Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.02.1988, Blaðsíða 8
En grænjaxlamir ná þó allir að verða fullþroska krækiber að lokum. MENNING Leikhús Talia sýnir Grœnjaxla í dag frumsýnir Talía, leikfélag Menntaskólans við Sund, leikritið Grænjaxla eftir Pétur Gunnarsson. Pétur Gunnarsson skrifaði leikritið að beiðni Þjóðleikhúss- ins árið 1976. Þá hafði Inúk- hópurinn farið víða við mikinn orðstír eins og menn muna, og var hugmyndin að skrifa leikrit sem hægt væri að ferðast með á svipaðan hátt og Inúk, og ein- beita sér að öðrum minnihluta- hópi í mannlegu samfélagi, - ung- lingunum. Pétur skrifaði leikritið í samvinnu við fjóra leikara Þjóð- leikhússins og Spilverk þjóð- anna, sem samdi tónlist og söngva fyrir Grænjaxlana. Leikritið fjallar um þroskaferil nokkurra einstaklinga allt frá leikskóla- til unglingsáranna, þar til þau eru tekin í samfélag full- orðinna. Leiðin reynist miserfið eins og gengur og gerist, en öll ná þau þó að verða fullþroska kræki- ber. Talía frumsýnir leikritið klukk- an 17:00 í dag. Leikstjóri er Eiríkur Guðmundsson. LG Þú ættir að reyna að hringja annað og fá þessa þjónustu. FJÖLBREYTT ÞJÓNUSTA Hreyfill er stærsta leigubifreiðastöð landsins. Hreyfili er stöðugt að endurbæta þjónustu sína til að geta betur mætt auknum kröfum viðskiptavinanna. Eitt mikilvægasta skrefið í bættri þjónustu var stigið þegar tekið var í notkun nýtt, fullkomið tölvustýrt símakerfi. Á álagstímum raðar tölvan viðskipta- vinum í rétta biðröð. Þegar þú hringir á Hreyfil og heyrir lagstúf veistu að þú hefur náð sambandi við skipti borðið og færð afgreiðslu von bráðar. Hreyfill sinnir erindum fjölmargra fyrirtækja, fer í sendiferðir, eða ekur farþegum milli staða. Þannig spara fyrirtæki umtalsverðan kostnað við rekstur bifreiða og starfsmanna. Helgarþjónusta Hreyfils er einstök. Nýja símakerfið gerir fólki kleift að fá bíl skjótar en ella og freistast því síður til að aka undir áhrifum áfengis. Fyrir þá sem eru á leið til útlanda býður Hreyfill sérstaka flugvallarþjónustu. Flugfarþegum frá höfuðborgarsvæðinu er þá ekið til Keflavíkurflugvallar gegn vægu gjaldi, á hvaða tíma sólar- hringsins sem er. FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA FLUGVALLARÞJÓNUSTA SKOÐUNARFERÐIR \ HREMfíLL /

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.