þær eru 2% eftir eins árs starf og geta hæst orðið 8% eftir 12 ára starf, að því tilskildu að verka- maðurinn hafi verið allan tímann hjá sama fyrirtæki. Þá er nú kom- ið inn í samninga verkamanna ákvæði um launauppbót í des- ember, 4.500 krónur. Of flóknir samningar Spyrja má hvort kjarasamning- ar séu orðnir það flóknir að erfitt sé að meta kosti þeirra og galla. Þegar menn, sem eru nýrisnir upp frá samningaborðinu, greinir á um það hvort samningur, sem þeir voru að enda við að undir- rita, leiðir samtals til 15 eða 20% launahækkana á samningstíman- um, þá getur orðið erfitt fyrir hinn almenna verkamann að taka afstöðu til mála. Á félagsfundi verður hann engu að síður spurð- ur hvort hann samþykki samning- ana. Hann hlýtur því að hlusta vel á þá menn sem kjörnir hafa verið til að leiða kjarabaráttuna. Þótt ekki sé á skömmum tíma unnt að meta til fulls hvort og þá hverjar kjarabæturnar verða fyrir verkamenn, þá er nú þegar Ijóst að hér hafa ekki orðið þau tíma- mót sem margir bjuggust við. Þess er vart að vænta að öll þau samtök launamanna, sem nú hyggjast bæta kjör sinna félaga, telji samninga Verkamannasam- bandsins geta verið fyrirmynd. Það er líka ljóst að í þessum nýju samningum hefur atvinnu- rekendum með óbilgirni sinni tekist að koma í veg fyrir að samningamenn verkamanna gætu brotið láglaunastefnuna á bak aftur. Hæsta taxtakaup sér- hæfðs fiskvinnslufólks, 36.936 krónur á mánuði eftir 12 ára starf hjá sama fyrirtæki, er langt fyrir neðan þau nauðþurftamörk sem ríkisstjórnin hefur viðurkennt með því að setja skattleysismörk- in við 42-43.000 krónur á mán- uði. Þvermóðska atvinnurekenda nú hlýtur að ýta kröftuglega undir kröfuna um lögbindingu lágmarkslauna. Qp Laugardagur 27. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.