Þjóðviljinn - 27.02.1988, Side 7

Þjóðviljinn - 27.02.1988, Side 7
Hugmyndin er eins og kjaftasaga Daði Guðbjörnsson sýnir olíumyndir og grafík í Gallerí Borg er nýbyrjuð 8. einkasýning DaðaGuð- björnssonar. Á sýningunni eru aðallega olíumyndir en einnig nokkuð af grafík. Daði er fæddur 1954, og stund- aði nám við Myndlista- og hand- íðaskóla íslands og við Ríkisaka- demíuna í Amsterdam. Hann er formaður Félags íslenskra mynd- listarmanna og á sæti í safnráði Listasafns íslands. Um mynd- irnar á sýningunni segir Daði að þær séu nokkurnveginn í fram- haldi við það sem hann hefur gert hingað til, hjá sér þróist hlutirnir smám saman, eitthvað detti út og annað bætist við, en hjá sér gerist hlutirnir ekki á einum degi. - Málverkin eru kannski ekki svo ólík abstraktmyndum að því leyti að hjá mér verður fyrir- myndin aukaatriði, ég mála út frá ákveðinni hugmynd sem svo þró- ast í meðförum. Pað er með svona hugmyndir eins og kjafta- sögu sem fer um bæinn, að lokum hefur hún kannski breyst í and- stæðu sína. Þegar listamaðurinn er búinn að hugsa mikið um hug- myndina fer hún að lifa sínu eigin lífi. Daði Guðbjörnsson við hlið Álfkonu úr Dölum: „Ég var svo oft skotinn í stelpum úr Dalasýslunni þegar ég var yngri. Þetta er bara ein þeirra". Mynd-Sig. - En það eru ákveðnir hlutir sem koma aftur og aftur upp í hugann. Hjá mér koma fyrir fi§k- ar og penslar og konur, og aftur fiskar... og svo villist eitt og eitt epli með. Sem dæmi um formþró- un er hægt að taka frumstigið sem er epli, það breytist svo í pallett- una sem er millistigið, og loks kemur hjartað, sem er efsta stig- ið. Myndirnar á sýningunni eru flestar frá árinu 1987, sumar frá 1986 og eitthvað smávegis frá ‘88. Sýninginstendurtil8. mars,oger opin virka daga kl. 10:00 -18:00, kl. 14:00-18:00 um helgar. LG Ás-leikhúsið Höfundur í heimsókn Margaret Johansen kemur á sýningu á Farðu ekki. — Leikhús- ið býður áhorfendum upp á umræður eftir sýningar Nú um helgina kemur norski rithöfundurinn Margaret Jo- hansen til landsins, til aö vera viðstödd sýningu Ás- leikhússins á leikriti sínu, Farðuekki. leikara, leikstjóra og sérstaka gesti leikhússins að sýningum loknum. Þannig hafa til að mynda tveir fulltrúar kvennaat- hvarfsins, þær Elísabet Gunnars- dóttir og Jenný Baldursdóttir nú þegar mætt á sýningu og rætt við áhorfendur að henni lokinni, auk Hildigunnar Ólafsdóttur afbrot- afræðings sem var gestur sýning- arinnar á fimmtudaginn var. Á morgun verða Kristín Waage fé- lagsfræðingur og Margaret Jo- hansen gestir sýningarinnar. Fimmtudaginn 3. mars mun Sig- rún Óskarsdóttir félagsráðgjafi ræða við áhorfendur að lokinni sýningu, og sunnudaginn 6. mars Margaret Johansen verður Páll Skúlason heimspek- ingur gestur sýningarinnar. LG Margaret Johansen er fædd 1923 og lagði gjörva hönd á margt áður en hún sneri sér að ritstörf- um fyrir alvöru. Leikritið Farðu ekki er samið upp úr tveimur bóka hennar, Det var engang en sommer þar sem hún fjallar um karlmanninn í hjónabandinu, og Du kan da ikke bare gaa, þar sem hún færir athyglina yfir á konuna. f leiktextanum leitast hún svo við að koma á framfæri sjónarmiðum beggja kynjanna, tveggja ein- staklinga fastra í vítahring ástar- haturs sambands. í leikritinu er tekið fyrir of- beldi á heimilum, vandamál sem kom fyrst upp á yfirborðið hér á landi fyrir fáum árum, og brýn nauðsyn reyndist vera að ræða og reyna að gera eitthvað við. I Farðu ekki er það eiginmaður- inn, Andrés, sem fær útrás fyrir vanmetakennd sína við að lum- bra á Maríu konu sinni, sem hann elskar og getur ekki án verið. Hún elskar hann og óttast um leið, getur hvorki lifað án hans né með honum. Þar sem leikritið er tvímæla- laust innlegg í umræðuna um of- beldi á heimilum, hefur Ás- leikhúsið tekið upp á því að bjóða áhorfendum upp á að ræða við Leikhús Vaxtarverkir í Kópavogi Unglingaleikhúsið frumsýnir nýjan sjónleik eftir Benóný Ægisson í gærfrumsýndi Unglinga- leikhúsið í Kópavogi nýjan sjónleik eftir Benóný Ægis- son. Sýninginferfram ífé- lagsheimili Kópavogs, og er liður í Kópavogsvöku 1988, sem lýkur nú um helgina. Sjónleikurinn Vaxtarverkir ó eru laustengdar svipmyndir úr . lífi borgarunglinga á ofan- ? verðri tuttugustu öld, og 5 munu efnistök vera í léttari kantinum, og ekki gert mál úr smámunum. Að Unglingaleikhúsinu standa unglingar í Kópavogi á aldrinum 14-17 ára. Félagar eru um 20 talsins og sjá sjálfir um hönnun og gerð búninga, leiktjalda og annarra fylgih- luta. Verkstjórn annast Be- nóný Ægisson. Hljómsveitin Tríó Jóns Leifssonar semur og flytur tónlistina í verkinu. Önnur sýning verður í dag kl. 16:00. LG Gallerí Borg Laugaraagur 27. febrúar 1988 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.